Þjóðviljinn - 03.06.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júni 1975
Rætt viö Thor Vilhjálmsson forseta
Bandalags íslenskra listamanna um.
listina og þjóðfélagið, um „samfélag
þrælanna”, um fílabeinsturna o-fl.
AUGLÝSUM
EFTIR
ELDSAL
Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur var í vor kjörinn
forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna.
Blaðamaður heimsótti
Thor fyrir skömmu og
ræddi við hann um Banda-
lagið, starfið sem fram-
undan er, hlutverk BiL. i
þjóðfélaginu og reyndar
margt fleira sem á fjörur
rak í viðtalinu, því Thor
Vilhjálmsson talar ekki
eins og embættismaður,
fulltrúi félags, hann er
fyrst og fremst rithöfund-
urinn Thor, hinn skarpi
gagnrýnandi, hinn mælski
rithöfundur og sannast
sagna er ógerlegt að greina
á milli persónunnar sem
situr sískrifandi í vinnu-
stofu og mannsins sem nú
er orðinn málsvari sam-
taka listamanna í landinu.
Verður kallað
á pólití?
Við sátum saman tvö blið-
viðriskvöld heima hjá rithöfund-
inum, sátum eða römbuðum um
húsið, rákumst á þegar við skoð-
uðum málverk og teikningar,
myndir eftir börn, myndir eftir
meistara, flettum timaritum sem
liggja i haugum á borðum eða á
gólfinu og i einhverjum þeirra eru
myndir af Thor, langar greinar
um hann, greinar eftir hann og
milli þess sem við reynum að
halda okkur við efnið, viðtal við
forseta Bil.,koma sögur af hinum
og þessum, sögur af islendingum
og útlendingum, atvik úr ferða-
lögum, glefsur úr hálfgleymdum
samtölum, stemmningslýsing frá
Ameriku eða ftaliu og svo situr
Thor með úlfgráan lubbann og
teiknar hugmyndir i loftið, augun
leiftra, loga og hendurnar smáar
eru næstum hluti af andlitinu,
hendur sem jafnan hafa eitthvað
fyrir stafni, eru eins og hendur
verkamanns, lagaðar eftir verk-
færinu, skóflu eða penna, orðin
flæða fram, röddin þýð, dimm og
verður sem samvaxin andrúms-
loftinu, andi hússins. Er ég að
hlusta eða er ég að taia eða er ég
að lesa? Hvort er þetta málverk
eða bók? Viö erum amk. ekki á
stéttarfélagsfundi.
,,Hún er dapurleg þessi til-
finning, þessi sivaxandi tilfinn-
ing, ef einhver segir eitthvað
þessa dagana, segir hug sinn, þá
er kallað á póliti og það á að færa
hann i tugthús. Réttarofsóknir.
En mér finnst bara, að ef menn
þola ekki gagnrýni, þá eigi þeir að
fara á annað svið, hvort sem þeir
eru pólitikusar, visindamenn eða
listamenn.
Laun listamanna
Maður verður stundum var við,
að fólk heldur að listamenn séu
snikjudýr sem lifi af stórum
styrkjum og þurfi litið á sig að
leggja. Þetta er afskaplega skrit-
iö i landi þar sem flest er styrkt af
rikinu. En þá sem sjá ofsjónum
yfir styrkjum til listamanna vil
ég hugga með þvi, að engir geta
lifaðaf þeim styrkjum. Styrkirnir
eru bæði litlir og fáir. Manni
finnst skritið að þurfa að rök-
styðja það, að þeir sem vinna að
list þurfi að lifa, hafi rétt til að
hafa kaup eins og aðrir, eins og
allir aðrir starfshópar og stéttir
þjóðfélagsins”.
Almenn viðleitni
Getur verið að hér á landi sinni
fleira fólk listum en algengast er
annars staðar?
,,Það er kannski almennari við-
leitni hér. En hér er hinsvegar oft
gerður litill greinarmunur á þvi
sem er tómstundagaman og
dægradvöl og svo hinu sem er al-
varleg listsköpun og menn verja
ævi sinni til. Alvarleg listsköpun
er viðleitnin til að átta sig á hvar
við erum stödd, hver við erum,
hún er vitnisburður.
