Þjóðviljinn - 22.03.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 22.03.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. marz 1975. Daglegar þarfir lands- manna veröa að ganga fyrir á sviði orkumála Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, er mikilvægt, bæði i sam- bandi við horfur og stefnu i orku- málum og eins hugmyndir okkar um það, hvernig við nýtum orku- lindir okkar til iðnaðarfram- leiðslu um langa framtið, þegar almennum þörfum þjóðfélagsins hefur verið fullnægt. Lengi hefur verið ljóst, að orka sú, sem við eigum i vatnsföllum. okkar og hverum, er ákaflega mikilvæg. Þegar i upphafi þessarar aldar urðum við varir við áhuga útlend- inga á þessu sviði. beir ásældust þegar á fyrstu áratugum þessar- ar aldar vatnsréttindi hér á landi og 1923 var svo komið, að útlend- ingar höfðu ýmist keypt eða leigt öll mikilvægustu fallvötn lands- ins, þegar undan var skilinn hluti landssjóðs og Reykjavikurborgar i vatnsréttindum Sogsins. Þetta var á þeim árum mikið deilumál hér á þingi. Um það var fjallað á þingum frá 1917—1923 I hinum frægu fossadeilum. En ar höfum verið fáir, fátækir og smáir hefur þróunin á sviði orku- mála verið ákaflega ör hér á ís- landi. Um þetta kemur mér oft i hug persónulegt dæmi. begar ég var að alast upp I Hafnarfirði, drengur og unglingur, kynntist ég þar allmiklu eldri manni, sem var þekktur hafnfirðingur og hét Jóhannes Reykdal. Ég var oft að sniglast i kringum hann á verk- stæðinu, sem hann rak I Hafnar- firði, og ég minnist á þetta vegna þess, að það var Jóhannes Reyk- dal, sem kom upp fyrstu rafvirkj- un á íslandi, i Hafnarfirði 1904. Svona ör hefur þessi þróun orðið, að ég þekkti persónulega árum saman manninn, sem kom upp fyrstu vatnsvirkjun á íslandi. A þessum tiltölulega stutta tima hefur okkur þó tekist að ná þvi marki, að raforkuframleiðsla á mann er hérlendis einhver sú hæsta i heimi. Ég hygg, að við sé- um i 3.-4. sæti að þvi er varðar orkuframleiðslu á einstakling. staða Alusuisse nánast óviðráð- anleg. Þjóðhættulegur samningur Ég lýsti þvi á slnum tima, að ég væri mjög andvigur þessum samningum, sem gerðir voru við Alusuisse. Og ástæður minar voru i meginatriðum þessar: Ég er algerlega andvigur þvi, að útlendingar eigi atvinnurekst- ur hérlendis. Það er að visu e.t.v. ekki mikið hættuspil, þótt útlend- ingar eigi eina slika verksmiðju, en það var yfirlýst stefna við- reisnarstjórnarinnar, að þetta ætti aðeins að vera upphafið. Einn af forystumönnum rikis- stjórnarinnar, sem á sæti hér á þingi, talaði i sjónvarpi um þá hugsjón sina, að hér risu 20 ál- bræðslur af svipaðri stærð. Og það átti að fela útlendingum for- munur mun halda áfram að vaxa, þvi að allir eru sammála um það, að orkuverð muni fara hækkandi á ókomnum árum. Þriðja atriðið, sem ég taldi al- gerlega fráleitt I sambandi við þennan samning var það, að fyrirtækið var undanþegið is- lenskri lögsögu. Deilumál, sem upp komu á milli Islenska ríkisins og þessa fyrirtækis, sem starfar á Islandi, átti ekki að leggja fyrir islenska dómstóla, heldur skyldi fjallað um þau af erlendum gerð- ardómi. Slik ákvæði eru að sjálf- sögðu alger niðurlæging fyrir hvert þjóðfélag og ósæmilegt að fallast á þau. 1 fjórða lagi var svo það atriði, að ekki var gengið frá neinum mengunarvörnum I sambandi við þennan iðnað. Reynslan hefur sýnt, að enda þótt settar hafi ver- ið reglugerðir og gefin fyrirmæli af islenskum stjórnarvöldum slð- an, þá hefur þetta fyrirtæki i eigu þegar sérfræðingar Alþjóðabank- ans komu hingað til að kanna þessar hugmyndir, létu þeir i ijós, að þeir teldu áformin um samtengingu orkuveitusvæða og um rafhitun húsa sérstaklega skynsamlega. Þegar tekið var að gera orku- spár um hagnýtingu orkunnar frá Sigöldu kom hins vegar I ljós, að rafhitunarmarkaðurinn mundi opnast tiltölulega hægt, eins og þá var ástatt. Oliuverð var þá svo lágt, að af þvi var enginn fjár- hagslegur ávinningur, heldur aukin útgjöld, að taka upp rafhit- un i húsum, þar sem þegar hafði verið komið upp oliuhitun. Hins vegar var sparnaður og