Þjóðviljinn - 22.03.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Side 5
Laugardagur 22. marz 1975. ÞJóÐVlLJINN — SÍÐA 5 Einn borgarfulltrúa Sjálfstœðisflokksins um úthlutun ibúðabyggingarlóðar til Heimdallar: Verður ekkert # 1 # ^fc~l átTym, QQk ráðsins. Var sú tillaga felld með 9 ■ j III W I I f I . I I I I atkvæðum meirihlula Sjálfstæð- ^ -M. isflokksins gegn 6 atkvæðum full- triia minnihlutaflokkanna. Albert flúði af borgarstjórnarfundi! Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag staðfesti borgar- stjórnarmeirihlut Sjálfstæðis- flokksins þann gjörning meiri- hluta sama flokks I borgarráði að afhenda byggingarfélagi Heim- dallar byggingarlóð við Hagamel, en felldi fram komna tillögu um það, að Byggingarsamvinnufélag starfsmanna st jórnarráðsin's skyldi fá umrædda lóð. Með þessari samþykkt hefur borgarstjórnarmeirihlutinn tekið upp ný/ vinnubrögð við úthlutun lóða i borginni, þau, að forgang til lóða skuli þeir hafa, sem eru i ei.n- hverju félagi Sjálfstæðisflokks- ins. Allmiklar og harðar umræður urðu um þessa lóðaveitingu á sið- asta borgarstjórnarfundi. Báru þeir Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson upp tillögu þess efnis á fundinum, að lóðun- um við Hagamel skyldi úthlutað til Byggingasamv.-fél. stjórnar- Að þvi var spurt i umræðunum, hvort þessi úthlutun ætti að verða einsdæmi, eða hvort hér væri um að ræða upphaf að nýjum vinnu- brögðum við lóðaúthlutun, þeim, að væntanlegir húsbyggjendur i borginni skuli fyrst ganga i eitt- hvert sjálfstæðisfélag áður en þeir komi til greina með að fá lóð til úthlutunar. Markús örn Antonsson, borg- arráðsmaður Sjálfstæðisflokks- ins, svaraði spurningunni og sagðist ekkert vilja um það segja hvort þetta ætti að verða eins- Albert Guðmundsson dæmi eða ekki, en hitt gæti hann sagt, að hann sæi ekkert þvi til fyrirstöðu að úthluta BYGGUNG, þeas. byggingarfélagi Heimdall- ar lóð aftur! Nafnakall var viðhaft um stað- festingu á úthlutun borgarráðs á lóðunum, og greiddu allir borgar- fulltrúar meirihlutans, niu að tölu, atkvæði með þvi að Heim- dallur sæti fyrir lóðunum, en minnihlutafulltrúarnir allir gegn. Það vakti athygli, að Albert Guðmundsson flúði af borgar- stjórnarfundinum þegar málið kom til umræðu, en hann mun hafa heitið Byggingasamv.fél. stjórnarráðsins liðsinni i málinu, en sveik svo það loforð á siðasta borgarráðsfundi, er hann greiddi Heimdellingum atkvæði. Væntanlega verður hægt að segja nánar frá umræðunum i blaöinu i næstu viku. — úþ Alþýðubandalagið i Kópavogi: Kvöldvaka á skírdag Bæjarmálaráð Alþýöubanda- lagsins i Kópavogi hefur nú I all- mörg ár haldiö kvöldvöku á skir- dag meö fjölbreyttri dagskrá og sameiginlegri kaffidrykkju. Kvöldvakan hefur sérstaklega haft þann tilgang aö viöhalda kynnum þeirra manna sem lengst hafa unniö saman aö bæjarmál- um i Kópavogi. Að þessu sinni verður dagskrá- in fjölbreytt, upplestur, söngur og sýnd stutt kvikmynd auk þess sem spjallað verður um bæjar- málin. Kvöldvaka þessi er opin öllu stuðningsfólki Alþýðubanda- lagsins á meöan húsrúm leyfir og kaffi er á könnunni. vettvangi Tveir flokkar þinga Nýr vinstriflokkur stofnaður i Noregi, en mikill ágreiningur rikir innan VPK i Sviþjóð, þar sem Hermansson hefur látið af formennsku Fyrir skömmu voru haldin flokksþing tveggja norrænna stjórnmála- flokka sem báðir telja sig standa vinstra megin við krataflokka eigin landa. Þessir flokkar eru Vansterpartiet kommunisterna (VPK) í Svíþjóð og Sósíalíska kosningabandalagið (SV) í Noregi. A báðum þingum urðu nokkur timamót i sögu flokkanna og bæði einkenndust þau af hörðum deilum um gamalkunn þrætu- epli sósialiskrar hreyfingar. Enginn hljóp þó á dyr né heldur var