Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. marz 1975. AF ÍÞRÓTTAHREYFINGUM Eitthvert viðkvæmasta deilumál, sem upp hefur risið á síðari árum hérlendis er tví- mælalaust hin stórviðkvæma deila um það, hvort ungmennafélagshreyfingin á (slandi eigi að safna tómum sígarettupökkum eða ekki. Þessi umfangsmikla og flókna deila hefur skartað á síðum dagblaðanna síðastliðnar vik- ur, að ekki sé talað um sjónvarp og útvarp og hafa önnur menningarmál að sjálfsögðu fallið í skuggann af þessu merkismáli og undrar það víst engan. Við náðum í gær tali af f orseta U.S.A. (Ung- mennasambands Alþýðu) og inntum hann eft- ir því hvað liði þessu stórmáli. ,,Ég vil að sjálfsögðu sem minnst tjá mig um málið", sagði forsetinn, ,,en þó f innst mér rétt að hafa það hugfast að söfnun sígarettu- pakka er ef til vill ekki jafn þjóðleg íþrótt og til dæmis glíman, en hitt ber þó að hafa hug- fast að hreyfingin við söfnunina er mjög heilsusamleg, hvort sem um er að ræða hné- beygjurnar, bolbeygjurnar eða handasláttinn. Þá ber að hafa í huga annan kost við þessa söfnun, hún skirskotar mjög til lesfimi iþróttamannanna þar sem aðeins má safna einni tegund tómra sígarettupakka. Þá er sannarlega vert að geta þess að íþróttin getur örvað mjög til enskunáms, en því er ekki að leyna, að mjög hef ur vantað á það að íslenskir íþróttamenn væru nægjanlega vel heima í enskri tungu til dæmis þegar þeir fá að koma inn á Keflavíkurvöllinn og keppa við heima- menn. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að það sé verðugt viðfangsefni fyrir íþróttahreyf ing- una og þá líka ungmennafélögin í landinu að tína upp tóma sígarettupakka þar til ber jatím- inn fer í hönd og ekki aðeins verðugt heldur einnig áhugavert. Ef það kann að gefa ein- hverja peninga í aðra hönd, þá er það beinlínis heillandi. Þó vil ég taka það mjög skýrt f ram að ég er því persónulega mótfallinn að íþróttamenn og fólk úr ungmennafélögum reyki ofan í sig, nema þá af hreinni slysni. Því hefur mjög verið haldið til streitu af andstæðingum þess að ungmenna- og íþrótta- hreyf ingin geri stórt átak í því að tína tóma sígarettupakka, að pakkatínslan gæti orðið til aðstórauka reykingar í landinu. Þessi skoðun er fráleit af þeirri einföldu ástæðu að pakk- arnir, sem safna á eru tómir. Tvímælalaust væri talsvert meiri vá fyrir dyrum ef safna ætti fullum sígarettupökkum. Slíkt hefur að vísu komið til tals, en ég hlýt að lýsa mig al- gerlega andvígan þeirri hugmynd. Þá er mjög sterk alda innan ungmenna-og íþróttahreyfingarinnar í þá átt að safna tóm- um flöskum. Slíkt tel ég stórvarhugavert þar sem mikil hætta er á því að ungmenna- og iþróttahreyfingin taki að viða að sér fullum flöskum, tæmi þær svo, og safni síðan saman þeim tómu. Slíkt væri ekki æskilegt, nema í því væri veruleg peningavon fyrir ungmenna- og íþr.hreyfinguna. Það er nú einu sinni svo, að þótt áfengisbölið verði að hafa sinn gang, einkum með hliðsjón af því hvað Stór- stúka Islands græðir á því, þá er áfengis- neysla mesti bölvaldur ungmenna- og íþrótta- hreyf ingarinnar. Og það ættu menn að haf a hugf ast að aðeins í einu tilviki getur áfengi orðið til góðs, en það er þegar félagi úr ungmenna- og íþróttahreyf- ingunni vaknar timbraður og fárveikur, skit- ugur, skeggjaður, með glóðarauga á báðum, hungraður, skuldugur, já fallítt, konan farin að heiman, búið að reka hann úr vinnunni, ó- geðsleg hóra hjá honum í skítugu bælinu, allir húsmunir brotnir og bramlaðir, lögreglan að reyna að brjóta upp hurðina af því að hann er grunaður um að hafa drepið einhvern, rottur og kakkalakkahersveitir uppum alla veggi, ekkert blasir við nema sjálfsmorð. I slíku til- felli getur áfengi orðið félögum úr ungmenna- félags-og íþróttahreyfingunni til góðs. Þá er þjóðráð að taka fulla svartadauða- flösku, sem þarf þá helst að vera undir kodd- anum og teyga úr henni vel niðurfyrir axlir, leggjast síðan útaf svolitla stund — ekki of lengi — fá sér síðan þrjá stóra gúlsopa og njóta þess svo i rúminu að vera orðinn afrétt- ur, heilbrigður, hreinn