Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 ors Þorkels. En, sem sagt, Baldur Johnsen las ekki bréfið fyrir okk- ur. Ég varð mér aftur á móti úti um ljósrit af bréfi dr. Þorkels, — og ætla nú, að lesa það fyrir þing- menn, svo að þeir geti sjálfir heyrt með hvaða hætti formaður eiturefnanefndar staðfestir þá skoðun forstöðumanns heil- brigðiseftirlitsins að fyrirhuguð verksmiðja i Hvalfirði verði skaðlaus: (Bréfið er alllangt, en i þvi kemur fram að eiturefnanefnd er þess vanbúin að gefa umsögn um mengun af járnblendiverksmiðju þar eð nefndin hefur ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar til þess. Auk þess sé fresturinn sem settur sé til að skila áliti óhæfi- lega skammur. Siðan segir): „Hefur eiturefnanefnd áður tekið eftir þvi, að Heilbrigðiseft- irlit rikisins ætlar nefndinni mjög skamman tima til þess að meta viðamikið mál. Fer nefndin þess á leit, að Heilbrigðiseftirlitið taki tillit til þess, að vikutimi er mjög skammur timi til athugunar á málum þar, sem allrar gerhygli er þörf”. Vindrósin Þá ber að geta ljósrits, sem Baldur Johnsen sýndi okkur af vindrós, sem Veðurstofan hafði látiðgera samkvæmt mælingum i Hjarðarnesi i Kjós af vindátt i Hvalfirði. Kvað forstöðumaður- inn kort þetta sýna að vindar blésu aðeins eftir legu fjarðarins, út og inn, og gilti það einnig um Grundartanga þar sem verk- smiðjan ætti að risa. — Ég hef spurt Flosa Sigurðsson veður- fræðing, þann sem vindrósina teiknaði, hvort treysta mætti þvi, að vindmælingar gerðar i Hjarð- arnesi gæfu rétta mynd af vindátt á Grundartanga. Hann sagði að ýmislegt benti til þess að ekki væri hægt að treysta þvi, þar eð landslag væri þar annars konar. Hann sagði að teiknaðar hefðu verið fleiri vindrósir en þessi eina, þar á meðal vindrós, sem sýndi það að landnyrðingurinn úr Hvalfirði stæði suður yfir Sel- tjarnarnes. Allra siðast vil ég svo geta þess, að fyrir iðnaðarnefnd deildarinn- ar var lagt plagg frá Heilbrigðis- eftirliti rikisins, undirritað af Baldri Johnsen forstöðumanni, þar sem segir að heilbrigðiseftir- litið mæli ekki gegn þvi að reist verði málmblendiverksmiðja við Hvalfjörð. Það skal tekið fram, að i þvi plaggi kemur ekki fram rökstuðningur fyrir skaðleysi verksmiðjunnar. Trúverðugleiki UC t öllum þeim umræðum, sem fram hafa farið hér i þessari deild, og i iðnaðarnefnd þessarar deildar, kemur fram, að treyst er úrtakslaust á upplýsingar við- ræðunefndar um grandvarleika Union Carbide Corporation i mengunarmálum, og að þær upp- lýsingar eru fyrst og fremst fengnar frá Union Carbide sjálf-, um, — samanber næsthlálegustu setninguna i þeim kafla greinar- gerðarinnar, sem um umhverfis- mál fjallar: — ,,Frá upphafi við- ræðnanna hefur verið lögð rik á- hersla á, að mengun frá verk- smiðjunni yrði i algeru lágmarki. Hefur þvi ætið verið heitið, — seg- ir hér i frumvarpinu — og er ljóst að hugur fylgir máli”. Ég hef hér undir höndum vitn- isburð aðila, sem ég ætla að al- þingismenn hljóti að taka trúan- lega, um heiðarleika Union Car- bide Corporation, og um trúverð- ugheit þeirra upplýsinga, sem hann gefur sjálfur um dáðir sinar til verndar umhverfi. Mengun heima og erlendis Bandariska timaritið ,,Busi- ness Week”,sem þykir fremur á- reiðanlegt timarit i ameriskum kaupsýsluheimi, birti i marsmán- uði 1971 — tveimur mánuðum áð- ur en formlegar viðræður voru teknar upp við Union Carbide — ritstjórnargrein undir fyrirsögn- inni „Union Carbide: the whole truth?" 