Þjóðviljinn - 11.03.1975, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. marz. 1975.
Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstœðisflokksins vill
Ekki ný vinnubrögð við
gerð fjárhagsáœtlunar
Borgarráð og borgar-
stjórn hafa nú hafnað
tillögu minnihlutaf lokk-
anna í borgarstjórn um ný
vinnubrögð við gerð fjár-
hagsáætlunar fyrir
borgina/ og kjósa heldur að
viöhafa þau hin sömu
vinnubrögð og áður, að láta
embættismenn borgar-
innar vinna f járhags-
áætlunina í stað þess að
marka sjálf þá megin-
stefnu í f járhagsáætlun.
Á borgarráðsfundi þann 4.
mars var lögð fram tillaga frá
borgarráðsfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins, Sigurjóni Péturssyni,
borgarráðsfulltrúa Framsóknar-
flokksins, Kristjani Bene-
diktssyni og áheyrnarfulltrúa
Alþýðuflokksins, Björgvini
Guðmundssyni um ný vinnu-
brögð, sem viðhöfð skyldu við
endursam ningu fjárhags-
áætlunar Reykjavikurborgar,
fyrir árið 1975, sem til er komin
vegna 700 til 1000 miljón króna
skuldaaukningar og annars
rekstrarkostnaðar borgarinnar
vegna verðbólgustefnu rikis-
stjórnar Geirs Hallgrimssonar.
Tillagan var svohljóðandi:
,,Á undanförnum árum hafa
drög að f járhagsáætlun
borgarinnar verið samin af
86 miljón kr.
til framfœrslu
Önnur aðstoð en fjárhagsaðstoð á að vera
aðalatriðið i starfsemi Félagsmálastofnunarinnar,
sagði Þorbjörn Broddason i horgarstjórn
minna sem vitað er um stofnun-
ina, þeim mun meiri verður tor-
tryggnin. Þetta á ekki einvörð-
ungu við um Félagsmálastofn-
unina, heldur og margt annað i
borgarrekstrinum, sem ástæða
væri þvi til að veita borgurunum
mun meiri upplýsingar um.
— Það þarf sérstakar ástæður
til að taka starfsemi
Félagsmálastofnunarinnar til
sérstakrar endurskoðunar af
öðrum en félagsmálaráði, sagði
Þorbjörn. A það verður að
reyna hvort félagsmálaráð er
ekki fært um að stjórna sjálft
Félagsmálastofnuninni. Sérstök
rannsókn af utanaðkomandi að-
ilja, og upplýsingar um þá f jár-
hagsaðstoð, sem stofnunin veit-
ir, kynni að vekja upp óþarfa
tortryggni á starfi stofnunar-
innar.
Stefna Félagsmálastofnunár-
innar á ekki að vera sú að veita
fjárhagsbætur. Slikt er neyðar-
úrræði, og i raun yfirlysing
stofnunarinnar um það að henni
hafi mistekist að veita aðra að-
stoð, og það er þessi önnur að-
stoð, sem er aðalatriðið, sagði
Þorbjörn að lokum.
-úþ
Markús örn Antonsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, skýrði frá þvl á
borgarstjórnarfundi á fimmtu-
daginn að á árinu 1973 hefði
borgin greitt 83 miljónir til
framfærslu borgarbúa. Helst
eru það einstæðir foreidrar og
öryrkjar, sem þessar greiðslur
þurfa og oftast vegna vandræða
við greiðslu húsaleigu.
Umræður urðu nokkrar i
borgarstjórn um Félagsmála-
stofnun borgarinnar og félags-
málaráð, og spunnust þær
vegna tillögu, sem til umræðu
var frá Bjögvini Guðmundssyni,
þess efnis, að rekstur Félags-
málastofnunarinnar verði
endurskoðaður.
1 umræðunum kom fram, að
65 leigutakar á vegum borgar-
innar höfðu yfir 700 þúsund
króna tekjur árið 1973. 20 af
þessum 65 munu ekki vera þurf-
andi fyrir aðstoð borgarinnar,
en ýmsum vandkvæðum er háð
að losa það húsnæði, sem þetta
fólk er i.
Þorbjörn Broddason, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins
sagði, að væri beitt einföldum
Þorbjörn Broddason
hlutfallsreikningi, kæmi I Ijós,
að aðeins 2,8% af þeim, sem
aðstoðar nytu, þyrftu hennar
ekki með, og væri það mjög lágt
hlutfall.
Þorbjörn sagði að þjónusta
Félagsmálastofnunarinnar ætti
ekki einungis að vera fjárhags-
legs eðlis við þá sem eru litils
megandi. Félagsmálastofnunin
á að vera eðlilegur þáttur i
borgarlifinu. Sú gagnrýni, sem
fram hefur komið á stofnunina
byggist á ónógum upplýsingum
gagnrýnendanna, og þeim mun
Tugmiljón
sparnaður
Ef hægt væri að hætta
notkun negldra hjólbarða
Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður, flutti tillögu um það á
siðasta borgarstjórnarfundi, að
gatnamálastjóra verði falið að
kanna hversu mikið viðhald á
götum borgarinnar kosti, viðhald,
sem stafar af sliti frá negldum
hjólböröum, svo og hversu mik-
inn aukakostnað það hefði i för
með sér, að götur yrðu ruddar og
hálkueyddar það vel, aö notkun
negldra hjólbarða yröi ónauðsyn-
leg.
