Þjóðviljinn - 03.06.1975, Blaðsíða 16
• Priöjudagur 3. júni 1975
Kísilgúrverksmiðjan
Aðeins
unnið
að
dælingu
Ekkert er unniö við kisilgúr-
verksmiðjuna við Mývatn utan
livað leyft hefur verið að dæla
kisilgúr úr vatninu i þrær verk-
smiðjunnar. Var unnið við það
allan daginn i gær og búist var við
að það yrði áfram leyft i dag.
—S.dór
Lögreglan í Ródesíu
Drepur
þrettán,
særir
tuttugu
og átta
Oeirðir urðu meðan
ANC þingaði um
úrslitakosti Smiths
Salisbury 2/G rcuter — Lögreglan
i höfuöborg Kódesiu, Salisbury,
skaut 13 svertingja til bana og
særði 28 til viðbótar i óeirðum
sem urðu við fund Afriska þjóðar-
ráðsins (ANC) i gær. 40 svertingj-
ar voru handteknir og er búist við
aö þcir mæti fyrir rétt i dag.
Óeirðirnar urðu meðan stjórn
ANC var að ræða úrslitakosti sem
Ian Smith forsætisráðherra
Ródesiu hafði sett samtökunum,
sem eru einu löglegu samtök
svertingja i landinu, ef af stjórn-
arskrárráðstefnu um framtiðar-
skipan mála i landinu ætti að
verða.
Fjöldi blökkumanna safnaðist
saman utan við bygginguna og
kom til átaka milli fylgismanna
tveggja frelsishreyfinga, ZANU
og ZAPU. Lögreglan réðst þá á
hópinn með skothrið og féllu
fimm en átta særðust. Við þessa
atburði dreifðist hópurinn um
nærliggjandi hverfi, kveikti i bil-
um, verslunum og krám. Lög-
reglan hóf þá aftur skothrið, felldi
8 til viðbótar og særði tuttugu.
Einnig voru 40blökkumenn hand-
teknir.
ZANU og ZAPU sameinuðust i
desember sl. innan ANC. Siðan
hafa hvað eftir annað blossað upp
deilur milli þeirra og eftir fundinn
I gær lýsti fulltúri ZANU þvi
yfir að hreyfingin myndi ekki
taka þátt i fundi sem ANC óskaði
eftir að haldinn yrði á fimmtu-
daginn með þátttöku Smiths.
Rikisstjórnin hefur ekki enn svar-
aö þeirri beiðni ANC. ANC for-
dæmdi aðgerðir lögreglunnar eft-
ir fundinn i gær og vitti jafnframt
hreyfingarnar tvær fyrir að koma
af stað óeirðum.
500 tonn af
sementi fóru
á svipstundu
Ekkert unnið i sementsverksmiðjunni i gœr
Það var handagangur í
öskjunni við afgreiðslu
sementsverksmiðjunnar
við Ártúnshöfða i gær-
morgun þegar leyft hafði
Gifurleg bilalest myndaðist við Áburðarverksmiðjuna i morgun og
tókst ekki að afgreiða nema hluta vörubifreiðanna I dag.
Örtröð við Aburðarverksmiðjuna:
Á annað hundrað
bíla komu í gær
en aðeins um 50 þeirra fengu afgreiðslu í gœrdag
Löngu fyrir kl. 8 i gærmorgun
hafði myndast löng biðröð af
bifreiöum fyrir utan Áburðar-
verksmiðju ríkisins og töldust
þeir vera orðnir 60 þegar af-
greiðsla á sekkjuðum áburði
hófst i gær. Og rétt fyrir klukk-
an 17 i gærdag þegar afgreiðslu
var rétt að Ijúka biðu enn á milli
40 og 50 bifreiðar en þá taldi
Grétar lngvarsson skrifstofu-
stjóri áburðarverksmiðjunnar
að yfir 50 bifreiðar hefðu verið
afgreiddar.
Alls munu það vera um 300
tonn sem til voru hjá verksmiðj-
unni af sekkjuðum tilbúnum á-
burði, en aftur á móti eru til
sekkjuð um 6500 tonn af áburði
en það er allskonar séráburður
fyrir landgræðsluna o.fl. aðila
og til þess að bændur geti notað
hann þurfa þeir að blanda hann
sjálfir.
Grétar taldi að i gær hefðu
verið afgreidd á milli 5 og 7
hundruð tonn af áburði og unnu
alls 60 menn við þessa af-
greiðslu I gær og verður haldið
áfram að afgreiða áburð i dag.
Um 100 bilar biðu við Aburðar-
verksmiðjúna I gærkvöldi og er
talið ósennilegt að takist að af-
greiða þá alla i dag.
Nokkrir kaupfélagsbilar
komu til að taka áburð i gær, en
mest var um bifreiðar á vegum
bændanna sjáifra, einkum
bænda á Suðurlandsundirlendi
en þeir voru verst settir með á-
burð.
Fyrir utan afgreiðslu á sekkj-
uðum áburði var ekkert unnið
við áburðarverksmiðjuna i gær
frekar en við sementsverk-
smiðjuna, og verður það ekki
gert fyrr en samningar hafa
tekist i deilunni. —S.dór
verið að afgreiða það
magn af sementi sem þar
var til. Alls munu hafa
verið til um 500 tonn af
sementi og hvarf það
magn á svipstundu.
