Þjóðviljinn - 03.06.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. júnl 1975 . DWDVIUINN MÁLGAGN SQSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR ,0G ÞJÖÐFRELSIS tltgefandi: Otgáfufélag Þjóövlljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann |Rj|stjórar: K-jartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson (Jmsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. i. TAFARLAUSA SAMNINGA Rikisstjórnin reiddi hátt til höggs með bráðabirgðalögum sinum á fimmtudaginn var. Hún braut stjórnarskrána með þvi að reka alþingi heim um hvitasunnu i þvi skyni að beita bráðabirgðalögum og leysa með valdi vandamál sem upp var komið meðan alþingi sat og alþingismenn ræddu daglega siðustu daga þingsins. Vitað er að i fórum rikisstjórnarinnar eru önnur bráðabirgðalög um hliðstæða valdbeitingu gegn sjómönnum á stóru togurunum; bæru bráðabirgðalögin um verksmiðj- urnar tilætlaðan árangur átti að gefa lögin um togarana út þegar s.l. föstudag. Gengi þetta allt að óskum átti gatan að vera greið til þess að beita hliðstæðri valdniðslu gegn öllum aðildarfélögum Alþýðusam- bands Islands sem boðað hafa til alls- herjarverkfalls llta júni, verði ekki búið að semja áður. Þetta var hernaðaráætlun rikisstjórnarinnar, ástæðan fyrir óða- gotinu þegar alþingi var rekið heim. Svo vissir voru ráðherrarnir um að þessi áætlun stæðist, að fimm þeirra fóru i lúxusferðir út um heim — það átti að vera auðvelt verk fyrir Gunnar Thoroddsen, Halldór E. Sigurðsson og Vilhjálm Hjálm- arsson að meta hvenær fyrstu bráða- birgðalögin skyldu gefin út. Og Gunnar Thoroddsen var auðvitað áfjáður að vinna þetta verk meðan hann sat i þeim stóli sem hann telur sér einum sæma, á hægindi forsætisráðherra. En það fór svo eins og oft þegar hæst er reitt til höggs að lagið geigaði. Jafnt stjórn A.S.Í. sem verkafólks i rikisverksmiðj- unum voru sammála um að slikri vald- niðslu og stjórnarskrárbroti mætti ekki una. Vinna var ekki hafin i verksmiðj- unum og tilraunir til þess að brjóta sam- stöðu verkafólks reyndust engan hljóm- grunn hafa. Viðbrögð málgagna Sjálf- stæðisflokksins voru ofsafengnari en dæmi er um áratugum saman. Visir likti forustumönnum verklýðsfélaganna við Lénharð fógeta og spurði af ákefð; Hvar er Torfi i Klofa? Nú skyldu hafin mannvig á íslandi. ,,Blóðnæturnar eru bráðastar” sagði Morgunblaðið i forustugrein næsta dag. Manndráp og blóð voru þeir atburðir sem ritstjórar ihaldsblaðanna sáu fyrir augum sér. En eins og verða vill um heiftaryrði eru þau oftast til marks um máttleysi. Gunnar Thoroddsen flikaði að visu eðlislægum hroka sinum i hljóðvarpi og sjónvarpi á föstudagskvöldið var, en hann lagði jafn- framt áherslu á að bráðabirgðalögin féllu sjálfkrafa úr gildi um leið og samningar hefðu tekist. Þá þegar hafði rikisstjórnin komið þeim óskum á framfæri við verk- lýðsfélögin að þau tækju upp nýjar samningaviðræður án tafar. Þær viðræður hófust i gær og halda enn áfram þegar þetta er skrifað. Af sinni hálfu lögðu verk- lýðsfélögin áherslu á vilja sinn til þess að koma málum á eðlilega samningabraut með þvi að heimila takmarkaðar undanþágur til efnistöku við Mývatn og afgreiðslu á sekkjuðum áburði og sementi frá birgðageymslunni á Ártúnshöfða. Fyrir þær undanþágur verður að sjálf- sögðu tekið tafarlaust ef samningavið- ræður þróast ekki á eðlilegan hátt, og vinna i verksmiðjum við framleiðslu og sekkjun hefst auðvitað ekki fyrr en samningar hafa tekist. Vonandi hefur rikisstjórnin lært af þeim mikla ósigri sem hún hefur þegar beðið, en til þess þarf áfram að beita hana fyllsta aðhaldi. Samstaða starfsfólksins i rikis- verksmiðjunum er til fyrirmyndar um það hvernig launafólk verður að berjast i sam-- ræmi við hið helga boðorð verklýðshreyf- ingarinnar: einn fyrir alla og allir fyrir einn. Það varð hlutverk starfsfólksins i verksmiðjunum að sanna rikisstjórninni að kjörum og réttindum launafólks yrði ekki ráðið til lykta með nauðungarlögum; þetta hefur þegar verið sannað að hluta og verður vonandi sannað að fullu áður en langur timi liður. Þess ber að krefjast að rikisstjórnin semji án tafar við starfs- fólkið i verksmiðjunum, jafnframt þvi sem