Þjóðviljinn - 11.03.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Qupperneq 1
UOWIUINN Þriðjudagur 11. mars 1975-40. árg. 58. tbl. KEMUR HEIM Á FÖSTUDAGINN Friðrik lenti i 2.-3. sæti á skák- mótinu i Tallin — i góðum félags- skap með Spasský, fyrrverandi heimsmeistara. t 1. sæti varð Keres með 10 1/2 vinning sem tefldi þarna á heimavelli: hann er eistlendingur 59 ára að aldri. Friðrik og Spasský höfðu 9 1/2 vinning. 1 4. -5. Hort og Bronstein 9 v., 6. Gipslis (sem Friðrik tap- aði fyrir i siðustu umferð) 8 1/2 v., 7.-8. Nei og Marovits og 10.-11. Taimanov og Espig með 7 1/2 v. — Friðrik kemur heim á föstudag eftir glæsilegan árangur. Samþykkt BSRB-fundarins i Háskólabíói: 3,5 miljarðar á launaskerð- mánuði ingin í heild Almennur launþegafundur haldinn á vegum B.S.R.B. I Há- skólabíói 10. mars 1975 ályktar eftirfarandi: Fundurinn lýsir stuðningi við þær fjölmörgu samþykktir sam- taka launafólks þar sem þvi er mótmælt, að samningsbundinni vfsitöluhækkun á laun skuli hafa verið rift af stjórnvöldum með lagaboði, og tekur undir flestar þær umbótatillögur, sem fylgt hafa ályktunum þessum. Sifelldar gengislækka nir, vaxtahækkun, skefjalaus hækkun vöruverös og þjónustu og ýmsar aörar efnahagsaögerðir á undan- förnum mánuðum valda þvf, að við blasir fjárhagslegur voði hjá öllum þorra launamanna, sem nú er búið aö þrýsta niður á lág- tekjustig. Með kjaraskerðingunni er verið að framkvæma þá mestu tekjutil- færslu frá launafólki til atvinnu- rekenda og ýmissa milliliða, sem um getur I einum áfanga. Að ó- breyttum aöstæðum má ætla, að hún muni á miðju þessu ári geta numið um 3,5 miljörðum á mán- uði, og þá væri hver launamaður svipur að meðaltali um 600 þús. kr. á ári frá þvf, sem honum ber samkvæmt sfðustu kjarasamn- ingum. Upp f þetta hefur talsverður hluti launþegahópsins að visu fengið 3.500 króna láglaunabætur á dagvinnu á mánuði og atvinnu- rekendur munu hafa boðið aðeins stærri hópi 3.800' kr. viöbót á heildarlaun sin á mánuði. —■ Þannig gæfist þeim, sem þessa yrði aðnjótandi kostur á bótum frá 44 þús. og ailt upp I 100 þús. krónur á ári á móti kjaraskerð- ingu sinni, — en aðrir yrðu að bera alla slna skerðingu bóta- laust. Fundurinn telur slika úrlausn Iangt fyrir neðan það, sem launa- fólk geti við unaö. Stormandi stemning og baráttuhugur var á fundi BSRB. — Mynd AK Vildi Bjöm ekki fund? Er það rétt aö Alþýðusam- bandið hafi ekki viljaö taka þátt i almennum útifundi með BSRB? Þessa spurningu lagði Agúst Vigfússon, fyrrverandi barnakennari, fyrir Kristján Thorlacius, formann BSRB, á fundi þeim er bandalagið boðaði til f Háskólabfói og svar Kristj- áns kom fundarmönnum á óvart — en svariö var efnislega á þe ssa leið: Frá þvl fyrir miðjan febrúar hef ég rætt við forseta Alþýðu- sambands Islands um sam- eiginlegan útifund ASl og BSRB tilþess að mótmæla kjaraskerð- ingunni. Stjórn BSRB gerði 19. febrúar einum rómi ályktun um að stefna bæri að þvi að halda slfkan sameiginlegan fund. Siðan hef ég staðið I sambandi við B jörn Jónsson en hann hefur