Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. marz 1975. MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS , Otgefandi:. Útgáfufélag Þjdöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaðaprent h.f. VERKEFNI HANDA VERSLUNARMÁLANEFND 1 útvarpsþætti i fyrrakvöld um málefni verslunarinnar kom meðal annars fram, að gjaldeyrisskil vegna umboðslauna eru miklum mun lægri — mörgum miljörðum — en efni standa til og eðlilegt væri miðað við innflutning. í framhaldi af þessu er ástæða til þess að krefjast þess að fram fari nákvæm rannsókn á högum heild- verslunarinnar. í sama útvarpsþætti kom fram að formaður Félags isl. stórkaup- manna er samþykkur þvi að fram fari hlutlaus rannsókn á högum verslunar- innar. Þjóðviljinn telur augljóst mál að réttast væri að taka formanninn á orðinu: það er þeim mun sjálfsagðara sem slik rannsókn hefur ekki farið fram áður hér á landi. Fyrir nokkrum árum var efnt til rannsóknar á högum verslunarinnar, og átti rannsóknin að ná til allra þátta hennar. Hins vegar fór þá svo að veru- legur hluti verslunarinnar skarst úr leik og varð reyndin sú að könnun var aðeins gerð á rekstri matvöruverslunarinnar i Reykjavik. Sú könnun leiddi ýmislegt i ljós ma. að talsverðar upphæðir, raunar miljónatugir, höfðu aldrei komið fram til skatts á vegum þessarar verslunar- greinar. Hefði rannsókninni verið haldið áfram hefði það áreiðanlega leitt fleira i ljós, sem nauðsynlegt er að almenningur viti. Upplýsingarnar um vanskil umboðslaun- anna i útvarpsþættinum I fyrrakvöld staðfesta svo sem grunur lék á, að hér er pottur viða brotinn. Það er ekki siður nauðsynlegt fyrir versl- unina en almenning að allar upplýsingar fái að koma fram. Verslunarstarfsemi sem liggur undir sifelldum grun um mis- ferli nýtur ekki trausts almennings. Nú væri eðlilegt að endurlifga starfsemi verslunarmálanefndar, sem hafði i raun aðeins lokið hluta af verkefni sinu. — S. VILL AUKA HLUT VERSLUNARINNAR Það kom fram i útvarpsþætti i fyrra- kvöld að forustumenn verslunarinnar telja að þeir þurfi að fá mjög hækkaða álagningu. Forstjóri Sambands isl. sam- vinnufélaga taldi að álagningin þyrfti að hækka um 1 til 2 miljarða á ári. Nú þegar fara um hendur kaupmannastéttarinnar um 8 miljarðar króna i álagningu á ári og alls um 40 — 50 miljarðar ef vörunotkunin er meðtalin. Hér er um gifurlegar upp- hæðir að ræða, sem nálgast búskap islenska rikisins á einu ári. Það er eðlilegt þegar þannig hagar til að almenningur krefjist þess að fá aukna hlutdeild og vit- neskju um meðferð þessa fjár áður en ákveðið er að láta enn fleiri miljarða renna eftir sömu brautinni. Fullvist er að stór hluti verslunarinnar rakaði saman miljarða fjármagni á sið- asta ári vegna aukinnar þenslu og kaup- æðis sem stóð svo til allt árið og var magnað upp af málgögnum ihaldsins. Nú er þvi eðlilegast að stjórnarvöld geri ráðstafanir til þess að veita þessum mil- jörðum frá betur settum hlutum versl- unarinnar til þeirra hluta hennar sem sannarlega eru ver settir. En það er alvarleg staðreynd þegar verslunarmálaráðherrann lýsir þvi yfir — án þess að hafa rannsakað hag versl- unarinnar til hlitar — að álagningin sé viða óeðlilega lág, sem bendir til þess að hann ætli að hækka álagninguna. Það er alvarleg yfirlýsing á sama tima og launa- menn eru enn að takast á við stjórnvöld um kjör sin; það liggur semsé ekki einasta fyrir að rikisstjórnin ætli að velta kaup- breytingum út i verðlagið. Það liggur lika fyrir að verslunarmálaráðherrann vill auka hlut verslunarinnar i þjóðar- búskapnum á sama tima og launafólki er gert að bera 3,5 miljarða á mánuði hverjum i kaupmáttarskerðingu. — S. KJARVALSSTAÐIR: Minningarsýning um Guðmund frá Miðdal i dag, laugardag, verður opnuð yfirlitssýning á verkum Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal. Sýningin er að Kjarvalsstöðum, og eru á henni 48 ollumyndir, 25 eirstungur, 42 vatnslitamyndir, 8 túss-, blýantsteikningar og kritarmyndir, 9 höggmyndir og eitthvað af leirmunum. Guðmundur Einarsson frá Miðdal var fæddur 1895 og lést