nokkur „hreinsaður”. Sósíalíski vinstrif lokkurinn öllu merkari áfangi náðist hjá SV þvi norska, en eins og menn vita er þar stefnt að þvi að sam- eina þrjá hópa á vinstri kantin- um i einn flokk. Þar sameinuð- ust Sósialiski alþýðuflokkurinn, Norski kommúnistaflokkurinn og Lýðræðissinnaðir sósialistar (Liðhlaupar úr Verkamanna- flokknum og óháðir sósialistar) um að lýsa yfir stofnun nýs flokks, Sósialiska vinstriflokks- ins. Formaður nýja flokksins var kjörin Berit As sem var aðstoð- arborgarstjóri i einu af úthverf- um Oslóar, Asker, fyrir Verka- mannaflokkinn þar til hún sagði skilið við þann flokk eftir at- kvæðagreiðsluna um aðild norð- manna að EBE haustið 1972. Sér til halds i og trausts hefur hún 3 „næstledere” eins og þeir nefn- ast á norsku: Roald Halvorsen, fyrrum félagi i NKP og dagleg- ur framkvæmdastjóri SV, Marit L. Berntzen úr NKP og Steinar Stjernö sem er SFari. Þótt nýr flokkur hafi verið stofnaður verða hinir ekki lagö- ir niður strax. Það á að gerast samkvæmt áætlun fyrir árslok 1976. Reyndar munu kommún- istar vera einna ófúsastir til að leggja sinn flokk niður en for- maður NKP, Reidar T. Larsen, er mjög áhugasamur um sam- eininguna og hann mun ekki standa i vegi fyrir þvi að flokk- urinn verði lagður niður. Ágreiningsatriöi söltuö Innan NKP var lika hörðust andstaða gegn nýja flokknum. Þessi andstaða varð til þess að ýmis deilumál voru lögð til hlið- ar og þeim sleppt úr stefnuyfir- lýsingu nýja flokksins sem sam- þykkt var á þinginu. Tvennt var það einkum sem deilt var um: fræðilegur grundvöllur flokks- ins og afstaðan til hinnar sósial- Isku heimshreyfingar. NKP svipar að mörgu leyti til annarra kommúnistaflokka álf- unnar, þ.e. þeirra sem til urðu viö klofning frá krataflokkunum á 2. og 3. áratugi aldarinnar. Innan þeirra eimir eftir af þvi viðhorfi að sækja sér fyrir- myndir austur fyrir járntjald og taka mið af þvi hverig hlutverk kommúnista i auðvaldsheimin- um er túlkað þar. Flokkurinn fylgir þeirri stefnu að reyna beri að samfylkja með flokkum smáborgara og millistétar geQn stórauðvaldinu sem skipulagt er i auðhringunum en þessi stefna hefur um nokkurt skeið verið ráðandi innan evrópskra kommúnistaflokka, td. þeirra i Danmörku og Frakklandi. Af þessum ástæðum m.a. brá flokkurinn hart við er fram var lagður sá hluti stefnuyfirlýsing- ar nýja flokksins þar sem innrás Varsjárbandalagsins i Tékkó- slóvakiu var harðlega fordæmd. Andstaða hans varð til þess að þessum hluta var kippt út úr stefnuyfirlýsingunni og hann borinn fram i breyttri mynd sem ályktun þingsins þar sem orðalag allt var mun kurteis- legra. Flokkurinn hefur að visu sett fram óbeina gagnrýni á inn- rásina en treysti sér þó ekki til að standa að þessari ályktun og sátu fulltrúar hans hjá við at- kvæðagreiðslu um hana. Reidar T. Larsen sagði eftir þingið að það hefðu veriö mistök að leggja þessa ályktun fram. Hann kvaðst þó vera ánægður með niðurstöður þingsins og sagði að áætlunin um samein- inguna sem samþykkt var á þingi SV i fyrra hefði staðist fram að þessu. Roald Halvorsen lagði fram ályktunina um Tékkóslóvakiu og kvaðst hafa gert það að ósk margra þingfulltrúa. Hann sagði að þetta mál þyrfti nú að ræða ofan i kjölinn I nýja flokkn- um. — Þetta hefur gengið fram- ar vonum. Við höfum náð langt i að sameina flokkana og sú þró- un verður auðveldari þegar við höfum fengið einn flokk. Mannaskipti Menn voru ekki eins bjart- sýnir að loknu flokksþingi VPK i Sviþjóð i fyrri viku. Þar höfðu orðið formannsskipti. C.H. Her- mannsson sagði af sér for- mennsku eftir ellefu ára starf og við tók Lars Werner múrari og aktivisti úr verkalýðshreyfing- unni. Ekki gengu formanns- skiptin átakalaust fyrir sig