Þjóðviljinn - 25.05.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN Sunnudagur 25. mai 1975 Björn Þorsteinsson svarar spurningunum: Hver er Lénharður? Hver er Eysteinn úr Mörk? Hver var Lénharður? Hver var þessi Lénharður sem Einar H. Kvaran skrifaði um leikrit, gerði að dönskum fógeta á Bessastöðum, afbrota- manni í embættismanna- hópi sem íslenski „höfðinginn" Torfi í Klofa tók svo af lífi? Viö báðum Björn Þorsteinsson, sagnfræðing að svara tveimur spurningum, þ.e. Hver var Lén- harður? Og hver var Eysteinn úr Mörk? Nafnið Eysteinn Brandsson úr Mörk er vel þekkt úr tslandssög- unni, hans er getið sem krafta- mannsins sem átján ára gamall varði dyrnar að Hrauni i ölfusi þegar Torfi i Klofa sótti að bænum og lét drepa Lénharð þar. Það var lika Eysteinn úr Mörk, sem árið 1527 glimdi á Þing- völlum fyrir hönd ögmundar Pálssonar, Skálholtgbiskups, við nöroienaing einn^ fulltrúa Jóns Arasonar. Og vitanlega vann Eysteinn þá viðureign, sagan segir að hann hafi „slegið hansk- ann úr höndum” Atla, manns Jóns Arasonar, hlaupið siðan undir hann og keyrt hann niður. En gefum Birni Þorsteinssyni orðið. „....einhvers konar strand- kafteinn" „Lénharður? Hann hefur verið einhvers konar standkafteinn, Gunnar Eyjólfsson sem „Lén- harður fógeti” — sem i leikriti Einars H. Kvarans er látinn vera danskur umboðsmaður, hæst- ráðandi á islandi, en var I raun þýskur óbótamaður. sennilega þýskur, nafnið bendir til þess, kannski Hamborgar- maður, kaupmaður hugsanlega eða umboðsmaður kaupmanna. Eina heimildin sem getur um Lénharð er rifrildi úr bréfi, bréf- ræksni, eins konar dánartil- kynning. t Islensku fornbréfa- safni segir frá bréfi sem Stefán Jónsson, Skálholtsbiskup, sendi ættingja Lénharðs, ónafn- greindum manni sem hér hefur verið staddur, og i bréfinu fer Stefán fram á 300 kýrverð í bætur fyrir þann óskunda sem Lén- Draugasaga myndskreytt Nelson Gerard heitir ungur kanadamaður frá Manitoba, sem Lög- berg-Heimskringla segir að dvelji nú á Islandi. Hann hefur gert mynd þessa sem hér birtist viö Islenska draugasögu — heitir myndin Egill á Hjálmsstöðum. harður hefur gert hér á einu vori. Hann hefur drepið mann, stolið rekaviði af kirkjunni og stórmeitt mann einn á páskadag. Það er enginn sögulegur fótur fyrir myndinni Lénharður fógeti, ekkert annað en nafnið Lén- harður og svo Eysteinn úr Mörk, sem er reyndar gerður að um- renningi. Nöfnin i myndinni eru kunnug, ekkert annað. Bréfið frá Stefáni biskupi til ætt- ingja Lénharðs mun vera frá 1497, það sem öðru megin er á þvi skinnblaði, en hinum megin er bréfságrip Stefáns þar sem hann fer fram á gjöld fyrir „stórbrota- manninn sem greindur Lén- harður var”. Hann er ekki titlaður eitt eða neitt, enda ekki danskur umboðsmaður. Hann er útlendingur, ekki dani, kaup- maður eða sjóræningi og biskup vill fá 300 kýrverð ef Lénharður á að fá leg i kirkjugarði. Ribbaldaöld A þessum tima er ribbaldaöld mikil hér. Torfi i Klofa er ekkert annað en ribbaldi, og erfitt að gera einhvers konar landsföður úr honum. Lénharður er svo i samræmi við heimildina sem til er um hann, ræksni, eða þýskur rekabútur hér. Eysteinn úr Mörk er hins vegar söguleg persóna og til heimildir um hann. Reyndar ekki samtima heimildir, en Jón Egilsson, sem var prestur á Hrepphólum, skrifaði biskupaannála fyrir Skálholtsbiskup eftir aldamótin 1600. Afi þessa Jóns, var Einar prestur Ólafsson, sem var prestur á Görðum á Álftanesi, fæddur fyrir 1500 og var m.a. prestur þeirra Bessastaðamanna, og hann er heimildarmaður séra Jóns Egilssonar. f þessum biskupaannálum segir frá Heklugosi árið 1510, Þá er Eysteinn Brandsson bóndi á Mörk á Landi, næsta bæ við Klofa. Þegar gosið brýst. út, flýr Eysteinn, kona hans og annar maður frá Mörk. Maðurinn