Þjóðviljinn - 06.05.1975, Blaðsíða 5
briftjudagur 6. mal 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum vettvangi
Efnahagsaðstoð
sovétmanna við
A-Evrópu lokið
Breskt borgarablað telur að fram til þessa hafi
sovétmenn verið veitandi i versl
unarviðskiptum við fylgiriki sin
Miklar breytingar hafa
orðið i viðskiptakjörum
Austur-Evrópurík j a
gagnvart Sovétríkjunum
þótt ekki haf i mikið verið
um rætt. Sovétmenn hafa
nú notfært sér hinar
miklu hækkanir á oliu á
heimsmarkaði að nokkru
og gerbreytt grundvell-
inum undir efnahags-
tengslum þeirra við
önnur þau ríki sem með
þeim eru í Ráði gagn-
kvæmrar efnahags-
hjálpar (hér skamm-
stafað RGE, alþekkt
undir hinni ensku
skammstöf un
COMECON.
Tvöföldum olíuverð
1 raeðu frammi fyrir ung-
verska forsætisráðherranum
nýlega sagði hinn sovéski
starfsbróðir hans Kosigin, að i
núverandi efnahagskreppu
auðvaldsrikjanna sæist vel
hvernig „hinn sterki kúgar hinn
sem veikburða er og rikjandi
stéttir koma byrðum krepp-
unnar yfir á bök verkalýðsins”.
Hinn sósialiski framleiðslu-
háttur bæri i sér kosti sem nú
kæmu vel i ljós.
En Kosigin nefndi ekki það
sem ungverski forsætis-
ráðherrann Fockhlýtur að hafa
verið að hugsa sérstaklega um:
að sovétmenn hafa nýlega
framvisað reikningi fyrir oliu til
Ungverjalands og annara RGE-
rikja við tvöföldu þvi verði sem
gilti á sl. ári. Og samkvæmt
endurskoðun verðs má vænta
enn frekari verðhækkunar að
ári.
— en samt helm-
ingi lægra
Að visu er verðlagið á
sovéskri oliu til RGE-rikjanna
helmingi lægra en það gerist á
heimsmarkaðinum, og hitt er
lika staðreynd að þessi riki hafa
um árabil notið þeirra friðinda
sem felast i ódýrri oliu. En
spyrja má herra Kosigin að þvi
hvaða sósialisk nauðsyn hafi
borið til hinnar skyndilegu
hækkunar núna?
Austur-Evrópurikin skjögra
nú þegar undir þeirri byrði sem
innflutt verðbólga að vestan
leggur þeim á herðar. Siðustu
viðskiptatölur fyrir 1974 sýna
ofboðslega aukningu á greiðs-
lum þeirra til þróaðra iðnrikja
vesturlanda. Gjaldeyris-
greiðslur Búlgariu vestur á
bóginn hækka um 60%, Tékkó-
slóvakiu 40%, Austur-Þýska-
lands 33%, Ungverjalands 70%,
Póllands 53% og Rúmeniu 47%.
Halli vestur
á við
Allt eru þetta lönd sem á
nokkrum siðustu árum hafa
bundið vonir sinar um hagvöxt á
innflutningi véla og tækja, ekki
sist fra vesturlöndum. öll eru
þau komin yfir það stig hag-
þróunar þegar vöxturinn
byggist á þvi að ausa meira af
brunnum hins litt nýtta vinnu-
afls og setja i iðnaðinn: konur
og sveitamenn. Enda hefur
hlutdeild innflutnings að vestan
aukist i öllum þessum löndum
siðan 1970 nema Búlgariu og
Tékkóslóvakiu þar sem hömlur
hafa verið lagðar á slik viðskipti
af pólitiskum ástæðum.
Verðlag á útflutningsafurðum
þessara landa hefur vissulega
hækkað, en ekki likt þvi nægi-
lega til að vega upp á móti
auknum kostnaði við inn-
flutning. Samkvæmt nýlegum
upplýsingum frá Efnahags-
stofnun Sameinuðu þjóðanna i
Evrópu nam viðskiptahallinn
1974 allt frá 1.400 miljónum
dollara hjá Póllandi og 400 milj.
dollara hjá Ungverjalandi að
118 milj. dollara hjá Tékkó-
slóvakiu. Talið er að saman-
lagður viðskiptahaili allra
RGE-landanna vestur á við hafi
numið um 8miljörðum dollara á
árunum frá 1970.