Sigurjón sagði að til væru flest
þau gögn, sem til þyrfti að vinna
þessa könnun frá þvi að unnin var
sérstök malbiks- og saltskýrsla
árið 1973.
Sigurjón sagði að samkvæmt
skýrslunum frá 1973 hefði
kostnaður bifreiðaeigenda verið
metinn 90 miljónir vegna negldra
hjólbarða, og gera mætti ráð fyrir
að sú tala væri komin upp i 130-150
miljónir i dag. Þá benti hann á að
tjón af völdum naglanna mætti
áætla um 100 miljónir, en 216,5
miljónir eru ætlaðar til viðhalds
gatna.
— Að visu fæst mikið öryggi
fyrir þann kostnað, sem i er lagt,
sagði Sigurjón. En spurningin er
þó sú, hvort ekki er hægt að ná
viðunandi öryggisárangri i hálku
án þess að nota neglda hjólbarða.
Þá sagði Sigurjón, að hann
króna
hefði heyrt töluna 10 miljónir,
sem þann viðbótarkostnað, sem
það hefði i för með sér fyrir borg-
arsjóð að saltbera allar götur
borgarinnar, og sé sú tala rétt
sparast á þvi að salta um 90
miljónir króna.
Páll Gislason, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sagði tillögu
Sigurjóns þarfa, en lagði við hana
fram breytingartillögu. Sigurjón
hafði orðað i sinni tillögu, að leiði
könnunin i Ijós, að óhóflega mikill
kostnaöur sé samfara notkun
negldra hjólbarða, þá beiti
borgarstjórn sér fyrir banni á
notkun þeirra.Páll vildi ekki hafa
orðalagið svo afgerandi, en lagði
til að þess i stað stæði: — taki
borgarstjórn til athugunar hvort
hún vilji bcita sér fyrir banni á
notkun þeirra.
Þannig breytt var tillagan sam-
þykkt með 15 atkvæðum allra
borgarfulltrúa. —úþ
sparnaðarnefnd i samráði við for-
stöðumenn hinna ýmsu borgar-
stofnana og fyrirtækja. Borgar-
ráð hefur siðan fengið tillögur
þessara aðila til umfjöllunar,
oftast fullmótaðar, og þvi átt
erfitt með að gera á þeim veiga-
miklar breytingar.
Við yfirstandandi endurskoðun
á fjárhagsáætlun borgarinnar
samþykkir borgarráð að marka
nú þegar þá meginstefnu, sem
fylgt verður við endurskoðunina.
1 þessum tilgangi ákveður
borgarráð að halda aukafund, þar
sem eingöngu verði rætt um fjár-
hagsáætlunina og stefna mörkuð
vegna endurskoðunarinnar.
Á fundinum liggi fyrir eins
nákvæmt og tök eru á, hve mikið
fé vantar til að endar nái saman
miðað við núgildandi fjárhags-
áætlun og óbreyttar fram-
kvæmdir.
Borgarráð ákveði hvernig
vandanum verði mætt með ein-
hverjum eða öllum af eftirtöldum
leiðum:
1. Auknum tekjum.
2. Auknum eða breyttum lánum.
3. Sparnaði i rekstri.
4. Niðurskurði framkvæmda.
Drög að nýrri fjarhagsáætlun
verði siðan samin á grundvelli
þeirrar ákvröðunar, sem borgar-
ráð tekur."
A fundi borgarstjórnar á
fimmtudag sagði Sigurjón
Pétursson að borgarstjórnar-
meirihlutinn hefði hafnað þessu
samstarfstilboði minnihluta-
flokkanna og tillögu um breytt
vinnubrögð með þvi að sam-
þykkja frávisunartillögu, sem
fram kom frá borgarstjóra, Birgi
ísleifi Gunnarssyni. Frávisunar-
tillaga borgarstjóra felur i sér að
enn skuli embættismönnum
borgarinnar falið að sjá um
megingerð fjárhagsáætl-
unarinnar, og vár hún afsökuð
með þvi að ekki væri timabært
fyrir borgarráð að gera nýja fjár-
hagsáætlun, þar eð ekki lægi fyrir
heildarmyndin af vanda borgar-
sjóðs'.
I umræðum i borgarstjórn benti
Sigurjón á, að ekki skipti höfuð-
máli við leit á lausnum á vand-
anum, þó ekki sé nákvæmlega
vitað hve hann er stór, þegar
vitað er að hann er liklega á bilinu
700-1000 milj. — Hitt töldum við
skyldu okkar, að marka nýja
stefnu i gerð fjárhagsáætlunar
fyrir borgina.