gengið verði frá óhjákvæmilegum samningum við áhafnir stóru togaranna. Þá og þá fyrst er hægt að taka til við heildarsamningana i eðlilegu andrúms- lofti; þau átök sem nú standa yfir eru eins og kunnugt er aðeins aðdragandi annarra og miklu viðtækari atburða. —m LIPPT... „Öllum til + • ' 99 tjons Aðalatvinna hans er að sögn sú áð vera blaðafulltrúi stærstu sölusamtaka frystihúsaeigenda. Sem slíkur sendir hann frá sér svofellda ályktun: „Kröfur launþegasamtak- anna um 38% kauphækkanir eru þvi óraunhæfar og ofviða greiðslugetu frystihúsanna. Væri gengið að framangreind- um kröfum þýddi það að fram- leiðslukostnaður hækkaði á einu ári um eigi minna en 2000 milj. kr. og er þá ekki reiknað með þeirri útgjaldaaukningu, sem hlyti að fylgja i kjölfarið vegna fiskverðshækkana. Afleiðingin yrði annað hvort stöðvun frysti- húsanna, gengislækkanir eða aðrar álika efnahagsráðstafan- ir, sem teljast verða neyðarúr- ræði, öllum til tjóns”. Þessi ályktun frystihúsaeig- enda innan SH ber með sér, að hér talar sá sem þykist hafa valdið um þessar mundir og rik- isstjórn tslands i vasanum. Blaðafulltrúi sá, er áður getur, er lika einn af þingmönnum stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis- flokksins. Hann veit hvað hon- um sjálfum er fyrir bestu um þessar mundir. En hitt þykir mörgum furðu- legra, að þessi sami maður skuli vera formaður i Verslunar- mannafélagi Reykjavikur og einn af æðstu forustumönnum Alþýðusambands Islands, kos- inn á þingi þeirra samtaka. Skyldu þvi ekki flestir verka- lýðssinnar sammála um að að- ild slikra manna að æðstu stofn- unum verkalýðssamtakanna sé „öllum til tjóns”? Eða hvað yrði sagt, ef Björn Jónsson eða Eð- varð Sigurðsson gerðust slikir liðsmenn atvinnurekenda — tækju laun fyrir að dreifa áróðri þeirra? Það yrði kannski ekki mikið sagt, en trúnaðar nytu þeir ekki stundinni lengur; þeir yrðu settir af. Það þarf að ger- ast með „verkalýðsleiðtoga” ihaldsins. 200 milurnar á NATÓ- fundinum Viðræðurnar um stækkun land- helginnar i 200 milur eru þega^ hafnar, þótt rfkisstjórnin hafi ekki enn dagseítj útfærsluna, né gefið yfirlýsingu um, hvort til greina Ipmi að veita einhverjar undanþágur til veiða innan fisk- veiðilandhelginnar til stórþjóð- anna. ] A NATÓ-fundi æðstu manna Hvaö fór þeim á milli um 200- milurnar I Brttssel? Geir. Morgunblaðið laxerar Morgunblaðiö er stærsta blað á tslandi. Ritstjórar þess eru þar af leiðandi ákaflega valda- miklir menn. Það kemur fram i skrifum þeirra og stundum stig- ur valdið þeim til höfuðs. Stund- um skin litillætið úr hverri linu sem þeir skrifa. Annar ritstjóri Morgunblaðs- ins er verðlaunaskáld. Hann beitir stundum næsta markviss- um samlikingum i blaði sinuj þegar honum tekst best upp eru þessar afurðir ritstjórans gefn- ar út i bókum. Þess vegna er hann verðlaunaskáld. Ein slik samliking birtist i Reykjavikurbréfi Morgunblaös- ins á sunnudaginn, en bréf þetta er eins konar innanhússstjörnu- spá Sjálfstæðisflokksins. I téðri samlikingu likir Morgunblaðs- ritstjórinn verkföllum við magaveiki, þjóðfélaginu við magaveikisjúkling, en rikis- stjórninni við laxeroliu. Bendir Matthias: Hinn næmi þjóðfé- Iagsspámaöur skáldritstjórinn á, að „menn tala jafnvel um að þjóðfélagið þurfi að „laxera” að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ára- tug, þvi að verkföll séu þjóðfé- lagsátök, þar sem verkalýður sýni mátt sinn og megin”. Þessi athyglisverða samlik- ing er til marks um hinn næma skilning ritstjórans á þjóðfélag- inu og þörfum þess. —s. hefur Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, rætt við Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATÓ, Callaghan, utanrikisráðherra breta, Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, og liklega . einnig Harold Wilson, forsætis- \ ráöherra breta. Það er ástæða fyrir almenning • að gefa þessum viðræðum gaum og fylgjast vel með eftirleiknum. Hvað hefur farið á milli Geirs og forystumanna stórþjóðanna og hvaða vonir hefur islenski for- sætisráðherrann vakið þeim i brjósti um undanslátt i land- helgismálunum? Það mun koma i ljós á næstu mánuðum. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.