Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 3
Þriðjudagur 11. marz. 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Landbún- aðarvörur HÆKKA UM 6-7% Sú hækkun, sem ákveðin hefurveriðá landbúnaðar- vörum og gildi tók i gær er frá 6.05% og upp i 6.97%. Hefur þessi verðhækkun tæplega 3 stiga hækkun á framfærsluvísitölunni í för með sér. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins auglýsti á sunnudagskvöldið verðhækkun á landbúnaðarvör- um er tók gildi i gær. Ástæðan fyrir þessum verðbreytingum er fólgin i verðhækkunum rekstrar- vara i verðgrunninum, svo sem hækkun á verði fóðurbætis, sem hefur hækkað um 27 prósent siðan siðast var verðlagt, verðhækkun á bensini, oiium, rafrnagni og fl. Hækkunaráhrif þessara rekstrarvara á verðgrunninn eru 5.62%. Verð á nýmjólk breytist samt ekki vegna aukningar á niður- greiðslu úr rikissjbði. Af þessu frátöldu er smásöluverðshækkun- in yfirleitt milli sex og sjö pró- sent, þar með talin söluskatts- hækkun. Rikisstjórnin hefur bundið sig við þetta hámark og breytt niðurgreiðslum i þessu skyni. Sölulaun til smásöluverslana á kindakjöti hækka um 2,5 prósent I krónutölu. Eins og áður segir hækka niðurgreiðslur rikissjóðs i nokkrum tilvikum: á mjólk 2.78 kr. á litra, á smjöri um 15 kr. og á kindakjöri 2,70 kr. á kg. Nýtt Hækk- Hækkun Eldra un pr. 1 kg. verð verð kr. vöru Súpukjöt, framp., siða 301 322 21 6.97 Læri 363 22 6.45 Hryggir 373 22 6.27 Rjómi ikvarthyrnu 82 5 6.40 Smjör 1 kg 491 28 6.05 Ostur 45 pr. 1 kg 445 470 25 6.62 5 skuttogarar seldir úr Iandi? — Pólsku 750 tonna togararnir Setur togara á sölulista Enginn fótur fyrir þessari frétt sagði Óli H. Þórðarson skrifstofustjóri í Morgunblaðinu sl. sunnudag er þvi slegið upp að 5 islenskir skuttogarar séu komnir á sölu- lista erlendis, og eru þessir togar- ar taldir upp, Baldur EA, Engey, Guösteinn, Hrönn og Ver. Þar sem engin heimild er nefnd I sam- bandi við þessa frétt, sneri Þjóð- viljinn sér til Óla H. Þórðarsonar, skrifstofustjóra hjá Einari rfka en hann á tvo af þcim togurum sem þarna eru nefndir. Óli sagði: Það er alls enginn fótur fyrir þessari frétt og hún er búin að valda okkur miklum erfiðleikum. Við vitum ekki hvernig hún er tilkomin og fáum ekki uppgefið, en langt sótt hlýtur hún að vera. Hér hjá okkur hefur aðeins verið rætt um þessi mál, svona svipað og maður sem á bif- reið og hringir á bifreiðasölu og spyr hvað han geti fengið fyrir hana. En hvað hinum þremur togurunum, sem nefndir eru I fréttinni, viðkemur þá hefur sala aldrei komið til tals, hvað þá meir. Hin frjálsa blaðamennska hefur þarna hlaupið með þá Mbl,- menn i gönur. S.dór Mokveiði en þróarrými Enn er ekkert lát á loðnuveið- innihjá þeim skipum sem komast á miðin, en helsta vandamálið nú er skortur á þróarrými. Allar loðnuþrær eru fullar hvar sem er á landinu og löng löndunarbið i höfnum. A laugardaginn var sólar- hringsaflinn 8040 tonn hjá 29 skip- um og á sunnudag var hann 5050 tonn hjá 24.skipum. Siðdegis i gær höfðu 11 skip til- kynnt um afla, samtals 5330 tonn. Sjópróf í gær i gær og dag voru haldin sjópróf vegna strands h/s Hvassafells við Flatey á Skjálfanda. Ekki er enn farið að gera til- raunir til þess að bjarga skipinu, en að sögn Hjartar Hjartar, for- stjóra skipadeildar SIS, mun væntanlegur erlendur sérfræð- ingur til landsins að meta aðstæð- vantar Sigurður RE var þar aflahæstur með 1000 tonn en Börkur kom næstur með 750 tonn. Þá er heildarloðnuaflinn á. þessari vertið kominn i 386 tonn, en var á sama tima i fyrra 370 þús. tonn. Það stefnir sem sagt að met loðnuvertið i ár, ef svo heldur fram sem horfir. Aðal veiðisvæðin undanfarna daga hafa verið 5. og 6. veiði- svæði, útaf