Þjóðviljinn - 22.03.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. marz X975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 „Að gefnu tilefni99 Skáli Ferðafélags tslands I Þórsmörk. 1 En kraumar í pottunum hjá Ferðafélagi íslands Skjöldur Eiriksson á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal hefur beðið blaðið birtingar á erfirfarandi grein og fylgir hcnni athugasemd frá einum blaðamanna Þjóðvilj- ans. Fyrirsögnin á handriti Skjaldar var: Að gefnu tilefni. I Þjóðviljanum 26. febrúar sið- astliðinn er grein sem nefnist: „Sama stefna —• sama stjórn”. Greinin fjallar um átök á aðal- fundi Ferðafélags tslands 24. febrúar sl. Greinarhöfundur nefnir sig hj. Fjallar hann að nokkru um skýrslu stjórnar en kemur svo að hjartansmáli sinu, dylgjunum um frönsku ferðahóp- ana sem að undanförnu hafa ferð- ast hér á landi á vegum F.í. — Um þá segir hj orðrétt: „Upplýst er að hinn franski að- ili sem félagið hefur haft skipti við um hina umdeildu frönsku hópa hefur ekki getið sér gott orð i bankaheiminum, ennfremur að stjórnarmenn hins meinta franska félags eru i Frakklandi taldir útlendingar”. 1 tilefni af þessari klausu lang- ar mig að spyrja þennan hj nokk- urra spurninga: 1. Hafa þessir frönsku ferðahóp- ar sýnt illa umgengni og/eða óorðheldni i skiptum sinum við F.Í.? 2. Hefur F.l orðið fyrir fjárhags- legum og/eða siðferðilegum skakkaföllum af samskiptum sinum við þá? 3. Hafa ferðir þessara hópa sýnt illa umgengni i húsum félags- ins eða skemmt það umhverfi sem þeir hafa lagt leið sina um? 4. Gáfu samskipti F.í. við frönsku ferðahópana ástæðu til að njósnað væri um fjárhags- lega stöðu þeirra i erlendum bönkum? 5. Eru hús F.í. ekki látin i té út- lendum ferðahópum á annarra vegum? Gott væri að fá undanbragða- laus svör við þessu. Eitthvað vefst það fyrir mér að skilja meininguna i fyrirsögn greinar hj þar sem hann segir: „Sama stefna”. — Er þá mein- ingin eftir allt bramboltið að hinir frönsku ferðahópar verði áfram á vegum F.t.? Eða á „bankaheim- urinn” að vera það leiðarljós sem ákveður hverjir eru æskilegir ferðamenn á vegum þess og hverjir ekki? Seint i grein hj er klausa mér og minum umbjóðendum sérstak- lega tileinkuð. Þar gefur hj mér sem fulltrúa Ferðafélags PHjóts- dalshéraðs einkar lofsverða eink- unn um ágæta eiginleika enda þótt nafn mitt sé ekki beinlinis nefnt. Orðrétt stendur þar: „Þess má geta að 21 félagsmaður (19 voru þeir) deildarinnar á Egils- stöðum (Fljótsdalshéraðs á það nú að vera) tók þátt i þessari at- kvæðagreiðslu þótt fjarstaddur væri. Notfærðu þeir sér heimild i félagslögum til að gera út sendi- mann með umboð og „lék hann tuttugu og tveim skjöldum” á fundinum”. Já, tviræð er nú merkingin, þótt trúlega eigi hj hér við atkvæða- seðla þá sem ég hafði ráðstöf- unarrétt á. Það skyldi þó aldrei vera að þessi hj hafi hrifist svo mjög af smekklegum viðbrögðum og fyndni fundarstjórans i sam- bandi við umboð min að hann hafi þurft að tjá opinberlega undir- gefni sina og aðdáun? Sagt var um trú hjú sinna húsbænda „að þau voru einföld i sinni þjónustu”. Var slikt talið mjög lofsvert svo sem vænta mátti, og ætla ég að þessi hj sé slikum eiginleikum' gæddur. Stundum gat þjónustusemin gengið svo langt að hún verkaði öfugt við tilganginn. Var slikt gjarnan nefnt „Bjarnargreiði” og þeim litt að skapi er fyrir urðu. Ætla ég að skrif þessa hj séu litt til þess fallin að treysta sam- vinnu og samhug innan F.I.. Er þvi núverandi stjórn félagsins lit- ill akkur i þeim, að ekki sé meira sagt. Óbeint var dylgjað um að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs (Egilsstaða segir hj) hafi á vita- verðan hátt notað heimild i lögum F.l. til þess að koma sinum sjón- armiðum á framfæri. Ætla má þvi að hj reikni með að núverandi stjórn F.