Þjóðviljinn - 11.03.1975, Page 13
ÞriBjudagur 11. marz. 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Framsöguræða Bjarnfríðar Leósdóttur fyrir þingsályktunartillögu
Einn lífeyrissjóður fyrir alla
landsmenn er réttlætiskrafa
Með vaxandi verðbólgu eykst munurinn
á lífeyri úr verðtryggðum og óverðtryggðum sjóðum
A6 undanförnu hefur lifeyris-
sjóöskerfi landsmanna veriö
nokkuð til umræöu hér á Alþingi
og ekki siður utan þings.
Þaö hefur komið fram, aö
90—95% launþega 20 ára og eldri
eru innan lifeyrissjóöskerfisins i
90—100 mismunandi lifeyrissjóö-
um.
Þaö sem hefur komiö af staö
umræöum um þessi mál, er sá
vandi sem margbrotnar og mis-
munandi reglugerðir þeirra hafa
upp á aö bjóða. En þó fyrst og
fremst sá mismunur, sem felst i
þvi að sumir lifeyrissjóðir eru
verðtryggðir, aörir ekki.
I verötryggðum lifeyrissjóöi
njóta lifeyrisþegar bóta sem er á-
kveðið hlutfall atvinnutekna eins
og þær eru á hverjum tima. 1 ó-
verötryggbum llfeyrissjóði aftur
á móti breytast greiöslur Ur
sjóönum aldrei, hvernig sem at-
vinnutekjur breytast, og meö á-
framhaldandi verðbólgu geta
þessir sjóöir ekki gegnt hlutverki
sinu og réttindin verða gagnslaus
aö mestu. Þetta hlýtur að vera
öllum ljóst, sem hafa fylgst meö
þróun kaupgjalds og verðlags á
siöustu árum.
NU á að fara fram endurskoðun
á löggjöf almannatrygginga, og
ég tel þaö æskilegt aö I þeirri
endurskoðun veröi þaö alvarlega
athugaö, hvort ekki sé hægt að
sameina alla lifeyrissjóöi lands-
manna innan þess kerfis I einni
reglugerö, sem væri eins fyrir
alla, meb sömu réttindum og
skyldum.
Ég hefi aðeins minnst á að lif-
eyrissjóöir gegni hlutverki sinu
mjög misjafnlega.
Lifeyrissjóður rikisstarfs-
manna er verötryggöur af rikinu,
bæjarstarfsmanna af viökomandi
bæjum og bankamanna af viö-
komandi bönkum. Einnig er
reglugerð þeirra aö ööru leyti á
þann veg aö þeir gegna hlutverki
sinu mjög vel, eins og bera ber.
þingsjá
Mig langar til að taka dæmi af
tveim mönnum. öðrum I verð-
tryggðum lifeyrissjóði rikis-
starfsmanna, en hinum I óverö-
tryggöum lifeyrissjóði verkalýös-
félaga. Þeir væru báðir biinir aö
vinna sér inn 30 ára réttindi, og
hættu aö vinna á sömu launum, 40
þósund krónum á mánuði, sem
er sem næst dagvinnutekjum
verkamanna 4. taxta Dagsbrún-
ar.
Þá fær sá, sem er I verötryggða
sjóönum 60% af þeim launum,
sem hann hættir á, sem mundi þá
veröa i þessu tilfelli 24 þúsund
krónur á mánuöi.
Hinn, sem er I óverötryggöa
sjóönum fær 56% aö meöaltali af
launum slöustu 5 ára, sem yröi
kr. 11.810,00 á mánuði.
Ég vil geta þess, aö þetta var
reiknað út fyrir mig á skrifstofu
þeirri, sem hefur meö lifeyris-
sjóöi Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og verkakvennafé-
lagsins Framsóknar að gera.
Lifeyrir þess, sem er I óverö-
tryggöa sjóðnum, breytist aldrei
hvemig sem verðlag og kaup-
gjald veröur i landinu.
Kaup verkafólks hefur nær þre-
faldast á siöustu fimm árum.
Laun annarra stétta hafa hækkaö
ennþá meira, svo 40 þúsundin,
sem nú væru mánaðarkaup yröu
meö sama áframhaldi nálægt 120
þús. krónum eftir 5 ár.
