Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 5
Þriðjudagur 11. marz. 1975: ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Nákvæmar
spar um
þorskafla
Oft á tlðum hafa menn dregið I
efa þær spár sem þeim eru birtar.
NU virðist sem aflaspádómar séu
orðnir nokkuð áreiðanlegir og
hefur til dæmis verið spáð afla-
magni við strendur landsins, sem
siðan varð ekki fjær raunveru-
leikanum ensem nam 0,2%.
1 öðru hefti þessa árgangs af
Sjómannablaðinu Vikingi skrifar
dr. Sigfús Schopka, fiskifræðing-
ur, grein um fiskispár. Birtir
hann með greininni töflu um afla-
spár á þorski fyrir árin
1972—1975, og tölur um veiðar ár-
anna 1972—1974.
Spárnar eru nokkuð nákvæmar,
en þær eru yfirleitt gerðar i októ-
ber eða júli. Minnstu hefur munað
á spá og raunveruleika 1972, en þá
spáöi fiskifræðingurinn 400.000
tonna afla allra þjóða sameigin-
lega við íslandsstrendur, en afl-
inn var ð hins vegar 399.000 tonn,
eða 0,2% minni en spáin.
Mestur munur á spá og veiði
varö á októberspá 1972 um þorsk-
afla árið 1973. Þá var spáð 350.000
tonna afla, en aflinn varð hins
vegar 379.000 tonn, og nemur frá-
vikið 8,3%.
í október 1974 spáði fiskifræð-
ingurinn 228 þúsund tonna þorsk-
afla Islenskra fiskimanna árið
1975, en 350 þúsund tonna heildar-
þorskafla allra þjóða sem veiðar
stunda við Island.og nú er að sjá
hver framvindan verður. —úþ
Skreiðar-
markaður
að opnast
Allar líkur eru taldar
á þvi, að Nigeriumark-
aður fyrir skreið verði
opnaður þannig, að is-
lendingar geti flutt
þangað alla þá skreið,
sem þeir geta verkað á
þessari vertið.
Nigeriumarkaðurinn hefur ver-
iðmeira og minna lokaður slðan á
dögum Biafrastrfðsins, en þó hef-
ur endrum og sinnum verið he(m-
ilaður innflutningur á skreið
þangað.
Opnun Nlgerlumarkaðarins nú
mun væntanlega verða á þann
veg, að innflutningsleyfi verði
veitt, en ekki þannig, að innflutn-
ingur verði gefinn algjörlega
frjáls.
—úþ
Lista- og menningarmála
ráð Reykjavíkurborgar
Framsóknarmenn I
borgarstjórn hafa nú fengið á-
huga fyrir listum og menningu.
Lögðu þeir fram á borgarstjórn-
arfundi á fimmtudaginn svohljóð-
andi tillögu I þessum efnum:
„Borgarstjórn samþykkir að
stofnað verði Lista- og menn-
ingarráð Reykjavíkurborgar, er
hafi það hlutverk með höndum að
annast og hafa umsjón með þeim
þáttum, er varða listir og menn-
ingarmál á vegum Reykjavikur-
borgar.
Lista- og menningarráð skal
starfa á sama grundvelli og önnur
ráð og nefndir Reykjavlkurborg-
ar, þ.e. að gera tillögur og vera
borgarstjórn til ráðuneytis i þeim
málaflokki, sem undir ráðið heyr-
ir.
Borgarstjórn felur borgarráði
að gera frekari tillögur um
starfssvið Lista- og menningar-
ráös, en stefnt skal að þvl, að það
taki til starfa eigi síðar en um
næstu áramót”.
Tillögunni var vfsað til borgar-
ráðs og annarrar umræðu með
öllum greiddum atkvæðum.
-úþ
Menntskœlingar á Akureyri:
MA segir sig úr LÍM
Eigum ekki samleið með þeim, sem aldir
eru upp við ameriskt sjónvarpl
Menntskælingar við Mennta-
skólann á Akureyri hafa nú sagt
sig Ur LIM, Landssambandi Is-
lenskra menntaskólanema, og
segjast ekki eiga samleið með
menntskælingum hér syðra, sem
aldir séu upp undir áhrifum
amerisks hermannasjónvarps.
