Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Uppljóstranir fyrrverandi CIA-foringja 1 upphafi viðtals þeirra Todds og Marchettis ræða þeir um fortið hins siðarnefnda, skoðanir hans, ástæður þess að menn ganga á mála hjá CIA og um það hvernig hann gerðist handgenginn leyni- þjónustunni. A árunum kringum 1960 fékkst Marchetti aðallega við „kúbanska vandamálið”. Hér verður gripið niður i seinni hluta samtals þeirra Oli- vers Todds og Victors Marchett- is: hugmynd um hvað var að gerast á Kúbu. Það er mikið talað um njósnir, og miklu logið um njósn- ara, en ég hef ekki mikið álit á þeim. Þeir eru bókstaflega vita gagnslausir. Ef við hefðum, t.d. i Kúbumálinu, þurft að reiða okkur á þá við lausn erfiðustu upp- lýsingavandamálanna, hefðum við aldrei komist að raun um hvað var á seyði. Njósnir einstak- linga þjóna ekki miklum tiigangi i dag. O.T.: Þú varst einn þeirra, sem uppgötvuðu eidflaugarnar á Kúbu? V.M.:... og það get ég sagt þér að höfundur bókarinnar „Topas” er hreinn skithæll. O.T.: Leon Uris. Hversvegna? V.M.: Vegna þess að hann reynir að láta lita svo út, að skáldsaga sin byggi á raun verulegum atburðum, og það hafi verið franskur foringi, sem al einn hafi séð eldflaugunum ekið gegnum bæinn, kvöld nokkurt. Sagan um þessa hetju er hreinn þvættingur. O.T.: Siðan hvenær eru njósn- arar orðnir óþarfir? V.M.: Frá þvi um 1960. Ef við hefðum farið eftir þvi sem njósn- arar tjáðu okkur um gang mála hefðum við alltaf haft á röngu að standa. Tveimur árum áður en sovétmenn komu fyrir eldflaug- um á Kúbu fullyrtu njósnararnir, að þær væru þar. t tvö ár töluðu njósnararnir um sprengjuflug- vélar, sem ekki voru til, og án tæknibúnaðar okkar, hefðum við vaðið i villu og svima. O.T.: Þú varst i hópi þeirra fyrstu, sem fengu nákvæmar upplýsingar um sovésku eld- flaugarnar. Með hvaða hætti fengust þær? V.M.: Með aðstoð flókins upp- lýsingakerfis, sem byggir á elekt- roniskum mælingum og mynda- tökum. Þannig fengum við vit- neskju um að eldflaugum hefði verið komið fyrir á Kúbu. Þegar þær lágu fyrir gerði greininga- deildin krufningu á öllum upplýs- ingum, sem CIA hafði yfir að ráða um málið. Njósnarar okkar höfðu ekki orðið varir við neitt. Fransk- ir njósnarar, bandarískir og njósnarar allra landa höföu ekki O.T.: „VIД, á það einnig við um Kennedy forseta? V.M.: Já. Með þeirri tækni, sem við réðum yfir, gátum við vitað það sem gerðist, hvenær það gerðist og vorum þess megn- ugir að gefa forsetanum ráð til þess að grundvalla ákvarðanir sinar á. Og ég get sagt það hér hvers- vegna könnunarflug t.d. með U-2 vélum var mjög gagnlegt. Með þessu flugi tókst okkur að sanna að Sovétrikin höfðu á árunum kringum 1960 ekki yfir að ráða langdrægum eldflaugum, sem hægt var að skjóta milli heims- álfa. A þessum árum voru þeir að þróa millilengdareldflaugar, sem beina átti gegn bandarískum her- stöðvum i Evrópu, en skotmörk i öðrum álfum réðu þeir ekki við Victor Marchetti og Oliver Todd á tali: — „Þegar öilu er á botninn hvolft er CIA einungis verkfæri Hvita hússins”. enn. Við höfðum talsvert forskot, þótt sovétmenn héldu fram hinu gagnstæða. Þegar þeir sem mót uðu bandariska stjórnarstefnu á þessum timum fengu fullvissu fyrir þvi að svona væri i pottinn búið höfðu þeir miklu meira svig- rúm við stefnumótunina og gátu komið fram af meiri einurð. O.T.: Er þvi raunverulega þannig varið i dag, að stórveldin viti allt um athafnir hvers annars? V.M.: Já. Og það er ákjósan- legast fyrir þau hvert um sig. Það er betra en blöffið. Sá sem blöff- ar, er