Þjóðviljinn - 22.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. marz 1975.
PJODVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
titgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
STJÓRNIN GAF OG STJÓRNIN TÓK
Rikisstjórnin hefur lagt fyrir alþingi
nýtt frumvarp um ráðstafanir i efnahags-
málum. Meginatriði frumvarpsins eru
annars vegar verulegur niðurskurður á
fjárlögum-um 3500 miljónir króna, og hins
vegar breýting i skattamálum. Auk þessa
felur frumvarpið i sér nokkur önnur atriði,
svo sem skyldusparnað á hærri tekjur,
flugvallargjald og lántökuheimildir.
Litum fyrst á skattamálin. Varðandi ó-
beina skatta er það að segja, að rikis-
stjórnin hefur sem kunnugt er nýlega
gengist fyrir hækkun söluskatts um eitt
prósentustig. Talið er af sérfræðingum
rikisstjórnarinnar, að þetta söluskattsstig
færi rikissjóði kr. 960 miljónir á þessu ári.
Með hinu nýja frumvarpi, sem rikis-
stjórnin lagði fram i fyrradag óskar hún
nú hins vegar eftir heimild tií lækkunar
söluskatts og tolla um 600—800 miljónir
króna (hér verður miðað við 700 miljónir),
— og þarna er þó aðeins um heimildará-
kvæði að ræða. Þegar þetta tvennt er
skoðað saman, er ljóst að rikisstjórnin
ætlar sér ekki að lækka óbeina skatta á
þessu ári, heldur að hækka þá um svo sem
260 miljónir.
Um beinu skattana er það að segja, að
rikisstjórnin hefur nýlega ákveðið, að
heimila hækkun útsvarsálagningar þann-
ig að menn greiði 11% af brúttótekjum i
stað 10% i fyrra. Þeirri ákvörðun er ætlað
að standa. Talið er af sérfræðingum, að
þetta þýði i reynd hækkun útsvarsálagn-
ingar yfir landið, sem nemur 700 miljón-
um króna. Samkvæmt hinu nýja frum-
varpi rikisstjórnarinnar eiga beinir skatt-
ar, það er tekjuskattur og útsvar, nú hins
vegar að lækka um 1240 miljónir króna, —
ekki frá þvi sem þeir voru i fyrra, heldur
frá þvi, sem þeir hefðu ella orðið nú miðað
við 11% útsvarsálagningu.
CJtkoman úr þessu verður sú að lækkun
beinu skattanna frá álagningargrundvelli
fyrra árs verður 1240 minus 700, það er 540
miljónir króna. Sem sagt lækkun beinna
skatta um 540 miljónir, en hækkun ó-
beinna skatta um 260 miljónir. Mismunur-
inn er þá 280 miljónir, og er það þá öll
skattalækkunin í reynd, þótt gert sé ráð
fyrir, að rikisstjórnin noti þær heimildir,
sem hún fer fram á varðandi lækkun sölu-
skatts og tolla. Hér hefur að sjálfsögðu
verið tekin með i dæmið sú hækkun sölu-
skatts og hækkun útsvarsprósentu, sem
rikisstjórnin hefur gengist fyrir fyrr á
þessu ári, enda gjörsamlega út i bláinn að
setja dæmið upp með öðrum hætti.
Niðurstaðan er sem sagt lækkun skatta
um liðlega 1000.- krónur, segi og skrifa eitt
þúsund krónur, á hvert nef i landinu, — og
þetta á að heita innlegg i kjarasamning-
ana!
Og þá er þess að geta, að hér er verið að
tala um lækkun frá þvi, sem skattar hefðu
orðið að óbreyttum álagningargrundvelli.
En að sjálfsögðu munu skattarnir stór-
hækka i raun frá fyrra ári, ekki bara að
krónutölu, heldur sem hlutfall af þeim
tekjum, sem menn hafa til að greiða
skattana af. Á þessu ári verða menn að
sjálfsögðu að borga skatta af tiltölulega
góðum tekjum siðasta árs, og þá verður að
greiða af tekjum þessa árs, þegar búið er
að skerða kaupmátt ráðstöfunartekna
heimilanna svo gegndarlaust sem raun
ber vitni með kaupbindingu og samdrætti
atvinnu mitt i óðaverðbólgunni.
Máske verður fjármálaráðherrann
mættur, þegar skattaskráin kemur út i
sumar., til að gefa þegnunum kost á að
þakka sér fyrir glaðninginn með handa-
bandi.