í. setji undir þann leka, enda væri það i samræmi við þau viðhorf sem komu fram hjá fund- arstjóra sem neitaði að taka um- boð mitt gilt. Fann hann þvi flest til foráttu. Voru þá þrir lögfræð- ingar fengnir til að úrskurða um gildi þess og var úrskurður þeirra sá að það væri gilt, svo fremi sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefði staðið að fullu i skilum við F.l. Reyndist svo vera. Ekki virtist mér fundarstjóri una þeim úrskurði vel. Reyndi hann að gera orðalag umboðsins hlægilegt, einkum það atriði er fjallaði um að ég hefði óbundnar hendur um á hvern hátt ég neytti atkvæða umbjóðenda minna. Fannst sumum fundarmanna þetta fyndið og hlógu að, enda til þess ætlast af fundarstjóra. Ekki veit ég hvaða merkingu fundarstjórinn leggur i orðið „fullt umboð”. Ekki sáu lögfræð- ingarnir sem úrskurðuðu gildi þess neitt athugavert við orðalag þess, svo sem úrskurður þeirra vottar. Það upplýstist á fundinum að fulltrúar Ferðafélags Húsavikur höfðu einnig með sér'úmboð sem þeir ekki nýttu. Má vera að þær viðtökur sem min umboð fengu hjá fundarstjóra hafi átt sinn þátt i þvi. Má hver lá þeim það sem vill þó þeir að fenginni reynslu minni kærðu sig ekki um að láta fundarstjóra hæðast að umbjóð- endum sinum. Spurningin er hinsvegar þessi: Hver var hlægilegur? Voru það þeir sem hlegið var að eða þeir sem hlógu? Ekki vissi ég fyrr en eftir fund- inn að engin deild hefur verið stofnuð hér i Reykjavik innan F.l. svo sem viða er annars staðar á landinu. Verður slikt að teljast bæði eðlilegt og sjálfsagt þar sem um landssamtök margra hópa viðs vegar um land er að ræða. Ég vil minna fundarstjóra á viðtal er hann átti við mig eftir fundinn, og spurningu hans um það hvað við i Ferðafé- lagi Fljótsdalshéraðs mundum segja ef þeir hér i Reykjavik sendu menn með umboð á aðal- fund Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs? 1 þessari spurningu felst það að fundarstjóri litur á F.l. sem ferðafélag Reykjavikur. Þessi spurning hans var þvi alveg út i hött. — Þessi fundur var lands- fundur en ekki fundur félags- manna F.l i Reykjavik. Aðalfund F.t. mætti þvi gjarn- an i framtiðinni halda á hinum ýmsu stöðum á landinu þar sem deildir eru starfandi og raunar viðar. Þar gætu fulltrúar Reykja- vikur sem aðrir lagt fram sin um- boð ef þurfa þætti. Að lokum vil ég taka fram að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er enginn bónbjargaraðili innan F.l. Félag þetta er ungt að árum en hefur staðið i miklum fram- kvæmdum að undanförnu i húsa- byggingum og fleiru sem aðili að F.l. Má ég minna þennan hj á að það hefur reist sæluhús við Snæ- fell. Sæluhúsið við Kverkfjöll var sameiginlega reist af ferðafélög- unum á Fljótsdalshéraði, Húsa- vik og Vopnafirði. Ekki er mér kunnugt um að F.l hafi lagt þar fram fé eða vinnu. Við i ferðafélagsdeildunum úti á landi teljum okkur eiga fullan rétt á þvi að okkar sjónarmið fái að koma fram en séum ekki látnir gjalda aðstöðu okkar gagnvart aðalfundum F.l: hér i Reykjavik. Þvi er umboðsheimild sú, sem er i félagslögum F.t bæði eðlileg og sjálfsögð þar til annarri skipan hefur verið komið á sem jafnar aðstöðumuninn. Ef stjórn F.t. er samþykk við- horfum fundarstjóra sins til um- boða minna og þá um leið ann- arra utan af landi, samanber og viðhorf hj, þá er markmiðið eitt- hvað annað en velferð F.t. Skjöldur Eiriksson „ En ef viö nú reyndum að brjótast þaö beint?" Skjöldur á Skjöidólfsstöðum virðist vera reiður. Hann er sem betur fer ekki reiður við mig enda eigum við ekkert sökótt hvor við annan. Hitt má vera að hann sé reiður við meirihlutann i stjórn Ferðafélags Islands, við meiri- hlutann á aðalfundi félagsins 24. febrúar siðastliðinn, við