í reglugerð Lifeyrissjóðs rikis-
starfsmanna, stendur, að lifeyrir
skuli. greiðast sem ákveöinn
hundraöshluti af launum eins og
þau eru á hverjum tima i þvi
starfi sem viðkomandi hættir aö
vinna á. Þannig myndi hann nú fá
60% af 120 þúsundum, sem mundi
veröa 72 þúsund á mánuði, en
hinn yröi áfram á 11.800 kr. á
mánuöi.
Eftir 5 ár yröi oröin rúmlega 60
þúsund króna munur á mánuöi á
lifeyri þessara tveggja manna,
sem enduöu starfsdag sinn á
sömu launum. Rlkiö verötryggir
lifeyrissjóö starfsmanna rikisins,
svo þessi mismunur veröur tek-
inn af almannafé. A fjáriögum
fyrir áriö 1975 nema þessar upp-
bætur 395 milljónum kr.
Ég held aö ég hafi meö þessu
dæmi sýntfram á þann hrikalega
mismun sem hér er um að ræöa,
og þó getur þessi mismunur oröið
ennþá meiri, þvi sumir geta verið
I fleiri en einum verötryggöum
llfeyrissjóöi, svo að eftirlaun
þeirra geta orðið hærri en at-
vinnutekjur þeirra voru. Eitt
dæmi vil ég ennþá benda á. Það
er misrétti kynjanna. I lifeyris-
sjóöi verkafólks eru ekki ekkla-
bætur þó aö kona væri búin að
vinna sér inn full réttindi, þegar
hún létist, fengi eftirlifandi eigin-
maður hennar enga greiöslu úr
sjóönum, nema hann væri öryrki
eöa hinn látni sjóðfélagi teldist
hafa verið aöalfyrirvinna heimil-
isins.
Margir lita á lifeyrissjóöina
sem lánastofnanir en gleyma hin-
um upprunalega tilgangi þeirra.
Þetta á helst viö um ungt fólk,
sem vantar lánsfé til þess aö
eignast Ibúö.
Fólk vill gjarnan gleyma þvi
meöan allt leikur I lyndi, aö lifiö
er áhættusamt, og aö á vegi okkar
veröa ýmsar hættur, svo sem slys
og sjúkdómar, og enginn veit hve-
nær hann missir starfsorku sina
til tekjuöflunar, langan eða
skamman tima.
Elli fylgir nær alltaf lækkun
vinnutekna eöa alger missir
þeirra. Þá er fráfall fyrirvinnu
fjághagslegt áfall fyrir þá sem
notiö hafa framfærslunnar.
Þaö á að vera hlutverk lifeyris-
sjóöanna að bæta sjóðfélögum,
mökum þeirra og börnum upp
þennan tekjumissi.
Þess vegna varðar þaö öllu, aö
þessi lifeyrir, sem fólk er búiö aö
leggja til hliðar af launum sinum
veröi ekki brenndur upp i verö-
bólgubáli.
Ég gat þess aö fólk liti á lifeyr-
issjóöinn sem lánastofnun. Það er
I rauninni ekki óeðlilegt meöan
það ástand rikir, að allir eru i
kapphlaupi viö verðbólgu og þeir
einir komast I mark, sem hafa I
hlaupunum náö i sem mesta pen-
inga til að fjárfesta og þá helst i
steinsteypu. Aö eignast ibúð er
þaö jarösamband, sem allir vilj-
Bjarnfrlöur Leósdóttir.
ugir og óviljugir eru látnir keppa
aö. Og þvi ekki aö nota sina eigin
sjóöi til þess. En til þess að fá lán
úr llfeyrissjóöi þarf aö hafa veö i
fasteign.
Þeir sem hafa lægst laun og eru
verst staddir hafa bara oft ekkert
veö, svo þeir hafa enga mögu-
leika á aö nota sér lifeyrissjóðina
á þennan hátt.
ÞaÖ kemur lika i ljós mismunur
á þessum tveimur sjóöum, sem
ég hefi tekið til samanburöar,
þegar litiö er á lánakjörin. I lif-
eyrissjóöi rikisstarfsmanna eru
vextir 14% en hjá verkalýðsfélög-
unum 17%. I lifeyrissjóöi rikis-
starfsmanna þurfa sjóöfélagar
ekkert að huga að verðbólgu
gagnvart sjóönum þvi rikissjóður
sér um verðtrygginguna.