1 þessari grein segir frá kæru, sem þá var nýkomin fram á hend- ur Union Carbide, fyrir falsaðar upplýsingar varðandi iðnaðar- mengun af völdum fyrirtækisins. Kæran er borin fram af fjórum Stefán Jónsson hluthöfum i Union Carbide, og er stiluð til The Securities and Ex- change Commission, en nefnd þessi hefur verið starfandi vest- anhafs siðan 1934 og er hlutverk hennar að rannsaka upplýsingar, sem einstök fyrirtæki gefa um rekstur sinn, i þvi skyni að ganga úr skugga um það að hluthafar fái réttar upplýsingar. Fyrrgreindir hluthafar i Union Carbide, RogerFosterlögmaður i Washington, Larry Silverman, William Osborne og Ralph Nader, óska þess að nefndin taki til rann- sóknar bækling, sem Union Car- bide hafði þá nýlega sent hluthöf- um, með upplýsingum um fram- úrskarandi mikla varúð, tillits- semi og samviskusemi i um- hverfismálum. Akærendurnir halda þvi fram að i þessum bæklingi séu „ósann- ar fullyrðingar”, og sneitt sé hjá þýðingarmiklum upplýsingum varðandi mengun af völdum fyrirtækisins. Andstætt við þá rósrauðu mynd sem bæklingurinn gefi af ástandinu, segja hluthaf- arnir fjórir, „er UC eitt af verstu mengunarfyrirtækjum Banda- rikjanna og hefur verið ósam- vinnuþýtt og þráast við tilraunum opinberra aðila til að draga úr mengun”. Þá var næst að athuga hvers- konar hreinlætisorð U.C. hefði á sér erlendis, og varð þá fyrir val- inu eyjan Puerto Rico. Ég hef hér i hendinni bréf frá Mision lndustrial de Puerto Rico — eða iðnaðarráði Puerto Rico i Rio Piedras, skrifað 29. janúar 1975, undirritað af André Tre- vathan. Hér segir að U.C. hafi ekki neinar járnblendiverksmiðj- ur á Puerto Rico. Hinsvegar hafi fyrirtækið þar oiiuefnaverk- smiðju. Siðan segir: „Oliuefnaverksmiðjan i Guayanilla er ein af aðalupp- sprettum mengunar á eynni. Uni- on Carbide er tregur til að taka upp mengunarvarnir i fram- leiðslunni af efnahagsástæðum, enda þótt fyrirtækið eyði veru- legu fjármagni i auglýsingar i dagblöðum, þar sem það lýsir sér sem umhyggjusömu fyrirtæki um hreint loft, land og vatn á Puerto Rico”. Þetta greina heimildir um þrifnaðinn hjá Union Carbide heima og heiman, en okkur er ætlað að trúa þvi að hann sé orð- inn allra auðhringa þriflegastur. Hafa ónefndir sveitamenn ofan af Islandi ekki látið blekkjast? Búnaöarþing Ég hafði óskað eftir þvi, að stjórnarformaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar yrði kvadd- ur fyrir iðnaðarnefnd, sökum þess að búnaðarsambandið hafði gert einróma samþykkt þar sem þvi var beint til Búnaðarþings, þess sem nú hefur nýlokið störf- um, að kostað yrði kapps um að allrar varúðar yrði gætt, og aflað hlutlægra upplýsinga með rann- sókn óháðra aðila á hugsanlegri umhverfismengun af völdum þessarar fyrirhuguðu verksmiðju i tæka tið áður en til framkvæmda kæmi. Formaður búnaðarsam- bandsins var ekki kvaddur til fundar við nefndina. Nú er það um seinan, en hér hef ég i hendi mér samþykkt, sem Búnaðarþing gerði siðasta þingdag sinn um þetta mál. Þar segir m.a. svo: „Þá tekur þingið undir þá ein- dregnu ósk Náttúruverndarráðs, Búnaðarsambands Borgarfjarð- ar og fleiri aðila til Iðnaðarráðu- neytisins, að gerð verði ýtarleg, liffræðileg könnun i Hvalfirði og umhverfi fyrirhugaðs verk- smiðjustaðar, áður en nokkrar framkvæmdir hefjast þar. Á grundvelli þeirrar könnunar verði leitast við að sjá fyrir hugs- anleg áhrif verksmiðjureksturs- ins á lifriki láðs og lagar, enda er nauðsynlegt, að fyrir liggi lif- fræðileg úttekt á svæðinu til sam- anburðar við siðari athuganir”. Bandarískir mengunarstaðlar Ameriskir sérfræðingar unnu að þvi i fimm ár að semja meng- unarstaðla. Þetta var mikið verk, og við það unnu hundruð sérfræð- inga á sviði efnaverkfræði, lif- fræði, lifefnafræði, veðurfræði, eiturefnafræði, hagfræði, búfræði og þjóðfélagsfræði. Staðlarnir voru siðan birtir i október siðast- liðið haust. Það er satt, sem kom- ið hefur fram af hálfu viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað, að þetta eru ströngustu mengunar- staðlar i heimi. Það er satt á sama hátt og ýmislegt annað, sem nefndin hefur lagt fyrir Al- þingi i þessu máli. Það er satt að þvi leyti að þetta eru einu meng- unarstaðlarnir sem settir hafa