Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. marz 197a. Það mun kosta UM 400 ÞIJSUND KRÓNUR að bora með Jötni Við spurðum Rögnvald Finnbogason hjá Orku- stofnun að því hvort ekki væri hin mesta kúnst að flytja Jötun úr stað/ en það nafn hefur þessum stærsta jarðbor lands- manna verið gefið. — Þetta er nú lítið þyngra en þau tæki, sem við höfum verið meö, sagði Rögnvaldur, þau eru bara fleiri. Hver eining er svona 20-30 tonn, og við höfum flutt tæki, sem vega 23 tonn. — En er þetta þá ekki svo fyr- irferðarmikið, að vegirnir okk- ar og brýrnar láti undan þung- anum? — Það held ég ekki. Þetta er þó breiðara en algengur flutn- ingur. — Er hægt að nefna einhverja viðmiðun um vinnuhraða þessa bors umfram þess, sem stærst- ur hefur verið hingað til? — Þegar við erum að taka stangirnar upp úr holunni tök- um við með þessum bor 27 metra i einu, en aftur 18 metra með hinum. — Gengur þessi bor hraðar niöur? — Hann á að gera það. Við munum þó nota alveg sama pró- gramm varðandi holuviddir, en við getum lagt meira á hann, meira afl. Við notum þungar stangir neðst, alveg niður við krónu, til að gefa krónunni álag, og við munum bora með meira álagi og ættum þvi að geta náð meiri borhraða. — 1 hvers lags boranir ætlið þið að nota hann hér? — Ég held að hann verði aðal- lega notaður til þess að bora eft- ir heitu vatni. — Hefur verið reiknað út hvað kostar að reka svona bor á klukkutima? — Við erum ennþá að reyna að komast að niðurstöðu með það, en við erum ekki búnir að fá heildarborverðið. Það kæmi mér þó ekki á óvart þótt borleig an yrði um eða yfir 400 þúsund krónur á sólarhring. — Er þetta mikið verð fyrir slikt tæki. — Það er nú eftir þvi hvernig á það er litið. Við verðum að taka tillit til þess, að borverðið er nær allt lánað og á að afskrif- ast á tju árum. Þetta hækkar að sjálfsögðu leiguna. Sólarhringsleigan fyrir 2 þús- und metra borinn er nú 190 þús- und. — Hver eru svo afköstin? — 1 tvö þúsund metra holu má segja að við höfum borað fimm metra að jafnaði á klukkutima. Bortiminn er svona 50-60% af heildar.verktimanum. Annar timi fer i það að taka borinn upp, þá tökum við hann niður og fóðrum holurnar, og eitt og annað er i kring um þetta. — Hver er borfloti stofnunar- innar? — Við erum með gufuborinn, sem er eign rikisins og Reykja- vikurborgar. Þá er það þessi nýi, Jötunn. Svo erum við að kaupa einn 12-1400 metra bor, sem við höfum skýrt Narfa. Við eigum von á honum i mai. Við erum með einn 1000 metra bor. Hann er núna að bora að 'Laug um i Reykjadal. Þá erum við með 600 metra bor, sem við köllum Glaum. — Hvar eru þeir að störfum borarnir, sem þú tilgreindir ekki hvar væru? — Glaumur er nú við Hrafna- gilsskóla i Eyjafirði. Gufubor- inn er i Mosfellssveit, og mein- ingin er að hann fari upp að Leirá i næsta mánuði. Jötunn fer að öllum likindum austur i Þorlákshöfn. — Hvað ætlið þið að gera við Narfa? — Það liggja mörg verkefni fyrir. Það þarf að 'bora á Blönduósi, Sauðárkróki og við- ar. Við erum ekki búnir að á- kveða til fullnustu hver röðin verður á verkefnunum. — Borið þið mikið eftir fersk- vatni? — Já. Til þess notum við aðra gerð af borum. Þessir borar, sem ég hef nefnt.eru allir snún- ingsborar. Þeir sem við notum við ferskvatnsborun eru högg- borar, sem bora með meitlum. — Hefur ásókn i ferskvatns- borun aukist? — Já. Við erum til dæmis að bora núna i Þorlákshöfn eftir köldu vatni og einn bor er alveg i þvi að bora fyrir Vatnsveitu Reykjavikur. — Þið ætlið vonandi ekki að fara að bora eftir oliu? — Nei, enda held ég að við yrðum að fara langt út i hafs- auga til þess. —úþ. Tilkynning Að gefnu tilefni viljum vér hér með vekja athygli á eftirfarandi reglu, er gildir um úthlutun ferðagjaldeyris til islenskra ferðaskrifstofa: Yfirfærslur til ferðaskrifstofa vegna IT- og hópferðafarþega til greiðslu á hótel- kostnaði og skoðunarferðum eru 3.50 sterlingspund á dag fyrir hvern farþega að hámarki i 15 daga. í samræmi vi© framanskráð, er islenskum ferðaskrifstofum óheimilt að selja hóp- ferðir til útlanda, er standa lengur en 15 daga. GJALDEYRISDEILD BANKANNA ÞETTA ER JÖTUNN Borinn er keyptur af South- land Drilling Co., Houston, Texas. Kaupverð er á núverandi gengi 330 milj. kr. fyrir utan tolla og söluskatt. Borinn er tæplega 3 ára gamall, diesel- rafdrifinn, 3 rafstöðvar