Garðskaga. —S.dór. og dag ur, og hvað skuli til ráða. Skipverjar hafa flutt einkamuni sina frá borði, en farmur Hvassa- fells er enn um borð i skipinu. Er það áburður og talið að hann saki litt eða ekki þótt hann verði ein- hvern tima enn um borð. Um borö i Hvassafelli eru menn á vakt. —úþ r A skíðum yfir hálendið Hér áöu leiöangursmenn við vörðu skammt frá Hveravöllum f dimmviðri með hvassan vind Ibakið. Nýju Flugb jörgunarsveitarmenn voru rúma viku á leiðinni Þeir voru rúma viku á leiðinni þvert yfir hálendið á skiðum og hrepptu sæmilegt ferðaveður. Hælsæri og hörkufrost suma dagana var það eina sem hrjáði skiðakappana niu. Þeir komu til Reykjavikur siðdegis á sunnu- daginn, en lögðu upp úr botni Eyjafjarðar laugardaginn 1. þessa mánaðar. Einn úr hópn- um er i Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri, Jón Gísli Grétars- son, en hinir átta eru úr Flug- björgunarsveitinni i Reykjavik. Fararstjóri i skiðaförinni yfir hálendið var Rúnar Norðquist, en um matseld annaðist Hjalti Sigurðsson, sem einnig tók með- fylgjandi myndir af hópnum á Hveravöllum. Aðrir i förinni voru Erlendur Björnsson, Helgi Agústsson, Astvaldur Guðmundsson, Arngrimur Her- mannsson, Jóhannes Ellert Guðlaugsson og Þorsteinn Guð- bjömsson. Þjóðviljinn náði tali af þeim siðastnefnda i gær og var hann þá ekki lerkaðri en svo eftir leiðangurinn, að hann var við vinnu sina i Stálvik. Þorsteini sagðist svo frá: Við lögðum upp úr Eyjafirði á laugardegi fyrir rúmri viku og fórum upp Vatna- hjalla i stefnu á Laugafell. Siðan þótti okkur ráðlegra að taka beina stefnu á Hveravelli og þangað komum við á fjórða degi (þriðjudagskvöld) i svarta- myrkri um klukkan ellefu og gerðum hjónunum Bergþóru Helgadóttur og Þorvaldi Stefáni Jónssyni, sem þar dveljast við veðurathuganir, ærlegt rúm- rusk. Þau höfðu ekki verið viss um að leið okkar lægi um Hveravelli og alls ekki gert ráð fyrir okkur svo siðla kvölds. — Við vorum mjög vel útbún- ir, Höfðum tjöld, ábreiður, svefnpoka og matvæli á snjóþot- um, sem við-úrógum, og voru um 30 kiló á hverri þotu. Þegar draga tók nær Hveravöllum varð frostið mjög mikið, allt upp i 20gráður, og komumst við þar i tæri við isnálaþoku, og var það flestum ókkar alger nýjung. Þarna gaddfraus allt á okkur og við fergum margir slæmt hæl- særi. Eftir góðar móttökur á Hveravöllum ætluðum við Þjófadali yfir Kjöl, en veðurlag- ið var þannig að okkur þótti vænlegast að halda okkur við Eyfirðingaleiðina gömlu og héldum i Hvitárnes. Dimmviðri var en hvasst i bakið og okkur miðaði vel. Þá var haldið að Hagavatni og þaðan i átt til Skjaldbreiðar með viðkomu i Hlöðufelli. Frá skála við Skjald- breið gengum við á Þingvöll og hfttum þar fyrst fyrir fólk á ferli. Siðustu tvo dagana var veður hið fegursta, bjart og stillt. Við gistum i ýmsum skálum á leiðinni og var aðkoman viðast hvar góð. Við slógum lika upp tjöldum og varð aldrei kalt, enda með góða dúnpoka. Þessi ferð tókst i alla staði vel, og þótt eflaust megi segja að hún hafi verið skemmtiferð að mestu, veitti hún okkur dýrmæta reynslu, sem gæti komið að gagni i leitarferðum á vegum Flugbjörgunarsveitar. A Hveravöllum slógu veðurathugunarhjónin upp veislu. GRUNNSKÓLI Í.S.Í. Þjálfaranámskeið A-stigs verður haldið i Reykjavik i mars og april. Hefst það fimmtudaginn 13. mars og stendur yfir i 15 kvöld. Bókleg og verkleg kennsla fyrir leiðbeinendur i iþróttum. Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku siðar i B-stigs námsskeiðum sér- sambandanna. Upplýsingar veittar á skrifstofum Í.S.Í. og I.B.R. Skólastjóri verður Jóhannes Sæmundsson, iþróttakennari. Stjórn Í.B.R.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.