Mér finnst sjálfsagt að örva
eftir föngum alla listviðleitni sem
tómstundaiðju, en það þarf að
gera greinarmun á þvi sem er
unnið af alúð og þekkingu og svo-
litilli náðargáfu sem þarf til að ná
árangri, ef maður á að hætta á að
nota svoleiðis orð og svo hinu sem
er föndur. Og þegar ég tala um
þekkingu, þá á ég ekki bara við þá
þekkingu sem menn ná sér i i
skólum og fá pappira upp á. Menn
verða að sanna sig i starfi, og
menn geta aflað sér þessarar
þekkingar án þess að fara i skól-
ana.
Skóli? Þaö er svo misjafnt
hvernig skólar manna eru hvar
og hvernig þeir læra. Það munu
t.d. vera fáir rithöfundar sem
hafa lært sina list i skólum. Menn
verða rithöfundar af þvi að skrifa
og skrifa og skrifa, það er eini
skólinn fyrir rithöfunda. Og menn
verða aldrei fullnuma i þeim
skóla”.
Glerhús og
fílabeinsturnar
Það er kvartað undan þvi að
listamenn séu einhverjir menn án
tengsla við almenning, þjóölifið,
búandi i filabeinsturnum...
„Maður heyrir oft talað um
glerhús og filabeinsturna. En ég
þekki ekki þetta fólk sem er i fila-
beinsturnunum. Þeir listamenn
sem ég þekki eru i góðu sambandi
við sina þjóð. Maður sér ekki
þessa turna, nema þá Hallgrims-
kirkjuturn og þar býr enginn
listamaður og turninn er ekki úr
filabeini og ekki heldur úr áli né á
hjörum eins og ég vildi. Annars
bjó Strindberg i Bláa turninum i
Stokkhólmi og Jóhann Pétursson
á Hornbjargi og Óskar Aðal-
steinn i Galtarvita, þeir búa
þarna i vitaturnum en ekki fila-
beinsturnum, og lýsa mönnum
leið.
svo eru sumir gerðir að mönn-
um fólksins. Þaö á að vera sá sem
gerir engar kröfur til sjálfs sins,
slær af öllu. Það er reynt að slá
þvi upp, að þeir sem vanda sin
verk, þeir séu svikarar við fólkið.
Ég held að það sé einhver hópur
manna sem hefur atvinnu af þvi
að stugga fólki frá, telja mönnum
trú um, að allt i list sé svo tor-
skilið. Kannski þykjast þessir
menn vera þeir sem skilja.
Nei — ég held að skilningurinn i
listinni fari eftir ýmsu, t.d.
hvernig menn lesa bók. Vilja
menn gleypa hana, lesa hana á
meðan þeir eru að gera eitthvað
allt annað? Gripa bók i strætis-
vagni og fleygja henni á næstu
biðstöð?
Sumir telja sig þurfa að lesa
Njálu á hverju ári i von um að
botna i henni. Ég hef aldrei heyrt
það sagt til aö lasta Njálu, að það
þyrftiað lesa hana vandlega. Eða
Einar Benediktsson sem náði þvi
að verða þjóðskáld. A hans tið
sögðu sumir menn að hann væri
alveg óskiljanlegur og raupuðu af
þvi að skilja ekkert i Einari
Benediktssyni.
I stórborgum i útlöndum þar
sem menn sitja klukkutima i lest
á leið til vinnu vilja menn kannski
rifa i sig bók á leiðinni og fleygja
henni svo á brautarpall og
gleyma henni. En ég held að við
islendingar þurfum ekki að hafa
bækur þannig.”
Veröur dansaö
á götunum?
Heldurðu að tækni eigi eftir að
stjaka bókinni til hliöar, fá menn
sér fitmu í sjónvarpið sitt i stað-
inn fyrir bók?
„Ég veit ekki. Kannski gleypa
þessi afþreyingartæki alla af-
þreyinguna, kannski verður bara
betra að skrifa alvarlegar bækur i
framtiðinni þegar öll afþreyingin
hverfur I sjónvarpskassann, þá
verða menn kannski vandlátari á
bækur. Skrumbækurnar fara þá i
sjónvarpið. Sjáðu kvikmyndirn-
ar. Þær hafa batnað vegna sam-
keppni við sjónvarp.
