Þjóðviljinn - 25.05.1975, Blaðsíða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mai 1975
Sunnudagur 25. mai 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
MYND- OG HANDMENNTIR í GRUNNSKÓLANUM
AÐ VERA LÆS Á UMHVERFIÐ
...Strax hjá smábörnum finn-
um við þörfina til að kanna um-
hverfið, Iæra að þekkja og not-
færa sér þaö. Barnið getur mjög
snemma tjáð hugsun í mynd og
með myndmerkjum, mas. strax
á öðru ári. Það er af eigin hvöt
og meöfæddur eiginleiki hjá
barninu að þaö tjáir sig á mynd-
máli, en þaö myndmái er ekki
alitaf auðiesið fyrir hvern sem
er, enda oft byggt upp af tákn-
rænum merkjum og myndum...
Málræn kunnátta og þjálfun er
af mjög skornum skammti hjá
2—5 ára börnum og þ.v. er
hin myndræna þjálfun þess afar
þýðingarmíkil... Það er algengt
aö foreldrar og annað fullorðið
fölk reyna að leiðrétta eða
betrumbæta „ófullkomnar” (að
þeirra dómi) myndir barnsins.
Þessi veimeinta uppeldisfræði
hefur þveröfug áhrif á getu og
vilja barnsins til að tjá sig I
mynd. Ef myndir barnsins eru
ekki viðurkenndar og skiidar af
fullorðna fólkinu, uppfyllir
myndgerðin ekki þá brýnu þörf
barnsins að tjá sig f mynd.
Annað hvort fer þá barnið að
teikna myndir fyrir sig sjáift sér
til ánægju eða þaö lætur undan
kröfum þeirra fuilorðnu og
beygir sig undir formmál
þeirra. 1 þvi tilfelli verður barn-
ið oft óöruggt með sig sjáift,
sjálfsgagnrýni vex óhófiega og
smámsaman hættir þaö að gera
myndir....
... Á timum aukinnar iðnvæð-
ingar verður ekki gengiö fram
hjá þeirri staðreynd, að
ineginhluti þjóöarinnar vinnur
að verklegum störfum, og hiýt-
ur sá stóri hluti að eiga rétt til
góðrar undirstöðukennslu i
verklegum greinum þegar i
æsku. Mikilvægt er, að sá náms-
kjarni verkmennta, sem lagður
er, sé skipuiagður þannig, aö
hann veröi tenging til atvinnu-
greina þjóðlifsins. Fram til
þessa hefur verkkunnátta
alþýðu manna veriö á háu stigi
og á mörgum sviðum til fyrir-
myndar, en nú á timum neyslu-
þjóðfélags er verkkunnátta
almennings I hættu-, verður þvi
að teljast skylda okkar við
framtiðina að viðhalda þessum
menningarþætti þjóðarinnar, en
giata honum hvorki né rýra. Tii
að svo megi verða, hljóta verk-
menntir að skipa vegiegan sess
i skóiakerfinu...
Námsskrárnefnd mynd- og handmennta. Sitjandi frá vinstri: Katrfn Pálsdóttir myndlistarkennari,
Hólmfrfður Arnadóttir kennari viö KHl, Sigriður Halldórsdóttir vefnaðarkennari og Ingimundur ólafs-
son smiðakennari. Standandi frá vinstri: Júllus Sigurbjörnsson smiðakennari og Þórir Sigurðsson eftir-
litskennari og formaöur nefndarinnar.
Hugmynd myndiöanefndar að skipuiagi húsnæðis fyrir kennslu mynd-
og handmennta.
Sagt frá endurskoöun kennsluhátta í teiknun, smíðum, hannyrðum,
vefnaði og skyldum greinum. — Rætt við Þóri Sigurðsson og Hjálmar Þorsteinsson
um tilraunakennslu sem fram fór f fjórum skólum f vetur.
Margrét Jónsdóttir leiðbeinir 8 ára akurnesingum viö leirmótun.
Krossfestingin eftir 8 ára listamann.
í vetur fór fram I fjórum skól-
um á landinu tilraunakennsla I
tveim fyrstu bekkjum barna-
skóla. Þar voru gerðar tilraunir
með nýja kennsluhætti i náms-
gr. sem hlotið hefur nafnið mynd-
og handmenntir. Þessi grein
spannar og samþættir teiknun,
smiðar, hannyrðir, vefnað, leir-
mótun og fleiri skyldar greinar.