Ég vona, aö enginn taki orö min
svo, aö ég sé aö ráöast á kjör rik-
Framhald á bls. 12
Helgi og Ragnar flytja tillögu um skipan framhaldsskólamenntunar
Breikka verður grunn
framhaldsmenntunar
Helgi Seljan og Ragnar
Arnalds hafa lagt fram á
alþingi tillögu til þings-
ályktunar um skólaskipan
á f ramhaldsskólastigi.
Tillagan er á þessa leið'.
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta semja og leggja
fyrir næsta reglulegt Alþing
frumvarp að löggjöf um skóla-
skipan á framhaldsskólastigi
Megintilgangur frumvarpsins
veröi að leggja grundvöll að sam-
ræmdum framhaldsskóla, þar
sem kveðið sé skýrt á um verka-
skiptingu og tengsl hinna ýmsu
skóla og námsbrauta. Jafnframt
þarf frumvarpið að vera stefnu-
mótandi um hlutdeild rikis og
hugsanlegra mótaöila i stofn-
kostnaði, rekstri og stjórnun
framhaldsskólanna.”
I greinargerö segir:
Meö tillögu þessari er lagt til að
undirbúið verði frumvarp aö lög-
gjöf um meginskipulag náms á
framhaldsskólastigi og verka-
skiptingu skólanna meö tilliti til
námsþátta og námsbrauta. Þá er
gert ráð fyrir að frumvarpið
kveöi á um verkaskiptingu
rikisins og þeirra aöila I fræöslu-
umdæmunum, sem fara með
málefni framhaldsskólanna.
Með lögum um skólakerfi (nr.
55 21. mai 1974) er kveðið á um
skiptingu frumfræðslunnar i þrjú
skólastig: 1) skyldunámsstig, 2)
framhaldsskólastig og 3)
háskólastig. Með setningu grunn-
skólalaganna hefur þegar verið
mörkuö stefna varðandi æskilega
þróun fræðslunnar á skyldunáms-
stigi og er nú unnið að umfangs-
miklum breytingum á námsefni
og kennslutilhögun á þessu skóla-
stigi. Grunnskólalögin hafa i för
með sér verulegar breytingar á
stööu og hlutverki framhaldsskól-
anna og rökrétt framhald af
setningu þeirra er þvi endur-
skipulagning og endurskoðun á
skólaskipan og skólastarfi á
framhaldsskólastigi. Enda þótt
þegar sé hafinn undirbúningur að
tilteknum breytingum á fram-
haldsskólakerfinu skortir enn
nauðsynlega stefnumótun um
heildarskipulg skólastarfsins.
Meöan svo er háttað er þeirri
hættu boöið heim að breytingar á
starfsháttum, einstakra skóla og
námsbrauta verði meira og
minna tilviljanakenndar og kunni
fremur að torvelda en stuðla að
mótun samræmds skólakerfis.
Þýðingarmikið atriöi grunn-
skólalaganna er lenging skóla-
skyldunnar um eitt ár, en það á
m.a. að tryggja skýr tengsl
grunnmenntunar og framhalds-
náms. Rökrétt framhald þeirrar
þróunar, sem taka mun allmörg
ár að hrinda i framkvæmd, er aö
opna framhaldsskólana, þannig
aö sem flestir geti leitað þangað
almennrar menntunar og starfs-
menntunar eftir þvi sem hæfi-
leikar og áhugasvið segja til um
og meö hliðsjón af atvinnuþróun i
landinu.
Jafna ber aðstöðumun
menntaskóla og iðnskóla
Sú einhliöa rækt, sem lögö
hefur verið viö undirbúning lang-
skólanáms innan framhalds-
skóla, einkum innan ramma laga
um menntaskóla, er að mati
flutningsmanna mjög óheilla-
vænleg og hvorki þjóðarheild né
einstaklingum til góðs, er til
lengdar lætur. t staö þess er
nauðsynlegt aö breikka grunn
framhaldsmenntunar og jafna á
alla .. lund þann aöstöðumun, sem
nú rikir milli menntaskóla annars
vegar og iönskóla og annarra sér-
skóla hins vegar.
