Þjóðviljinn - 19.04.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.04.1975, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. apríl 1975. TILFINNINGAR EIGA SÉR FORSENDUR Um rœtur þess hve ákvörðunarréttur konu er lítils metinn Þingrœða Svövu Jakobsdóttur um fóstureyðingafrumvarpið miðvikudaginn 16. þ.m. Svo sem frægt er orðið skipaði heilbrigðisráðherra nefnd 3ja karlmanna til þess að endurskoða frumvarp það sem hér er til um- ræðu áður en það yrði lagt fyrir alþingi að nýju. Skömmu eftir að nefnd þessi hafði skilað af sér verki, hlustaði ég á útvarpsviðtal við einn nefndarmanna, Ellert Schram. Hann tók fram i þessu viðtali að þau vinnubrögð — að fela þingmönnum að endurskoða frumvörp — væru til fyrirmynd- ar, þvi það væri allt of algengt að litið væri á alþingi sem af- greiðslustofnun, og hið raunveru- lega vald falið embættismönnum sem semdu frumvörpin, réttur þingmanna til sjálfsagðra áhrifa og ákvörðunar væri með þessu móti skertur á ósæmilegan hátt. Þingmaðurinn vill að sjálfsögðu ekki una þvi að bera ábyrgð á málum sem eru raunverulega á- kveðin af embættismannavald- inu. Ákvörðunarréttur þing- manns og læknir Við þessar aðstæður og með þessu hugarfari, lét þessi þing- maður sér sæma að fella burt á- kvæðið um (sjálfs)ákvörðunar- rétt konu i máli þar sem ábyrgðin hvilir endanlega á henni sjálfri og leggja þennan rétt hennar i hend- ur embættismannavaldi. Greinargerð frá stjórn Lækna- félags íslands sem alþingismönn- um hefur borist og birt hefur ver- ið i öllum fjölmiðlum lýkur með svofelldri klausu: „Breyti alþingi frumvarpinu og samþykki að heimila fóstureyðingar að ósk konu, samanber grein 9. 1 i upp- haflega frumvarpinu, leggur stjórn L.I. til, að inn í frumvarpið veröi fellt ákvæði þess efnis, að læknum og öðrum heilbrigðis- stéttum verði heimilt að taka við stöðum á sjúkrahúsum með þeim fyrirvara að þurfa ekki að fram- kvæma eða vinna við framkvæmd fóstureyðinga”. Hér er stjórn læknafélagsins að fara fram á að sjálfsákvöj-ðunar- réttur lækna og hjúkrunarfólks verði virtur i greinargerð sem er samin i þvi skyni að reyna að aftra þvi að konur fái sjálfsá- kvörðunarrétt um mjög persónu- bundin mál, eða — eins og stendur orðrétt I greinargeröinni: „Stjórn L.l. telur, að það sé hvorki mögu- legt né réttmætt af konunni að krefjast sliks réttar”. Mishár siðferði- legur réttur I báðum þessum dæmum er krafan um sjálfsákvörðunarrétt byggð á siðferðilegum forsendum — alþingismaðurinn byggir ekki kröfu sina um sjálfsákvörðunar- rétt á þeirri forsendu að hann búi yfir meiri sérþekkingu en em- bættismaðurinn, læknirinn reisir ekki kröfu sina um sjálfsákvörð- unarrétt á þvi að hann skorti þekkingu til aö framkvæma fóst- ureyðingu — með öðrum orðum, krafa þessara aðila er reist á ná- kvæmlega sömu forsendum og krafa þeirra sem berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna: á rétti til sjálfræðis og ábyrgðar á eigin gerðum. I framhaldi af þvi væri eðlilegt að spyrja: er þá siðferðilegur réttur þingmannsins til ákvörð- unartöku æðri en siðferðilegur réttur konu til hins sama, er sið- ferðilegur réttur læknis háleitari en siðferðilegur réttur konu? ,,Eyðing lifs” lengi verið lögmæt Nú kynnu andstæðingar minir i þessu máli að segja að þetta væri ekki sambærilegt, þvi að sjálfsá- kvörðunarréttur konu i þessu máli væri svo nátengdur rétti fóst- urs til lifs, — að ég hefði I þessu dæmi minu gleymt sjálfu lifinu. Þeirra krafa væri æðri þvi þeir bæru lotningu fyrir lifinu; þessi málflutningur sem við höfum heyrt æði mikið