Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 14

Þjóðviljinn - 11.03.1975, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. marz. 1975. Að nefna snöru— nokkru sinni fyrr. En kringluleitt og rjótt andlit hans var dálitið órólegt á svip likt og meindýr væru að éta upp trén i umdæmi hans. — Gangið inn fyrir, sagði hann. — Þvert á móti, sagði Paul, — ég hafði hugsað mér að biðja lækninn að koma með mér sem snöggvast út i bátahöfn. — Bátahöfnin á þessum árs- tlma? sagði læknirinn undrandi, en fór samt að klæða sig i yfir- höfnina. — Flýtið yður, bað Paul. Ég er órólegur. Eftir andartak sat læknirinn við hliðina á honum i framsætinu. — En af hverju endilega báta- höfnina? — Vegna þess að það var sið- asti staðurinn sem Bottmer kom á fyrir dauða sinn. — Ég hélt hann hefði gert það til að vera einn stundarkorn. — Kannski hefur hann lika ætl- aö að hitta einhvern. — Svo sem hvern? — Einhvern sem hann hafði átt viðskipti við. — Jæja, sagði læknirinn ihug- andi þegar Paul beygði inn á mjóa veginn meðfram árbakkan- um. — En hvað kemur það mál við mig? Ég átti engin viðskipti við Bottmer. — Nei, ég veit það, sagði Paul, — en það getur verið að ég þurfi annars konar aðstoð. Það er is- laust I ármynninu. — Jæja? — Já, ég ætla ekki að eiga neitt á hættu. Skiljið þér við hvern ég á? Skröderström læknir kinkaði kolli. - Ef til vill. — Við förum hér úr og göngum siöasta spölinn. Þeir stigu úr bilnum einmitt þar sem Lundkvistpiltarnir höfðu verið að gera við bryggju og séð Bottmer ganga hjá. Læknirinn reyndi að halda samtalinu áfram. —- Uss, sagði Paul. — Það má ekki heyrast til okkar. Þetta var nokkurra minútna gangur og þeir gengu hratt og hljóðlega. Loks beygði vegurinn oglá fram hjá dálitlum hól og sið- an blasti bátahöfnin við. Læknir- inn snarstansaði og tók andköf. — Sjáið, sagði hann. Þarna stendur hún! — Uss! — En hún ætlar — — Uss, ekki hræða hana! — Hún ætlar að kasta sér út i. Hæ þarna. Hæ! Við ármynnið var reyndar is- laust vatn á kafla. Löng og hrör- leg bryggja lá spölkorn út i vatn- ið. Yst á bryggjunni stóð frú Erk- endorf. Við köllin i lækninum sneri hún sér svo snöggt við að hún var næstum búin að missa jafnvægið og detta ofani. — Ekki stökkva, hrópaði lækn- irinn. Ekki gera það. Hann hljóp við fót niður að bryggjunni. Þegar frú Erkendorf sá hann nálgast, sneri hún sér aft- ur að vatninu, sveiflaði hand- leggnum snöggt til og gekk siðan rólega til móts við lækninn. — Af hverju æpirðu svona? spuröi hún. — Hélstu kannski að ég ætlaði að fleygja mér út I? — Ég hélt það, sagði læknirinn ringlaður og lafmóður eftir hlaupin. Það var engu likara. Nú var Paul Kennet kominn til þeirra lika. — Hverju voruð þér að fleygja i vatnið? spurði hann. 1 — Engu, svaraði frú Erken- dorf. — Jú, sagði Paul. Þér fleygðuð einhverju. — Það gerði hún, samsinnti læknirinn ákafur. Ég sá það greinilega. — Ykkur skjátlast báðum tveim, sagði frú Erkendorf með borgarstjórafrúarfasi. — Hleypið mér framhjá. Ég ætla heim. — Andartak, sagði Paul. Sjáið þér eitthvað, læknir? Ég sé ekki neitt. Vatnsborðið var jafnspegilslétt og fyrr. — Ég sé ekkert heldur, sagði læknirinn. — Jú, þarna. Litinn pakka. Hann hefur ekki dottið i vatnið, heldur liggur á isbrún- inni! — Ég á hann ekki, hrópaði frú Erkendorf. — Látið hann eiga sig. Sleppið mér! — Verið kyrrar, sagði Paul stuttur I spuna og tók undir hand- legginn á henni. Reynið að útvega