Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Kvikmyndahús um páskana Poseidon-slysið Páskamynd Nýja bíds er all- frægur þáttur úr þeim bálki sem einu nafni 'kallast ævintýri: Poseidon-slysið heitir hún og er gerö eftir metsölubók Paul Gallicos. Hún gerist um borð i gömlu lúxusfarþegaskipi sem verður fyrir mikilli flóðbylgju og hvolfir skipinu. Velflestir týna lífi I þeim skakkaföllum sem skipið verður fyrst fyrir, en nokkur hópur manna sækir i gegnum allskonar tálmanir og spreng- ingar upp undir kjöl skipsins til llfs og björgunar. Þetta er sagan af litla mann- inum sem verður saklaus fyrir margvíslegum háska — og sleppur. Leikstjóri er Ronald Neame en með aðalhlutverkin fara þau Gene Hackman, Ernest Borgnine, Red Buttons, Carol Lynley. Brúin yfir Kvæ. Stjörnubíó endursýnir fræga mynd frá árinu 1958, sem fór þá mjög viða á skammri stund og var mjög verðlaunuð. Þetta er Brúin yfir Kwaifljót, sem David Lean gerði. Margir kannast við þessa dæmisögu um fáránleik mannlegra athafna i styrjöld: breskir liðsforingjar taka þátt i þvi, eftir að hafa unnið siðferði- legan sigur á japönskum fanga- vörðum sinum, að reisa hernaðarlega mikilvæga brú i Burma. Leggja sóma sinn við ,,vel unnið verk”, verðmæti i sjálfu sér. En daginn eftir að brúin er fullgerð hefur flokkur breta og amerikana komist að brúnni til að sprengja hana i loft upp.. Meö aðalhlutverk fara hinn óviðjafnanlegi Alec Guinnes, William Holden, Sesseu Wayikawa, Jack Hawkins og Geoffrey Horne. Pappirstungl Pappirstungl nefnist páska- mynd Háskóiabiós, rétt eins og slagari sem vinsæll var á þeim árum þegar mæður okkar voru upp á sitt besta. Leikstjóri er sá frægi Peter Hogdanovich, sem gladdi augu okkar stórlega i Stjörnubió ekki alls fyrir löngu með Last Picture Show. Hér segir frá lausaleiksstelpu sem hefur misst móður sina og er á leiö til fjarlægra ættingja I fylgd með Mósesi nokkrum, sem felur margvislega klæki á bak við það yfirskin að hann sé bibliusali. Verða þessi skötuhjú fyrr en varir samstarfsaðilar um margvislega pretti sem hér verða ekki raktir af skiljanlegum ástæðum. Ryan O’Neal og Tatum O’Neal (við skulum vona að þau séu ekta irsk veögin) leika aðalhlutverkin og kvenmanninn i spilinu leikur Madeileine Kahn. Vr Brúnni yfir Kvæ: Þetta er brjálæði, sagði liðsforinginn. Hvað er í TROPICANA ? Engum sykri er bætt í JROPICANA Engum rotvarnar- efnum er bætt í JROPICANA Engum bragðefn- um er bætt í JROPICANA Engum litarefnum er bætt í JROPICANA JROPICANA er hreinn appelsínusafi og í hverju glasi (200 grömm) af JROPICAHf er: A-vltamln 400 ae Bj-vítamín (Thiamln) 0,18 mg B2-vltamtn (Riboflavln) 0,02 — B-vítamlniS Niacin 0,7 — C-vítamin 90 — Járn 0,2 — Natrlum 2 — Kalium 373 — Calcfum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efni (protein) 1,4 g Kolvetni 22 — Orka 90 he Fékkst þú þér í morgun? Makleg málagjöld Hafnarbió lofar mönnum „viðburðarrikri” mynd eftir Terence Young og heitir sú „Makleg málagjöld”. Höfum við það af efni hennar að segja, að það snýst um harkalegt uppgjör milli tveggja gamalla kunningja og skulum við vona að þeir hafi ekki farið að deila út af einhverju ómerkilegra en kvenmanni. Til leiks er fyrst nefndur Charles Bronson, sem ku vera upprennandi