verið. Sviar eru nú að leggja sið- ustu hönd á gjörð sinna meng- unarstaðla. Svo kynni að fara er þeir verða birtir að amerisku mengunarstaðlarnir yrðu þá hinir næstströngustu. Amerisku mengunarstaðlarnir eru að sjálfsögðu miðaðir við ameriska staðhætti. Þeir eru við það miðaðir að draga úr mengun i landi þar sem iðnaðarmengun er sums staðar vel á veg komin með að útrýma öllu náttúrlegu dýra-og jurtalifi, og stofna mannlifi i ó- skaplega hættu i umhverfi stóru iðnaðarborganna. Þessum stöðl- um er ætlað að draga svo úr mengun, sem fyrir er i landinu, að mannlifi verði ekki lengur hætta búin, — samtimis þvi, sem tekið er tillit til þess að iðnfyrir- tækin, sem menguninni valda, og risa að verulegu leyti undir efna- hag Bandarikjanna, geti haldið á- fram starfsemi sinni. — Lögfest- ing amerisku mengunarstaðl- anna hér á landi myndi þýða það, að hér mætti leyfa aukna meng- un, upp að þvi marki, sem talin er lifvænleg i Bandarikjunum. Frá þvi hefur verið sagt i ibnaðarnefnd efrideildar að Eyjólfur Sæmundsson efnaverk- fræðingur, sá sem ráðinn var til starfa i heilbrigðiseftirlitinu eftir að aðstandendur þessa frum- varps höfðu losað sig við nærveru Einars Vals Ingimundarsonar umhverfisverkfræðings, vinni nú að þvi svo að segja nótt sem dag að fara I gegn um bandarísku staðlana, og setja inn „tsland” i stað „Bandarikjanna”. Enda má til sanns vegar færa að ekki sé hægt að ætlast til öllu meira af honum. Innleiðsla ameriskra mengunarstaðla á Islandi er glæpur gagnvart náttúru þessa lands og fólkinu sem i þvi býr. Setning islenskra mengunar- staðla án undangenginnar ýtar- legrar rannsóknar væri fiflskap- ur. Islenskir mengunarstaðlar hljóta að miða að þvi að koma i veg fyrir iðnaðarmengun i land- inu umfram þá sem fyrir er, — en ekki að þvi að auka hér iðnaðar- mengun upp að þvi marki, sem talið er lifvænlegt i iðnaðarsam- félagi. Þjóöhagsstofnun Þá kem ég að fundi iðnaðar- nefndar með forstöðumanni. Þjóðhagsstofnunar, Jóni Sigurðs- syni. Sá fundur var haldinn á mánudaginn. A honum var útbýtt skjali frá Þjóðahagsstofnun, sem hafði inni að halda svör við nokkrum tilteknum spurningum frá viðræðunefnd um orkufrekan iðnað. Forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar lýsti viðfangsefninu á þá lund, að skjöl og upplýsingar sem stofnuninni hefðu verið fengin i hendur hefðu verið með þeim hætti, að ekki væri hægt að taka nema mjög svo takmarkað mark á áliti stofnunarinnar. Starfslið það er hún hefði getað sett til verksins hefði verið svo tak- markað, að ógerlegt hefði verið að afla frekari gagna, og bæri þvi að lita á þetta álit Þjóðhagsstofn- unar „sem einskonar utanlegs- fóstur,” svo notuð séu óbreytt orð forstöðumannsins sjálfs. t plaggi Þjóðhagsstofnunar er ekkert fjallað um áhrif fyrirhug- aðrar verksmiðju á aðra atvinnu- vegi þjóðarinnar. Ekkert fjallað um áhrif hennar á búsetuform i landinu. Engin tilraun er gerð til þess að setja tilorðningu þessarar verksmiðju i eðlilegt samhengi við drög þau sem fyrir liggja um heildaráætlun um stóriðju. Ekki er minnst á aðra kosti sem við eigum völ á til nýtingar rafork- unnar, svo sem til húshitunar, áburðarframleiðslu, heyköggla- framleiðslu eða ylræktar. Ekki er gerð nein tilraun til þess að gera sér grein fyrir markaðshorfum með ferrósilíkon við breyttar efnahagsaðstæður i heiminum. Ekki er vikið hugsun að þeirri augljósu staðreynd, að draga hlýtur úr eftirspurn eftir efni i stálsteypur til smiði á vélum, þegar oliuna þrýtur i heiminum, sem viðurkennt er að hlýtur að ske innan 10 til 15 ára með sömu notkun og nú er. Afgreiðsla Stefán kvaðst leggja áherslu á það álit sitt að fella bæri frum- varpið. En til vara flytti hann breytingartillögur við það. Allar flytti hann við 3ju umræðu að einni undantekinni sem er tekin beint upp úr ivitnaðri ályktun búnaðarþings