Þess þarf vel að gæta að koma i
veg fyrir blindgötur innan fram-
haldsskólastigsins, þannig að
allir eigi þess kost að auka viö
menntun sina og starfsréttindi og
leggja hindrunarlaust inn á nýjar
námsbrautir siöar á ævinni i
reglulegu skólanámi eða með
stuðningi af fullorðinsfræöslu i
öðru formi. Að slikum sveigjan-
leika skólakerfis er nú unniö viöa
i nágrannalöndum okkar, og
eflaust má margt læra af þeirri
reynslu sem þar er fengin.
Aætlanir um samræmt
f jölbrautanám
Þær áætlanir, sem þegar hafa
verib gerðar um samræmt fjöl
brautanám á nokkrum svæöum á
landinu, eru aö áliti flutnings-
manna visir aö mótun þess
heildarskipulags náms á fram-
haldsskólastigi sem hér um ræöir
Þar er m.a. gert ráö fyrir, aö
námsskrá skólastigsins veröi
samræmd af fræðsluyfirvöldum
og námið byggt upp i formi
eininga, þar sem ein taki við af
annarri og unnt er að raöa náms-
einingum saman á skilgreindum
námsbrautum, sem nemandinn
getur valiö sér i samræmi viö
áhugasvið og getu. Veigamikill
kostur sliks námsskipulags er
sveigjanleiki, sem m.a. gerir
nemendum kleift að ljúka námi
meö nokkrum réttindum eftir
stutta skólagöngu, t.d. eitt til tvö
ár, og auka siöar við án þess aö
byrja frá grunni. Slik skipan á i
senn að geta lyft verkmenntun i
landinu til meiri vegs en nú er til
hagsbóta fyrir atvinnuþróun, og
einstaklingarnir fá um leiö tæki-
færi til aö reyna sig i starfi, áður
en þeir lokast inni i mjög sér-
hæfðu eða löngu námi.
Þeirri endurskipan sem hér um
ræðir er þó ekki stefnt gegn þeim
sérskólum, sem fyrir eru i
landinu, þvi að allir munu þeir
geta gegnt mikilvægu hlutverki i
tengslum við samræmt fjöl-
brautarnám, hver á sinu sviði og
betur en nú ei, þar sem þeir
þurfa, auk sérkennslunnar, aö
sinna margháttaðri almennri
undirstöðufræðslu.
Brýnt er, einnig vegna byggöa-
sjónarmiöa, aö framhaldsnám
eflist i landshlutunum, svo aö
jafnað verði þaö bil, sem óöum
fer breikkandi milli þeirra og
höfuðborgarsvæöisins varöandi
námskosti og fjölbreytni i náms-
vali. Það er sjónarmið flutnings-
manna, aö endurskoðun sú, sem
tillagan gerir ráö fyri, sé ekki sist
mikilvæg fyrir þróun framhalds-
náms úti um land og um leið
atvinnuþróun landsbyggöar-
innar. Einnig þar á samræmt fjöl
brautarnám undir forustu
„kjarnaskóla” aö geta orðið veg-
visir, sem tryggi landsbyggðinni
betri stööu til aö halda til jafns við
h öf u ð b o r g a r s v æ ö i ö um
menntunarkosti, enda njóti slik
uppbygging jafnræöis og helst
forgangs um fjarmögnun.
Að þvi ber að stefna, að allt
nám á framhaldsskólastigi sitji
við sama borð varðandi fjár-
mögnun hins opinbera, ekki siöur
þær greinar er varða verk-
menntun en bóknámið, enda er
hefðbundin skipting i þá átt i senn
óraunsæ og úrelt.
Eins og bent er á i tillögugrein-
inni er óhjákvæmilegt að frum-
varpiö kveði skýrt á um, hver á
að vera hlutur rikisins og aöila i
fræðsluumdæmunum i stofn-
kostnaöi, rekstri og stjórnun
framhaldsskólanna. Flutnings-
menn telja, aö sú kostnaðar-
skipting, sem bundin er i
heimildarlöggjöfinni um fjöl-
brautaskóla, sé óraunhæf og
þarfnist endurskoöunar.