og rakaður, mettur og skuldlaus, búinn að f á vinnuna af tur, unaðsleg fegurðardís við hliðina á honum milli tandur- hreinna rekkjuvoðanna, lögreglan farin, eng- inn verið drepinn, rottur og kakkalakkar horfnir eins og dögg f yrir sólu og í stuttu máli komin lífsgleði í staðinn fyrir sjálfsmorðs- þanka. Ég vil taka skýrt fram að það er aðeins í þessu eina tilfelli, sem ég álít að áfengi geti orðiðtil góðs, annars alltaf til hnjóðs og Ijóðs. Því hvað sagði ekki þjálfari íslenska lands- liðsins í hornabolta í veislunni eftir leikinn á Lofoten í fyrra: Áminni ég alla rekka eftir þvi mun ganga frekt að áfengi má aðeins drekka ef að það er nauðsynlegt. Flosi. Hver er tilgang- urinn með blaða- útgáfu á íslandi? Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að fara að gangast fyrir nám- skeiði i blaðamennsku. Annars er Morgunblaðið sjálft, blað flokksins sem ætlar að kenna fólki blaðamennsku, heilt nám- skeið i blaðamennsku, reyndar lélegri blaðamennsku. Aö visu heitir námskeið ung- mennanna i flokknum, en það eru þeir sem gangast fyrir námskeið- inu, Námskeiö i blaðaútgáfu, en fyrsti dagskrárliður námskeiðis- ins heitir: Uver er tilgangurinn meö biaðaútgáfu á tslandi? Og sjáum nú til. í kosningaslagnum á siðasta sumri boðaði Sjálfstæðisflokkur- inn til útifundar á Lækjartorgi. A þeim fundi voru 5-6 þúsund manns. Morgunblaðið sagði að fjöldinn hefði verið mun meiri, H j úkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast nú þegar að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona i sima 98-1955. Stjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja. amk. þrisvar sinnum meiri, og sagði um leið að þetta hefði verið stærsti útifundur stjórnmála- flokks i landinu. A föstudaginn var var haldinn útifundur á Lækjartorgi. Þann fund sóttu að visu nokkru færri en útifund Sjálfstæðisflokksins i sumar er leið: Hvað segir svo Morgunblaðið? Það geta lesendur séð af með- fylgjandi myndatexta og fyrir- sögn, sem hvort tveggja er tekið úr Morgunbaðinu á sunnudag. Siðan geta lesendur dundað sér við að fá svar við þvi hvernig svörum á námskeiðinu verður háttað við spurningunni, sem fyrst verður þar tekin fyrir: Hver er tilgangurinn með blaðaútgáfu á tslandi? —úþ Ljðsmynd ðl.K.M. Fámennur mótmælafundur Á föstudaginn var efnt til mótmælafundar gegn fyrirhugaðri málmblendisverksmidju f Hvalfirði. Eins og sést á þessari mynd var fundurinn fámennur. Þegar Ijósmvndari Mbl. var við myndatöku á Lækjartorgi þegar fundurinn fðr fram, vék sér að honum gömul kona. sem þar átti ieið um og spurði hvað um væri að ræða. Það er mótmælafundur, svaraði Ijósmyndarinn. ilverju er nú verið að mótmæla, spurði konan. Málmblendisverksmiðju í Hvalfirði, svaraði Ijósm. — Nú, já, er verið að mötmæla belv... verksmiðjunni, sein hann Magnús Kjartansson er að reyna að koma yfir okkur, sagði gamla konan og gekk á braut. Podgorní sendi Mír skeyti Podgorní, forseti Sovétrikj- anna, sendi MIR, félaginu Island-Sovétrikin hamingjuóskir vegna 25 ára afmælis félagsins. Podgorni segir svo I skeyti sinu: ,,A undanförnum árum hefur félagið lagt fram mikinn skerf til gagnkvæmrar kynningar al- mennings á Islandi og I Sovétrikj- unum á lifi og menningu þjóða okkar, og átt drjúgan þátt i efl- ingu og þróun sovésk-islenskra samskipta. Afmæli félags ykkar er hátið- legt haldiö nú, þegar skammt er til þess tima, er þess verður minnst að 30 ár eru liöin frá hin- um mikla sigri friðarafla yfir öfl- un fasisma og styrjaldar. Vegna sleitulausrar baráttu sósialiskra þjóða og allra friðarafla til hags- bóta fyrir þjóðir Evrópu og alls heimsins. Með nýjum viðhorfum á alþjóöamálum skapast góðir möguleikar til áframhaldandi já- kvæðrar þróunar vinsamlegra samskipta og gagnkvæmrar sam- vinnu þjóða okkar. Ég óska félaginu Ísland-Sovét- rikin og öllum vinum Ráðstjorn- arrikjanna á Islandi einlæglega góðs gengis i göfugu starfi til hagsbóta fyrir þjóðir okkar og til eflingar friði og alþjóðlegs örygg- is."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.