Hafi ráðherrarnir imyndað sér, að þeir
væru að sætta verkafólk við kjaraskerð-
inguna með þessari dúsu, þá verður þeim
tæplega að von sinni. Benedikt Daviðsson,
semásætii samninganefnd Alþýðusam-
bandsins.segir i viðtali við Þjóðviljann i
gær:
„Frumvarpið er miklu neikvæðara en
við höfðum gert okkur vonir um, — og
höfðum við þó ekki gert okkur háar von-
ir”. Og hann kemst svo að orði að lækkun
frá upphæð, sem áður er alveg nýbúið að
hækka, sé auðvitað ekkert annað en ein-
tómur skollaleikur.
Og Benedikt segir: ,,Við höfum sett
fram kröfu um það, að i fyrsta áfanga
verði helmingúr skerðingar kaupmáttar-
ins bættur. Til þess þyrfti 24—25% hækkun
kaupsins”.
Þjóðviljinn telur, að verkalýðshreyfing-
in hafi sýnt mikla hófsemi og langlundar-
geð gagnvart rikisstjórn og atvinnurek-
endum. En rikisstjórnin og bandamenn
hennar atvinnurekendur hafa mætt hóf-
sömum kröfum verkalýðshreyfingarinnar
af ósvifinni þermóðsku og hroka vikum og
mánuðum saman. Þess vegna er nú verið
að boða til verkfalla þann 7. april i nauð-
vörn.
Skattalækkun rikisstjórnarinnar er inn-
an við 300 miljónir, en hins vegar á að
skera niður fjárlög um 3500 miljónir
króna. Og rikisstjórnin fer fram á þessa
heimild án þess að gera neina grein fyrir
þvi, hvað á að skera. Það fer þó ekkert
milli mála, að þar er ekki sist hugsað til
hinna verklegu framkvæmda, — hafnir,
vegir, sjúkrahús, skólar o.s.frv.
Áður heimtaði Sjálfstæðisflokkurinn
niðurskurð opinberra framkvæmda vegna
of mikillar þenslu á vinnumarkaði. Nú er
hins vegar ráðist i niðurskurð opinberra
framkvæmda einmitt þegar alvarlegur
samdráttur herjar i atvinnulifinu, og með
þvi greinilega að þvi stefnt að ýta undir þá
þróun. Vissulega varpar boðaður niður-
skufður fjárlaga skýrara ljósi á „byggða-
stefnu” stjórnarflokkanna en flest annað
ekki sist þegar jafnframt eru hafðar i
huga fyrirhugaðar tugmiljarða stórfram-
kvæmdir á Keflavikurflugvelli og i Hval-
firði þar sem erlendir aðilar eiga hlut að.
k.
Lúðvík Jósepsson:
Nið iirskurður framkvæmda
meginefni þessa frumvarps
1 gær lauk i neöri deild aiþingis
fyrstu umræðu um frumvarp
rikisstjórnarinnar um efnahags-
ráðstafanir og var því visað til
nefndar.
Geir Hallgrimsson mælti fyrir
frumvarpinu, en næstur talaöi
Lúðvik Jósepsson.
Lúövik kvaðst ekki mundu ræða
frumvarpið itarlega nú við 1. um-
ræðu, þvi aö ýmis atriöi kreföust
nánari skýringa, sem hann
kvaðst vilja vænta að kæmu fram
I nefnd.
3500 miljóna
niðurskurður.
Hann kvaðst þó vilja segja það
strax, að meginefni frumvarpsins
fæiist i 1. grein þess um heimild
til niðurskurðar á fjárlögum um
3500 miljónir króna. Hins vegar
væri ekkert sagt beint um það,
hvaða útgjöld ætti aö skera niður,
— en út úr greinargerð frum-
varpsins mætti þó lesa, að það
væru ekki hin almennu rekstrar-
útgjöld rikisins, heldur útgjöld til
verklegra framkvæmda og fé-
lagslegra þarfa. Þetta kemur
fram f þvi, að i greinargerð frum-
varpsins segir, að vegna gengis-
lækkunarinnar megi ætla að al-
menn rekstrarútgjöld hjá rikinu
hækki um 1870 miljónir frá fjár-
lögum en áform séu uppi um að
lækka þá tölu um 820 miljónir
með sparnaði. Þá er sem sagt eft-
ir hækkun á almennum rekstrar-
útgjöldum frá fjárlagatölunni upp
þingsjá
á meira en 1000 miljónir króna. Af
þessu sést að ekkert af 3500
miljónunum, sem nú er farið
fram á, verður tekið af almenn-
um rekstrarútgjöldum.
Þvi er augljóst að ætlunin er að
draga úr fjárveitingum til verk-
legra framkvæmda og félags-
legra útgjalda, en þessu er ég al-
gerlega andvigur, sagði Lúðvik.