stjarna, ekki sist þar sem spurt er um hefðbundna karlmennskutilburði — hann mun hafa t.d. leikið i allmikið umtal- aöri mynd um mann sem tekur lögin i sinar eigin hendur i anda gamals og nýs amerisks draums. Með honum eru viðfrægar og reyndar stjörnur — Liv Ullman sem mun að visu ekki hafa vegnaö sérlega vel I bandariskum myndum og sá gamalkunni breti James Mason. Charley Varrick Laugarásbió heldur áfram i dag, skírdag með sakamálamynd eftir Don Siegel sem kennd er við aðalsöguhetjuna, Charley Varrick, sem er roskinn listflug- maður og ihugull bankaræningi. En öllum skjátlast og svo fer, að Charley nær i ránsfeng sem er hættum hlaðinn — i ómerkum og að þvi er viröist meinlausum sveitabanka kemst hann yfir hátt I miljón dollara sem mafian á þar á laun. Og allir vita af annálum Ameriku að þeim náungum treður enginn um tær sér að meinalausu. Verður úr þessu flókin viðureign sem við skulum vona að leyst sé á sæmilega óvæntan hátt. En að öðru leyti verður Laugar- ásbió eitt til þess að hafa eiginleg páskatilþrif á tjaldinu með þvi að endursýna Jesus Christ Superstar, popóperuna um pislarsöguna á barnasýningu i dag og svo annan páskadag. Klórað I bakkann Kópavogsbió heldur að nokkru leyti áfram aö keyra Soldiers Blue, en annan i páskum kemur einnig upp ný mynd þar sem nefnist Klórað i bakkann, sem er sögð bæöi sérstæð og vel gerð bandarisk mynd, og þar eð hún er bönnuð innan sextán þá skulum viö láta okkur hafa það að telja hana fjalla um einhverjar sál- rænar hrellingar. (Bióið svarar ekki þegar þetta er skrifað). Meistarar reyfaranna Ekki vitum við betur en Tóna- bió ætli að halda áfram að keyra eitt tilbrigðið við James Bond, þann kvensama og ljónheppna stálkjaft, sem bretar fundu upp til að hugga sig eftir hrun heims- veldisins. Það bregður helst til tiðinda að hér er James Bond leikinn af George Lazenby en ekki Sean Connery — fer það svo gjarna að aðalleikarar i seriumyndum verða leiðir á persónu sinni eða þá þeir eldast út úr henni (sbr. Tarsanana alla). 1 Austurbæjarbiói er svo i gangi mynd eftir einni af sögum Desmonds Bagley, en hann er einn af þeim dýrðarmönnum engilsaxa sem njóta meiri vinsælda á íslandi en nokkru öðru landi fyrir hagleik i þvi að tvinna saman ævintýralegan og ótrú- legan söguþráð. Þarna eru flókin njósnamál á ferðinni eins og endranær. Það er nokkuð merki- legt lið sem að myndinni stendur — Ihenni leika tildæmis þeir Paul Newman og James Mason og leikstjóri er John Huston. Prentsmiðjan ÞRYKK Litprentun — offsetprentun Bergstaðastræti 13 Simi 41048 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ GOTT ÚR ER VARANLEG EIGN Verið velkomin og munið að hagkvæmast er að versla þar sem úrvalið er mest. Kornelíus Jónsson Skartgripaverslanir Skólavörðustíg 8 og Bankastræti 6 Faðir okkar og tengdafaðir BOGI RAGNAR EYJÓLFSSON bátsmaöur Hraunbraut 10 Kópavogi veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 1. april. kl. 13.30 Ingi Bogi Bogason Bjarni Bogason Jenna Kristin Bogadóttir Edda Björk Bogadóttir Hrafnhildur Bogadóttir Guörún Ragnarsdóttir Hallgeröur Bjarnhéðinsdóttir Þórunn Siguröardóttir Gunnar örn Jónsson Ólafur Oddur Jónsson Jón Hilmar Alfreösson Gústaf Adolf Jakobsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.