Sovét græöir
Vitandi um þessar miklu
byrðar gátu Sovétrikin létt
undir með Austur-Evrópu-
rikjum með þvi að selja oliuna
áfram á lága verðinu eða hækka
það aðeins um þann kostnaðar-
auka sem verður við hinar nýju
og áhættusömu oliulindir i
Siberiu. En þetta gerðu Sovét-
menn ekki heldur tvöfölduðu
verðið skyndilega. Eitthvað er
dregið úr hastarlegum áhrifum
þessa með jákvæðri endur-
skoðun á verði þeirra iðnaðar-
og neysluvara sem löndin selja
sovétmönnum og með nýjum
sovéskum lánveitingum. En
auðvitað fer ekki hjá þvi að um
talsverðar nýjar byrðar verði
að ræða sem leggist á herðar
verkalýðs i Austur-Evrópu-
löndum. Það má spyrja hvort
þetta er sósialiskt athæfi og þá i
ljósi þeirrar staðreyndar að
Sovétrikin eru eina landið i
RGE sem hefur grætt — og það
gifurlegar fjárhæðir i gjaldeyri
— með þvi að krefjast hærra
verðs fyrir hráefnaútflutning
sinn til vesturlanda.
Ket fyrir olíu
Rétt er það að með mið-
stýringu efnahagslifsins þurfa
stjórnendur Austur-Evrópu-
landanna ekki að velta verð-
hækkunum alveg beint yfir á
neytendur. En greinilega
verður einhvern veginn að finna
fé til þessara aukagreiðslna:
með hægari hagvexti, frest-
uðum launahækkunum eða
niðurskurði á samneyslu.
Pólverjar hafa komist i vanda
vegna þess að þeir hafa neyðst
til að auka ketútflutning til að
geta greitt fyrir innflutning-
inn. Milli 1970 og 72 hélst út
flutningur þeirra á keti nokkuð i
horfinu en óx svo um 50% 1973.
Nú á útmánuðum hefur komið
til handalögmála fyrir utan ket-
verslanir i Varsjá vegna ket-
skorts. Með svipuðum hætti
auka ungverjar sölu á nautaketi
til Sovétrikjanna og má segja að
ketið borgi oliuna.
Lifa betur
en í Sovét
Ahrifamenn i Sovétrikjunum
skýra oliuhækkunina þannig að
þeir verði að greiða meira fyrir
kaup á iðnaðarvörum á vestur-
löndum og verði einhvern
veginn að fá upp i þann kostnað.
Austur-Evrópulöndin borga. En
fólk i þeim löndum, halda
sovéskir formælendur áfram,
verða að skilja það að lifskjör
þeirra eru betri en i Sovetrikj-
unum, en samkvæmt áætlun
RGE um jöfnuð skal þessi mis-
munur þurrkast út. En
sterkasta röksemdin er sjálf-
sagt sú að á liðnum árum hafi
sovétmenn greitt meira en
heimsmarkaðsverð fyrir
iðnaðarvörur sem þeir keyptu
af RGE-rikjum. Oft hefur verið
talað um að sovétmenn not-
færðu sér RGE til að féfletta ná-
granna sina en i rauninni var
þvi öfugt farið: sovétmenn
veittu þeim i viðskiptum
umtalsverða efnahagsaðstoö.
Framkvæmdalán
1 reynd eru þvi sovétmenn að
segja bandamönnum sinum i
Austur-Evrópu að timar
þessarar efnahagshjálpar séu
liðnir. Austur-Evrópulöndin
verði nú að leggja meira til
hliðar fyrir orku og flytja meira
inn að vestan jafnhliða þvi sem
Moskvu er greitt meira. Sovét-
menn fara einnig fram á það við
bandamenn sina að þeir fjár-
festi meira i Sovétrikjunum.