Það er einnig augljóst, að
vegna gengislækkunarinnar
verða þær fjárhæðir, sem nefndar
eru á fjárlögum til skóla, sjúkra-
húsa, hafna og annarra verklegra
framkvæmda mun ódrýgri i
reynd en ella hefði verið. Þegar
svo á að lækka framkvæmdaféö
að auki i krónum talið þá er mikil
alvara á ferðum.
óveruleg skattabreyting
Frumvarpið felur i sér breyt-
ingu á lögum um tekjuskatt og
tekjustofna sveitarfélaga. Sagt er
að beinir skattar eigi að lækka
nokkuð, en i dæmum þeim, sem
rakin eru i greinargeröinni er
veriö að reikna út lækkun frá þvi
sem verið hefði með 11% útsvars-
greiðslu af brúttótekjum að öðru
óbreyttu. Útsvarið i fyrra var
hins vegar 10% en ekki 11%, svo
að allur þessi samanburöur er
mjög villandi i greinargerðinni,
sé miðað við fyrra ár. Skatta-
lækkunin frá fyrra ári er þvi mun
minni en dæmin i greinargerðinni
sýna og i flestum tilvikum óveru-
leg. Þá er á það að lita, að nokkrir
aðilar munu beinlinis tapa á þess-
ari breytingu svo sem þeir allra
lægst launuðu, (hjón meö 500 þús.
i árstekjur), eins og fram kemur i
gögnum, sem þingmenn hafa
fengið i hendur, og einnig skaðast
nokkur hluti af einstæðum for-
eldrum, ef frumvarpið verður
samþykkt óbreytt. Þá mun það i
vissum tilvikum koma sér illa, að
hætta á við að greiða út fjöl-
skyldubætur, en skuldskeyta á
þær greiðslur, sem koma i stað-
inn, við opinber gjöld, þannig að
þær borgast aldrei út, nema þær
nemi hærri upphæð en svarar til
opinberra gjalda, sem ekki verð-
ur almennt.
Lúðvik lagði áherslu á, að ann-
ars væri skattabreytingin litið
annað en formbreyting, sem engu
stóru máli skipti til eða frá.
Ekkert væri i frumvarpinu um
það, sem þar hefði fyrst og fremst
átt að vera, það er að segja skatt-
lagningu fyrirtækja, ekki slst
varðandi breytingu á fyrningar-
reglum. Ekkert væri heldur i
frumvarpinu um skatta á verð-
bólgugróða og engin ákvæði til að
koma i veg fyrir að menn geti
skotið tekjum undan skatti.
Varöandi ákvæði frumvarpsins
um heimildartilaðlækka litillega
söluskatt og tolla, sagöi Lúövik,
að hann væri þeim út af fyrir sig
samþykkur, en teldi þær ganga
allt of skammt, og mun skemur
en frumvarp, sem Alþýðubanda-
lagsmenn hafa flutt i þeim efnum.
Þarna væri llka ástæðulaust að
hafa aðeins heimildarákvæöi, —
þetta ætti að ákveða beint.
Hækkun útsvarsafsláttar geng-
ur einnig i sömu átt og frumvarp,
sem Alþýöubandalagið hefur
flutt, og kvaðst Lúðvik vera þvi á-
kvæði stjórnarfrum varpsins
samþykkur, en það gengur lika of
skammt, mun skemur en tillaga
Alþýðubandalagsins.
Sky Idusparnaður
Flugvallagjald
Stofnlánasjóöir.
Skyldusparnaðinn kvaðst Lúð-
vik vel geta hugsað sér, en þarna
væri um óverulegar fjárhæðir aö
ræða i frumvarpi stjórnarinnar,
eða aðeins rúmar 200 miljónir.
Flutvallagjaldið taldi Lúðvik
einnig geta komið til greina að
samþykkja, en sagði þó, að skyn-
samlegra væri að leggja auka-
gjald á ferðagjaldeyri, þannig að
þeir borguðu mest, sem mestan
gjaldeyri fengju, en ekki að allir
borguðu sömu 2500 krónurnar
hvort sem þeir færu til Færeyja
eða Japan.
Um þær lántökuheimildir, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir sagði
Lúðvik, að þær væru ætlaðar tii
að greiða úr vanda stofnlánasjóð-
anna, en svo virtist sem með
þeim væri verið að setja ákveðin
mörk varðandi það, hve mikið fé
skuli útvega til sjóöanna. Það er
greinilegt að ætlunin er að
þrengja mjög að stofnlánasjóöun-
Framhald á bls. 14.