um málið. Stefán kvaðst þó vilja kynna eina breytingartillöguna sem hann mundi flytja við 3ju urh- ræðu, en hún er við 5. grein frum- varpsins varðandi kjör fulltrúa i stjórn hlutafélagsins þar sem kveðið er svo á að ráðherra skipi fulltrúa íslands. Stefán kvaðst vilja breyta þessu i það horf að al- þingi kysi þá. Siðan vék hann að hlutskipti al- þingis: Ef alþingismenn reyna að telja sjálfum sér trú um að þeim sé ætlað annað hlutskipti en það að „afgreiða” mál, sem þegar hafi verið ákveðið af verkfræðilegum og hagfræðilegum embættis- mönnum kerfisins, þá vil ég upplýsa þá um það, að fram- kvæmdastjóri málmblendiverk- smiðjunnar i Hvalfirði hefur þeg- ar verið ráðinn. Steingrimur Hannesson, formaður iðnaðar- nefndar, sagði okkur frá þvi á fundi i iðnaðarnefnd nú fyrir nokkrum dögum. Hér er um að ræða forstjóra ferrósilikonverk- smiðju Union Carbide i Noregi. Hann kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum. — Þegar við leyfðum okkur, óbreyttir nefndarmenn, að sýna geðs- hræringarmerki vegna þess að þegar hefði verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir verksmiðju, sem iðnaðarnefnd efrideildar væri enn að mylja með sér, hvort mæla ætti með við efrideild að leyfð yrði, þá leiðrétti Steingrim- ur Hermannsson þessi ummæli sin á þá lund, að maðurinn hefði náttúrlega ekki beinlinis verið ráðinn, heldur væri málið þannig vaxið, að Union Carbide mælti með þvi að þessi maður yrði ráð- inn. Mér er ekki alveg ljóst, eftir skamma setu á alþingi, hverja sæmd háttv. alþingismenn leggja i starf sitt. En jafnvel þótt hún kunni að vera i lágmarki, þá býst ég við að ýmsir þeirra vilji geta trúað þvi sjálfir, á viðkvæmum augnablikum, að þeir láti ekki embættismannavaldið segja sér algjörlega fyrir verkum. — Ég vek athygli á þessu i sambandi við þá breytingartillögu, að al- þingi kjósi islensku fulltrúana i stjórn fyrirhugaðrar verksmiðju ef úr verður, en þeir verði ekki skipaðir af ráðuneyti. SIS tapaði 324 miljónum á gengisfellingu 1974 50% hærri vaxta- greiðslur en árið áður A kaupfélagsstjórafundi, sem haldinn var á dögunum, skýrði forstjóri SIS, Erlendur Einars- son, frá þvi, að SIS hefði greitt 324 miljónir í vexti á árinu 1974, að frádregnum vaxtatekjum. Árið áður hafði Sambandið greitt 217 miljónir i vexti umfram vaxtatekjur og varð hækkunin þvi 107 miljónir á milli ára eða 49,6%. Þá skýrði Erlendur frá þvi að Sambandið hefði tapað 343 miljónum á gengisfellingu ársins 1974, og eru þá ótaldar 32 miljónir sem færast sem gengistap ’74, en um er að ræða afskrift á gengis- tapi frá fyrra ári. 1 árslok 1974 átti SIS vörubirgð- ir á kostnaðarverði 1.283 miljónir krðna, og var það 504 miljón króna meira en samskonar birgð- ir námu við næstu árslok þar á undan. Er aukningin 64,6%. —úþ Kaup- félögin skulda SÍS I árslok 1974 námu skuldir kaupfélaganna við Sambandið (þ e. skuldir umfrarn inneignir) 329 m kr samanb- við 84 m.kr. i árslok 1973. Er aukningin þannig 245 m. kr. Að venju juku félögin skuld sina við Sambandið eftir þvi sem á leið árið. Þannig var heild- arskuld allra félaganna 156 m. kr. í lok mars, 451 m. kr. t lok júni, 699 m. kr. i lok september og 731 m. kr. i lok október. I lok nóvem- ber, að fengnum afurðalánum, komast félögin i nokkra inneign, eða 33 m. kr. er i lok des. 1974 var skuld þeirra, eins og áður segir, 329 m.kr. Greiddi mil j ar ð í laun A árinu 1974 námu launa- greiðslur Sambands isl. sam- vinnufélaga 988 milj. króna. Höfðu þær aukist um 339 milj. kr. frá árinu áður eða um 52,2% A árinu varð heildarvelta i öll- um deildum 15.403 milj. króna á móti 11.253 m. kr. árið 1973. Veltuaukning nemur þvi 4.150 m. kr. eða 36.9 af hundraði. Hlut- fallsleg aukning veltu er þannig mun minni en hlutfallsleg hækkun á launagreiðslum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.