Þjóðviljinn - 22.03.1975, Side 16
VOÐVIUINN
Laugardagur 22. marz 1975.
Breskur
togari
strandaði
Breskur 700 lesta togari
strandaöi i gærmorgun við Kötlu-
tanga. Fyrir kl. 19 i gærkvöld
hafði öllum skipverjum verið
bjargað i land. Það var björgun-
arsveit Vikverja sem bjargaði
mönnunum i land. Atti að flytja
mennina til Hafnar i Hornafirði.
Skip hafa hvað eftir annað
strandað þarna að undanförnu.,
Tölva á að
spara bensín
INDIANAPOLIS 21/3 Smiðuð hef-
ur verið litil tölva i bila sem getur
með þvi að bæta bensínnýtingu
leitt til allmikils sparnaðar. Yrði
tækið útbreitt gæti það sparað um
27 miljónir tunna af hráoliu á ári
en það er mánaðarskammtur af
þeim sparnaði i oliuinnflutningi
sem stjórnvöld eru að reyna að
koma á.
Tækið mun i fjöldaframleiðslu
kosta um 100 dollara.
Skatta-
lœkkun
WASHINGTON 21/3 — öldunga-
deild bandariska þingsins sam-
þykkti i dag lög um lækkun skatta
á cinstaklingum og fyrirtækjum
um samtals 31 miljarð dollara.
Um leið voru afnumin umdeild
ákvæði um nokkur skattfriðindi
til handa oliufélögum.
Náði CIA sov-
éskum kafbáti?
WASHINGTON 21/3 - Blaðið
Washington Post skýrir frá þvi i
dag, að bandariska leyniþjónust-
an CIA muni að likindum hafa
fundið tvö kjarnorkutundurskeyti
i sovéskum kafbát, sem fórst i
Kyrrahafi. Blaðið segir einnig, að
allur báturinn hafi náðst upp, en
áður hafði fulltrúi CIA haldið þvi
fram, að aðeins hefði náðst hluti
hans og að CIA hefði orðið að
hætta við frekari tilraunir til að
ná bátnum upp eftir að blöð
komust i málið. Búist var og við
þvi að I kafbátnum mætti finna
vél til að ráða dulmálsskeyti.
Skriðdrekar Saigonhers I bardaga: Thieu segist vera aö spara vopn og
skotfæri.
Sóknin i Suður-Víetnam:
Er Hue að
falli komin?
SAIGON 21/2. t dag var tilkynnt
um enn eina fylkishöfuðborg I
Suður-VIetnam sem her Saigon-
stjórnarinnar hefur hörfað frá.
Aftur á móti var neitaö staðhæf-
ingum um að Saigonherinn hafi
hörfað frá hinni fornu höfuðborg
landsins, Hue, en hitt var staö-
fest, að um helmingur ibúanna
mun þegar flúinn þaðan.
í dag var skýrt frá þvi, að hörf-
að hefði verið frá Hau Bon, sem
er höfuðborg Phu Bon héraðs. Þá
hafa sjöhéraðshöfuðborgir fallið i
hendur þjóðfrelsisöflum og þar af
sex á einni viku, en Phuoc Binh
féll I janúar. Ennfremur hefur
stjórnarherinn yfirgefið An Loc,
sem lengi var barist um 1972, en
umhverfi hennar hefur siðan þá
verið á valdi ÞFF. Enn ein hér-
aðsmiðstöð skammt norðvestur
af Saigon er og talin I hættu en
það er Tay Ninh. Var birgðalest á
leiðinni þangað gerð fyrirsát að-
eins um 25 km. fyrir vestan
Saigon.
Sem fyrr segir hefur tæpur
helmingur ibúa Hue, sem er ein-
hver helsta borgin I noröurhluta
S-Vietnams, flúið þaðan, og sagt
er að yfirvöldin hafi hvatt til þess.
Setuliðið i borginni segist hafa
komið upp nýrri varnarlinu um 30
km. fyrir norðan borgina.
Fulltrúar bandariska hermála-
ráðuneytisins viðurkenndu I gær
að hin snöggu umskipti i Vietnam
hefðu komiö þeim á óvart. Schles-
inger hermálaráðherra kenndi
þvi um að norðurvietnamar ætl-
uðu nú að efna til stórsóknar sem
mundi verða enn áhrifameiri en
sóknin 1972. Talsmenn Pentagons
og Thieu forseti hafa mjög hátt
um mikinn herstyrk frá
Norður-VIetnam núna, og svo að
undanhald Saigonhersins megi
rekja til þess að Bandaríkin hafa
dregið úr hernaðaraðstoð sinni
við Thieu. Báðir telja samt ólik-
legt að það takist að fá banda-
riska þingið til að auka aðstoðina
um 300 miljónir dollara eins og
stjórn Fords hefur farið fram á.