Bók? Veistu, að hér áöur þegar
menn gáfu út sina fyrstu bók þá
heldu þeir að þjóðin stæði á önd-
inni. Þeir héldu á staö niður i bæ
og héldu að það væri þjóðhátið,
héldu að það væri dansað á götun-
um, en svo var bara allt eins og
áður...”
Gagnrýni
Hvað gerir gagnrýnin fyrir list-
ina — sumir gagnrýnendur eru
ámóta úthrópaðir og listamenn —
fælir hún fólk frá listum?
„Stundum. Ég minnist þess aö
gagnrýni hefur drepið leik-
sýningu. Gagnrýni Morgunblaðs-
ins drap sýninguna á Browning-
þýöingunni eftir Tennessy
Williams sem Gisli Halldórsson
stjórnaði, þar sem Þorsteinn ö.
Stephensen lék stórkostlega og
Þorsteinn Gunnarsson kom fyrst
fram og þótti geysilega efnilegur.
Þessa sýningu drap röng gagn-
rýni.
Þriöjudagur 3. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Ég hef hinsvegar enga samúð
með listamönnum sem stöðugt
bera sig upp undan gagnrýni,
þykjast ekki geta starfað fyrir
gagnrýnendum og elta gagnrýn-
endur, koma fram við þá eins og
illa innrættan þjóðflQkk. Gagn-
rýnendur þurfa starfsfrið. Og þá
á ég við þá sem vinna af einlægni,
ég d ekki við rógbera á launum
eöa leigðar loftungur eöa
prakkara eða talsmenn hags-
munahópa sem starfa til aö
tryggja félagsmönnum lof en
utanfélagsmönnum last.
Hver man ekki eftir frægðar-
miðlunarsamvinnufélagi Suöur-
landsundirlendis sem nú er
endurskipulagt og menn úr öör-
um landsfjórðungum komnir inn
en sumir gengnir úr skaftinu?
En barlómur er vesalmannleg-
ur. Barlómur undan gagnrýni, og
þeir sem ekki þola hana eiga að
snúa sér að ööru.”
Um málfrelsi
Rithöfundurinn hálfliggur i
stólnum og andvarinn sem kemur
inn um opinn gluggann með
sláttuvélarhljóð og bærir glugga-
tjöldin bærir lika hárlubbann og
það er ljóst að skapið er gott, tal
um gagnrýni ýfir ekki skapsmun-
ina og maður heldur að við mun-
um kannski sofna báðir eða missa
áhugann á tilefni viötalsins, for-
setadómi hjá Bil, þegar undirald-
an gerir vart við sig, augu skálds-
ins taka að skjóta gneistum sem
hitta fyrir penna blaðamannsins.
„Stundum læðist að manni
grunur um að það séu einhver öfl
sem vinni hnitmiðað að þvi að
koma hér á einhverju þrælasam-
félagi. Kannski eru þessi öfl
ámáttlegust i mönnum sem
halda skálaræður um frelsi og
lýðræði og hafa svo enga upp-
burði til að taka þátt I rökræðu,
jafnvel þegar verið er að tefla um
örlög þjóðarinnar. Þeir heimta
bara að andstæðingar þeirra séu
færðir í fangelsi, allir þeir sem
hafa andstæðar skoðanir þeirra,
þeir skulu i fangelsi.
En kannski sér fólk við þessum
mönnum. Þeir eru nú farnir að
skæla við brjóst dómarans, skæla
yfir þvi að almenningur hlær að
þeim, „heilsar mér ekki á götu”
segir einn, „kýs mig ekki í stjórn-
ir félaga” segir annar...”
List og þjóðfélag
Forseti Bandalags islenskra
listamanna er kominn á „verk-
stæðið”, situr i bóka- og blaða-
haugi, bendir á myndir, úrklippur
á veggjum og við reynum að
komast i nýja stemmningu, reyn-
um að gleyma samfélagi þræl-
anna til þess að geta talað um
listir og fólk.
