Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 1
PIOÐVIIJINN Laugardagur 22. mars 1975 — 40. árg. — 68. tbl. HROÐVIRKNI OG FALSANIR Sjá fréttir á 3. siðu og 16. um skattafrumvarp rikisstjórnarinnar, „Klaufafeitisfrumvarpið” Stjórnvöld mála ástandið of dökkum litum AFLASÆLD OG GOÐAR SÖLUHORFUR ■ Þorskafli landsmanna fyrstu tvo mánuði þessa árs varð tæpum 12 þúsund lestum meiri en sama tíma í fyrra. ■ 300 tonnum meir hefur aflast af rækju en á sama tima í fyrra. ■ Loðnuvertiðin er þegar orðin sú þriðja besta í íslandssögunni, og vantar ekki mikið upp á að hún verði önnur besta vertíðin, en henni er þó ekki lokið enn. ■ Fleiri krónur fást nú fyrir hvert kg. af þorsflök- um i Bandríkjunum en var í fyrra. ■ Við getum selt alla þá loðnu sem við getum fryst til Japan. ■ 700 þúsund krónur fást fyrir tonnið af rækjunni. ■ 33 þúsund krónur fást fyrir tunnuna af grá- sleppuhrognum. Sa Itf iskurinn hefur hækkað um meir en 100% í krónum talið á mörkuðum okkar á milli áranna 1974—75. ■ 23% hækkun hefur orðið á skreið og er kg. af þorsk- inum selt á 360 krónur á Nigeriumarkaði. Það er sannarlega ékki svart framundan, og þess- vegna ekki ástæða til kjaraskerðingar. Hafa ekki hreyfst vitund enn Fundur hófst með sátta- semjara rikisins og deiluaðil- um i kjaradeilunni kl. 14 i gær. Stóð fundurinn fram eftir kvöldi og hafði ekkert nýtt komið fram er blaðamaður hafði tal af nefndarmanni i 9- mannasamninganefnd ASÍ. Virtist verkfallshótun verka- lýðssamtakanna þvi enn ekki hafa ýtt við skilningssljóum atvinnurekendum né rikis- stjórn þeirra. Mjög mikil óánægja var meðal samningamanna ASl með skattafrumvarp rikis- stjórnarinnar. Þeir telja það miklum mun lakara en tals- menn rikisstjórnarinnar höfðu gefið i skyn á trúnaðarfundum áður en frumvarpið kom fram. Verður rúmir tvö þúsund fermetrar að gólffleti Stœrsta vöru- skemma landsins Við Elliðavog, rétt austan við sjúkrahúsið að Kleppi hefur að undanförnu risið mikil turna- borg, til að sjá frá Kleppsvegin- um. Við nánari cftirgrenslan kom i ljós að Samband isl. Sam- vinnufélaga er að reisa þarna stærstu vöruskemmu landsins. Hún verður 17300 fermetrar að gólffleti og einnig verður önnur skemma undir hluta þeirrar stærri sem verður 4600 fermetrar að gólffleti. Frá henni liggja svo göng niður að sjónum, þar sem i framtiðinni er fyrirhugað að fylla upp og reisa aðra skemmu sem verður eitthvað nærri 20 þúsund ferm. að gólffleti. Fyrir utan þessar skemmur er svo fyrirhugað að þarna verði byggður hafnargarður, þar sem skip SIS geti lagst að og verði þá hægt að skipa uppúr þeim beint inni skemmurnar. Rúmt ár er liðið siðan bygg- ingarframkvæmdir hófust og er fyrirhugað að ljúka fyrsta áfanganum á þessu ári. —S.dór. 10^ Þessi mynd er ekki frá grfsku hofi, heldur er hún af súlunum sem bera eiga uppi stærstu vöruskemmu iandsins, og að sögn verða þar 64 súiur sem bera upp skemmuþakið. „Byggðastefna” núverandi ríkisstjórnar: Niðurskurður verklegra framkvæmda úti á landi i útvarpsumræðunum I fyrra- kvöld rakti Lúðvfk Jósepsson, síðari ræðumaður Alþýðubanda- lagsins, ma. afstöðu núverandi rikisstjórnar til byggðamálanna. Hann minnti á að kjarni hinna nýju efnahagsaðgerða væri niðurskurður verklegra framkvæmda um 3.500 milj. kr. og boðaður væri samdráttur i út- iánum stofnlánasjóða. t þessu sambandi minnti Lúð- vik á að stjórnarflokkarnir og Alþýðuflokkarnir vildu á sama tima byggja i Hvalfirði verk- smiðju fyrir 9—lOmiljarða króna. Þar á að gera nýja höfn fyrir 500 milj. kr. Framlag islendinga til járnblendiverksmiðjunnar mun nema um 7.600 milj. kr. Það stendur ekki á fjármagni til þeirra framkvæmda, en hins vegar er sagt að draga verði úr eða stöðva meö öllu lánveitingar til byggingar frystihúsa. Stöðva á lánveitingar til smiði fiskiskipa og draga stórlega úr lánum til landbúnaðar og iðnaöar, Þá er ráðgert að hefjast handa við Hrauneyjarfossvirkjun, sem kosta mun 12—14 miljaröa króna. Það verður góð byggðastefna að efna til 7—8 miljarða framkvæmda á Keflavikurflug- velli, 9—10 miljarða framkvæmda IHvalfiröi og 12—14 miliarða framkvæmda við Hrauneyjarfoss, en skera jafn- framt niöur fé til framkvæmda úti á landi og draga úr uppbygg- ingu i sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaöi. Og nú samþykkir Framsóknar- flokkurinn stórfelldan niðurskurð verklegra framkvæmda á lands- byggðinni á sama tima og verja á risafjárhæðum 1 fjárfestingu á Keflavikurflugvelli og i Hvalfirði. Það er sannarlega von að flokks- menn hans um allt land spyrji Hvað hefur eiginlega komið fyrn Framsóknarflokkinn? 1 lok ræðu sinnar lagði Lúðvii áherslu á nauðsyn þess að þjóöit: fengi sem fyrst að kveða sinn dóm upp yfir núverandi rikisstjórn. helst þegar á næsta sumri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.