Þjóðviljinn - 19.04.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 19. aprfl X975.
REYNSLAN AF STRÍÐINU
reisn einstakra greina iðnaðarins
hélt þó áfram. Kolaframleiðslan
náði sama magni og fyrir strið
þegar árið 1947, stál- og sements-
framleiðslan 1948, járn- og oliu-
framleiðslan 1949, en framleiðsla
leðurskófatnaðar og bómullar-
dúka fyrst árið 1951. Landbúnað-
arframleiðslan og kornuppskeran
náði ekki sama marki og fyrir
strið fyrr en árið 1952.
Þjóðin gekk að endurreisnar-
starfinu af sömu atorku og hún
hafði barist. Þvi var það að
þakka, að unnt reyndist að reisa
efnahagslifið úr rústum og eyði-
leggingu á timabiji fyrstu fimm
ára áætlunarinnar eftir styrjöld-
ina.
Ef þú spyrð mig, hvenær við
höfum lokið endanlega við að
lækna sár striðsins, þá get ég ekki
svanað 'þeirri spurningu. Það er
jafn erfitt eins og að reikna út
heildartjónið, sem landið beið af
innrás fasista. Er raunverulega
unnt að reikna út hverjar
afleiðingar striðið hafði fyrir
þjóðina?
Þar er ekki aðeins um að ræða
fólk, sem var drepið eða limlest,
eyddar borgir og rúið efnahagslif.
Það var ekki aðeins að bestu syn-
ir margra þjóða lands okkar létu
lifið heldur glataðist og með þeim
reynsla kynslóðanna, sem þeir
fengu ekki miðlað sonum sinum
og nemendum. Það var ekki
aðeins að hluti af menningu okkar
og list eyðilegðist, að rithöfundar,
listamenn og tónskáld væru drep-
in, það eru einnig bækur, sem þeir
fengu ekki ritað, málverkin, sem
þeir máluðu aldrei, tónlistin sem
þeir sömdu ekki. Striðið olli
vissulega óbætanlegu efnalegu
tjóni, en það bakaði mönnum
einnig mikið andlegt tjón. Miljón-
ir mæðra heimtu aldrei eigin-
menn sina aftur úr striðinu og
ungar brúðir urðu ekkjur án þess
að hafa nokkru sinni notið unaðs-
semda hjónabandsins. Heil
kynslóö var rænd bernsku sinni
og æsku.
Arlega deyja þúsundir manna,
er urðu örkumla i striðinu og hafa
áratugum saman hökt fótalausir
um götur borga og þorpa. Þeir
deyja en láta eftir sig börn, sem
sex ára gömul voru orðin hærri en
feður þeirra. Er unnt að meta það
sálarlega tjón er styrjöldin olli?
En eru til menn, sem fer hrollur
um, er þeir heyra talaða þýsku.
Sjálfur hef ég séð föður, fölan af
reiði, slá son sinn, er hafði hrætt
hann með þvi að æpa á þýsku:
„Hande hoch!” (Upp með
hendur!). „Vogaðu þér ekki áð
Rússar færðu ægilegar fórnir f
siðustu heimsstyrjöld. Þeim er
striðið og striðsárin þvi fastar i
huga en mörgum öðrum,og hér á
siðunni er birt grein um striðið
eftir Viadimir Lomeiko, aðairit-
stjóra Vestur-Evrópudeildar
APN. Hann er fæddur 1933 og er
þvi barn að aldri þegar striðið
ster.dur sem hæst, en i skólanámi
sinu lagði hann sig sérstaklega
eftir vandamálum á sviði
alþjóðastjórnmála.
Minningar um striðið eru rússa
þungbærar. En hann gleymir þvi
ekki. Ekki vegna þess, að hann
vilji gera upp reikningana við
gamlan óvin, heldur sökum þess,
að minning hins liðna lifir með
okkur enn i dag. Einnig sökum
þess, að friður og gagnkvæmur
skilningur þjóða i milli byggist að
verulegu leyti á réttum skilningi
á hinu liðna.
Við minnumst striðsins ekki að-
eins á afmælisárum. Striðið blas-
ir við okkur, býr i hjörtum okkar.
gistir heimili okkar óvænt dag
hvern. Það birtist skyndilega : 1
minni þeirra sem stöðvuðu skrið-
drekaframsókn fasista árið 1941.
I opinberu bréfi, er tilkynnir fall
hermannsog kemur 30 árum eftir
strið frá fjarlægu þorpi i Hvita-
rússlandi, þar sem skólabörn
hafa grafist fyrir um gröf óþekkts
hermanns og bjargað frá
gleymsku nafni og hvilustað
manns, er skráður var týndur. I
þögn er slær á fjölskyldusam-
komu, er öldruð móðir þerrar tár
af auga, er hún skoðar fölnaða
mynd af ungum hermanni.