eitthvað til að kraka þessu með I land. Það er ekki óhætt að ganga út á Isinn. Læknirinn leit i kringum sig og fann eitthvað sem virtist vera helmingurinn af brotnum krók- 'stjaka. Hann tók hann og gekk fram á bryggjuna með hann. Hann lagðist á hnén og reyndi að ná pakkanum. — Hann nær ekki, sagði hann. Það vatnar nokkra sentimetra upp á. Er hér engin ár eða neitt þess háttar? Ekki ár, sagði Paul aðvar- andi. Hún er of þung og getur brotið Isbrúnina og þá sekkur . pakkinn til botns. Ég held það séu lyklar I honum. Frú Erkendorf rak upp nýtt mótmælaóp og ætlaði að reyna að losa sig, en Paul sleppti ekki tak- inu. — Hvað eigum við að gera? spurði læknirinn framanaf bryggjunni og horfði ráðrþota á Paul. — Þegar ég var strákur, þá snaraði ég stundum geddur, sagði hann. Kannski væri hægt að ná honum þannig? Leitið I fjörunni að snæri eða einhverju þess hátt- ar! — Ég held ég sé með snærisstúf á mér, sagði læknirinn ákafur. — Ég skal reyna! — örvaður af reiðiópunum I frú Erkendorf festi hann snöru i brotna krókstjakann og reyndi að koma henni utanum pakkann. Fjórða tilraunin heppnaðist. — Hann er fastur, hrópaði hann. Ég dreg hann að bryggj- unni. Hér kemur hann! Sigri hrósandi gekk læknirinn i land með feng sinn. — Má ég sjá, sagði Paul og sleppti frú Erkendorf. Læknirinn rétti fram pakkann en það voru bara hjálpartækin sem Paul hafði áhuga á. Það var blátt snæri fest við brotna stjak- ann með hnút: lausi endinn hafði verið gerður að snöru með ein- faldi færilykkju. — Jæja þá, sagði Paul. — Morðið var ekki undirbúið. - Morðið? Læknirinn leit undrandi á Paul ogsiðaná snöruna og smám sam- an varð hann náfölur. — Einmitt þannig var það framið, sagði Paul, — og með snæri sem þér voruð með I vasan- um. Dyrnar að bátaskýli skammt frá þeim opnuðust og Strömberg yfirlögregluþjónn kom út. — Og snærið, hélt Paul áfram, hafði verið utanum pakkann með suðuplötunni sem komið hafði frá járnvöruversluninni sama dagin. Sumir hafa það fyrir sið að stinga á sig snæri. Þér eruð i þeirra hópi. Skröderström læknir. Yfirlögregluþjónninn hafði litið útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne (8). Tilkynn- ingar kl.9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Verkakonur á tslandi I ellefu hundruð ár. Anna Sigurðardóttir flytur þriðja erindi sitt. 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lensk tónlist a. „Helga in fagra”, lagaflokkur eftir Jón Laxdal við ljóð eftir Guðmund Guðmundsson. Þuriður Pálsdóttir syngur; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. „ömmusögur” eftir Sigurð Þórðarson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur,- Páll P. Pálsson stjórnar. c. Lög eftir Sig- valda Kaldalóns. Guðrún A. Simonar syngur, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn.Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind B Bjamadóttir stjómar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Upphaf heimspekilegrar hugsunar.Jón Hnefill Aðal- steinsson fil lic. flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um fræðsluþátt fyrir unglinga. 21.20 Tónlistarþáttur I umsjá Jóns Asgeirssonar. 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja tcstamentið. Dr. Jakob Jónsson talar um reiði Guðs. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (38). 22.25 Kvöldsagan: „Færey- ingar” eftir Jónas Arnason. Gisli Halldórsson les þriðja hluta frásögunnar. 