Þjóðviljinn - 25.05.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mai 1975 NIELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Sveinn Björnsson Sundsprettur i morgunsárinu. Vinna frá kl. 8.30 við rannsóknir á glæpamálum hafnfirðinga. Sjónvarpið á kvöldin. Afrakstur næturinnar: 84 oliumálverk sýnd á Kjarvalsstöðum. Sveinn Björnsson hefur að sögn málað f mörg ár, og sýnt víða, m.a. í Bandarikjunum, Þýskalandi, JUgóslaviu og Dan- mörku, og hlotið lofsamlega dóma. í sýningarskrá eru tind til fáein dæmi úr dómum danskra gagnrýnenda, sem féllu Ur pennum þeirra i tilefni sýningar listamannsins á Charlottenborg 1965; og er þar ekki um að villast. Fagurgalinn þá virðist þó dálitið á skjön við sýninguna nUna: annaðhvort hefur listinni hrakað á undan- förnum 10 árum, eða þá danskir gleymdu gleraugunum heima er þeir rýndu i verkin. Ég bið Svein Björnssonar afsökunar á þvi að nota þessi ummæli sem stökk- pall til smávegis ræðuhalds um erlenda umfjöllun á islenskri myndlist, — hann hefur ekki veikara bak en aðrir. t augum NorðurlandabUa eru Islendingar útkjálkaþjóð, menningarlegt afbrigði i bók- menntalegum skilningi og sér- stakt sem slikt, en að öðru leyti viðmiðunarlausir sérvitringar sem byggja á engri hefð. Þeir skoða list vora umburðarlynd- um augum; kurteisi þeirra er i fullu samræmi við framlag þeirra til samnorrænna frænd- semiskipta: litla barnið f vestri er meðhöndlað eins og hvftvoð- ungur og hjalað góðlátlega við það. Og þegar „frændur vorir” lita sendingar vorar jesúsa þeir um samband listamanns og náttúruhamfara, safa jarðar- innar og glóð hraunsins, striða Valtýr Síðara bindi islenskrar mynd- listarsögu Björns Th. Björns- sonar lýkur án þess að Septem- bermannanna svokölluðu sé að ráöi getið, þeirra manna sem stormuðu til landsins i striðslok uppfullir af þeim nýjungum sem gerjast höfðu i myndlist Evrópu I þrjá áratugi, — og vegna vönt- unar á öðrum upplýsingaritum Islenskrar myndlistar, þá eru þessar hræringar sveipaðar móðu og rómantiskum minnum. Þeir sem fæddir eru eftir 1950 hafa aldrei kynnst myndlist eftirstriðsáranna, Listasafn ís- lands á fá verk, megnið mun hafa verið málað yfir, örfá eru i einkaeign. Hægur vandi væri að fletta upp i Urklippusöfnum dagblað- anna og einstakra listamanna og tina þaðan ýmislegt merki- legt til sönnunar um aldarand- ann. Viðbrögð almennings gagnvart nýrri myndlist, og þá ekki sfður viðbrögð eldri mynd- listarmanna, voru yfirleitt fjandsamleg, — og á það sér eðlilegar skýringar sem ekki verða raktar hér. Valtýr Pétursson hefur að nokkru leyti leyft okkur að skyggnast innf fortiðina með upphengingu 30 sýnismynda frá þessum árum, og er ljúft að þakka það framtak. Listamað- urinn virðist þó vera tvibentur i afstöðu sinni til æskuverkanna. AFERLENDUM BOKAMARKAÐI Art and Photography. Aaron Scharf. Penguin Books 1974. Höfundur segir i formála, að hann fjalli einkum um ljósmynd- un og málaralist i Englandi og Frakklandi, en ræði einnig þýð- ingarmikla þætti efnisins i öðrum löndum, svo sem á Italiu, Þýska- landi, Rússlandi og f Bandaríkj- unum. Eftir að ljósmyndatæknin fullkomnaðist, gátu listmálarar Sveinn Björnsson: Sá guli er góöur storma og él: allt þekkja þeir likt og skrifborðið sitt! Gagn- rýnendur skynja myrk djúp þjóðarinnar Ur fjarlægð, finna hjarta landsins slá við brjóst sér. fslendingurinn trúir og treystir, þvi ,,öll frægð kemur að utan”; hann sogar að sér mælgina og yljar upp afkima sálarinnar. „Lofsverð ummæli” eru sem smyrsl á minnimáttar- kenndina, þá minnimáttar- kennd, sem dómgreindarskort- ur Islensku þjóðarinnar hefur búið henni: þeir hlusta eftir þessu ómerkilega og ómaklega brandarastagli sem teygar kraftinn Ur gáfum þeirra, og Ut- koma listrænnar glimu verður hálfdrættingur á við það -sem hægt er. Hvað er i'slensk list? Er hún sérþróað fyrirbrigði, án tengsla við listir heimsins? Hvaða Is- lenskur listamaður stendur það hátt að vera annarra þjóða listamönnum viðmiðun? Til hvers eru islendingar að send- ast Utum heim með afvatnaða vöru