Þjóðviljinn - 11.03.1975, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. marz. 1975.
Víkingur aöeins feti frá
íslandsmeistaratitlinum
eftir 20:17 sigur yfir FH — Víkingum dugar jafntefli gegn Val annað kvöld
Víkingur, sem aldrei
hefur unnið Islands-
meistaratitilinn i hand-
knattleik, er nú aðeins feti
frá honum, vantar aðeins
eitt stig úr síðasta leik sin-
um sem er gegn Val annað
kvöld, til þess að hljóta
titilinn, og ekki bara það,
heldur hefur liðið aldrei
komist svona nálægt titlin
um. Víkingarnir áttu ekki í
miklum erfiðleikum með
FH sl. sunnudagskvöld er
liðin mættust í Hafnarfirði
og sigraði 20:17. Að visu
voru þeir vel studdir af
öðrum dómara leiksins,
Kristjáni Erni, sem sýndi
slíka hlutdrægni að fátitt
er. Sem betur fer réð það
þó ekki urslitum leiksins,
Víkingur var betri aðilinn í
leiknum og átti sigur fylli-
lega skilið. Það verður
erfitt fyrir Valsmenn að
stöðva Víkingana úr þessu.
Liðið er mjög sterkt, bæði í
vörn og sókn og breiddin í
því mikil. Markvarslan hjá
báðum markvörðunum góð
og litla sem enga tauga-
spennu að finna hjá hinum
ungu leikmönnum liðsins í
jafn mikilvægum leik og
þessi var fyrir liðið.
Það voru einkum fjórir menn
sem báru af i Vikings-liðinu að
þessu sinni i sókninni. Þar skal
fyrstan telja Stefán Halldórsson
sem ekki hefur leikið betur I
vetur og er þá nokkuð sagt. Stefán
átti hreinan stjörnuleik og skor-
aði 9 mörk: Þá byrjaði Einar
Magnússon af meiri fitonskrafti
en hann hefur lengi gert. Hann
varð ekki stöðvaður fyrr en sér-
stakur maður var settur til höfuðs
honum. Og um leið og Einar var
tekinn úr umferð fór Viggó
Sigurðsson að blómstra. Hann er
aldrei betri en gegn 5 manna
vörn. Þá njóta gegnumbrot hans
sin best. Og að siðustu en ekki sist
skal telja Pál Björgvinsson,
„heila” þessa liðs- Fyrir utan að
geta skorað mikið af mörkum ef
aðrir bregðast stjórnar hann öll-
um sóknarleik liðsins af snilld.
I vörninni er það Magnús Guð-
mundsson sem i tvennum skiln-
ingi ber höfuð og herðar yfir aðra.
Hann er að verða einn allra besti
varnarmaður okkar og þegar
hann hefur fengið meiri likams-
styrk, verður hann einnig góður
sóknarmaður; til þess hefur hann
alla burði.
Eins og i svo mörgum leikjum i
vetur var FH-liðið ekki nema
skugginn af þvi sem það var i
fyrra og sá eini sem eitthvað lét
að sér kveða i þessum þeik var
Viðar Simonarson. Hann einn
leikur af svipuðum styrkleika og
fyrr. Þá kom Gils Stefánsson vel
frá varnarleiknum. Markvarslan
var litil sem engin lengi vel en
undir lokin varði Hjalti nokkrum
sinnum vel, einkum linuskot og
eins varði hann tvö vitaköst.
Það er frá gangi leiksins að
segja, að Vikingur náði foryst-
unni strax i byrjun og hélt henni
það sem eftir var fyrir utan hvað
FH tókst 5 sinnum að jafna, 5:5,
8:8,13:13,14:14 og 16:16. í leikhléi
hafði Vikingur yfir 11:10.
Framhald á bls. 12.
Jón Sigurðsson flýgur inni teiginn og skorar. Árni Guðjónsson vfkur sér undan, en Hjalti er til varnar.
