Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 19.04.1975, Qupperneq 13
Laugardagur 19. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 urey&ing orðin synd og glæpur og þaðan var skammt i rfkisforsjá og refsirétt. Að vlsu var refsing mismunandi ströng: jafnvel hei- lagur Ágústinus kenndi það að glæpur fátækrar konu sem deyddi bam sitt vegna þess að hún gæti ekki séð þvi farborða, væri minni en glæpur þeirrar konu sem eyddi fóstri eingöngu til þess að dylja syndugt liferni. Syndug og heimsk Hér virðist mér komin hlið- stæða við þær umræður sem átt hafa sér stað á Islandi núna allra siðustu daga: menn geta fallist á fóstureyðingu vegna t.d. fátæktar eöaannarsálika,undir forsjá rikis og lærðra manna, en menn óttast að sé endanlegt ákvörðunarvald fært konunni i hendur, þá muni gerast annað hvort: að hið synd- uga eðli hennar nái yfirhöndinni — konur muni sækjast eftir fóst- ureyðingu af léttúð, hætta að nota getnaðarvarnir og lausung eflast — nú, ef ekki þetta, þá af hvötum sem stafa af hinni kenningunni um konuna: að hana skorti þroska, þrek, dómgreind og sið- gæðisvitund og þvi sé þessi ör- lagarika ákvörðun best komin i höndum karlmanna. Ég segi karlmanna, þvi að þeir þrir karlmenn, sem voru i endur- skoðunarnefndinni frægu, virðast ekki hafa gert ráð fyrir öðru. í hið breytta frumvarp vantar alveg á- kvæði um, hvernig með skuli fara, ef kona sem er læknir eða félagsráðgjafi, óskar eftir fóstur- eyöingu. Er hún talin fær um að dæma I eigin máli I krafti sér- þekkingar sinnar? Eða koðnar lærdómur hennar og dómgreind niður I ekki neitt þegar hún er orðin vanfær kona? „Réttarvernd” að réttindaleysi Ég held að ekki fari milli mála að þaö sem ég hef rakið skýri, hvers vegna öll skynsemi fer lönd og leið þegar á að ganga út frá þvi sem gefnu að konan hafi til að bera siðgæðisþroska og á- byrgðarkennd, og hvers vegna einmitt henni virðist allra manna sist treystandi til að bera fyrir brjósti hagsmuni þess lifs sem hún ber undir belti eða taka á- kvörðun sem hún telur jafnvel að sé þvi fyrir bestu — eða öðrum mannslifum sem hún ber ábyrgð á. — Enda hefur þessara tvenns konar viðhorfa til kvenna gætt hven'ær sem þær hafa krafist rétt- ar sins i mannlegu samfélagi — svo sem réttar til makavals, sjálfræðis, fjárforrðis, menntun- ar, kosningaréttar og kjörgengi. Að visu hafa menn á allra siðustu öld eöa svo sveipað þessa for- dóma sina hulu mannúðar, sem hefur komið fram i umhyggjutali um hana sjálfa — menn hafa þóst vilja veita henni vernd og reynt aö telja henni trú um að henni sjálfri væri fyrir bestu að hún hefði engin þessi réttindi — og stundum hafa menn náð allgóðum árangri með slikum áróðri. Ábyrgðinni velt yfir á konur Dæmi af þessu tagi sjáum við einmitt i máli kirkjuvalds og ým- iss konar biskupsnefnda: Þeir telja miskunnarlaust og ómann- úðlegt að kona beri ein ábyrgð á gerðum sinum, ef hún sér ekki önnur úrræði en æskja fóstureyð- ingar, og leggja áherslu á að lif kvikni þegar við frjóvgun, en viröast sjálfir gleyma þvi að lif er meira en fósturskeiðið. Lifið er lifshlaupiö allt og hér er ég að taka mér i munn ummæli danska prestsins sem taldi ósiðlegt að meina konu endanlegt ákvörð- unarvald i fóstureyðingarmálum þegar þau mál voru til umræðu þar. En hvemig er þessu þá háttað með þessa margumtöluðu á- byrgð? Embættismenn sem taka ákvörðun fyrir konuna i þessu máli, bera ekki ábyrgð, en þeir hafa vald.-siðferðilega séð getur enginn öðlast ábyrgð með þeim hætti einum saman að meina öðr- um ábyrgð, þjóðfélag getur þá heldur ekki talist fyllilega ábyrgt nema allir þegnar þess séu á- byrgir. Þjóðfélagið getur lika varpað af sér ábyrgð þegar þvi býður svo við að horfa. Nýlegur hæstaréttardómur sannar að valdamenn lita svo á að ábyrgðin sé endanlega hvergi nema hjá móður og foreldrum — þetta hef- ur kirkjan lika kennt og innrætt fólki. Ef þessir sýndu nú ábyrgðarkennd Ekki er kirkjan sem stofnun — eða stjórn Læknafélags tslands, i fararbroddi þeirra sem berjast fyrir fleiri dagheimilum, kirkjan hefur ætið litið svo á að dagheim- v ili væru neyðarúrræði, en varpað ábyrgðinni fyrst og fremst á heröar móður og á heimili. t ára- tugi hafa láglaunakonur I mörg- um atvinnugreinum barist fyrir fæðingarorlofi til þess að þær geti alið börn sin við mannsæmandi aðstæður og jafnframt búiö við atvinnuöryggi. Ég hef ekki heyrt eitt orð frá kirkjunni til stuðnings þessari kröfu. Allt frumkvæði um félagslegar úrbætur vegna ógiftr- ar móður og barns hennar, hefur komið frá konunum sjálfum, ekki öörum. Þegar kirkjan sýnir ábyrgð sina I verki I jafnrlkum mæli og konur hafa gert, þá er hugsanlegt að ég geti farið að trúa þvi að hver einstakur þeirra sem hér eiga hlut að máli og hæst hafa tal- að, hafi til að bera jafnrika á- byrgöarkennd og hver einstök kona. Það eru allir sammála um að fóstureyöing sé neyðarúrræðijþað sem menn greinir á um er endan- legt ákvörðunarvald. Ég er i hópi þeirra sem telja að konan sjálf sé öðrum færari að taka endanlega ákvörðun i svo persónubundnu og viðkvæmu máli aö þeim skilyrð- um settum sem fram koma I breytingartillögu Magnúsar Kjartanssonar. Kona sem æskir fóstureyðingar gerir það ekki af léttúð heldur út Ur neyð, og hUn æskir þess með það I huga að taka fulla ábyrgö á þeirri ákvörðun sinni og á gerðum sinum. TIIN ALHLIÐA PlPULAGNINCAÞJÓNUSTA SÍMl 73500. PÓSTHÓLF 9004 REYKJAVÍK Nýlagnaþjónusta. Viðgerðaþjónusta. Hreinlætistækjaþjónusta. Hitaveitutengingar. Jafnvægisstillum hitakerfi. Gerum föst verðtilboð. ATH: Við viljum sérstaklega benda bæjar- og sveitarfélögum og hús- byggjendum úti á landi á þjónustu vora. Dt.M furðu ekkf látið segjast, jafnvel þótt margs konar viðvaranír um iðsemi reykinga hafi birst f fjölmiðlum síðustu daga? i Í^hdum þér á f fullri vinsemd, að því fleiri sígarettur, sem þú kir á dag, — þeim mun meiri hætta er á því að þú veikist af engustu reykingasjúkdómum og þeir ríði þér að fullu. En þessa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.