Um 100 tonn voru til af sekkjuðu
sementi og var það selt til ein-
staklinga en þau 400 tonn af lausu
sementi sem til voru á tönkum af-
greiðslunnar voru seld til steypu-
stöðvanna, þannig að hægt ætti að
vera að steypa eitthvað i dag og á
morgun.
Við sementsverksmiðjuna á
Akranesi var ekkert unnið i gær
en þaðan er ekkert sement af-
greitt. Ekkert var flutt af sementi
til Reykjavikur, hvorki sekkjað
né laust.
Meira verður þvi liklega ekki
afgreitt af sementi fyrr en deilan
milli rikisverksmiðjanna og
verkalýðsfélaganna leysist.
—S.dór
Samninga-
fundur í dag
klukkan 5
Fundur9 manna nefndar
ASí og vinnuveitenda stóð
stutt í gær. Annar fundur
er boðaður í dag klukkan 5.
Ekkert markvert gerðist
á fundinum í gær. Undir-
nefnd starfar að ákveðnu
verkefni þar til fundur
hefst i dag.
Auknar niðurgreiðslur til
bænda fram yfir samninga
Landbúnaöarvörur hækka á
næstunni. Heimild var fyrir þvi
að landbúnaðarvörur hækkuðu 1.
júni s.L, en af þvi varö ekki þar eð
ráðstafanir verða gerðar til að
auka niöurgreiðslur til að halda
hækkuninni eitthvað i skefjum.
Af þvi leiðir, að þær búvörur,
sem ekki eru greiddar niður, svo
sem nautakjöt, munu hækka
mjög mikið, til neytenda.
Þannig mun nautakjöt hækka
um rúm 13%, aðrar landbúnaðar-
vörur hækka einnig, m.a. vegna
aukins umbúðakostnaðar en
Framleiðsluráð landbúnaðarins
mun senda frá sér greinargerð
um þessar hækkanir á næstunni,
að þvi er Einar ólafsson hjá
Framleiðsluráðinu tjáði Þjóðvilj-
anum i gærdag.
Verðhækkunin á innlendum bú-
vörum hefði átt að vera 13,24%
vegna kostnaðaraukninga i bú-
rekstri, en niöurgreiðslur eiga að
halöa hækkuninni i skefjum um
tima, eða þar tii rikisstjórnin
getur áttað sig á stöðunni að
væntanlegum kjarasamningum
loknum.
—GG
Bretland
Deilan um EBE magnast
Deilt um áhrif aðildar breta
á atvinnuleysi — Skoðanakannanir
benda til áframhaldandi aðildar
London 2/6 ntb reuter —
Deilan um hvort Bretland
eigi aö vera áfram aðili aö
EBE náöi hámarki um
helgina en á f immtudaginn
veröur þjóðaratkvæða-
Sumarferðin ákveðin
Sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykjavik
hefur nú verið ákveðin. Verður farið i ferðina
sunnudaginn 7. júli. Nánar i blaðinu um helg-
ma.
greiösla um aðildina.
Áhrif aðildarinnar á atvinnu-
leysið i iandinu setti mestan svip
á deiluna i dag. Hreyfingin sem
berst gegn aðild hélt blaða-
mannafund i dag þar sem for-
maður breska alþýðusambands-
ins, Len Murray, túlkaði málstað
andstæðinga aðildar. Hann
kenndi aðildinni um að 850 þúsund
bretar ganga nú atvinnulausir og
að mikill halli væri á viðskiptum
breta viö önnur lönd bandalags-
ins. Hann sagði að áframhaldandi
aðild að EBE myndi koma i veg
fyrir að verkamannastjórnir
framtiðarinnar gætu gert róttæk-
ar umbætur á þjóðfélaginu og það
væri höfuðástæðan fyrir þvi að
ihaldið styður aðildina.
Annar andstæðingur aðildar,
Eric Varley einn sjö ráðherra
stjórnarinnar sem eru andvigir
aðild, sagði i gær að mjög væri
vafasamt að bretar gætu tryggt
fullan yfirráðarétt sinn yfir oliu-
lindunum i Norðursjó ef þeir
verða áfram i EBE.
Shirley Williams verðlags-
málaráðherra og einn ákafasti
stuðningsmaður áframhaldandi
aðildar breta að EBE mótmælti
staðhæfingum Murrays um áhrif
aðildarinnar á atvinnuleysið. —
Astæðurnar fyrir efnahagsvanda
okkar eru litlar fjárfestingar i at-
vinnulifinu, léleg arðsemi af þeim
fjárfestingum sem gerðar eru og
gifurleg verðbólga, sagði hún.
Bresku blöðin halda áfram að
birta skoðanakannanir meðai
kjósenda. Dagblaðið Sun birti
eina slika i dag en samkvæmt
henni voru 61% aðspurðra fylgj-
andi aðild, 24% andvigir en 15%
höfðu ekki gert upp hug sinn.
Skoska blaðið Glasgow Herald
birti samskonar könnun sem gerð
var meðal skota og sýndi hún að
45% aðspurðra voru fylgjandi að-
ild, 32% andvigir og 22% óá-
kveðnir.
Blaðberar
óskast í
Höfðahverfi
Háskólahverfi
Skúlagötu og
Langagerði
Vinsamlega hafið
samband við afgreiðsl-
una, simi 17500 .
ÞJÓÐVILJINN