„Fólk þarf að hafa tima og
tækifæri til að njóta listar. Það á
ekki að borga fólki svo lágt kaup
að þaö þurfi aö drepa sig á vinnu
til aö hjara. Það þarf lika að hafa
betra samband milli listamanna
og þeirra sem búa út um landiö.
Það er draumur Bandalags isl.
listamanna aö koma á fót list-
dreifingarmiðstöð, miðstöð sem
listamenn sjálfir reka, en ekki
embættismenn sem iöulega þvæl-
ast fyrir og eru áhugalausir.
Þessi stöð á aö hafa frumkvæöi,
gefa upplýsingar. Okkur langar
að komast framhjá milliliöunum
og reyna að ná beinu sambandi.
Það er lika eitt sem svona stofnun
gæti annast, hún gæti komið i veg
fyrir slys, sem nú gerast. Ég á við
ýms skipulagsslys, hugsum okkur
t.d. stað úti á landi sem óskar
eftir einhverju frá listamönnum
og svo ber uppá sama daginn
söng á einum stað og fiðluleik á
öðrum. S.vona slys eiga ekki að
koma fyrir i litlu plássi þar sem
oftast er fárra kosta völ. Það þarf
betra skipulag, það þarf stofnun
sem bókfærir það sem er ákveðið,
þangað geti þeir leitað sem eru
með eitthvað i uppsiglingu. Stofn-
unin hefði svo lista yfir þá sem
vilja fara út á land. Kannski
vantar leikfélag höfund til að
vinna með sér, og þá er að finna
höfund, sem er reiðubúinn að
forma það sem til stendur.
Smám saman þegar stofnunin
eflist getur hún farið að annast
áróður, kynningu á islenskri list
erlendis. Hér á landi vantar alveg
stétt manna sem er erlendis, en
það eru umboðsmenn fyrir lista-
menn. Hér er bara Ámundi fyrir
poppsöngvara.
Auglýsum
eftir eldsál
Það stendur til að i haust verði
komið upp skrifstofu fyrir Banda-
lagið. Við auglýsum eftir eldsál til
starfa. Við auglýsum eftir manni
til að hafa bókhald, svara i sima,
manni sem hefur áhuga á að
koma list á framfæri osfrv.
Það er mikill hugur og lika
samhugur i hinni nýkjörnu stjórn
Bil”.
Við ræðum um verkefni Bil, svo
sem að bæta vinnuaðstöðu lista-
manna.
„Það vantar staði úti á landi
þar sem listamenn gætu unnið i
friði. Það vantar lika stað þar
sem erlendir listamenn sem
hingað koma geti gist. Nú hafa
rithöfundar fengið aðstöðu að
Kirkjubóli. Þar er ákaflega
skemmtilegt, húsið þar var stór-
kostlega rausnarleg gjöf. Það
hlýtur að vera skemmtilegt að
vera á þessum staö, tengdum
minningu svo ágæts skálds og
ljúfs manns sem Guðmundur
Böðvarsson var.
Aðstaða fyrir listamenn? Okk-
ur vantar núna stað þar sem við
gætum hýst erlenda gesti, m.a.
vegna þess að með þvi móti höf-
um við möguleika á að gista i hús-
um sem listamenn ráða i öðrum
löndum. Það er nauðsynlegt að
hugsa um þessa hluti, list er land-
kynning. En kannski finnst mönn-
um ekkert eiga að vera landkynn-
ing nema ungar stúlkur, miss
eitthvað sem er send á hættuleg
hákarlamið að kynna Island,
miss cosmic eða miss cosmetics
eða miss...” og það er ljóst að rit-
höfundurinn getur endalaust
fléttað saman orðum, orðasam-
böndum, og við höldum orða-
leiknum áfram þótt liðið sé á
kvöld, sláttuvélin i garðinum
löngu sofnuð en bækur og myndir
I stofunni hafa sterkt aödráttar-
afl, munir af ýmsu tagi, gripir frá
ýmsum veraldarhornum og líka
verðlaunapeningar sem forseti
Bil hefur fengið fyrir góða
frammistöðu i iþrótt, iþrótt. sem
á fátt skylt viö ritmennsku en við
sleppum þvi. Gunnar
—
rz&zsííS Xíszusas&li
Vandamál
stóru
togaranna
Þegar þetta er skrifað stendur
ennþá yfir verkfall það sem hófst
á 17 skuttogurum og 5 sfðutog-
urum þann 9. april. Deilan virðist
fram að þessu aðallega hafa
snúist um fækkun á mönnum á
skipunum, sem er krafa togara-
eigenda. Þeir benda á að á þann
hátt sé hægt að lækka laun skip-
verja. Hinsvegar berjast
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands og Sjómannasam-
bandið gegn þessari lausn
málsins, minnugir þess að gegn
ofþrælkun sjómanna á fslenskum
skipum var barist af hendi sam-
takanna svo árum skipti þar til
núverandi lagaleg lausn fékkst.