tekið vel i mál mitt og lagt áherslu á að velja yrði réttan tima fyrir fundarhöld. Fyrir ráöstefnu ASÍ ræddi ég við Björn og þá sagði hann sjálfur að lfklega væri best að halda fundinn á miðvikudaginn eftir ASl-ráðstefnuna. Strax eftir ráðstefnuna hafði ég samband við Björn sem sagði nú að það gæti spillt stöðunni i samninga- viðræðunum ef nú yrði haldinn fundur. Þá lýsti ég þvi yfir, sagði Kristján, að ég myndi beita mér fyrir því að BSRB héldi fundinn eitt þvf ég er þeirrar skoðunar að með samningamál eigi ekki að fara f pukri. — Þessi tfðindi voru mjög umtöluð meðal fundarmanna eftir fundinn og þótti mönnum einkennileg sú afstaöa forseta ASt að fara undan I flæmingi þegar innan BSRB var greini- legur vilji til fundarhalda gegn kjaraskerðingunni. Mikil baráttustemming á fundi BSRB: Fáum ekki fyrr en við ver kf allsr éttinn tökum hann Við fáum ekki verkfalls- réttinn fyrr en við tökum hann og að þvi kemur. Þannig voru lokaorð Kristj- áns Thorlacius, formanns Bandalags starfsmanna rfkis og bæja, á geysifjölmennum fundi sem bandalagið efndi til i Háskólabiói sfðdegis I gær til þess aö mótmæla kjaraskerð- ingu rfkisstjórnarinnar. Fundinn sóttu, að sögn Haralds Steinþórssonar, framkv.stj. BSRB, um 1400 manns. Var mjög mikil baráttu- stemning á fundinum og var mál ræðumanna hvað eftir annað rofið meö hraustlegu lófataki. Einhugur fundar- manna kom vel fram er þeir að lokum tóku kröftuglega undir þau orð Kristjáns Thorlacíus, sem vitnað var til i upphafi fréttarinnar og I ályktun þeirri sem fundurinn samþykkti með lófataki og birt er annars staðar á siðunni. A fundinum fluttu þessir sex stuttar framsöguræður: Kristj- án Thorlacíus, Einar Helgason, formaður Starfsmannafélags rfkisstofnana, Ingibjörg Helga- dóttir, formaður Hjúkrunar- félags Islands, Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri BSRB, Þórhallur Hall- dórsson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavfkur- borgar og Ingi Kristinsson, for- maður Sambands isl. barna- kennara. Verður nánari frásögn af fundinum að biða blaðsins á morgun, miðvikudag. Stefán Jónsson um járnblendismálið: KREFST MEIRI TÍMA Stefán Jónsson Steingrfmur Hermannsson og iðnaðarráðherra reka svo á eftir járnblendimálinu á alþingi að nálgast óþinglegt flaustur. Ætlunin er að iðnaðarnefnd efri deildar skili af sér f dag án þess að hún hafi getaö aflaö sér allra þeirra gagna sem nauðsynleg eru til þess að unnt sé að setja fram rökstutt álit. Stefán Jónsson bar fram þungar og rökstuddar kvartanir á þingi f gær yfir þeim óeðlilega hraða sem einkennir störf iðnaðarnefndar efri deildar varðandi jáíinblendiverk- smiöjuna i Hvalfirði. Krafðist hann þess að fá frest til þess að lfffræðistofnun háskólans gæti kannað málið frá vistfræði- legum forsendum og til vara til þess aö unnt sé að athuga skýrslu frá Þjóðhagsstofnun sem lögð var fram f gær og fá svör við spurningum sem þá voru bornar fram. Undirtektir stjórnarsinna voru mjög dræmar — sjá siöu 4.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.