Þjóðviljinn - 22.03.1975, Síða 7
Laugardagur 22. marz 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7
Sverrir Hólmarsson skrifar
LEIKHÚSPISTIL
Fyrir skemmstu frumsýndi
bjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir
Guðmund Steinsson, Lúkas, á
kjallarasviði sinu. Þetta er hið
fjórða af leikritum Guðmundar
sem sett er á svið, en hann hefur
að eigin sögn skrifað átta leikrit
til viðbótar sem liggja enn i skrif-
borðsskúffunni. Ástand af þessu
tagi hefur ekki verið óalgengt
meðal þeirra sem fengist hafa við
leikritagerð á íslandi. Sem betur
fer bendir flest til þess að ástæður
fari batnandi og ný islensk verk
eigi nú greiðari leið á svið en áður
— og litla kjallarasviðið i bjóð-
leikhúsinu er eitt merkiþess: þar
má setja á svið með minni til-
kostnaði leikrit semekki krefjast
mikils sviðsbúnaðar.
Lúkas
Leikritið Lúkas fjallar um
gömul hjón og gest þeirra, Lúkas.
Lúkas er gráðugur bæði i mat og
völd, hann drottnar yfir gömlu
hjónunum og kúgar þau. Fyrir
þeim er hann hinsvegar inntak
lifsins og þau mega ekki til þess
hugsa að missa þennan kúgara
sinn. Leikritið fjallar þvi i grund-
vallaratriðum um kúgun, eðli
hennar og birtingarform, það
hvernig kúgarinn og hinn kúgaði
verða hvor öðrum háðir og geta
ekki án hvor annars lifað.
Leikritið gerist i lokuðum heimi
sem hefur enga snertipunkta við
ytri veruleik. Við vitum ekkert
um persónurnar þrjár nema það
sem þær gera og segja á sviðinu.
Þær hafa enga ákveðna skirskot-
un til veruleikans utan sviðsins,
nema þá táknræna og almenna
skirskotun til skyldra fyrirbæra I
mannlifinu. Þetta gerir það að
verkum að persónurnar eru flat-
ar, hafa enga dýpt. Þær eru
pappafigurur. Auðvitað þarf slikt
ekki að vera galli. Þessum stils-
máta geta fylgt bæði kostir og
gallar. Kostirnir eru fyrst og
fremst fólgnir i auknu frelsi höf-
undar til að gefa hugarflugi sinu
lausan tauminn, en þá reynir auð-
vitað ákaflega mikið á hæfileika
hans til snjallrar byggingar og
ritunar lifandi tilsvara.
Mér þótti Lúkas hvorki nægi-
lega snjallt i byggingu né lifandi i
tilsvörum til þess að hægt sé að
telja það verulega vel heppnað
verk. Hins vegar hefur það ýmsa
mikilsverða kosti, og þá fyrst og
fremst i leikrænni sýn höfundar
sem oft er sterk. Honum tekst
stundum að gæða verkið kröftugu
sjónrænu lifi, einkum i þeim pört-
um sem lúta að stórkostlegu
mataræði Lúkasar, borðhalds-
undirbúningi gömlu hjónanna og
eyðileggingu Lúkasar á blómum
heimilisiris. 1 slikum atriðum
skapast næstum ritúölsk áhrif, og
þar birtist kunnátta höfundar
best.
Hins vegar hljóta þær spurn-
ingar að standa eftir hvort tákn-
leg skirskotun verksins sé ekki
þegar öllu er á botninn hvolft
of almenn og óljós og tengsl
þess við veruleikann ekki of
veik. bað má að visu draga
ýmsa lærdóma af verkinu um
eðli kúgunar og ofbeldis,
frelsis og ánauðar, en þeg-
Fjölskyldusýning á Coppelíu
JULIA CLAIRE
SÍÐASTA SINN
Mikil aösókn hefur verið að
ballettinum Coppeliu i Þjóðleik-
húsinu og verða tvær sýningar
um helgina: á laugardagskvöid
og fjölskyldusýning á sunnudag
kl. 15. Vcrður það eina siðdegis-
sýningin á ballettinum.
Julia Claire dansar hlutverk
Svanhildar I báðum sýningunum
og verður þetta siðasta tækifæri
sem islenskum áhorfendum gefst
til að sjá hina snjöllu listakonu
dansa þetta fræga hlutverk, þar
eð hún er á förum til trans ásamt
manni sinum Alan Carter, sem
stjórnarsýningunni á Coppeliu og
Lúkasar til hversdagslegrar
raunsæi finnans Claes Andersen,
en Leikfélagið frumsýndi leikrit
hans Fjölskylduna núna i vikunni.
Anderson er harðsoðin og klinisk-
ur krufningsmaður hins daglega
veruleika fjölskyldulifsins og
leikrithans hefur þann meginkost
að hljóma trúverðuglega við alla
manns reynslu af lifinu, það er
hvergi falskt, uppskrúfað,
belgingslegt né háspennt.
Fjölskyldan tekur fyrir þau
erfiðu sambúðarform sem geta
myndast á löngum tima — hver
nærist á veikleikum hins, hver ét-
ur annan, hver getur ekki án
þess verið að elska og hata
sambýlisfólk sitt. Alvarleg
sálarkreppa kemur fyrst upp
I fjölskyldunni þegar heimilis-
faðirinn fer I bindindi eftir
tuttugu ára alkóhólisma. Þá
kemur i ljós að afgangurinn
af fjölskyldunni hefur alla
tið lifað á lians aumingjadómi. Og
hver haldið þið að endirinn verði?
Það þarf ekki mikla spámanns-
gáfu til að sjá það.