A almennum skólafundi, sem
haldinn var í setustofu MA 27/2
var eftirfarandi ályktun gerð:
,,Við, nemendur Menntaskól-
ans á Akureyri, teljum okkur ekki
eiga neina samleið á grur.dvelli
LIM með MH, MK, MT og MGF
(Mennta- og gagnfræðaskólanum
Flensborg), sem aldir eru upp
undir áhrifum amerísks her-
mannasjónvarps, þar sem full-
trúar þeirra á siðasta LÍM-þingi
sýndu það berlega við þor þeirra
til þess að ræða og álykta um
þjóöfélagsmál og baráttumál
nemenda virðist algjörlega niður
brotið. Af þeim sökum segjum við
skilið við LIM”. —úþ
af eiiendum vettvangi
OPEC binsar um oliuverðið
Skiptar skoðanir
r
A að lœkka verðið eða draga úr framleiðslunni?
Og hvað á að gera við oliuauðinn?
Þessa dagana þinga æstðu
menn OPEC-rikjanna um næstu
skref I verðlagningu ollu. Þar
þarf að samræma ólik sjónar-
miö. Veröur þar llklega einkum
deilt um hvernig bregðast eigi
við minnkandi oliusölu sem aö
hluta stafar af orkusparnaði á
Vesturlöndum en er kannski
ekki siöur ráðstöfun olluhring-
anna með það fyrir augum að
þvinga oliuverðið niður.
Að sögn Newsweek eru þrjár
leiðir einna helst ræddar: I
fyrsta lagi samræmd fram-
leiðsluminnkun, i öðru lagi að
tengja oliuverð verðbólguvisi-
tölu á Vesturlöndum og I þriðja
lagi að miða oliuverð við annan
og traustari gjaldmiðil en doll-
arann sem hefur sigið hægt en
örugglega undanfarin misseri.
A fundi oliumálaráðherra
OPECrlkjanna i Vln fyrir
skömmu fékkst engin niður-
staða sem hægt var að leggja
fyrir leiðtogafundinn i Alsir.
Sagt er að þar hafi einkum ráðið
andstaða Saudi-Arabiu gegn öll-
um ráðstöfunum sem beinast
gegn Vesturlöndum en Feisal er
sagður þeirrar skoðunar að
réttast væri að fara sér hægt I
sakirnar og jafnvel lækka verð-
ið.
En eins og Newsweek orðar
það er máttur Saudi-Arabiu tak-
markaður af vilja Feisals til að
halda OPEC saman og foröast
einangrun frá hinum oliurlkjun-
um. Afundinum I Vin lét fulltrúi
Saudi-Arabíu, Jamani, i ljós þá
skoðun að það mætti alveg hóta
þvi að binda oliuverðið við ein-
hvern annan gjaldmiðil en doll-
arann og hækka þar með verðið
óbeint.
En samt ber margt á milli.
Iranir hafa lagt til að fram-
leiðslan verði minnkuð og
kveðjast reiðubúnir að gripa til
þess ef tryggt verður að Saudi-
Arabia geri slikt hið sama og
helst i rikara mæli. Þetta túlk-
aði Jamani hins vegar þannig
að Iran væri að reyna að ná for-
ystunni innan OPEC úr höndum
Saudi-Arabiu. Stefna Feisals
virðist vera sú að halda oliu-
verðinu fremur háu en forðast
allar stökkbreytingar upp á við.
Vandi oliurikjanna er mis-
mikill en verst hefur Abu Dhabi
farið út úr samdrættinum. Leið-
togi Abu Dhabi og jafnframt
forseti Sameinuðu arabisku
furstadæmanna, Sjeik Zaid bin
Sultan, gefur það sterklega i
skyn i viðtali við fréttamann
Newsweek nýlega að sú ákvörð-
un oliufélaganna sem vinna olíu
i landi hans að minnka fram-
leiðsluna um tvo þriðju hluta sé
af pólitískum toga spunnin og að
hún hafi það markmið að reka
fleyg á milli Abu Dhabi og ann-
arra OPEC-rikja. Bendir hann á
að margir liki þessum aðferðum
við þær aðferðir sem Kissinger
beitir til að rjúfa samstöðu
egypta og sýrlendinga.