Þrjátiu ár eru liðin, en enn þann
dag i dag skýtur striðið upp koll-
inum öðru hvoru i einhverri borg
eða þéttbýlu héraði, er gröfu-
menn koma við uppgröft fyrir
nýjum skóla eða sjúkrahúsi niður
á gamla, grafna ruslahauga með
skotfæraleifum, svo að kalla
verður á sprengjusérfræðinga til
að grafa upp og fjarlægja ryð-
brunnin, hættuleg vopn, þannig
að lifi fólks sé ekki stofnað i
hættu.
f skólunum er fjallað um striðið
i kennslustundum. Og barnabörn
þeirra sem i mai 1945 trúðu þvi
vart, að striðinu væri lokið og þeir
hefðu lifað það af, svara i sögu-
timum spurningum kennarans
um það, hvað striðið kostaði
Sovétrikin. Hér eru nokkrar tölur.
Ekki allar, aðeins þær helstu:
— Yfir 20 miljónir sovét-
borgara létu lifið i striðinu.
— 6 miljónir borgara voru
drepnar og pyndaðar af fasistum
á hernumdum svæðum Sovétrikj-
anna.
— Yfir 4 miljónir sovétborgara
voru fluttar til Þýskalands i nauð-
ungarvinnu
— Alls voru 1710 bæir og yfir 70
þúsund þorp eyðilögð, 6 miljónir
bygginga brenndar og eyddar, 25
miljónir manna urðu heimilis-
lausar.
— Á hernámstimanum voru 32
þús. iðnfyrirtæki, 65 þús. km.
járnbrautarteina, 4.100 brautar-
stöðvar, um 14 þús. járnbrautar-
brýr og önnur mannvirki eyði-
lögð, 16 þús. eimvögnum og 428
þús. vögnum var stolið eða þeir
eyðilagðir.
— 40 þús. sjúkrahús, 84 þús,
skólar og æðri menntastofnanir
voru lögð i rúst.
— Landbúnaðurinn varð fyrir
gifurlegu tjóni: 98 þús. samyrkju-
bú, 1876 rikisbú og 2090 landbún-
aðarvélastöðvar voru eyðilögð.
— t hernumdu héruðunum tók
innrásarliðið gifurlegt magn af
korni, 7 milj. hross, 17 milj. stór-
gripa, 20milj. svin 27 milj. kindur
og geitur og 100 milj. alifugla.
Samkvæmt hagskýrslum nam
eyðileggingin i Sovétrikjunum
alls 679.000 miljón rúblum á strið-
timanum og misstu þau þriðjung
þjóðarauðæfa sinna.
Og það eru íleiri tölur. Ef
kostnaðurinn við striðsreksturinn
er tekinn með i reikninginn,
endurskipulagning þjóðarbúsins
vegna styrjaldarinnar, svo og
tjónið af völdum þess, að mikil
landsvæði voru hernumin og
landið naut ekki afurða þeirra, þá
nemur tjónið 2.600.000 milj.
rúblum. Og fleiri tölur mætti
nefna, sem of langt er að telja. En
sú tala, sem menn minnast með
mestri eftirsjá eru 20 miljónirnar,
er létu lifið. Meðal þeirra áttum
við allir einhvern ástvin.
Tölur má gæða lifi, ef þær
snerta þitt eigið lif.
... Við sitjum við stórt borð,
móðir min, ég og bróðir minn
tveggja ára. Úti rikir Leningrad-
vetur. Það er i desember 1941.
Á borðinu eru þrjár þunnar
brauðsneiðar. Við horfum þögul á
þær. Mamma leggur eina fyrir
framan hvert okkar. Gætilega,
svo enginn moli falli, leggur hún
lika sina eigin sneið i hvitan, skin-
inn lófa bróður mins. Andlit hans
sýnist bara augun. Þegjandi legg-
ur hann brauðið aftur hjá
Churchill, Roosevelt og Stalin á Krimráðstefnunni 4.-11 febrúar 1945.
sprengjuárásum og 632.253 borg-
arar dóu úr hungri. Er umsátinni
lauk voru um 600 þúsund manns
eftir á lifi i borginni.
Hér eru tölur um matar-
skammtinn á umsáturtimanum:
Fyrir follorðna fjölskyldumeð-
limi var skammturinn 125 gr.
brauð, 6.6 gr. feitmeti, 13.2 gr.
kjöt, 26.6 gr. sykur, 20 gr. grjón
Eftir
Vladimir
Lomeiko
mömmu. Enginn sagði neitt. Við
spöruðum kraftana. Það var heil
eilifð frá hádegisverði til kvöld-
verðar. Til kvöldverðar verður
einnig brauð, jafnvel enn þynnri
sneiðar, og bolli af soðnu vatni.