lét lifið i grjótfluginu, en Eysteinn komst „barinn mjög og stirður” að næsta bæ, en konan liföi af með þvi að Eysteinn þakti hana þófum og öðru og skildi hana eftir á flótt- anum undir barði. LÉNHARÐUR? Þýskur rekadrumbur Björn ingur. Þorstcinsson, sagnfræð- úr ribbaldaflokki Lén- harðs í ribbaldaf lokk Torfa Eysteinn kemur fyrst i söguna, þegar hann er i flokki með Lén- harði og ver dyrnar að Hrauni i ölfusi fyrir mönnum Torfa. Torfa þótti svo mikið til um manninn, að hann tók hann i flokk sinn og hefur sennilega sett hann niður i Mörk þar sem hann bjó siðan. Næst greinir frá honum þegar hann barðist við norðlendinginn. Þeir komu til þings fjölmennir, ögmundur Skálholtsbiskup og Jón Arason. Jón með 900 manna, en ögmundur með 1300. Sagan segir að góðir menn hafi gengið á milli og það orðiö úr að einn úr hvorum flokki flygjust á. Það er nú reyndar ótrúlegt, að þeir hafi sérstaklega verið að fljugast á fyrir biskupana, en svona er sagt frá þvi. Torfi flogaveikur? A einum stað segir frá þvi, að Torfi i Klofa hafi verið á þingi. Þá sjá menn hvar dökkur hnoðri tekur sig upp inni á Skjaldbreið, flýgur yfir Þingvelli og steypir sér yfir Torfa. Við þetta fær hann óskaplegt flog og urðu átta menn að halda honum og var hann siðan bundinn. Svo bað biskup fyrir honum og söng messu og batnaði honum við það. Um viðureign Torfa og Lén- harðs segir aðeins i biskupa- annálum: „Torfi lét drepa á Hrauni i ölfusi þann útlenda mann er Lénharður hét. Hann hafði sest með ránum að Arnar- bæli og heitast við að drepa Torfa”. Ekkert danskt ofbeldi Þvi er svo við að bæta, að hér var á þessum tima engu dönsku ofbeldi beitt eða lögregluliöi fyrr en ögmundur var tekinn. Danir réðu á þessum tima ekki við Atlantshafið, þeir áttu engan flota, þetta var hálfgerð sjó- ræningjaöld. Danir þorðu varla austur fyrir fjall og alls ekki norður. íslenskir höföingjar notuðu danska embættisvaldið sjálfum sér til hagsbóta, gegn hver öðrum á vixl.” „...leitt hvernig þeir fóru meö Eystein" Sögufróðir menn hafa nokkrir haft samband við blaðamann og verið leiðir yfir þvi, hvernig farið er frjálslega með söguna i mynd- inni Lénharður fógeti. Vitanlega er hverjum rit- höfundi eða handritshöfundi frjálst að semja skáldverk og styðjast við eitt eða annaö úr sögunni, t.d. mannanöfn og hag- ræða siðan atburðum eftir þörfum, eða eins og Björn Þor- steinsson komst að orði: „Látum það vera með Lénharð, en það var leitt hvernig þeir fóru með Eystein úr Mörk”. Úrval íslenskra Ijóða Fær bókmenntaverðlaun Skáidkonan Maj-Lis Hoim- berg, lektor við Helsingforshá- skóla, hiaut nýlega bókmennta- verðlaun finnska rikisins fyrir ljóðaþýðingar. Sl. vetur kom út eftirhana úrval islenskra ljóða i sænskri þýðingu, en ljóð þessi voru eftir Stein Steinarr, Jón úr Vör, Hannes Pétursson og Snorra Hjartarson. Maj-Lis Holmberg dvaldist hér á landi sl. sumar og las þá meðal ann- ars úr ljóðaþýðingum sinum i samkomusal Norræna hússins. lummælum þeim, sem fylgdu verðlaunaveitingunni, sagði svo: I ljóðabókinni „Mellan fjall och hav”, þar sem fjögur meðal merkustu islenskra ljóðskálda þessara tima eiga kvæði, hefur Maj-Lis Holmberg túlkað nú- tima islenska ljóðagerð af kunn- áttu og alúð og með nákvæmni og smekkvisi jafnframt nær- færni og næmri kennd fyrir is- lensku og sænsku skáldamáli. Ljóðaúrval þetta er í heild mik- ilvægt framlag til aukinnar þekkingar á islenskum bók- menntum, einangruðum tungu- málsins vegna, en þær hafa frá lokum siðari heimsstyrjaldar lifað skeiö ólgu og endurnýjun- ar. Verðlaunahafarnir, sem hlutu rikisbókmenntaverðlaun- in að þessu sinni voru 19 finnsku- og sænskumælandi rit- höfundar og þýðendur, og fengu 3.000 mk hver.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.