1 þessu sambandi benti
Sigurjón á þá liði, sem felast i
téðri tillögu, og sagði siðan: —
Með frávisunartillögunni hefur
meirihlutinn hafnað þvi að eiga
samstarf við minnihlutann um
gerð nýrrar fjárhagsáætlunar, og
með henni er einnig verið að slá
þvi á frest að takast á við
vandann. Hvorttveggja þetta er
slæmt.
Björgvin Guðmundssonbenti á,
að með frávisuninni væri meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins að lýsa
velþóknum sinni á þvi að
embættismenn borgarinnar legðu
fyrir borgarstjórn næsta full-
mótaða fjárhagsáætlun, sem
borgarstjórn siðan krunkaði litil-
lega i. Þá benti Björgvin á, að svo
virtist, sem borgarstjóra væru
þetta einhver feimnismál innan
borgarstjórnar, en hins vegar
væri hann þegar farinn að ræða
það hvað gera skuli við frétta-
n:enn útvarps, þó hann skirrðist
við að nefna slikt við borgar-
stjórnarmenn.
Magnús Orn Antonsson
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins sagði að það skipti höfuðmáli
hvort vandi borgarsjóðs væri af
stærðargráðunni 700 miljónir eða
1000 miljónir.
Siðan kom nokkuð undarleg
setnig hjá borgarfulltrúanum,
sem einn meðal of margra
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins hefur lýst þvi yfir, að borgar-
stjórn, sveitar- og bæjarstjórnir
eigi að hafa frumkvæði, en ekki
að láta alþingi og rikisstjórn taka
það af sér. Setningin hijóðar svo i
drottins nafni og fjörutiu: Alþingi
á svo margt eftir að gera i efna-
hagsmálum, að við getum ekkert
gert að svo komnu máli!!!
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
áréttaði það, að i tillögunni fælist
að borgarráð og borgarstjórn
fengjust við vanda þann sem við
væri að fást, en ekki ráðnir
embættismenn borgarinnar.
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri, skýrði frá þvi að
ráðstafanir þær, sem rikis-
stjórnin hyggst gera vegna kjara-
samninganna, og þá fyrir
atvinnurekendur, gætuhaft i för
með sér lækkun á tekjum borgar-
stjóðs af útsvörum um hundruð
miljónir króna.
Siðan lýsti borgarstjóri það
skoðun sina, að tillagan bæri þess
vitni, að borgarfulltrúar vildu slá
sér upp á þvi að borgarstjórnar-
meirihlutinn vildi ekki samstarf
við minnihlutann um gerð fjár-
hagsáætlunar, og eftir afgreiðslu
tillögu minnihlutans gæti hann
sýnt af sér algjört ábyrgðarleysi
við tillögugerð. Svo undarlega,
sem það kann að hljóma, lýsti
borgarstjóri sig siðan reiðubúinn
til hvers konar samstarfs við
minnihlutann.
Sigurjón Pétursson tók aftur til
máls og sagði það augljóst, að
meirihlutinn vildi ekki skilja til-
ganginn með tillöguflutningi
minnihlutans. — Þeir vilja lesa
það eitt út úr tillögunni, að minni-
hlutafulltrúarnir vilji fá aukafund
um fjárhagsáætlunina. Aðal-
atriðið er það að við viljum koma
á nýjum vinnubrögðum við gerð
fjárhagsáætlunar.
Á vegum borgarráðs eru
haldnir fundir, þar sem tekin eru
fyrir 20-30 mál á hverjum fundi,
og við iitum fjárhagsvanda
borgarinnar það alvarlegum
augum, að taka þurfi vandann
fyrir á sérstökum fundi, þar sem
engin önnur mál yrðu rædd.
Framhald á bls. 12
Albert Guðmundsson
Albert lýsti
vantrausti
á stjórnina
Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi og alþingis-
maður, lýsti miklu vantrausti
á rikisstjórn þeirra Gunnars
og Geirs á borgarstjórnar-
fundi á fimmtudag, er hann
lýsti það trú sfna að i illt
stefndi i atvinnumálum.
Umræður spunnust um til-
lögu frá Kristjáni Benedikts-
syni sem borgarráð sam-
þykkti nýlega með öllum at-
kvæðum, að borgin annaðist
sjálf hirðingu og viðhald
grænna svæða i borginni með
tilliti til sumarvinnu unglinga,
en léti þetta verk ekki í hendur
sérstakra verktaka.
1 umræðunum sagði Albert
aö hann vildi láta kanna það
hversu mikið væri unnið i
vélavinnu á vegum borgarinn-
ar, þar sem mannshöndingæti
unnið að. Nefndi hann i þessu
sambandi götusópun, sem
hann vildi láta vinna að án
véla, — „þegar atvinnuhorfur
eru slikar sem nú, og svo illa
árar,” eins og borgarfulltrú-
inn sagði.
Það er þvi ekki von til þess
að þjóðin beri traust til at-
vinnustefnu rfkisstjórnar
Gunnars og Geirs, þegar þing-
menn stjórnarinnar lýsa svo
berlega yfir vantrausti sinu.
_____-$Uþ