annað hagræði af þvi að hafa rafhitun i nýjum húsum, sem væru sérstak- lega hönnuð fyrir slika hitun. Þvi töldu sérfræðingar, að um all- langt árabil tæki innlendi mark- aðurinn ekki við orku Sigöldu- virkjunar, ef hún tæki til starfa i einum áfanga. ÞESSAR BREYTINGAR HAFA VERIÐ GERÐAR UNION CARBIDE í HAG: Eignarhlutur Tækniþekking Söluþóknun Tækniþjónusta Árlegur gróði hækkar úr hækkar um hækkar um hækkar um hækkar um 35% í 45% 900.000 $ 783.000 $ 521.000 $ 2.102.000 $ þeim deilum lauk með þvi, að Al- þingi ákvað að tryggja íslenska rikinu virkjunarvaldiö, svo að hin erlendu auðfélög gátu ekki hag- nýtt eignarrétt sinn eða leigu- mála. Margir merkir þingmenn áttu aðild að þessari lausn mála, en ég hygg, að sá sem einna harð- ast beitti sér og hafði einna mest áhrif, hafi verið Jón Þorláksson og má það vera nokkurt ihug- unarefni fyrir ýmsa þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ör þróun Stundum hafa heyrst þær radd- ir, að sú afstaða, sem islendingar tóku á þessum árum, hafi veriö röng. Arið 1919 sótti auðfélagið Titan t.d. um leyfi til stórvirkjun- ar i Þjórsá en þvi var hafnað. Þegar ákveðið var að virkja við Búrfell las ég margar greinar i Morgunblaðinu þess efnis, að þróunin hefði orðið önnur og betri á Islandi, ef fallist hefði verið á þessa beiðni Titans árið 1919. Þá væru íslendingar betur settir, þróunin hefði orðið örari en hún hefur reynst. Hér er að sjálfsögðu um algerlega fráleita afstöðu að ræða. Ef farið hefði verið inn á þessa braut, væri tsiand nú efna- hagsleg nýlenda annarra þjóða. Af þessu hafa norðmenn t.d. mikla reynslu. Þeir gerðu sllka samninga við ýmis fyrirtæki i upphafi þessarar aldar og sumii þessir samningar gilda enn og munu gilda fram yfir næstu alda- mót. Reynsla norðmanna af þeirh er að sjálfsögðu orðin sú, að af þessu hafa þeir haft ómælt efna- hagslegt tjón. Við skulum I þessu sambandi einnig gera okkur ljóst, að þó stundum sé sagt, að við islending- Ný erlend innrás Ég minntist áðan á það, að vatnsréttindi hefðu verið látin af hendi I upphafi þessarar aldar. Þegar reistar voru skorður við þvi, að þau yrðu hagnýtt, eignuð- umst við þau aftur smátt og smátt. Virkjunarréttindin i Þjórsá voru þó ekki keypt fyrr en eftir siðasta strið, svo lengi stóðu þessi erlendu áhrif. Þeir erlendu menn, sem vildu reisa hér stór orkuver, ætluöu að tengja þau orkufrekum iðnaði. Hugmyndin' um að nýta raforku hér til orku- freks iðnaðar hefur siðan oft verið rædd og hún kemur upp sem raunhæft viðfangsefni i tíð við- reisnarstjórnarinnar um miðjan siðasta áratug. Viðreisnarstjórn- in var þá aö visu þeirrar skoðun- ar, að Islendingar ættu að eiga vatnsréttindi og orkuver, en hún taldi, að eftirláta bæri erlendum auðfélögum að nýta orkuna til vöruframleiðslu. Alþingi sam- þykkti á sínum tima einróma að ráðast i stórvirkjun á Islenskan mælikvarða við Búrfell. En við- reisnarstjórnin hagnýtti þá heim- ild til þess að taka upp samninga við svissneska auðhringinn Alu- suisse og tengja lánsumsóknir um þessa virkjun við þá samninga. Afleiðingin varð sú, að Alþjóða- bankinn gerði það að skilyrði fyr- ir lánveitingum til Búrfellsvirkj- unar, að samið yrði við sviss- neska auöhringinn. Ríkisstjórn Islands komst I sjálfheldu af þessum sökum, hún gat ekki virkjað við Búrfell án þess að fá lánin og lánin fékk hún ekki án þess að semja við auðhringinn. í þessari aðstöðu var samningsað- staða Islensku rikisstjórnarinnar að sjálfsögðu mjög erfið og að- ustu á fleiri sviðum atvinnumála, m.a. I léttum iðnaði. Aðildin að EFTA var á sínum tima rökstudd með þvi, að hún mundi auðvelda islendingum að hleypa hér inn er- lendum fyrirtækjum. Ég tel, að stefna af þessu tagi sé hættuleg efnahagslegu sjálfstæði islend- inga. Ef verulegur hluti atvinnu- lifsins er kominn i hendur útlend- inga, þá erum við að flytja úr landi efnahagslegt fullveldi okkar og afhenda það öðrum. í öðru lagi var ég andvlgur samningum þeim, sem gerðir voru við Alusuisse vegna þess að raforkuverðiö, sem um var sam- ið, var ákaflega lágt. Það var tvi- mælalaust