Siðanfara allir snemma að hátta.
Svefninn er góður bandamaður
gegn hungrinu. Það kemur nótt
og aftur morgunn.
900 dagar, hver öðrum likur, frá
8. sept. 1941 til 18. jan. 1943. 1 um-
sátinni um Leningrad, er her-
sveitir fasista umkringdu borg-
ina, létust 17 þúsund manns i
eða hveitipipur — alls 466 hitaein-
ingar. Fyrir börn innan 12 ára:
125 gr. brauð, 16.6 gr. feitmeti,
13.2 gr. brauð, 40 gr. sykur, 40 gr.
grjón, eða 684 hitaeiningar. En
jafnvel þessi skammtur var oft
aðeins á pappirnum. Suma
mánuði var hvorki að fá kjöt né
neins konar feitmeti. Fólk tútnaði
út og dó úr sulti. En þrátt fyrir
það stóðst borgin og gafst ekki
upp.
Ég skildi löngu síðar, að innrás-
arliðið ætlaði viljandi að láta
borgarbúa deyja. Foringi iþýsku
BIFREIÐAEIGENDUR
Viö BRYNVERJUM bifreiðina gegn tæringu veöra
og vinda og búum hana í sitt fegursta skart.
Kynnið ykkur BRYNGLJÁEFNAMEÐFERÐ
að Ármúla 26 miili kl. 14 og 17 í dag og á morgun.
GUÁINN h.f. Ármúla 26, sími 86370
h e r s t j ó r n i n n i sagði um
Leningrad: „Hvað okkur varðar,
þá er ekkert unnið með þvi að
bjarga lifi, þó ekki væri nema
hluta af ibúum þessarar stóru
borgar.”
Sem einn þeirra lifðu af, get ég
borið vitni um það, að i desember
1941 sá ég engan mun á þjóð-
verja og fasista. Þeir voru eitt,
„óvinurinn” sem ætlaði að svelta
okkur til uppgjafar. Mér hefði
fundist það óeðlilegt og óhugs-
andi, ef einhver hafði sagt mér
þá, að innan fárra ára ætti ég eftir
að hef ja þýskunám i skóla og lesa
hugfanginn Heine, Goethe og
Schiller.
Við hötum ekki þjóðverja.
Stöku sinnum finnurðu til bitur-
leika og hryggðar, er þú hittir þá,
sem ekki virðast hafa lært neitt af
striðinu nema hefnigirni og sjá
ekki skóg hvitra birkikrossa á
leiðum fyrir trjánum i litla garð-
inum sem þeir misstu. Og maður
getur stundum blygðast sin fyrir
þjóðverja, er ritar háðslega um
slæma vegi okkar, lélega þjón-
ustu og hrörleg hibýli og gleymir
þvi, að e.t.v. hefur hans eigin fað-
ir ruðst fram og til baka um þessa
vegi á skriðdreka...
Maður sem ekki getur lagt mat
á þær fórnir og þjáningar,
sem striðið hafði i för með sér
fyrir Sovétrikin, mun aldrei
skilja þá óeigingirni, er
miljónir sovétborgara sýndu i
strýðinu og við uppbygging-
unga eftir styrjöldina. Striðið,
sem fasisminn neyddi okkur út i,
ér einhver harðasti reynslutimi,
sem þjóð okkar hefur orðið að
þola. Og reynslutiminn hélt
áfram eftir striðið. Gifurlegt
landssvæði, frá Volgu að vestur-
landamærunum, lá i rústum.
Astand þjóðarbúskaparins var al-
varlegt. Og umfram allt skorti
n®nnafla. Iðnverkamenn og
skrifstofumenn voru 4 miljónum
færri en 1940. Framleiðsla
neysluvara nam aðeins 59
prósentum af þvi sem hún var
fyrir striðið.
I mars 1946 var samþykkt
fjórða fimm ára áætlunin um
endurreisn og þróun þjóðarbú-
skaparins. Lögð var áhersla á
endurreisn og þróun þungaiðnað-
arins og samgöngumála. Á áætl-
unartimabilinu var 250.300 milj.
rúblna varið til fjárfestingar og
fóru 40 prósent þeirrar upphæðar
til endurreisnar hernumdu hérað-
anna.
Þegar i árslok 1948 höfðu 2000
sovésk íyrirtæki náð seltu marki
fimm ára áætlunarinnar. Endur-