Þjóðviljinn - 19.04.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 19.04.1975, Page 1
Hvarer nú frjálsa samkeppnin? Innflutningur stöðvaður? KRON tekur DJÚÐVIUINN Laugardagur 19. april 1975 —40. árg. —88. tbl. POLSKT TIMBUR LÆKKAR LÍKA Þó er hætta á að timburverð hækki enn á Islandi Eins og komið hefur fram í fréttum var samið við sovétmenn um 22% lækkun á því timbri sem keypt verður frá Sovét- rikjunum í ár, en sovéskt timbur kemur oftast til landsins um mitt sumar eða á haustin. Hér á landi er nú stödd samninganefnd frá Póllandi sem er að semja um verð á timbri þaðan og er búist við að verðið á pólska timbrinu lækki einnig verulega, enda hefur heims- markaðsverð á timbri lækkað verulega, eða allt að 20%. Við höfðum i gær sambnad við Hjalta Pálsson forstjóra inn- flutningsdeildar SIS og spurðum hann hvenær islendingar myndu njóta góðs af þessu lækkaða timb- urverði. Hjalti sagði að timburverð á fs- landi myndi ekki lækka vegna þessa. Ástæðan er sú að gengið hefur lækkað og uppskipun og flutningskostnaður hefur hækkað. — Ég geri ekki ráð fyrir þvi að þessi 20% verðlækkun nægi til þess að halda hér óbreyttu timburverði, sagði Hjálti. fcg get ekki fullyrt þetta eins og er. það er verið að reikna þetta út. en i fljótu bragði sýnist mér að þessi verðlækkun nægi ekki. Kf þessi verðlækkun hefði ekki orðið. helði hækkun á timbri hér á landi orðið hrikaleg. sagði Hjalti a«' lokum. -S.dör Timbur frá Sovétrikjunum lœkkar um 22% Fjórtán stórir togarar bundnir við bryggju Svokölluðum „eigendum” liðst enn að efna til atvinnuleysis Ekkert gerist enn i kjaradeilu sjómanna, þó verkfall eigi að skella á aðfaranótt næstkomandi þriðjudags og verkfall hafi nú staðið i um tiu sólarhringa á stóru togurunum. Hefur leynifrumvarp rikisstjórnarinnar, aðgerðarleysi liennar og þvermóðska siglt öllu i strand. Sjávarútvegsráðherra flaug úr bænum og sinnir þessu máli ekkert um helgina. Hafa samningafundir ekki verið boðaðir i deilunni. Þeir deiluaðilar sem blaðið hafði samband við I gær voru mjög undrandi á vinnubrögðum þeim sem stjórnarvöld hafa haft i þessu máli. Rikisstjórnin ætlar ekki að draga frumvarp sitt um skerðingu skiptakjara til baka. Er ætlunin hennar nú að afhenda útgerðinni fé meö nokkuð öðrum hætti en ætlað var i upphaflegum drögum frumvarpsins, en hún hefur enn ekki skýrt á hvern hátt það yrði gert. 14 stórir togarar stöðvaðir Nú eru 14 stórir togarar stöðvaðir vegna verkfallsins: Guðsteinn, Ver, Baldur, Mai, Engey, Hrönn.Ogri, Vigri, Karls- efni, Snorri Sturluson, Ingólfur Arnarson, Þormóður goði og Sléttbakur. Alls eru stóru togararnir 22 talsins. Verkfall á stóru togurunum hófst 9. april og hefur þvi staðið i 10 sólarhringa. Hefur ekkert gerst I þessari deilu allan timann. Kjarasamningar sjómanna á þessum skipum hafa ekki verið endurnýjaðir frá áramótum 1973- 1974. Siðast voru samningar undirritaðir fyrir undirmenn á þessum skipum 9. mars 1973 en kjör yfirmanna 'voru lögfest 23. mars 1973 gegn háværum mót- mælum svokallaðra eigenda tog- aranna. Stefnt á atvinnuleysi Þrákelkni stjórnarvalda og „eigenda” togaranna stefnir nú á atvinnuleysi i frystihúsum viðs- vegar um landið. „Togaraeig- endur” bera við rekstrarörðug- leikum og neita að hreyfa sig um set. Telur Þjóðviljinn að i slikri stöðu væri eðlilegast að sjó- mennirnir sjálfir tækju að sér reksturinn á togurunum. Núver- andi ástand þar sem hundruð og þúsundir lenda i atvinnuleysi er með öllu ósæmandi. afleiðingunum — lœkkar sykurinn — Það er rétt. Við lækkuðum sykurinn í gær og kostar kilóið hjá okkur kr. 245, eða 490 kr. tveggja kílóa pokinn. Það segir sig sjálft að við eigum ekki annars úrkosti en að bera skaðann sjálfir þegar