Forsaga þessa máls er sú að 29.
desember skipaði menntamála-
ráðuneytið nefnd sem hlaut nafn-
ið Myndiðanefnd. Hún var ein af
fjölmörgum nefndum sem starfa
skyldu að þeirri endurskoðun
námsskrár og kennsluhátta sem
grunnskólalögin gera ráð fyrir. í
nefndinni áttu þessir sæti: for-
maður var Kjartan Guðjónsson
kennari við Myndlista- og hand-
iöaskólann og aðrir nefndarmenn
Gislrún Sigurbjörnsdóttir kennari
við Réttarholtsskóla, Gunnar
Klængsson kennari við Kennara-
háskólann, Hólmfriður Árna-
dóttir kennari við sama skóla,
Július Sigurbjörnsson kennari við
Hvassaleitisskóla, Katri'n Páls-
dóttir kennari við Lækjarskóla i
Hafnarfirði, Valgerður Briem
kennari við MHÍ og Þórir
Sigurðsson eftirlitskennari.
Samræmd námsgrein
I erindisbréfi nefndarinnar er
hlutverki hennar lýst þannig: Til-
lögugerð nefndarinnar skal
grundvölluð á þeirri meginstefnu,
að I barna og gagnfræðaskólum
skuli gerð tilraun með samræmda
námsskrá og kennslu myndlista
og handiða. Er áformað, að
kennsla I hinni samræmdu náms-
grein — myndið — verði i forskóla
og á fyrstu árum barnaskóla
byggð á sameiginlegum stofni
frjálsrar myndlistar og handiða.
Sfðan verði gert ráð fyrir þvi, að
námsefnið greinist að nokkru i
þætti og að nemendur geti þ.á.m.
— varðandi tiltekinn hluta náms-
timans — valið milli ýmissa
greina lista og handiða. Jafnan
skal þó séð fyrir nánum tengslum
allra námsefnaþátta, þannig að
myndíð verði I reynd samræmd
námsgrein.
Auk þessa átti nefndin að gera
tillögur um markmið námsins,
kennslumagn, meginatriði náms-
efnis og röðun þess á 9 námsár,
tengsl myndiðanáms við aðrar
greinar, kennsluaðferðir og
kennsluskipulag, námsmat,
framhaldsvinnu að námsefni,
vinnuaðstöðu (þ.á.m. húsnæði),
kennslutæki og menntun kennara.
Leikur að
legg og skel
Nefnd þessi skilaði áliti i júni
1973 og hafði þá breytt nafni
námsgreinarinnar i mynd- og
handmenntir. Við berum fyrst
niður I kafla sem ber heitið
„Heildarmarkmið mynd- og
handmennta”. Þar eru markmið
kennslunnar I greininni m.a. orð-
uð svo:
1. Stuðlun að viðsýnum náms-
viðhorfum skólaskyldrar æsku,
að námskvöð verði vettvangur á-
hugasviða og námsnautnar, nem-
endur verði læsir á umhverfi sitt
og sjálfbjarga f verki.
2. Skapandi tilraunastarf með
fjölbreytilegan efnivið, unnið með
margvlslegum tækjum og aðferð-
um, þannig að hver verkmátinn
æfist strax frá blautu barnsbeini
sem leikur að legg og skel og
tengist I verkefnavali öðrum
skyldunámsgreinum grunnskól-
ans.
3. Lita-, forms- og efnisþekking
verði samhæfð núti'ma afstöðu til
vinnutækni og myndgildis, mótuð
af sögulegri yfirsýn um mynd-,
verkmenntunar- og tækniþróun
sem þátt umhverfismótunar
hvers timabils mannkynssögunn-
ar, þannig að fortiðin auðveldi
nemendum skyggni á þau nútima
viðhorf, er varða náttúruvernd og
vistfræðilega ábyrgð, sem mað-
urinnber gagnvart umhverfi sinu
i allri áætlun um framtiðarþróun
verkmennta.
Látum þetta nægja um mark-
miðin en snúum okkur að leiðun-
um, þeim breytingum sem nefnd-
in bryddar á að gerðar verði á
kennsluháttum.
Kennsla hefst fyrr
— timum fjölgar
Fram til þessa hefur kennsla i
smlðum og hannyrðum hafist i 3.
bekk barnaskóla en teiknun ári
siðar. Nefndin leggur til að þessi
kennsla hefjist strax i 1. bekk til
að byrja með en að hún nái siðar
meir til forskólans. 011 skipting
verkefna eftir kynjum á að
hverfa. Lagt er til, að kennslu-
stundum verði fjölgað. 1 tillögum
nefndarinnar er gert ráð fyrir að
þær verði 4 á viku i 1. og 2. bekk, 6
13.-6. bekk en i' 7.-9. bekk verði
4 skyldustundir og 2—3 valtimar.
Nái þessar tillögur fram að ganga
verður það alger nýbreytni að
nemendur fái að miklu leyti
frjálsar hendur um val á við-
fangsefnum á þessu sviði en þar
er af mörgu að taka.
