Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 11
Þriðjudagur 11. marz. 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íslenska
kvennaliðiö
vann stór-
sigur yfir
því banda-
ríska 17:11
Bandaríska landsliðið í
kvenna-handknattleik kom
hér við á leið sinni frá
Evrópu til Bandaríkjanna
um síðustu helgi og lék
einn landsleik hér í leið-
inni. Hann fór fram sl.
sunnudagsmorgun og lauk
með stórsigri islenska liðs-
ins 17:11.
Bandariska liðið kom hér við
um siðustu áramót en þá fór það
éina af mörgum æfingaferðum
sinum til Evrópu. Þá lék það hér
tvo leiki og tapaði báðum.
1 leiknum á sunnudaginn sást
að liöið hefur tekið miklum fram-
förum á þessum stutta tima og
það veitti islenska liðinu mun
meiri keppni nú en þá
Einkum var það i fyrri hálfleik
leiksins á sunnudaginn sem is-
lenska liðið átti i erfiðleikum með
það bandariska. f leikhléi var
staðan aðeins 7:6 isl. liðinu i vil. t
siðari hálfleik gekk það hinsvegar
betur og lokatölurnar urðu eins og
áður segir 17:11.
Að vanda var það Sigrún
Guðmundsdóttir sem mest kvað
að i islenska liðinu, hún skoraði 6
mörk. Þær Harpa Guðmundsdótt-
ir og Arnþrúður Karlsdóttir áttu
einnig mjög góða leik og skoruðu
3 mörk hvor. Þær Oddný, Hjálm-
friður, Hansina, Guðrún og Björg
skoruð 1 mark hver.
Staðan i 1. deild kvenna er
þessi: Valur 12 12 0 0 239:110 24
Fram 12 11 0 1 240:135 22
Ármann 11 5 1 5 154:127 11
FH 12 5 0 7 162:176 10
UBK 13 5 0 8 126:174 10
Vlkingur 12 4 0 8 112:142 8
KIÍ 11 3 1 7 137:162 7
Þór 13 2 0 11 113:219
2. deild
Staðan I 2. deild er þessi:
KA 14 11 1 2 336: CM 23
Þróttur 12 10 1 1 297: 197 21
KR 13 10 0 3 286: 245 20
Þór 14 7 0 7 272: 265 14
Fylkir 13 6 1 6 263: 276 13
UBK 13 3 0 9 245: : 294 6
IBK 13 2 2 9 189: : 272 6
Stjarnan 14 1 1 12 254: :331 3
' 1 1 '
staðan
^tnmmmmmmmmmmmmmm^mm^
Stja rna n
hrapaði
Stjarnan úr Garðahreppi tapaði fyrir
Þór og KA og
er þar með fallin niður í 3. deild
Sigrún Guðmundsdóttir skorar hér eitt af 6 mörkum sinum (Ljósm. Einar)
Q
1. deild í körfuknattleik:
Ármann úr leik
ítoppbaráttunni
eftir óvænt tap fyrir Val 73:75, sem daginn áður
hafði tapað fyrir botnliðinu HSK
Mjög óvænt úrslit uröu I 1.
deildarkeppninni I körfuknattleik
sl. sunnudag er Ármann tapaöi
fyrir Val 73:75 og þar með er
Ármann úr leik I toppbaráttunni.
Þetta tap Ármanns er þeim mun
furðulegra þegar þess er gætt að
daginn áður tapaði Valur fyrir
botnliðinu I deildinni, HSK,og eru
það fyrstu stigin sem HSK fær I
vetur og setur heldur betur strik I
reikninginn i botn-baráttunni.
leikhléi 42:41. Leikurinn var eins
og stigatalan gefur til kynna,
mjög jafn en HSK var betri aðil-
inn og sigur þess verðskuldaður.
Framhald á bls. 12
Stórsigur hjá
toppliðunum
Fimm leikir fóru fram i 2.
deildarkeppninni I handknattleik
um síðustu helgi og þeir skáru úr
um þaö aö Stjarnan úr Garða-
hreppi fellur niður i 3. deild.
Akureyrarliðin KA og Þór
komu suður um helgina og léku
bæði við Stjörnuna, sem tapaði
þeim báðum, fyrir Þór 17:22 og
fyrir KA 22:33 og þar sem Breiða-
blik sigraöi IBK 17:15 er ljóst að
Stjarnan fellur.
Fylkir sækir sig sifelt og sigraði
Þór um helgina 20:16 en tapaöi
aftur á móti fyrir KA 23:27.
Þessi úrslit hafa ekkert að
segja fyrir toppbaráttuna. Þar
virðist Þróttur næstum þvi örugg-
ur um að komast i 1. deild. KR
gæti stöðvað Þrótt og tapi Þróttur
fyrir KR yröi hreinn úrslitaleikur
á milli Þróttar og KA. Eins er
hugsanlegt að Fylkir gæti stöðvaö
Þrótt; gleymum þvi ekki að Fylk-
ir sigraði KR á dögunum.
Það veröa þvi sem fyrr 1R og
KRsem berjast um Islandsmeist-
aratitilinn en þau eru nú efst og
jöfn með 20 stig en 1R á eftir aö
leika upp kæruleikinn gegn Ar-
manni.
Heil umferð fór fram um sið-
ustu helgi. A laugardaginn sigr-
aði KR UMFN 111:101 eftir að hafa
haft yfir i leikhléi 59:56.
Strax á eftir léku svo Valur og
HSK og eins og áöur segir sigraði
HSK 89:86 og hafði HSK yfir I
Aðeins tveir leikir fóru fram i 1.
deild kvenna um helgina. Topp-
liðin i deildinni, Fram og Valur
unnu þar bæöi stóra sigra eins og
vænta mátti og er mikil gjá á
milli þessara tveggja liða og ann-
arra i 1. deild kvenna, svo mikil
að hægt er næstum þvi að ganga
að sigri þeirra visum gegn öörum
liðum.
Fram mætti FH á laugardag>nn
og sigraði 19:10 en Valur mætti
KR og sigraöi 24:10. Valur er eina
liðið sem ekki hefur tapað leik en
Fram hefur tapað fyrir Val og
gæti, með þvi að vinna siöari leik
liðanna, náð Val að stigum og
fengið aukaleik um Islandsmeist-
aratitilinn.
Þessi lið mætast 22. mars nk. og
verður þar örugglega um mikinn
baráttuleik aö ræða. Jafntefli eða
sigur hjá Val þýðir Islandsmeist-
aratitilinn. en sigur Fram myndi
þýða aukaleik um titilinn.