kaupmenn í allmörgum verslunum eru farnir að auglýsa sykurinn á þessu verði þó að við höfum keypt sykurinn á gamla háa verðinu. — Þetta sagði Ingólfur ólafs- son, kaupfélagsstjóri KRON, er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. llann sagði að tvö kilóin kostuðu i heildsölu 560 kr. og þess vegna verður KRON að borga með sykrinum út úr búð. Fyrir lækkun kostaði kilóið 310 kr„ en semsagt ••245. meiMagið 65 kr. kilóið. Þegar maður hefur gert skökk innkaup verður að taka afleiðingunum, sagði Ingólfur. Eins og kunnugt er af fréttum og auglýsingum keyptu nokkrir kaupmenn inn i landið allmikið magn af sykri á lægra verði en áður hefur verið fáanlegt. Hins vegar eiga aðalinnflytjendur sykurs — SIS og Impuni — enn miklar birgðir af sykri á hærra verði, sem þeir óttast nú að þeir losni ekki við vegna lága verðsins, sem sumsstaðar er nú boðið. Hefur heyrst að þessir aðil- ar reyni nú að fá yfirvöld til þess að stöðva innflutning á ódýra sykrinum þangað til sá dýri er genginn til þurrðar i landinu. Sykur er leyfisvara og þvi þarf leyfi til innflutnings á honum. Sykurstríðið — Sjá frétt á baksíðu Þingmenn þriggja flokka leggja til: Viðurkenningu á byltingar- stjóminni í Suður-Vietnam Lögð hefur verið fram á al- þingi þingsályktunartillaga um að fela utanrikisráðherra að viðurkenna bráðabirgðabylt- ingarstjórnina I Suður-Vietnam. Flutningsmenn eru þing- mennirnir Magnús Kjartans- son, Magnús T. Ólafsson og Sig- hvatur Björgvinsson. Tillagan er á þcssa leið: „Alþingi ályktar að fela utan- rikisráðherra að viðurkenna bráðabirgðabyltingarstjórnina i Suður-Vietnam. Jafnframt skorar Alþingi á rikisstjórnina að leggja fram fé til endurreisnarstarfa i Indó- kina i samvinnu við önnur Norðurlandariki.” i greinargerð segir „Styrjöldin i Vietnam, sem segja má að geisað hafi nær ó- slitið i hálfan fjórða áratug hef- ur orðið mjög nærgöngul við samvisku manna um allan heim. Vietnamar hafa á þessu timabili orðið að berjast við inn- rásarheri frá Japan, Frakk- landi og Bandarikjunum; mann- fall og limlestingar hafa orðið hlutfallslega meiri en i nokkrum öðrum styrjöldum, ásamt eyð- ingu á náttúru landsins, mann- virkjum og samfélagsháttum. Lengi vel var deilt mjög um eðli þessara styrjalda, en nú hefur reynslan sannað svo að ekki verður um deilt að i Vietnam hefur alla tið verið um þjóð- frelsisbaráttu að ræða, þar sem allur þorri landsmanna hefur stefnt að sjálfstæði og barist gegn erlendu valdi. Fjöldasamtök almennings og fjölmörg riki heims hafa á und- anförnum árum reynt að stuðla að þvi að bundinn yrði endir á ógnarástandið i Vietnam. Þann- ig viðurkenndi fyrrverandi rikisstjórn Islands rikisstjórn- ina i Hanoi, i þvi skyni að mót- mæla loftárásum bandarikja- manna á Norður-Vietnam. 40—50 riki hafa nú þegar viður- kennt bráðabirgðabyltingar- stjórnina i Suður-Vietnam, þar sem ljóst er orðið að hún er full- trúi meginhluta ibúanna i þeim landshluta og endanlegur sigur hennar skammt undan. Hér er lagt til að rikisstjórn Islands gangi frá slikri viðurkenningu og stuðli þannig siðferðilega að þvi að styrjaldarátökunum i Vietnam sloti sem fyrst og landsmenn geti einir og frjálsir tekist á við hin risavöxnu vandamál sin. Endurreisnarstarfið i Viet- nam og öðrum striðshrjáðum rikjum Indókina verður erfitt og kostnaðarsamt, og þegnar þeirra munu þurfa á allri til- tækri aðstoð að halda. ITér er lagt til að islendingar leggi sinn skerf af mörkum til þeirra verk- efna, og væri eðlilegt að sú að- stoð yrði veitt i samvinnu við önnur Norðurlandariki, sem þegar hafa lagt fram verulega fjármuni i þessu skyni og skuld- bundið sie til enn meiri átaka.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.