af Caterpillar-gerö framleiða allt að 1500 kw, 600 v, -60 riða straum. Riðstraumnum er breytt i jafnstraum með S.C.R. (Silicon Controlled Rectifier) kerfi. Jafnstraumsmótorar knýja siðan hvert tæki fyrir sig og eru 4 af General Electric- gerð hver 750 hö, 600 v. DC. Oll stjórnun fer fram frá stjðrnborða á borpalli. Tölvu- stýring sér um að ekki er hægt að yfirlesta aflvélar né S.C.R. kerfið. Borinn er hannaður fyrir borun 8 3/4” (222,3 m/m) holu 1 allt að 3600 m dýpi. Borstaminn samanstendur af 5” borstöng- um og 7 1/4” x 2 15/16” álags- stöngum hver eining 9,15 m löng. Borspilið er af Gardner Denver-gerð (700 E), 750 hö. Mesti togkraftur þess er 30,8 tonn við 101 m/min af 1 1/4” vlr. Bordælur eru 2 af Gardner Denver-gerð. Model P7-8-750 hö Triplex. Hámarksafköst 239 tonn/klst (66,4 1/sek) við 155 kg/fersm. þrýsting og við há- marksþrýsting 378 kg/fercm. 97 tonn/klst (27 1/sek). Bormastriðer af Lee C. More- gerð. 40 m (131 ft) á hæð og með undirstöðum er hæsti punktur 1 um 48 m hæð frá jörðu. Há- markslyftigeta með þvi er 180 tonn (397.000 lbs). Auk þessara aðalhluta borsins er mikið af smærri tækjum og varahlutum með honum. Heild- arþyngd borsins er um 521 tonn. Stutt viðtal við Helga Seljan: Fundur um landbúnaðarmál í Valaskjálf n.k. fimmtudag, skírdag Alþýðubandalagið hcfur ákveö- ið að boða til almenns fundar um landbúnaðarmál á Egilsstöðum n.k. fimmtudag. Fundarefnið verður staða landbúnaðarins i dag og framtiðarverkefni. Þjóðviljinn leitaði til Heiga Seljan, sem eins frummælenda og spurði hann stuttlega um tildrög og eðli fundarins: Fundur þessi er haldinn á veg- um Alþýðubandalagsfélags Fljót- dalshéraðs, en þar hefur lengi verið mikill áhugi fyrir fundi eins og þessum. Bændur á Héraði réttu mjög úr kútnum á vinstristjórnarárunum, en engu að siður eru kjör þeirra almennt langt frá þvi að vera við- unandi. Einyrkjabúskapurinn er nær allsráðandi og hann er hvoru tveggja erfiður og bindandi. Jafn- framt þvi sem rætt verður um ástand mála i dag og uggvænleg- ar blikur á lofti, verða reifuð lánamál og þó sérstaklega fjallað um framtiðarverkefni 1 landbún- aði á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn og við væntum góðr- ar þátttöku og mikilla almennra umræðna. Bændur á Héraði eru margir ágætir ræðumenn og m.a. vonum við að fá inn i þessar um- ræður kempur eins og Svein á Egilsstöðum og Ingvar i Dölum, svo aðeins sé minnt á tvo heiðurs- bændur á Héraði. Hverjir eru svo frummælend- ur? Það verða fimm frummælend- ur, fjórir auk min, sem ætla að taka lánamálin örlitið fyrir, vegna þess að ég á sæti i banka- ráði Búnaðarbankans. Páll Sigbjörnsson héraðsráðu- nautur á Austurlandi mun flytja framsögu um stöðu landbúnaðar á Austurlandi i dag og ýmsar leið- ir til úrbóta. Stefán Sigfússon landbúnaðar- kandidat mun flytja framsögu um nýja stefnumótun i landbúnaði i anda þeirra hugmynda, sem efst- ar hafa verið á baugi é Alþýðu- bandalaginu og ný verkefni land- búnaðarins i samræmi við það. Tveir bændur munu flytja stutta framsögu: Guðmundur Beck bóndi á Kollaleiru, Reyðar- firði mun greina frá reynslu sinni af búskap i fjöröum og helstu galla, er hann telur fylgja ein- yrkjabúskapnum. Jón Arnason bóndi á Finnsstöð- um i Eiðaþinghá mun reifa skoð- anir sinar varðandi félagsbúskap og aukna samvinnu bænda á milli. Og þú reiknar með almennri þátttöku, þó Alþýðubandalagið boði til fundarins i sinu nafni? Fundurinn verður ópólitiskur hvað snertir beina flokkspólitik og Alþýðubandalagið er engin Grýla á Austurlandi, heldur ekki hjá austfirskum bændum. Auk þess eru bændur þar eystra miklir félagshyggjumenn og ötul- ir við að mæta á málþingum, djarfir og einarðir i allri mála- fylgju. Ég vænti þvi góðs af þess- um fundi og veit, að hann verður mér lærdómsrikur. Nokkuð i lokin? Ekki annað en að hvetja bænd- ur til þátttöku i þessum fundir og geta þess um leið, að að sjálf- sögðu verða þeir á fundinum Lúð- vik Jósepsson alþingismaður og Sigurður Blöndal skógarvörður, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi. Sem sagt, ég er bjartsýnn á þennan fund og vona að hann heppnist sem allra best og verði austfirskum land- búnaði til framdráttar og gagns, að svo miklu leyti sem slikir fund- ir geta verið það. Helgi Seljan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.