Þjóðviljinn - 19.04.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Aö grœða á
olíukreppu:
Meðan olíukreppan stóð
sem hæst veturinn 1973-
1974 gerðist það, að oliu-
skip f rá hinu þýska útibúi
Shell var látið bíða i 12
daga rétt úti fyrir höfn-
inni í New York. Það var
hlaðið svartolíu. Það var
kalt í New York og naumt
um olíu. En olíusöiufyrir-
tækið Gasland, sem hafði
leigt skipið, lét það bíða
eftir að verðið hækkaði. Á
þessum tólf dögum hækk-
? " ' *’ m
'V -
nælt úr risaoliuskipi: falsaöar faktúrur, umskipun á rúmsjó..
Svik og prettir
olíukaupmanna
aði olíuverðið úr 8.65 doll-
urum á tunnu í 12,26 doll-
ara. Fyrirtækið græddi á
þessu bragði 673 þúsund
dollara.
Meö þessum og öðrum rúðum
höfðu oliubraskarar einn til þrjá
miljarði dollara af bandarisk-
um oliuneytendum meðan á
kreppunni stóð. Með svikum,
fölskum upplýsingum, samsæri
milli oliukaupmanna, skipaeig-
enda og glæpasamtaka. Hlið-
stæð tiöindi gerðust og i öðrum
löndum, t.d. á ttaliu, þar sem
útibú oliuhringanna lugu til um
þær birgðir sem til voru i land-
inu i þeirri viðleitni að skrúfa
verðið sem mest upp.
Hinn óttalegi
leyndardómur
Heimildir um þessi mál koma
frá yfirvöldum tollmála og
orkumála i Bandarikjunum,
sem eru nú að rannsaka þann
óttalega leyndardóm, hvernig
það mátti verða, að enda þótt
Bandarikin séu tiltölulega litið
háð innflutningi oliu frá OPEC-
löndum og haft sé strangt verð-
lagseftirlit með oliu sem kemur
annarsstaðar frá, þá var oliu-
verðið i Bandarikjunum skrúfað
upp um helming meðan á oliu-
kreppunni stóð.
Um 30 oliuinnflytjendur eru
grunaðir um græsku: að þeir
hafi meðan hið arabiska oliu-
bann gegn Bandarikjunum stóð,
rakað saman fé með þvi að falsa
farmskrár eða umskipa oliu úti
á rúmsjó. Til dæmis sýndu eig-
endur oliuskips nokkurs, sem
losaði skömmu eftir að oliu-
kreppan hófst 500 þúsund tunnur
af oliu á austurströnd Banda-
rikjanna, pappira upp á það, að
olian hefði verið tekin i Venezú-
elu.
Tilgangurinn var sem hér
segir: Strax eftir að arabarikin
og Iran hækkuðu verðið i
desember 1973 hafði stjórn
Venezúelu hækkað verðið i 10
dollara fatið. bar eð bandarisk-
irkaupendur máttu aðeins velta
hækkuðu innkaupsveröi yfir á
neytendur, tóku þeir sig til og
skirðu upp nigeriuoliu eða indó-
nesiuoliu og kváðu hana komna
frá Alsír eða Venezúelu. Um-
framgróðinn af þvi að falsa
pappira og flytja skipið þar með
frá Nlgeríu til Venezúelu nam
rúmum tveim miljónum doll-
Blanda, blanda
Fyrirhafnarmeiri en ekki sið-
ur gróðavænleg var sú aðferð,
að dæla erlendri olíu úr risastór
um skipum yfir i smærri oliu-
skip i Mexikóflóa. Skipstjórarn-
ir, sem höfðu tankana fyrir hálf-
fulla af texasoliu, gáfu það siðan
upp að þeir væru aðeins með er-
lenda oliu. En bandariska
stjórnin hafði ákveðið að há-
marksverð fyrir oliu sem unnin
var i landinu sjálfu (t.d. i
Texas) skyldi vera 5,25 dollar-
ar. Með þvi að blanda innlenda
oliu erlendri úti á rúmsjó og
hagræða pappírum eftir þvi, var
hægt að stinga i vasann tvöföld-
um gróða af innlendri oliu.
Oliubröskurum tókst að fá út
úr orkufyrirtækinu Los Angeles
Water and Power Authority allt
að 23-25 dollurum fyrir fat af
oliu, sem gefið var upp að kæmi
frá Perú eða Venezúelu eða Al-
sir. Þetta var að sjálfsögðu
miklu hærri upphæð, en þessi
lönd höfðu nokkru sinni farið
fram á fyrir oliu sina.
Fleiri milliliðir
Þa úotuðu oliukaupmenn ann-
að bragð til að auka bilið á milli
innkaupsverðs og söluverðs.