sina, fáum til gleði, engum til gagns, og sjálfum sér til ó- þurftar? Hvenær ætla islending- ar að sýna umheiminum eitt- hvað sem ekki hefur sést áður? O.s.frv. Ein er sU leið til sem hægt er að fara: listframleiðslu i land- inu verður að búa við þær að- stæður að erlendir listamenn flykkist hingað i hópum. Með rausnarlegum fjárveitingum af hálfu hins opinbera mætti búa svo um hnútana að hér verði deigla viðburðanna ekki ómerkari en verið hefur annars staðar i heiminum — og þá fyrst getur framlag islenskra lista- manna orðið merkileg vara, myndlist i miðpunkti viðburð- anna. Um sýningu Sveins Björns- sonar er fátt að segja, hún er byggð samstæðum verkum gerðum af ofsa og krafti og miklum dugnaði, listamaðurinn málar augsýnilega beint Ur túp- unum og þroskar ekki sjálfs sin litaskyn, myndbygging er ein- hæf og teikningu ábótavant. 1 heild er sýningin safn ófull- gerðra verka, mörg frumdrög myndar sem gæti orðið betri. Vegna þess að Sveinn Björns- son er hæfileikamaður og hefur öll skilyrði til að verða gildur málari, þá vil ég vinsamlegast benda honum á að skoða verk sin i raunsæju ljósi hlutlausrar sjálfsgagnrýni, með hjálp reyndra manna, og breyta sam- kvæmt niðurstöðunni. Hann mun þá væntanlega mála yfir myndii-nar og byrja upp á nýtt. Frá sýningu Valtýs í grautarlegu viðtali i Mbl. 17. mai sl. gefur hann Ut alls konar yfirlýsingar og afsakanir, likt og hann skammist sin fyrir að hafa verið i uppreisn hér áður, — og getur slikt verið tengt þumbaralegu viðmóti hans gagnvart tilraunum yngri manna nU. „Þetta er eiginlega ekki mál- verkasýning i venjulegum skilningi” „Ég segi ekki heldur að þessar myndir séu mjög góð myndlist. En ég held að þetta sé svolitið merkileg myndist”. „Þessi sýning er sjálfsagt óðs manns æði”! Sannast sagna er engin á- stæða fyrir Valtý Pétursson að kvarta, myndir hans eru, eins og tilraunir ungs fólks jafnan eru, undir áhrifum ýmissa lista- manna, erlendra og innlendra, sumar eru losaralegar, aðrar eru rökvist málaðar. Sá sem þetta skrifar er að sinu leyti harðánægður með sýninguna, og vonandi verður framhald á svona yfirlits- eða upprifjunar- sýningum i framtiðinni, þær fylla uppi eyðurnar og veita ný- tilkomnum listunnendum mik- ilsverðar upplýsingar um for- tiðina. Og ekki sist er það eldri listamönnum hollt að rifja upp baráttu sina gegn fordómum hér áður fyrr, þeir skilja þá kannski betur broddinn i verk- um ungdómsins núna. ekki gengið fram hjá henni og ljósmyndarar hlutu að skynja umhverfi sitt að nokkru með aug- um málarans. I þessu merka riti lýsir höfundur vixlverkunum þessara greina hvor á aðra, rekur áhrif ljósmynda á sköpun mál- verka og öfugt og rekur siðan ýmsar afleiðingar, svo sem hvernig ljósmyndun leysti lista- manninn undan kvöð raunsæis og ýtti undir frjálsari og persónu- legri tjáningu á léreftinu. Höf- undurinn sýnir mörg dæmi um áhrif greinanna hvor á aðra bæði i texta og með myndsamanburði. Þetta er merkileg bók, vel unnin og ýtarleg. Höfundurinn, sem er bandarikjamaður, hefur áður sett saman rit um listræna ljósmynd- un. Centennial. James A. Michener. Secker and Warburg 1974. Höfundurinn hefur fengist við margt um ævina, bækur hans eru vinsælar og hann hefur sett saman bæði skáldsögur og ferðabækur þ.m. Ibera, bók um Spán. Honum er einkar lagið að segja sögu og i þess- ari skáldsögu nýtur hann sin er einkar lagið aö segja sögú og i þessari skáldsögu nýtur hann sin vel. Sagan er rúmlega niu hundruð blaðsiður, og er ekki of löng. Hann segir hér sögu, sem hefst á forsöguöldum og lýkur á vorum dögum. Sögusviðið er einkum Colorado, og meginhluti sögunnar gerist á siðustu tveim öldum. Fjöldi persóna kemur við sögu, indiánar, veiðimenn og nautasmalar, styrjaldir hvitingja og indfána eru dregnar eftir- minnilega upp og nautahjarðir 19. aldar spretta Ut Ur siðum bókar- innar og það fjölbreytta mannlif, sem þeim fylgdi. Sögunni lýkur með frásögnum og lifi Garretts, sem tengir saman nútlð og fortfð þessara mörgu alda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.