(Reuter)
Fordœma morð á
kúrdum í Irak
PARIS 21/3 1 gær birtu 36 þekktir
franskir menntamenn áskorun til
alþjóðlegra samtaka og lýðræðis-
afla um að stöðvuð verði fjölda-
LUNDÚNUM 20/3 — William
Hamling, einkaritari Wilsons for-
sætisráðherra I neðri málstofu
breska þingsins, andaðist I gær-
kvöldi,og hefur rikisstjórn Verka-
mannaflokksins þá aðeins einsat-
kvæðis meirihluta I þinginu.
morð á kúrdum i Irak. Meðal
þeirra sem undir rita eru rit-
höfundarnir Jean-Paul Sartre og
Simone de Beauvoir.
I ávarpinu, sem birt er I Le
Monde er lýst yfir stuðningi við
rétt kúrda til sjálfsákvörðunar.
Þar segir m.a. að það sé glæpur
að bæla niður þjóðernisbaráttu
kúgaðs minnihluta og skiptir þá
ekki máli að þeir sem ábyrgð
bera á sliku kalli sig sósialista.
(Reuter)
Árshátíð
AB í Rvík
— haldin að Hótel Borg 26. marz
Dagskrá árshátiðarinnar
verður sem hér segir:
1. Avarp.
2. „Frjáls menning”. örn
Bjarnason syngur um þjóð-
lifið.
3. „Þar hefur liðið yfir þrjár
manneskjur i afmælisveisl-
um”. Karl Guðmundsson
leikari les kafla eftir Guð-
berg Bergsson.
4. „Konur og kosningar”.
Margrét Helga Jóhanns-
dóttir leikari syngur á-
deiluvisur við undirleik
Bjarna Þórs Jónatansson-
ar.
5. Þorleifur Hauksson cand.
mag. les ljóð.
6. „Sjá, hin ungborna tið”.
Kór trésmiðafélagsins
syngur undir stjórn Guð-
jóns B. Jónssonar.
7. Hljómsveit Ólafs Gauks
leikur fyrir dansi.
Kynnir er Halla Guðmunds-
dóttir léikari.
Dagskráin hefst stundvislega
kl. 21.30. Húsið er opnað kl.
20.30.
Félagar, fjölmennið!
Skemmtinefndin.
Kissinger aftur til Tel Aviv:
Assad og Arafat
semja um sam-
einaða herstjórn
BEIRUT KAIRO 21/3 Ráð sam-
taka Palestinuaraba hefur fallist
einróma á tillögur Assads forseta
Sýrlands um að koma á fót sam-
eiginlegri herstjórn sýrlendinga
og PLO, frelsisfylkingar
Palestinu.
Talsmaður PLO, Fahúm, sagði
við blaðamenn I Beirut, að þessu
samkomulagi væri ekki beint
gegn neinum og væri öllum
Arabarikjum velkomið að gerast
aðilar að þvi. En sýnt þykir, að
samkomulag þetta dragi úr líkum
á þvi að viðleitni Kissingers til að
koma á friði i áföngum takist.
Kissinger kom aftur til tsrael i
dag með gagntilboð egypta við
þeim hugmyndum um nýja til-
högun á aðskilnaði herja á Siani-
skága, sem israelsmenn höfðu
komið sér saman um. I gær var
einn af talsmönnum stjórnar
Egyptalands að þvi spurður,
hvort hætta væri á þvi að upp úr
samningum slitnaði og svaraði
hann þvi til að „svo langt hefur
það ekki gengið.” — Reuter
Enn stokkar
Lon Nol upp
PHNOMP PEHN 21/z: Lon Nol
heldur áfram að stokka upp lið
sitt i hinni umsetnu höfuðborg
Kambodju. I dag var tilkynnt um
skipan nýrrar rikisstjórnar og á
m.a. sæti i henni Hang Thun Hak,
fyrrv. forsætisráðherra, sem er
sagður einn af fáum stjórnmála-
mönnum þar I borg sem gæti náð
sambandi við leiðtoga Khmer
rouge.
Nokkrar eldflaugar féllu á
höfuðborgina i dag, þ.á m. 15 á
flugvöllinn sem er nú eina lifæð
borgarinnar.