Þeir stofnuðu gervifélög sem
höfðu ekki öðru hlutverki að
gegna en að f jölga milliliðum i
oliuverslun og hækka þar með
verðið. Það er nefnt til dæmis,
að oliufarmur, sem i reynd hafði
verið fluttur um átta km veg frá
olíugeymi til raforkuvers, hafði
verið bókfærður milli fimm fyr-
irtækja. Bókhaldið sýndi, að
þessi merki farmur hefði farið
yfir landamæri þriggja sam-
bandsrikja Bandarikjanna. A
þessu ferðlagi gegnum bókhald-
ið hafði olian hækkað úr 28 sent-
um i 85 sent á gallón.
Það er haft eftir einum af
embættismönnum bandariska
dómsmálaráðuneytisins, að
,,þetta getur orðið eitt skæðasta
efnahagsmálahneyskli banda-
riskrar sögu. Og i þetta sinn
mun mikill fjöldi stórmenna
lenda i fangelsi.”
Þetta er reyndar hressilega
mælt. En sagan kennir mönnum
einnig aðra lexiu: þeir sem i
fangelsi fara loks þegar greitt
hefur verið úr einhverju af ó-
endanlegum bókhaldsflækjum
verða varla neinir „stórlaxar”.
Það rikja sérkennileg lögmál i
þeim veiðiskap, sem réttvisin
neyðist öðru hvoru til að stunda
i hafsjó auðgunarglæpa svo-
nefndra. Smáseiðin lenda i
vörpu hennar, en stórfiskarnir
smjúga i gegn eins og að drekka
vatn.
(áb byggði á Spiegel)
Borgarstofnanir:
Auglýsing frá Póst-
og símamálastjórninni
Vegna stækkunar sjálfvirku sím-
stöðvarinnar á Brúarlandi má búast
við truflunum og minnkandi afkasta-
getu stöðvarinnar frá hádegi laugar-
daginn 19. apríl til miðvikudagsins 23.
apríl. Ef símnotendur verða þess var-
ir, eru þeir vinsamlega beðnir um að
takmarka símanotkun sína eftir
föngum.
Reykjavík, 18. apríl 1975.
Sveinafélag
pípulagningamanna
Aðalfundur félagsins verður haldinn i
Tjarnarbúð, Vonarstræti 10, laugardaginn
26. april n.k. kl. 2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Reikningar fyrir árið 1974 liggja frammi á
skrifstofu félagsins að Freyjugötu 27,
föstudaginn 25. april kl. 5-7 e.h.
Stjórnin.
Atvirina ■ Atvinna
PÓSTUR OG SÍMI
óskar að ráða
©85: BIFVÉLAVIRKJA
nú þegar.
Nánari upplýsingar verða veittar
i starfsmannadeild Pósts og sima.
Kópavogsbúar
Óskum að ráða i eftirtalin störf:
Vörubifreiðastjóra með meirapróf og þrjá
menn i verksmiðju við framleiðslu.
Upplýsingar hjá verkstjóra föstudaginn
18. og mánudaginn 21. þ.m. frá kl. 13-16.
MÁLNING H.F.
Kársnesbraut 32, Kópavogi.
Sameiginleg nætur
og helgidagavakt
Sctt hefur verið á fót sameigin-
leg nætur- og helgidagavakt fyrir
borgarstofnanir, þ.e. deildir
gatnamálastjóra, Hitaveitu
Reykjavikur, Vatnsveitu Reykja-
vikur og Rafmagnsveitu Reykja
víkur. Hún er staðsett i Vélamið-
stöö Reykjavikurborgar, Skúla-
túni 1.
Nætur- og helgidagavaktin
starfar utan venjulegs skrifstofu-
tima frá kl. 16.15-8.20 virka daga
og allan sólarhringinn helgidaga
og aðra fridaga. Simi vaktarinnar
er 27311 og er númerið skráð
fremst i nýju simaskránni, i
minnisblaði simnotenda. Raf-
mangsveitan heldur jafnframt
núverandi kvöldvakt sinni til kl.
23.00 I sima 18230.
Nætur- og helgidagavaktinni er
ætlað það hlutverk að vera tengi-
liður borgarans við borgarstofn-
anir varðandi bilanir á leiðslu-
kerfum stofnananna, hættu vegna
óveðurs o.s.frv. Vaktin veitir
upplýsingar og ráðleggingar, en
ef vaktmaöur telur viðgerð nauð-
synlega þegar i stað kemur hann
boðum áleiðis til viðgerðarflokka.
Með tilkomu vaktarinnar falla
niður simsvarar hjá stofnunum,
þar sem visað var á heimasima
bakvaktarmanna.
Tæknifræðingur
Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir
að ráða rafmagnstæknifræðing (sterk-
straum) til starfa i innlagnadeild.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar,
Hafnarhúsinu, 4. hæð.
PV1RAFMAGNS
L \ 1 VEITA
Ul 1 REYKJAVlKUR