Endasprettur Ármanns
kom aðeinsof seint
og þeir náðu aðeins jöfnu gegn Haukum 22:22
Eftir að hafa haft nær
vonlausa stöðu mestan
part leiksins gegn Hauk-
um, tóku Ármenningar
mikinn og árangursríkan
endasprett, þegar staðan
var 20:15 og náðu jafntefli
22:22. Þessi endasprettur
Ármenninga var frábær,
en hann kom bara of seint
fyrir þá. Hefðu þeir tekið
við sér aðeins fyrr fer
varla milli mála að þeir
hefðu fengið bæði stigin úr
þessari viðureign.
Velgengni liðsins í síðustu
leikjum þess hefur greini-
lega stigið sumum leik-
mönnum til höfuðs og þeir
vanmátu greinilega Hauk-
ana með þeim afleiðingum
að Haukarnir náðu yfir-
burða stöðu strax í byrjun.
Þótt Ármanns-liðið sé gott
lið hefur það ekki frekar
en önnur lið í deildinni efni
á að vanmeta andstæðinga
sina og gæti þessi leikur
því orðið liðinu góð
áminning.
Ahættan sem nokkrir leikmenn
Armanns tóku i byrjun i sókninni
var vægt sagt furðuleg. Einkum
voru það þeir Jón Ástvaldsson og
Jens Jensson, sem annars hafa
báðir verið i hópi bestu manna
liðsins i vetur. Þetta varð til þess,
að Haukarnirkomust i 4:0, 6:2 og
allt uppi 9:3. 1 leikhléi hafði Ar-
mann aðeins lagað stöðuna; hún
var þá 12:9 Haukum i vil.
í siðari hálfleik komust Hauk-
arnir i 17:11 og 20:15 og var þá
stutt orðið til leiksloka og allt útlit
fyrir stór-sigur Hauka. En þá var
það sem Ármenningarnir tóku við
sér og endasprettur þeirra hófst
Þeir Jens, Hörður H. og Björn Jó-
hannsson, besti maður liðsins i
þessum leik, skoruðu hvert
markið á fætur öðru og
Ármenningarnir lokuðu vörninni
með þeim árangri að þegar
flautan gall til merkis um leikslok
var jafnt 22:22. Það hefði verið
hlegið að þeim manni sem spáð
hefði þessum úrslitum um miðjan
siðari hálfleik, hvað þá i fyrri
hálfleik þegar allt gekk á aftur-
fótunum hjá Armanni en i haginn
hjá Haukum.
Hauka-liöið vantar tilfinnan-
lega aðra skyttu með Herði
Sigmarssyni. Liöið hefur góða
linumenn og einnig góða spilara
þar sem þeir Elias og Olafur eru
en aðeins eina skyttu og þrátt
fyrir það að Hörður skorar mikið
þá verður sóknarleikur liðsins of
einhæfur með þessu móti.
Haldi svo fram sem horfir hjá Ar
manni ætti ekkert að verða þvi til
fyrirstöðu að liðið nái toppnum
næsta ár. Liðið er frekar ungt en
skipað mjög jöfnum og skemmti-
legum leikmönnum, sem hafa
sýnt það I vetur að þeir geta lagt
hvaða liö sem er að velli. Armann
hefur sigraö, Val, FH, Fram m.a.
i vetur, og það þarf nokkuð til.
Mörk Armanns: Björn 9, Höröur
H. 5, Jens 4, Stefán 2, Kristinn og
Jón 1 mark hvor.
Mörk Hauka: Hörður 9 (7),
Ingimar 4, Elias 3, Stefán 3, Ólaf-
ur Hilmar og Svavar 1 mark hver.
—S.dór
Staðan
Staðan 11. deild I handknattleik
er nú þessi:
Vlkingur 13 10 1 2 266:224 21
Valur 12 9 0 3 240:206 18
FH 13 7 0 6 269:255 14
Fram 13 6 2 5 244:246 14
Iiaukar 13 € 1 6 256:244 13
Armann 13 6 1 6 228:235 13
Grótta 13 2 2 9 254:308 6
ÍR 12 1 1 10 215:254 3
Markhæstu menn:
Höröur Sigmarsson Haukum 119
Björn Pétursson Gróttu 86
Einar Magnússon Vlkingi 65
Pálmi Pálmason Fram 60
Stefán Halldórsson Víkingi 59
Ólafur H. Jónsson Val 55
Halldór B. Kristjánsson Gróttu 52
Þórarinn Kagnarsson FH 49
Viöar Simonarson FH 44