af að undanförnu, — og ekki sist af hálfu forsvars- manna kirkjunnar, felur það raunar i sér að endanlegur á- kvörðunarréttur konu i þessu máli, hljóti óhjákvæmilega að vera tengdur dauðanum eða eyð- ingu li'fs. Og hér erum við, að minu áliti, komin að kjarna máls- ins. Ég tók það fram i ræðu i fyrra, þegar frumvarp um fóstureyð- ingar var þá iagt fram, að mér væri óskiljanlegt, hvers vegna frumvarpið gæfi sumu fólki tilefni til rökræðna og bollalegginga ein- mitt nú um það hvenær lif kvikn- ar, og hvers vegna það legöist gegn 1. tölulið 9. greinar frum- varpsins á þeim forsendum að það væri á móti eyðingu lifs. Ef við værum að setja löggjöf i fyrsta sinn um fóstureyðingar, hefði mér fundist þetta skiljan- legt, en við höfum i 40 ár búið við fóstureyðingarlöggjöf sem heim- ilar fóstureyðingar við vissar að- þingsjá stæður. En öllum hefur fundist þetta sjálfsagt. í þessu nýja frumvarpi er lagt til að fóstureyð- ing verði heimiluð af félagslegum ástæðum einum saman og er það nýmæli frá gildandi löggjöf. Heldur ekki hafa mótbárur heyrst varöandi þetta nýmæli, ef frá er talinn þingmaðurinn Karvel Pálmason sem talaði hér i mál- inu i dag. Glæpur ef kona ákveður Það er ekki fyrr en kemur að á- kvörðunarréttinum sem deilurn- ar risa, þegar krafist er sjálfsá- kvörðunarréttar vanfærrar konu, er hrópað hátt um lif og synd og glæp, en þegar ákvörðunarréttur- inn er færður f hendur embættis- manna, þagna þessar raddir — þá er ekki lengur talað um synd og glæp, verknaðurinn hefur hlotið opinbera blessun og embættis- mannavaldið er hinn syndlausi endurlausnari. Hvað veldur? Hvað veldur þvi aö fólk sem veit betur —- sem veit að við höfum leyft fóstureyðingar i 40 ár við viss skilyrði, fólk sem er reiðubúið að fallast á enn rýmri löggjöf en þá sem nú er i gildi, fellur I slika gryfju rökleys- is og mótsagna sem umsagnir biskupsnefndar og stjórnar Læknafélags Islands eru gleggst dæmi um, — þegar það eitt bætist við að endanlegt úrslitavald skuli vera i höndum konunnar sjálfr- ar? Fordómarnir eiga rætur 1 ljósi þeirra umræðna sem orð- ið hafa af hálfu þeirra sem eru andstæöir sjálfsákvörðunarrétti konu, er nauðsynlegt að reyna að brjóta þetta mál til mergjar, og raunar einnig af þvi að meirihluti heilbrigðis- og trygginganefndar hefur tekið tillit til þessara radda. Ef ekki er unnt að finna svar á grundvelli heilbrigðrar skynsemi einnar saman, verður að leita á önnur mið. Það hefur verið sagt að hér sé um tilfinningamál að ræða og vissulega er það satt, en tilfinn- ingar eiga sér forsendur og for- dómar eiga sér rætur. Og hér geri ég ágreining við siðasta ræðu- mann, Ragnhildi Helgadóttur, sem sagði að þetta væri ekki kvenréttindamál. Dæmið sem hún tók um barnsföður sem neit- aði faðerni sýnir einmitt þá mis- munandi aðstöðu sem karl og kona eru i. Ég lit á þetta sem kvenfrelsismál og mun ég rök- styðja það. 15. landsmót UMFÍ Matsala Tilboð óskast i matsölu fyrir starfsfólk, iþróttafólk og gesti á 15. landsmóti UMFl á Akranesi, dagana 11.—13. júli n.k. Upplýsingar gefnar á Skrifstofu lands- mótsnefndar, milli kl. 17 og 19 á virkum dögum, simi 93-2215. Tilboðsfrestur er til 30. april. Landsmótsnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. LANDSMÓTSNEFND. Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa Magnúsar Jónassonar Reynimel 50 Börn, tengdabörn og barnabörn. Sé litið I menningarsögulegar heimildir kemur i ljós að frá upp- hafi hafa kenningar manna um lif verið svo samofnar neikvæöu viö- horfi til kvenna að þar verður ekki greint á milli. Hér verður auövitaö að stikla á stóru. Tveir menningarstraumar hafa gegn- sýrt norræna menningu — hinn gyðinglegi og hinn griski. Konan óhrein og undirgefin Enn þann dag i dag byrjar trú- aður gyðingur af karlkyni dag hvern með eftirfarandi bæn: „Lofaður sé drottinn fyrir það að hann skapaði mig ekki konu”. Og hann hafði vissulega ástæðu til að lofa guð fyrir þaö þegar litið er á hlutskipti konunnar I hinu trúar- lega samfélagi gyðinga. Hlut- skipti hennar þar — eins og lika hjá grikkjum — var fyrst og fremst að ala börn til viðhalds ættstofni mannsins. Manngildi hennar sem einstaklings var ekk- ert, hún var óhrein, mátti ekki koma nálægt trúariðkunum og jafnvel barnsburðurinn sjálfur réttlætti ekki tilveru hennar að öllu leyti, þvi hún bar i sér erfða- syndina: eftir að hafa fætt svein- bam, var hún talin óhrein i viku á eftir, hefði dóttir fæðst, var hún talin óhrein I tvær vikur, eða helmingi lengri tima. Samkvæmt móselögum átti eiginmaðurinn rétt til að afneita konu sinni, ef hún ól honum engin börn og sænga hjá ambáttinni. Þyki ein- hverjum heldur langt seilst aftur I timann skal bent á, að Marteinn Lúther tók þessa sömu kenningu upp mörgum öldum siðar og kenndi áhangendum sinum, að væri eiginkonan þeim ekki nægi- lega auðsveip, ættu þeir fyllsta rétt á að leita til þjónustustúlk- unnar. (Þvl miðurhefur mér ekki tekist að hafa upp á þvi hvort hann átti nokkrar ráðleggingar til handa þjónustustúlkunni, ef hún yrði með barni.) Frjáls maður — karlmaður! Hjá grikkjum — og rómverjum siðar — voru konur algerlega réttlausar sem samfélagsverur og voru settar á bekk með þræl- um — réttur þeirra til almennra lýðréttinda, sjálfræðis, fjárræðis o.s.frv. var skertur á þeim for- sendum, að þær skorti vissa mannlega eiginleika. Bæn Plat- ons var ekki ósvipuð bæn gyð- ingsins: Platón þakkaði guðunum fyrir tvennt: I fyrsta lagi fyrir það að hann hefði fæðst frjáls maður en ekki þræll, i öðru lagi fyrir það að hann hefði fæðst karl- maður en ekki kona. Hér eru komnir tveir megin- þræðir i viðhorfi til kvenna sem ég vil vekja athygli á: annars vegar sú hugmynd að konan sé ó- hrein, guði vanþóknanleg og ill i eðli sinu, hins vegar sú hugmynd að konuna skorti frá fæðingu vits- muni og hæfileika sem karlmenn væru I eðli sínu gæddir. Ég bendi á þessar staðreyndir vegna þess að kirkjan tók nefni- lega báðar þessar kenningar upp á arma sina — og lét það ekki aftra sér þótt þær gengju i ber- högg við skýlausar manngildis- hugsjónir Krists, sem að þessu leyti gerði ekki greinarmun á karli og konu. Gat konan haft sál? En vegna þessara hugmynda kirkjunnar um konuna, komst hún i hinar mestu ógöngur þegar hún glimdi við þau tvö vandamál, sem hún var upptekin af nær allar miöaldir: spurninguna um upp- haf lifs og sál mannsins. Gat það virkilega veriö að guð hefði gætt konuna sál? Þetta atriði var oft- ast ákveðið með handaupprétt- ingu á kirkjuþingum þar sem karlmenn sátu einir. Kirkjuþing i Frakklandi á miðöldum gæddi konuna sál með eins atkvæðis mun, á ráðstefnunni i Wittenberg gerðu mótmælendur heiðarlega tilraun til að sanna að konur væru ekki mannlegar verur. Kirkjan kom fyrst fram með þá kenningu að fóstur væri gætt sál, en jafnvel hér markaði viðhorfið til kvenna sin spor: Tómas frá Aquinó kenndi að karlkynsfóstur öðlaðist sál eftir um það bil 40 daga i móð- urkviði, en kvenkynsfóstur ekki fyrr en eftir 80 daga. — Nú, um leið og kirkjan var búin að ákveða það að fóstrið hefði sál, var fóst-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.