árið 1963. Hann sótti myndlista- nám til þriggja ólikra skóla: Fyrst til Stefáns Eirikssonar i Reykjavik 1911-’13, þá til Konung- lega fagurlistaskólans i Kaup- mannahöfn og loks til Listaaka- demiunnar i Munchen á árunum 1921-1925. Hann lagði jafna stund á málaralist, höggmyndagerð og eristungugerð. Eftir hann liggja að auki teikningar, húsaskreyt- ingar, leirmunir, bækur og steindir gluggar. Fyrstu verk Guðmundar eru frá árunum 1915-’19 og má þar m.a. nefna gifsmyndir i húsi Nathan & Olsens i Reykjavik auk nokkurra litilla oliumynda, sem sýndar eru á þessari sýningu. Guðmundur tók fyrsta sinn þátt i myndlistarsýningu með List- vinafélaginu árið 1921. Að loknu Hvítt sement Höfum nú og framvegis til sölu hvitt sement í Artúnshöfða (Sœvarhöfðal 1) verð kr. 625.00 hver 25 kg. poki, með söluskatti. Sementverksmiðja Ríkisins. Auelýsingasíminn er 17500 Wlkwh'lh námi hélt hann sýningar eöa tók þátt i samsýningum með fárra ára millibili i Reykjavik, á lands- byggðinni og erlendis, m.a. i Finnlandi, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi. Ýmis verk Guðmundar eru á opinberum stöðum, gjarnan minnismerki svo sem um Jón Arason biskup, Skúla landfógeta, sjómenn i Vestmannaeyjum og Ólafsvik, margar lágmyndir og brjóstmyndir. Einnig mætti telja húsaskreytingar, til dæmis lág- myndir i Pósthússtræti og á Landspitalanum, glugga i Bessa- staða- og Akureyrarkirkju og hvelfingar I Þjóðleikhúsi og Háskóla Islands. Þá var Guðmundur brautryðj- andi i leirmunagerð hérlendis og notkun Islenskra jarðefna viö hana. Listvinahúsið var stofnað sem fyrsta verkstæði sinnar tegundar árið 1927 og starfar það enn i dag. Allmörg verk listamannsins eru erlendis, sum á söfnum en einnig á alfaravegi. Minnismerki um tónskáldið Sibelius er i Helsinki og árið 1952 prýddu tákn- myndir Olympiueldsins og lárviðarins fordyri Olympiu- sýningarinnar þar. Sýning þessi er minningar- sýning i tilefni þess að Guðmundur hefði orðið áttræður á sumri komanda. Henni er ætlað að vera yfirlitssýning um leið, yfir stilþróun, verkefnaval og viðfang listamannsins. Aðeins ein oliumyndanna á sýningunni er til sölu en hinar eru allar i eigu yfir fjörutiu aðila, og tók það heiían mánuð að safna þeim saman. Tvær vatnslita- myndir verða til sölu á sýning- unni og allar eirristurnar. Elsta oliumyndin á sýningunni er frá árinu 1922, en þær eru annars málaðar á hinum ýmsu timum, allt fram til ársins 1961. Tjónatrygging vegna sýning- arinnar nemur 4 miljónum króna. Sýningin verður opin á sunnu- daginn frá 2 til 10, virka daga frá 4 til 10, og stendur hún til 23. mars. —úþ Uthlutunarnefnd viðbótarritlauna svarar Halldóri: Gaf ekkert út 73 I tilefni af athugasemd Hall- dórs Laxness, sem fylgir bréfi sextán rithöfunda til Alþingis og menntamálaráðherra vill Úthlut- unarnefnd viðbótarritlauna taka fram eftirfarandi: Það er mis- skilningur að nefndin hafi lýst þvi yfir i sjónv. að umsókn Halldórs „hefði verið hundsuð vegna þess, að hún hefði veriö undirskrifuð af lögfræðilegum umboðsmanni hans,” eins og segir i fréttatil- kynningu höfundanna. Sami lög- fræðilegur umboðsmaður sendi nefndinni upplýsingar um ritverk Halldórs vegna viðbótarritlauna 1973, og hlaut hann þá úthlutun. Orð Bergs Guðnasonar í sjón- varpsþættinum Kastljós 7. febrúar lutu að þvi einu að aðrir aðilar en höfundar sjálfir, t.d. útgefendur eða lögfræðilegir umboðsmenn, hefðu mátt senda upplýsingar fyrir þeirra hönd. Halldór Laxness er að sjálfsögðu allra rithöfunda maklegastur hvers konar viðurkenningar, en orsök þess að hann hlaut ekki úthlutun að þessu sinni voru þær reglur ráðuneytisins að veitt skyldu viðbótarritlaun fyrir verk, útgefin eða flutt árið 1973. Það ár var gefin út aöeins ein ritgerð eftir Halldór, i Skirni. Þjóðhátiðarrolla hans kom ekki út fyrr en 1974. Reykjavik 14. mars 1975 Þorleifur Hauksson Rannveig G. Agústsdóttir Bergur Guðnason Faðir minn Ósvaldur Knudsen málarameistari Hellusundi 6 A Reykjavik andaðist fimmtudaginn 13. þ.m. Vilhjálmur ó. Knudsen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.