Það er svo annað mál, hvort
þessi fjölgun kennslustunda nær
fram að ganga þar sem hinar
ýmsu kennslugreinar bitast hart
um tima barnanna. Þessar grein-
ar hafa löngum átt undir högg að
sækja og margir skólastjórar
fallið I þá freistni að skera niður
verklegar greinar vegna ágangs
þeirra bóklegu. Vonandi verður
þó ofan á sú aukna athygli sem
ráðamenn hafa sýnt verkmennt-
un að undanförnu, a.m.k. i orði.
Hitt ber svo einnig að lita á að
myndmál verður æ rikari þáttur i
umhverfi manna og þvi brýn þörf
á að kenna börnum að skilja
kjamann frá hisminu I öllu þvi
myndaflóði sem dengt er yfir þau
úr sjónvarpi, blöðum og viðar.
Að rækta gagnrýni.
Næstu kaflar nefndarálitsins
eru ýtarlegar tillögur um hvað
skuli kenna i hinum einstöku
greinum og er það of langt mál til
að þvi verði gerð einhver skil hér.
Sameiginlegt einkenni þeirra er
að stefnt er að þvi að vikka svið
kennslunnar, gera hana fjöl-
breyttari. Við skulum taka dæmi
af teiknun.
Fram til þessa hefur teikni-
kennslu verið ansi þröngur stakk-
ur sniðinn og kennarar haft litið
svigrúm til athafna þótt margir
hafi unnið afrek miðað við að-
stæður. Hafa þeir yfirleitt
orðið að takmarka kennsluna við
einföldustu atriði teiknunar og
litameðferðar. í tillögum nefnd-
arinnar er hins vegar gert ráð
fyrir að ekki verði látið staðar
numið við hreina myndsköpun
heldur verði barninu kennt að
lesa i mýndir. Myndin — hvort
sem það er teikning, málverk,
ljósmynd, kvikmynd, sjónvarps-
mynd — er tengd umhverfinu,
viðfangsefni hennar skoðað og
rætt, tæknin sem hún byggir á og
siðast en ekki si'st er nemandaiv
um kennt að beita þeirri tæjprti.
Lögð skal rækt við að ala með
honum gagnrýni, jafnt fagur-
fræöilega sem efnislega.
Þetta má segja að gildi um
myndhliöina. Um verkmennta-
fögin segir m.a. svo: — Efla skal
virðingu nemenda fyrir góðu
handbragði, fornu sem nýju, og
miða að þvi, að hver nemandi nái
þeirri hæfni að geta frjálslega og
með öryggi tjáð hugmyndir sin-
ar... Markmið hannyrðakennslu
er að kenna ýmiss konar vinnu-
brögð, vekja sköpunargleði hvers
nemanda, glæða með þeim feg-
urðarskyn og smekkvisi.
Þá fjallar álitið um skörun
mynd- og handmennta við aðrar
námsgreinar grunnskólans. Vita-
skuld er þar um margvisleg
tengsl að ræða og skulu nefnd
nokkur dæmi. Smiðar og hann-
yröar tengjast sögu og samfé-
lagsfræðum að þvi er varðar
vinnubrögð, vinnuhætti og verk-
færi, stærðfræði um mælingar
efnis, islensku með orðum og
orðasamböndum sem runnin eru
frá fomum vinnuháttum, efna-
fræði að þvi er tekur til hráefna
o.s.frv. Teiknun tengist t.d. eðlis-
og efnafræði að þvi er varðar lit-
róf og samsetningu lita, stærð-
fræði tengist mjög myndbygg-
ingu, hlutfallaskynjun og fjar-
viddarteiknun, tónlist og teiknun
falla mjög vel hvort að öðru,
listasaga er drjúgur þáttur
mannkynssögunnar, náttúran er
ótæmandi brunnur viðfangsefna
fyrir teiknara og svo mætti lengi
telja.
Framkvæmdir
Siðari helmingur álitsins fjallar
um framkvæmdahliðina. Þar eru
gerðar tillögur um námsbækur,
t.d. er bent á leiðir til að láta
námsbækur i öðrum fögum skar-
ast -vit) mypd- og handmenntir.
Einnig er þar fjallað um náms-
mat.
Næst er fjallað um húsnæði
fyrir mynd- og handmenntir.
Húsnæði fyrir þessar greinar hef-
ur löngum verið hálfgerð horn-
reka við skólabyggingar, oft er
það látið mæta afgangi og tefst
þvi iðul. ef fé er af skornum
skammti. I álitinu segir m.a.: —
Myndiðanefnd vill eindregið and-
mæla þeirri áráttu skólayfirvalda
og þeirra sem hanna skólabygg-
ingar að ætla kennslustofum stað
ikjallara. Það hefur iðulega orð-
Þessir sómamenn eru að fagna áramótum.
Atvinnulifið býöur upp á margvisleg viðfangsefni fyrir 8 ára barn
vopnað tússlitum.