þvi hartnær þriðjungur þingfulltrúa greiddi Rolf Hagen atkvæði sitt en framboði hans var beint gegn Werner og vissir hópar viðhöfðu stór orð um að fara sinu fram innan flokksins ef Hagen næði ekki kjöri hvað sem öllum flokkssamþykktum liði. Flokkur i klemmu Það er ekki nýtt að klofningur verði innan raða VPK. Allt frá stofnun flokksins árið 1917 hefur hann verið i klemmu milli krata og moskvukomma. Flokkurinn varð illa úti i fyrstu kosningun- um eftir innrásina i Tékkó- slóvakiu og siðan þá hefur for- ystan reynt að afmá allt það i fari flokksins sem ber keim af rússaþjónkun. En það hefur ekki hlotiö náð fyrir augum allra flokksfélaga. Norður i Norrbotten er flokksdeild sem kennd er við dagblaðið Norrskensflamman. Norðlend- ingar þessir hafa ekki gefið So- vétrikin upp á bátinn og á flokksþinginu kváðust þeir áfram myndu berjast gegn öll- um „andsovétisma” i flokkn- um. Þeir hafa sýnt flokksforyst- unni ýmsan fjandskap og ekki skirrst við að hundsa samþykkt- ir flokksþinga ef þær eru þeim ekki að skapi. Heitt í kolunum Þessar deilur blossuðu upp á þinginu á dögunum og hnútur flugu um borð. Hermansson réðst að norðlendingum og öðr- um slikum af fullum krafti og sagði að enginn gæti gert sig svo digran innan flokksins að hann hefði samþykktir hans að engu. Þeir sem slikt gerðu skyldu minnast þess að i flokkslögun- um væri ákvæði um að þeir sem stæðu fyrir hópamyndun innan flokksins skyldu brottrækir úr honum. Við þessu brugðust norðlend- ingar með þvi að ganga út en þeir komu aftur tviefldir og gerðu harða hrið að Hermanns- son og fylgismönnum hans. Fremstur i flokki þeirra var Harry Hagberg ritstjóri Norrskensflamman. Deilurnar jukust svo orð af orði þar til kom að formanns- kjöri. Þá stakk meirihluti upp- stillingarnefndar upp á Lars Werner en minnihlutinn bauð fram Rolf Hagel frá Gautaborg. Var þá orðið svo heitt i kolunum að báðir frambjóðendur máttu þola persónulegar svivirðingar og norðlendingar höfðu i hótun- um um að ef Hagel næði ekki kjöri myndu þeir halda áfram skæruhernaði gegn flokksfor- ystunni. Kosningunum lyktaði svo eins og að framan greinir: Lars Werner hlaut 162 atkvæði en Hagel 74. Werner hlaut þvi mik- inn meirihluta en allt um það veröur hlutskipti hans á næst- unni ekki öfundsvert. Hann þarf að setja niður harðvitugar deil- ur og takist honum það ekki er mikil hætta á að enn einn klofn- ingurinn vofi yfir. Arftaki Hermanssons Um nýja formanninn má geta þess að hann vann við rriúrverk i tiu ár þar til hann tók að sér trúnaðarstörf innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann gekk i flokkinn árið 1953, var kjörinn á þing árið 1965 og varaformaður flokksins varð hann 1967. Hann þykir ekki eins snjall pólitikus og Hermansson en þar kemur á móti góð tengsl við verkalýðs- hreyfinguna sem menntamann- inn Hermansson skorti. Hann er talinn hafa mjög svipaðar skoð- anir á hlutverki og stefnu flokksins og Hermansson. Velheppnuð tilraun En svo þessi tvö flokksþing séu borin saman virðist fram- tiðin vera mun bjartari i Noregi. Þar hefur mönnum tekist að viðhalda þeirri samstöðu sem skapaðist i baráttunni gegn að- ildinni að EBE. Kjósendur virð- ast hafa tekiö þessum samein- ingartilraunum vel, þvi SV hlaut 11% átkvæða i siðustu þingkosningum og skoðana- kannanir sem gerðar hafa verið siðan hafa bent til þess að flokk- urinn gæti orðið þriðji stærsti flokkurinn á þingi. En næstu misserin mun fást úr þvi skorið hvort tilraunin tekst eða hvort SV leysist aftur upp i frumein- ingar sinar. — ÞH V Menntamaöurinn Hermansson (t.v.) óskar múraranum Lars Werner velfarnaöar i starfi formanns VSnsterpartiet kommunisterna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.