allar deildir ferðafélagsins úti á landi nema sina eigin, og við meirihlut- ann á félagsfundi F.t. 10. febrúar sl. Hins vegar þykir honum henta að láta lita svo út sem hann eigi sérstaklega vantalað við mig. Minnir þetta ekki dálitið á það þegar rússar skömmuðu Albaniu hér um árið en meintu Kina? Ég er semsagt eins konar vesalings litil Albania fyrir Skjöld á Skjöld- ólfsstöðum en hans fjölmenna Kina er sá mikli meirihluti i F.t. sem ég áðan greindi. Það er þvi ekki bara við fréttamann og fund- arstjóra að sakast sem eru svo aumir að þeir bera ekki einu sinni nöfn i huga Skjaldar, og er þetta liklega heiðursvottur við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra, heiðursfélaga F.t., sem tókst snilldarvel að stýra siðasta aðal- fundi gegnum válynd veður. Skjöldur spyr „þennan hj” nokkurra spurninga. Ég er að visu hj en mér dettur ekki i hug að svara þeim. Kinverjar svara nefnilega fyrir sig. Deiluefnin um grundvallarstefnu ferðafélagsins hafa verið reifuð á tveim fundum i röð og Skjöldur þekkir rök og mótrök fullvel. Við vorum borð- nautar á aðalfundinum og ég sá ekki að hann træði neinu vaxi upp i eyrun á sér. En heyrn manna er misjöfn og mig henti það að mér heyrðist fundarstjóri tilkynna að 21 félagsmaður af Héraði hefði sett atkvæði á Skjöld en þeir voru þá 19. Ég viðurkenni mina villu. Sömuleiðis er mér ljúft að játa að ég visaði til deildarinnar á Héraði með þvi að nefna Egilsstaði i ann- að skiptiö af tveim sem ég þurfti að láta hennar getið i fundarfrá- sögn fyrir Þjóðviljann. Ég leyfði mér sumsé sama munað i tilvis- unum og menn gerðu i mæltu máli á aðalfundinum án þess það væri talað við þá með tveim hrútshornum fyrir bragðið. Ég sótti báða fundi ferðafélags- ins um deilumálin nú i febrúar og skrifaði stuttorðar frásagnir af báðum i blað þetta sem ég vinn við. Ég þóttist leggja mig fram um að gæta hlutlægni — kom meira að segja réttmætum hrós- yrðum um Einar Guðjohnsen til skila i hinni fyrri grein — og lagði áherslu á niðurstöður — meiri- hlutasamþykktirnar og grundvöll þeirra. Þetta notfærði ágætur maður af Ingjaldssandi, Jón I. Bjarnason, til sérstaklega góð- gjarnrar útleggingar i Morgun- blaðinu þar sem hann gaf i skyn að svona kommúnistar (eins og ég) með svöna málgögn á bak við sig (eins og Þjóðviljann) stæðu fyrir rógsherferð á hendur Einari Guðjohnsen! Skjöldur á Skjöldólfsstöðum kemur hins vegar af gagnstæðu iandshorni við Jón og er ekki skrýddur neinum skollabuxum. En heyrðu Skjöldur: Eigum við ekki aö láta öll ólikindalæti lönd og leið, ég skal varpa minum „22 skjöldum" út i hafsauga, og vilt þú þá ekki kasta frá þér þinum tveim hrútshornum? En taktu það ekki svo að ég sé að meina ykkur rússum að tala við kinverja milliliðalaust, enda var það aldrei á valdi Albaniu. Hjalti Kristgeirsson. Styrkur til háskóla- náms á Irlandi trsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til náms við háskóla eða hliðstæða stofnun á irlandi háskólaárið 1975-76. Styrkfjárhæðin er 600 sterlingspund og styrkþegi þarf ekki að greiða kennslugjöld. Styrkurinn veitist til náms I Irskri tungu, bókmenntum, sögu eða þjóðfræðum, eða I enskri tungu og bókmenntum. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 25. april n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit profskirteina ásamt tvennum meðmælum og vottorði um kunnáttu umsækj- anda I ensku eða irsku. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráöuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTID, 17. inars 1975. Eyjaflug auglýsir Eftir gagngerða mótorskoðun tökum við til við að veita ungum sem öldnum hina vinsælu þjónustu vora. Eyjaflug Bjarna Jónssonar, simi 1534 Vestmannaeyjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.