22.45 Harmonikulög. Sænskir harmonikuleikarar leika. 23.00 A hljóðbergi. Erindring- er om Poul Reumert. Frá leik- og upplestrarkvöldi Ebbe Rode i Þjóðleikhús- kjallaranum 28. f.m. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Helen — nútimakona. Bresk framhaldsmynd. 3. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 2. þáttar: Helen hefur sagt manni sinum, að hún æski skilnaðar. Hann á bágt með að trúa þessu, en flytur þó að heiman. Helen heimsækir lögfræðing og hann ræður henni að hugsa málið vandlega. Faðir hennar tekur fréttinni illa, en Helen ersannfærð um, að vonlaust sé að koma á sætt- um. 21.30 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.00 Frelsisbarátta Nami- biumanna. Sænsk heimilda- mynd um starfsemi frelsis- hreyfingarinnar SWAPO I Suður-Afríkurikinu Nami- biu og viðbrögð stjórnvalda við tilraunum innfæddra til að bæta stöðu sina. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.40 Dagskrárlok. sgiWÓÐLEIKHÚSIÐ HVAÐ VARSTU AÐ GERA 1 NÓTT? i kvöld kl. 20. COPPELIA 5. sýning miðvikudag kl. 20 HVERNIG ER HEILSAN? fimmtudag kl. 20 KAUPMAÐURt FENEYJUM föstudag kl. 20 KARDEMOMMUBÆRINN föstudag kl. 15 laugardag kl. 15 Leikhúskjallarinn: HERBERGI 213 miðvikudag kl. 20.30 LCKAS j fimmtudag kl. 20.30. j Miðasala 13,15-20. Slmi 41985 Þú lifír aðeins tvisvar 007 ■«« !? * jBr . .. . Aðalhlutverk: Sean Connery, Karin Dor. ÍSLENSKUR TEXTI List og losti Hin magnaða mynd Ken Russ- el um ævi Tchaikovskys. Aðalhiutverk: Glenda Jack- son, Richard Chamberlain. tSLENSKUR TEXTI . Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8. Heimsfræg og afarspennandi ný ensk-amerisk stórmynd i panavision og litum. Myndin er afburðavel leikin, um æsku og fyrstu manndómsár Win- stons S. iChurchiIIs, gerð samkvæmt endurminningum hans sjálfs, My Early Life A Roving Commissions. Leikstjóri: Richard Atten- borough. Aðalhlutverk: Simon Ward, Anne Bancroft, Robcrt Shaw. Sýnd kl. 6 og 10. Símii 18936 • Bernskubrek og æsku- þrek Young Winston ÍSLENSKUR TEXTI i.KIKFÍ’.I AG REYKJAVÍKUR VH FLÓ A SKINNI i kvöld. — Uppselt. FLÓ A SKINNI Föstudag. — Uppselt. DAUÐADANS Miðvikudag kl. 20,30. SELURINN HEFUR MANNSAUGU Sunnudag kl. 20,30. Austurbæjarbíó: tSLENDINGASPJÖLL Miðvikudag kl. 21. Aðgöng u m iðasa1an i Austurbæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. 31182 Flóttinn mikli From a barbed-wire camp-to a barbed-wire country! GRW STEVE McQUEEN JAMES GARNER RIUHARD AHENBOROUGH JiÍTpocat JWtS CHARLES OONALD JAMES IHE GREAT ESCAPE oonald bronson pleasence coburn A-;-> j* F color &...■ panavision Re-r-eleased thrj Utllted AptlSlS Flóttinn mikli er mjög spenn- andi og vel gerð kvikmynd, byggð á sannsögulegum at- burðum. Leikstjóri: John Sturges. ISLENSKUR TEXTI. Myndin hefur verið sýnd áður i Tónabiói við mikla aðsókn. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innaii 12 ára. Siðustu sýningar. Simi 11544 Bangladesh- hljómleikarnir apple presents GEORGE HARRISON ond friends in CONCERT | FOR í BANGLADESH Litmyndin um hina ógleyman- legu hljómleika, sem haldnir voru i Madison Square Garden og þar sem fram komu m.a.: Eric Clapton, Bob Dylan, George Ilarrison, Billy Prest- on, Leon Russcll, Ravi Shank- ar, Ringo Starr, Badfinger og fl. og fl. Myndin er tekin á 4 rása segultón og stereo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. MARGT SMÁTT GERIR EITT ST 0 SAMVINNUBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.