Þessi náttúrulifsmynd 8 ára akurnesings er saumuð undir handleiðslu
Sigurlaugar Guömundsdóttur.
ið hlutskipti mynd- og hand-
menntagreina að vera holað niður
I slikar vistarverur. Þess konar
kennslustofur hljóta að hafa bæði
þrúgandi áhrif á nemendur og
kennara.
Siðan eru tiundaðar tillögur
nefndarinnar um húsnæði sem
hæfir þessum grenum. Gert er
ráö fyrir að höfuðgreinarnar
þrjár, teiknun, smiði og hannyrð-
ar, fái rúmgóðar stofur búnar
fjölbreyttum verkfærum, val-
greinar fái ýmist sérstofur eða
sameiginlegar og loks verði sér-
stakt húsnæði — kjarni — þar sem
hægt er að stunda hópkennslu
fyrir allt að 60 nemendur, þar á að
vera handbókasafn og aðstaða til
sýninga á kvikmyndum og
skuggamyndum. Þetta húsnæði
þarf svo að tengjast sérstofum
eða verkstæðum þannig að allur
samgangur sé auðveldur og þar
með að hægt sé að láta skörun
námsgreina njóta sin til fulls.
Sérstakur kennaraskóli.
Næsti kafli fjallar um menntun
kennara. Þar er bent á i upphafi
aö aukin skörun námsgreina
krefjist þess að menntun allra
kennara við grunnskólann verði
samræmd, þ.e. að ein og sama
stofnunin annist hana. Nú fer
kennaranám i mynd- og hand-
menntum fram i tveimur skólum,
teiknun og vefnaður i Myndlista-
og handiðaskólanum og smiðar
og hannyrðar við Kennarahá-
skólann. Nefndin komst að þeirri
niðurstöðu að við svo búið mætti
ekki standa þar sem þessir skólar
eru ólikir að allri gerð og ekkert
samband á milli þeirra. Gerir hún
það að tillögu sinni að stofnaður
verði sérstakur skóli, mynd- og
handmenntakennaraskóli, sem
taki við nemendum úr áðurnefnd-
um skólum og eirinigmenntaskól-
um, fósturskólum og fjölbrauta-
skólum og veiti réttindi til
kennslu eftir 1—3 ára nám, lengd-
in ræðst af undirbúningi nemand-
ans og þvi til hvaða skólastiga
kennsluréttindin ná. __
Næstu kaflar fjalla um kenn-
araþörf á sviði mynd- og hand
menntakennslu — niðurstaða: 486
kennara þarf til að annast alla
kennslu i þessum greinum i
grunnskólanum — námsstjórn og
eftirlit, innkaupastofnun til að
kaupa efni og tæki vegna mynd-
og handmenntakennslu og ferðir
á söfn og sýningar.
Nefndarálitinu lýkur svo á ýt-
arlegri framkvæmdaáætlun. Er
gert ráð fyrir að 10 ár taki að
koma kennslunni i endanlegt
horf. Á þeim tima þarf að halda
kennaranámskeið, endurskoða
námsskrár, námsefni og náms-
mat, kynna námsefnið og prófa
það og koma á kennslueftirliti.
Áætlunin hefur staðist
Til þess að annast framkvæmd-
ir var i ársbyrjun 1974 skipuð
Námsskrárnefnd mynd- og hand-
mennta (sjá mynd). Formaður
þeirrar nefndar er Þórir Sigurðs-
son eftirlitskennari og fengum við
hann til að segja okkur stuttlega
frá helstu störfum nefndarinnar.
— Meginverkefni nefndarinnar
er að semja námsskrá i þessari
grein og að fylgja eftir áætlun
myndiðanefndar. Við höfum
haldið vikulega fundi og eigum að
skila drögum að námsskrá I sum-
ar.
— En hvað með áætlunina, hef-
ur hún staðist?
— Já, hún hefur staðist að
mestu leyti og ekkert af þvi sem
hún gerir ráð fyrir hefur verið
fellt út. Við höfum haldið
námskeið fyrir þá kennara sem
hyggjast taka að sér tilrauna-
kennslu i greininni og komið.
þeirri tilraunakennslu af stað.
Þess utan höfum við leyst úr dag-
legum vandamálum og raunar
farið með námsstjórn i greininni
fyrir allt landið. Kennarar og
skólastjórar leita til okkar i vax-
andi mæli. Við höfum veitt ráð-
gjöf varðandi húsnæðismál grein-
arinnar, bæði vegna nýbygginga
og endurbóta á gömlu húsnæði.
Þá veitum við ráðgjöf varðandi
endurmenntun kennara og höfum
haft hönd i bagga með kennara-
námskeiðum, bæði úti um land og
á vegum Kennaraháskólans.
Námsstjóri skipaður
— Geturðu sagt okkur frá til-
raunakennslunni?
— Hún fór fram i fjórum
Framhald á 22. siðu.