hræddur, og veit ekki hvað getur hlotist af þvi. Þú veist, að okkur kom i hug að eyðileggja sovétmenn rueð skyndiárás. O.T.: Þú átt við að komið hafi til áiita i Bandarikjunum að úti- ioka vaxandi hernaðarmátt Sovétrikjanna með skyndiárás og koma þannig i veg fyrir hugsan- legt gjöreyðingarstrið stórveld anna? V.M. Ég á við að nokkrir á- hrifamenn i Bandarikjunum hafi lagt þetta til i lok fimmta og i byrjun sjötta áratugsins. O.T.: Þú getur ekki látið okkur i té nöfn þeirra? V.M.: Nei. O.T.: Eru einhverjir þeirra enn við völd i Bandarikjunum? V.M.: Nei, það held ég ekki. En það sem ég er að reyna að skýra út er einfaldlega það, að ringul- reiðin hefði verið algjör ef við hefðum þurft að reiða okkur á njósnarana, og árangurinn orðið slæm stjórnarstefna. Tæknilegar aðferðir við upplýsingaöflun eru hreinarguðsgjafir. Þær gera okk- ur kleift að útrýma þjóðsögunni um njósnarana. O.T.: Og þótt þú hafir verið starfsmaður CIA litur þú ekki á þig sem njósnara? Bandariska leyniþjónustan CIA — (Central Intelligence Agency) er öflugasta upplýs- ingaþjónusta heims. A hennar vegum starfa um 5 þúsund manns, en i raun eru um 90 af hundraði allra þeirra banda- rikjamanna viðsvegar um heim, sem starfa að fjarskipt- um og úrvinnslu tölfræði- gagna óbeint i þjónustu CIA. Marchetti fellir harða dóma um CIA og þá sérstaklega „njósnaradeild” hennar, sem hann segir að sé úrelt og gjör- spillt. A vegum Banda- rikjastjórnar fáist dcildin við ýmiss konar afskipti i þriðja heiminum og þróunarlöndun- um, en sé gjörsamlega óhæf til þess að afla vitneskju um at- hafnir stórveldanna, Kina og Sovétrikjanna. Astæðuna til þess að liandariskjr ráða- menn, þ.á.m.. Ford forseti, leitast við að koma i veg fyrir að starfsemi CIA verði rann- sökuð ofan i kjölinn segir Mar- chetti vera þá, að þeir óttist að þá fáist staðfest að Banda- rikjaforsetar hafa gefið skip- anir um að pólitiskir leiðtogar víða um heim skyldu myrtir. Victor Marchetti er nú 46 ára að aldri. Hann komst fyrst i snertingu við upplýsinga- þjónustu á árum seinni heims- styrjaldarinnar er hann starf- aði fyrir upplýsingaþjónustu Bandarikjahers i Þýskalandi. Að loknu háskólanámi i „sovietologi” og sögu i Pen- sylvaniu réðst hann til CIA og starfaði þar i 14 ár. A þeim ár- um klifraði hann mjög i met- orðastiganum og varð einn helsti aðstoðarmaður yfir- manna CIA. Marchetti starf- aði eingöngu i könnunar- og greiningardeild og fékkst mest við upplýsingaúrvinnslu um sovésk hernaðarmálefni. Að þessum könnunum vann hann i niu ár og varð að eigin sögn allra sérfræðinga fróð- astur um hernaðaraðstoð Sovétrikjanna við kommún- istarikin. Frá þvi að Marchetti hætti hjá CIA 1969 hefur hann unnið að skriftum og lifað á fyrir- lestrahaldi, eins og fleiri um- deildir menn i Bandarikjun- um. Marchetti segist jafnan hafa kosið demókrata og Hta á sig sem róttækan lýðræðis- sinna. V.M.: Nei, ég var upplýsinga- tæknir, ég vann úr og skilgreindi upplýsingastreymi. O.T. 1 Vietnam var það haft að orði að starfsmenn CIA væru jafnan betur upplýstir en starfs- bræður þeirra hjá öryggisþjón- ustu hersins. t Saigon var sagt að CIA hefði löngu áður en breytt var um stefnu I Washington verið búin að segja bandariskum ráða- mönnum að hcrnaðarsigur væri óhugsandi. Er það satt? V.M.: Þetta er hreinasta fjar- stæða. 1 fyrsta lagi var ein af á- stæðunum fyrír þvi, að yfirmenn Njósnakerfi CIA er úrelt og spillt. Njósnarar eru til einskis nýtir. Forsetar Band< CIA að myrða s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.