undir kostnaðarverði, eins og mál stóðu þá, og siðan hef- ur þessi skakki ennþá sannast mjög greinilega vegna þess að við Islendingar höfum orðið að leggja i stórfelldan kostnað til að tryggja rekstur orkuversins við Búrfell. Við höfum orðið að ráðast I stór- felld miðlunarmannvirki við Þór- isvatn, við höfum orðið að leggja nýja stofnlinu til Reykjavikur og ekkert af þessu var reiknað inn i hinn upphaflega tilkostnað. Auk þess var um það samið, að þetta afar lága raforkuverð ætti að haldast óbreytt til ársins 1997, hvernig svo sem orkuverð kynni að breytast á alþjóðlegum mark- aði. Dæmi um það, hversu óhag- kvæmt þetta orkuverð er orðið okkur islendingum er það, að á árinu 1973 greiddi álbræðslan fyr- ir alla raforku, sem hún notaði, milli 300—400 milj. kr. Væri þessi orka hins vegar verðlögð á sama verði og nú er talað um i sam- bandi við járnblendiverksmiðju, ætti greiðslan að vera 1300—1400 milj. kr. Munurinn er hvorki meira né minna en einn miljarð- ur, eins og nú er ástatt. Þessi útlendinga beitt öllum brögðum 'til þess að tregðast við að taka upp óhjákvæmilegar mengunar- varnir. Ætlun viðreisnarstjórnarinnar var sú að þessi stefna héldi á- fram. Þegar Alþingi samþykkti á sinum tima einróma heimíld til tveggja virkjana i Tungnaá, við Sigöldu og Hrauneyjarfoss, til- kynnti rikisstjórnin, að hún mundi einnig nota þessar heim- ildir til þess að leyfa fleiri erlend- um fyrirtækjum að hefja starf- semi á Islandi. Þessi yfirlýsing var endurtekin rétt fyrir kosning- arnar 1971. Sagt var, að þetta^ væri forsenda þess, að hægt væri að ráðast I virkjun; við fengjum ekki lán til virkjunar án þess.og við gætum ekki hagnýtt orkuna án þess. Árið 1971 féll viðreisnarstjórnin og mynduð var vinstri stjórn. Eitt fyrsta málið, sem kom til mln eft- ir að mér var falið að gegna störf- um iðnaðarráðherra, var tillaga frá Landsvirkjunarstjórn um á- kvörðun um virkjun við Sigöldu. Ég lagði til við rikisstjórnina, að þessi tillaga yrði samþykkt, en án þess að hún væri á nokkurn hátt tengd hugmyndum um orkufrek- an iðnað. í staðinn lagði ég til, að ákveðið yrði að tengja saman Suðurland og Norðurland og lögð yrði áhersla á að nýta Sigöldu fyrst og fremst til þess að full- nægja almennri eftirspurn og leggja allt kapp á að nýta raforku til húshitunar. Þessi tillaga min var samþyl?kt af þáverandi rikis- stjórn og tilkynnt Landsvirkjun. Landsvirkjun gekk siðan frá á- ætlunum sinum um virkjun Sig- öldu á þessum forsendum og sótti um lán til Alþjóðabankans og fleiri aðila. Þessi lán fengust og mér þótti það nokkuð fróðlegt, að Orkufrekur iðnaður í eigu íslendinga Ég setti þá á laggirnar nefnd til þess að kanna, hvort stofnun orkufreks iðnaðar yrði hagkvæm fyrir islendinga, til þess að nýta þessa orku. Ég setti nefndinni á- kveðnar og ófrávikjanlegar póli- tiskar reglur og voru þær þessar i meginatriðum: 1. Fyrirtækið yrði að vera is- lenskt, verulegur meirihluti þess i höndum íslenska rikisins og yfir- ráð rikisstjórnarinnar afdráttar- laus. 2. Fyrirtækið heyrði I einu og öllu undir Islenska lögsögu. Starf- semi þess og fjárreiður lytu is- lenskum lögum og dómstólum, þ.á m. auðvitað deilur við minni hlutaaðila. 3. Fyrirtækið yrði i einu og öllu að lúta Islenskum stöðlum um mengunarvarnir. Yrðu þeir staðl- ar settir af algerlega óháðum is- lenskum aðilum, án samninga viö einn eða neinn. Slikar mengunar- varnir yrðu liður I hönnun verk- smiðjunnar þegar I upphafi og reiknaðar með I stofnkostnaði og rekstrarkostnaði hennar. 4. Að þvi er varðar skatta og alla aðstöðu yrði fyrirtækið eins sett og önnur fyrirtæki i landinu. 5. Enginn hagnaður af rekstri fyrirtækisins yrði fluttur úr landi nema arður af hlutabréfum i eigu erlendra aðiia. 6. Raforkusamningurinn fæli i sér sjálfkrafa hækkanir I sam- ræmi við hækkanir I öðrum lönd- um og fullt vald Islendinga til þess að breyta raforkuverði, ef ó- væntar sveiflur yrðu. 7. Fyrirtækinu yrði tryggt sem mest sjálfstætt svigrúm á al- þjóöamarkaði með þvi að hugs-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.