Flest af 30 framkvæmda-
áformum RGE þar sem um er
að ræða sameiginlega fjár-
mögnuð langtimaverkefni eru
einmitt staðsett innan Sovét-
rikjanna. Að visu fá Austur-
Evrópulöndin með þessu móti
tryggingu fyrir hráefnum i
framtiðinni, en i ýmsum til-
fellum eru þeir i reynd að lána
sovétmönnum fjármagn við
mjög lágum vöxtum, en af
skuldum sinum við vestrið
verða þau að greiða ofurháa
vexti.
Svo má benda á það dæmi að
rúmenar verða að flytja inn
vörur að vestan til þess að geta
staðið við skuldbindingar um
afhendingu á slikum vörum til
Sovétrikjanna.
Þríhyrningur
Oft er talað um tviblokka-
myndun i Evrópu þar sem
annars vegar sé vestrið og hins
vegar austrið. Það er hins vegar
ekki verra til skilnings á efna-
hagslegum veruleik álfunnar að
hugsa sér þrihyrning þar sem
Austur-Evrópurikin eru dæmd
til nokkuð vesældarlegs hlut-
skiptis klemmd á milli iðnaðar-
risa hinnar kapitalisku Vestur-
Evrópu annars vegar og hrá-
efnarisa Sovétrikjanna hins
vegar.
(Þýðing úr Guardian).
Þessi mynd er tekin af siglfirsku skíftafólki fnn á Hóli.
Mikið um að vera hjá
siglfirsku skíðafólki
Theodór Júliusson, iþrótta-
fulltrúi á Siglufirði, skrifar eftir-
farandi þann 22. april sl.
„Mikill almennur skiðaáhugi
hefur verið á Siglufirði i' vetur og
hefur fjöldinn allur af fólki á öll-
um aldri lagt leið sina fram að
Hóli, en það heitir iþróttamiðstöð
okkar siglfirðinga, til að ganga og
renna sér á skiðum sér til ánægju
og hressingar. 1 vetur hefur verið
haldið mikið af mótum, Siglu-
fjarðarmót i öllum greinum, og
einnig nokkur æfingarmót. Hefur
þátttaka i þessum mótum verið
góð.
Á sumardaginn fyrsta fór fram
göngumót milli norður- og suður-
bæjar, og voru það húsmæftur,
sem gengu 10 i hverri sveit og
gekk hver kona 2 km. Laugardag-
inn 26/4 fór fram svokölluð fyrir-
tækjakeppni, en i þá keppni sendu
flest öll fyrirtæki sveit. Var þetta
göngukeppni, þrir i sveit og
gengnir 3 km.
Aðstaða til veitningareksturs
að Hóli er orðin mjög góð og hef-
ur veitingasalan verið opin um
hverja helgi siftan um áramót.
Um hvitasunnuna fer fram hið
árlega Skarðsmót, sem er
punktamót i alpagreinum, og er
búist við það verði fjölmennt að
vanda. A 17. júni verður svo
unglingamót og hefur komið til
tals að auglýsa það sem opið mót,
en það hefur ekki verið ákveðið
enn.
Sunnudaginn 28/4 fór fram i
Fljótum keppni i göngu fyrir 17
ára og eldri Var þetta mót nýtt af
nálinni, en það var haldið til
minningar um Ölaf Gottskálks-
son, sem var frægur göngukappi.
Agúst Björnsson og Þuriður
Mariusdóttir gáfu stóran og
voldugan bikar i þessa keppni.
Næsta vetur verður þessi keppni
haldin á Siglufirði.”
Hjálpum
stríöshrjáöum
íIndókína
Giró
90002 20002
RAUÐIKROSS
ÍSLANDS
HJÁLPARSTOFN UN
KIRKJUNNAR
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, vörubifreiðar,
2ja tonna kranabifreið (Wrecker) og
nokkrar ógangfærar fólksbifreiðar er
verða sýndar að Grensásvegi 9 i dag, 6.
mai, kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala Varnarliðseigna.
VERKSTJÓRASAMBAND
ÍSLANDS
TILKYNNIR:
Fyrst um sinn, og þar til annað verður
ákveðið, verður skrifstofa sambandsins
opin mánudaga til föstudaga kl. 17-18.
Stjórnin