Leikrit Andersons er skrifað i
stuttum atriðum sem rekja sög-
una koll af kolli. Einhvern veginn
finnst mér eins og höfundar á
norðurlöndum séu alveg hættir að
skrifa leikrit i þáttum. Þessi at-
riðaskrift gefur að visu nokkurn
veruleikablæ, verkar ekki eins
tilbúin.en hún býður lika form-
leysishættunni heim, og mér
finnst þetta leikrit ekki fara var-
hluta af þvi. Það er engan veginn
sterkt i byggingu, og ekki bætir
það úr skák að inná milli atriða er
skotið trúðleik, einhver óskil-
greind persóna fer með ýmiss
konar skáldleg spekimál og al-
mennar hugleiðingar i tengslum
við efni leiksins. Þessi trúðleiks-
partur verður einhvern veginn al-
veg utan garna við hinn raunsæis-
lega part, fellur aldrei saman við
hann og þannig dettur allt verkið i
sundur i tvennt. Það má vera að
unnt sé að laga þetta eitthvað
með breyttri túlkun, en mér er
það stórlega til efs.
ar áhorfandanum er nokkurn
veginn frjálst að tengja þessa al-
mennu lærdóma við hvað sem
vera skal, er þá ekki fulllangt
gengið? Hér verður hver að svara
eftir smekk.
Hitt er annað mál að sýningin
naut sin að mörgu leyti prýðisvel i
ljómandi vel unninni sviðsetningu
Stefáns Baldurssonar og smekk-
legri sviðsmynd Magnúsar
Tómassonar. Árni Tryggvason og
Guðrún Stephensen skiluðu hlut-
verkum gömlu hjónanna óaðfinn-
anlega, drógu hina fáu persónu-
drætti þeirra skýrt og skilmerki-
lega og komu þeim gamanmálum
sem uppá er boðið fyllilega til
skila. Hlutverk Lúkasar er mun
óskýrara en gömlu hjónanna og
Erlingur Gislason átti dálitið erf-
itt með að fastmóta það, sem eðli-
legt var, en hann var stórfengleg-
ur við matborðið.
Að lokum þetta: leikritið er að
minu viti vel þess virði að menn
skoði það og taki afstöðu til þess.
Tákn ogveruleiki
Sérferðir utan af
hefur að auki gert bæði leikmynd-
ir og búninga.
Þrátt fyrir mikla aðsókn verður
ekki unnt að hafa nema örfáar
sýningar i viðbót, þar eð Þórarinn
Baldvinsson, sem dansar hlut-
verk Franz er á förum til Bret-
lands, þar sem hann starfar með
breskum dansflokki. Að loknum
helgarsýningunum verða aðeins
þrjár sýningar á Coppeliu og tek-
ur Auður Bjarnadóttir þá við
hlutverki Svanhildar, en hún
þreytti frumraun sina i þvi nú i
vikunni við frábærar undirtektir
áhorfenda.
landi á Messías
Flugleiðir hafa i samráði við
Ferðaskrifstofuna tltsýn skipu-
lagt sérstakar ferðir frá nokkrum
stöðum úti á landi fyrir fólk, sem
áhuga hefur að sjá og hcyra flutn-
ing Pólýfónkórsins á Messíasi eft-
ir Hándel. Verða af þessu tilefni
flugferðir frá tsafirði, Patreks-
firði, Húsavik, Akureyri, Egils -
stöðum, Hornafirði og Vest-
mannaeyjum.
Flutningurinn á Messiasi fer
fram dagana 27., 28. og 29. þ.m.
Þeir, sem koma utan af landi til
að sjá og heyra flutninginn, borga
allt á einu bretti: flugfarið, að-
göngumiða að Messiasi og gist-
ingu á Hótel Sögu.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, sagði blaðinu að
slikir „inklúsivtúrar” bæði út á
land og til Reykjavikur væru
orðnir mjög vinsælir. — dþ.
Arni Tryggvason, Erlingur Glslason og Guðrún Stephensen I Lúkasi.
Fjölskyldan: Hrönn Steingrimsdóttir, Helgi Skúlason, Sigríöur Hagalín, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Harald G. Haraidsson.
Blákaldur
f jölsky Iduveruleikinn
Það eru töluverð umskipti að
hverfa frá innhverfu táknsæi
Fjölskyldan er eldhúsvask-
drama i stil sem gamalreyndir
Iðnóleikarar kunna utanbókar, og
sýningin var lýtalaust unnin af
hendi Péturs Einarssonar, alls
staðar hófstillt, hvergi hysterisk
og framúrskarandi eðlileg. Helgi
Skúlason náði algerum meistara-
tökum á drykkjusjúkum heimilis-
föðurnum, jafntraustur hvort
sem hann var drukkinn, timbr-
aður eða endurreistur. Helgi túlk-
aði veiklyndi, eirðarleysi og
öryggisleysi mannsins af sérstök-
um næmleik. Sigriður Hagalin
var mátulega hófstillt sem eigin-
konan, og börnin þrjú voru ein-
staklega náttúrleg i öllu lát-
æði.Þar var traustastur Harald
G. Haralds, maður með óvenju
örugga og látlausa sviðsfram-
komu. Hrönn Steingrimsdóttir
var mátulega gróf og skapstór i
hlutverki eldri dótturinnar og ný-
liðinn Sigrún Edda Björnsdóttir
kom afar þekkilega fyrir sem sú
yngri.
Ég get ekki látið hjá liða að
þakka Jóni Þórissyni fyrir maka-
laust hagkvæma leikmynd, ég
held þá bestu sem ég hef séð eftir
hann.
Sverrir Hólmarsson.