Sjeikinn segir að oliuhring-
arnir hafi talið sig finna veikan
blett á OPEC þar sem Abú
Dhabi var. Þvi þrátt fyrir ásjá-
beindist á fyrstu tiu mánuðum
útflutningur rikjanna á fjár-
magni alls 43 miljörðum doll-
ara. Af þeirri upphæð fór bróð-
urparturinn eða 32 miljarðar
dollara á evrópskan og banda-
riskan lánamarkað, nánar
sundugreint fóru 10 miljarðar á
Sjeik Zaid I Abú Dhabi skoöar vopn: — Olluhringarnir reyndu
að reka fleyg I OPEC.
legan oliuauð hafi rikið miklar
siðasta árs. A þessum tima nam
skuldbindingar við þróunarlönd
sem það veitti nær einn miljarð
dollara i efnahagsaðstoð á sið-
asta ári og egypta sem eiga að
fá 600 miljónir dollara á þessu
ári i hernaðaraðstoð.
— En, segir hann, — við höf-
um minnt þá á að ef þeir ætla
sér að kúga okkur með þvi að
hlaupastá brott um stundarsak-
ir munu þeir komast að þvi er
þeir snúa aftur að eignir þeirra
hafa verið færðar á annarra
hendur.
í viðtalinu er sjeik Zaid spurð-
ur að þvi hvað oliurikin eigi að
gera við þann auð sem þau ráða
yfir og ekki er notaður til inn-
lendra fjárfestinga eða vopna-
kaupa. Hann segir að aðstoð
Abú Dhabi við egypta og sýr-
lendinga hafi verið svo mikil að
ekki sé mikið afgangs til ann-
arra nota. En verði eitthvað af-
gangs telji hann þvi best varið
með þvi að fjárfesta fyrst i van-
þróuðum ríkjum með hagsmuni
beggja aðila i huga en siðan sé
athugandi að fjárfesta I öðrum
vinveittum rikjum.
Þarna komum við að öðru
deilumáli OPEC: hvernig á aö
ráðstafa oliuauðnum? Sýrlenski
hagfræðingurinn Issan El-Zaim
sem er ráðgjafi alsirsku
stjórnarinnar i oliumálum segir
að borgarastéttir flestra Araba-
rikjanna reyni nú að ná fótfestu
I vestrænu fjármálalifi. Þetta
megi lesa úr þvi hvernig oliu-
auðnum hefur hingað til verið
ráðstafað.
Stjórnarnefnd EBE hefur tek-
ið saman hvert fjármagnsút-
flutningur OPEC-rikjanna
almennan lánamarkað i Banda-
rikjunum, 6 til Bretlands og 16
miljarðar á Eurodollarlána-
markaðinn. Lán til opinberra
stofnana i Vestur-Evrópu (að
Bretlandi undanteknu) og Jap-
an námu 3 miljörðum dollara,
Alþjóðabankinn og Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn fengu 2 mil-
jarða samanlagt til ráðstöfunar,
sama upphæð fór i þróunarað-
stoð og 4 miljarðar voru festir i
hlutabréfum og skuldabréfum i
einkafyrirtækjum á Vesturlönd-
um.
En El-Zaim heldur þvi fram
að borgarastéttir Arabaland-
anna nái aldrei með þessari
stefnu neinum undirtökum i
vestrænu fjúrmálalifi og séu
dæmdir til að verða undirdánug
ir húskarlar stóru auðhring-
anna. Einnig segir hann að
miklar fjárfestingar rikjanna I
oliuvinnslunni færi þeim tak-
mörkuð völd. Kemur þar hvort
tveggja til að auðhringarnir
geta beitt þá valdi i krafti tækni-
þekkingar sinnar og að hinar
risavöxnu og afkastamiklu oliu-
hreinsunarstöðvar sem rikin
koma sér upp geri ráð fyrir
stórum markaði á Vesturlönd-
um og þar með geti þau beitt
oliurikin óbeinum þrýstingi.
Gegn þessari stefnu setja
framsæknari lönd innan OPEC
— t.d. Irak og Alsir — fram eft-
irfarandi forgangsröð á ráðstöf-
un oliuauðsins: i fyrsta lagi á að
fjárfesta eins mikið og unnt er
innan eigin landamæra, i öðru
lagi i nágrannarikjunum, i
þriðja lagi öðrum löndum þriðja
heimsins og ekki fyrr en i fjórða
lagi i öðrum rikjum heims.
—ÞH
KOLOK
Plastic film
Leturboröar fyrir ritvélar
Besta verö — bestu gæöi
Einnig Kolok leturborðar i allar rit- og
reiknivélar — Biðjið um Kolok leturborða.
HEILDVERSLUN AGNAR K. HREINSSON
Bankastræti 10—simi 16382 — pósthótf 654