Erlendir sendimenn halda
áfram að flýja Kambodju. Sið-
ustu bretarnir eru farnir og hafa
þeir lokað sendiráði sinu.
Einkenni skattafrumvarpsins:
Hroðvirkni og
beinar falsanir
Öll skattadæmin sem sýna eiga
lækkun skattanna eru fölsuð
Furðuleg hroðvirkni
einkennir skattalaga-
frumvarp ríkisstjórnar-
innar, en það ber þetta
yf irlætislega nafn:
• Frumvarp til laga um
ráðstafanir í efnahags-
málum og fjármálum til
þess að stuðla að jafn-
vægi i þjóðarbúskapnum
og treysta undirstöðu at-
vinnu og lífskjara."
Samfara hroðvirkninni
eru hreinar tölulegar
falsanir í útreikningum,
sem fylgja frumvarpinu.
Voru dæmi þau um skatta
sem fylgja frumvarpi
þessu birt f stjórnar-
blöðunum í gær — og Al-
þýðublaðinu — enda þótt i
þeim sé hallað réttu máli
með veigamiklum hætti.
Meðlagsgreiðsla föður
ófeðraðs barns!!
I 9. grein frumvarps þessa er
kveðið á um skattlagningu
meðlagsgreiðslna og fleira. Þar
er meðal annars að finna þessa
setningu: „Meðlagsgreiðsla
(þmt. barnalifeyrir úr al-
mennatryggingum, ef annað
hvort foreldra er látið eða barn
er ófeðrað) með barni sem orðið
er fullra 16 ára I byrjun þess al-
manaksárs þegar skattur er
lagður á, telst að fullu til tekna
hjá þvi foreldri sem við henni
tekur, en enginn frádráttur er
heimill frá tekjum þess for-
eldris sem innir hana af hendi.”
Eins og sjá má felur málsgréin-
in i sér að faðir ófeðraðs barns
fær ekki skattafrádrátt þó að
hann hafi borgað skatt með
barni sinu!!!
Reikningsskekkjur og
falsanir
Slik hroðvirknisvinnubrögð —
eins og tilvitnunin i 9. greinina
sýnir — eru auðvitað ekki sæm-
andi frumvarpi með jafn
metnaðarmiklu nafni. En fleira.
kemur til. I dæmum þeim i
frumvarpinu sem sýna eiga
samanburð á núgildandi og
væntanlegu skattakerfi er um
alvarlegar falsanir að ræða og
þar eru einnig á ferðinni
reikningsskekkjur. Alvar-
legasta fölsunin kemur fram i
þvi að þegar núgildandi skatta-
kerfi er-reiknað út er gert ráð
fyrir 11% útsvari. Hið rétta er ai
skv. núverandi útsvarslögum
skal leggja á 10% útsvar og
vinstristjórnin heimilaði aldrei
meira en 10% útsvarsálagningu,
— en skv. lögunum er heimilt að
hækka útsvarið 111% eins og nú-
verandi rikisstjórn hefur gert.
Þegar þetta hefur verið tekið
til athugunar og reiknings-
skekkjur leiðréttar, kemur
eftirfarandi i ljós, skv.tveimur
dæmum sem birtast með
skattalagafrum varpinu:
Hjón með tvö börn og 1200
þúsund króna tekjur sl. ár
greiða samkvæmt núgildandi
kerfi til hins opinbera,rikis og
sveitarfélaga, þegar fjöl-
skyldubætur hafa verið dregnar
frá 121.268,- en skv. tillögum
rikisstjórnarinnar greiða hjóna-
kornin hins vegar 114.789.
Lækkun skattsins er 6.479 kr eða
hvorki meira né minna en 0,5%.
t þeim dæmum sem rikis-
stjórnin birtir með frumvarpi
sinu er hins vegar fullyrt að
skattalækkun þessara hjóna
verði nærri 23 þúsund krónur frá
eldra kerfi. Skekkja og rang-
færslur upp á 16.50C kr • Hjón
með 2 börn og tvær milj.kr. i
tekjur á sl. ári. lækka i sköttum
um 19.941 kr. — segir i frum-
varpi rikisstjórnarinnar. Hérna
er enn á ferðinni reiknings-
skekkja, og hún stór: Hið rétta
er að skattalækkun umræddrar
fjölskyldu er 2.923 kr. á ári eða
sem svarar 0,67% af tekjum sl.
árs. Mikið er örlæti
stjórnarherranna.