Þar sem þetta mikilvæga mál
snertir alla íslensku þjóðina
meira og minna er nú komið i
algjöran hnút þar sem hvergi
bólar á neinum úrræðum frá
hendi þeirra sem útgerðinni
stjórna, nema þessu eina, að
fækka mönnum, þá þykir þætt-
inum Fiskimál rétt að reifa hér
fleiri úrræði, sem aðrar þjóðir
hafa notað við að leysa vanda
þessarar skipastærðar hjá sér.
En áður en ég vik að þeim þætti
málsins, þá verður ekki hjá þvi
komist að benda á algjört
þekkingarleysi þeirra manna
sem völdu skipastærðina, 700 —
1.000 tonn, með það fyrir augum
aö þessi skip væru heppileg til að
afla hráefnis handa fiskiðju-
verum i landi, þegar hafist var
handa um smiði skuttogara i
þessu augnamiði. Til þessarar
röngu ákvörðunar um skipastærð
til isfiskveiða fyrir hraðfrystihús
i landi má rekja þá kaupdeilu sem
nú stendur yfir á skipunum.
Sannleikurinn umbúðalaus er sá
að með isfiskveiðum einvörð-
ungu, þá er þessi skipastærð ekki
,fær um að koma með það aukið
aflaverðmæti að landi, fram yfir
minni togarana, sem nemur
auknum tilkostnaði við útgerð
stóru skuttogaranna. Hér er það
engan veginn mannakaupið sem
stærsta strikið gerir i reikninginn
heldur meiri oliueyðsla sökum
mikið stærri véla. Þó að við
islendingar yrðum allra fisk-
veiðiþjóða siðastir að hefja út-
gerð skuttogara, þá virðast for-
ráðamenn þessarar útgerðar hér
ekkert hafa getað lært á þeim
mistökum sem aðrar þjóðir voru
þá búnar að gera i sambandi við
skipastærð til isfiskveiða fyrir
frystihús i landi.
Þau vandamál f sambandi við
rekstur stóru skuttogaranna hér
hjá okkur sem öllu virðast nú
vera að riða á slig, þau hafa
þegar verið leyst hjá þeim
þjóðum, sem áður urðu að glima
við svipaðan vanda. Og lausn
þeirra hefur i aðalatriðum verið
sú að breyta útgerð skipanna á
þann veg að þau gætu komið með
meira verðmæti úr hverri veiði-
ferö. Þetta hefur aðallega verið
gert á tvennan hátt. Annarsvegar
með þvi að vélvæða skipin ein-
göngu fyrir þorskveiðar i salt. Af
þessari breytingu hefur fengist
mjög góð reynsla og þessi skipa-
stærð talin heppileg til þeirra
hluta. Hinsvegar hefur verið farið
út i það að vinna á ýmsan hátt
fiskafla fyrri hluta veiðiferðar,
t.d. i salt á þorskveiðum sem
mun hafa gefið einna besta raun.
Jafnhliða þvi að leggja áherslu á
vinnslu aflans um borð fyrri hluta
veiðiferðar hvort sem er i salt eða
heilfrystingu, þá hefur komið
aukinn áhugi fyrir þvi að nýta allt
sem inn i skipið kemur og kasta
engu. Þetta er ný stefna i hag-
nýtingu á sjávarafla þar sem
fyrstog fremst er spurt um afla-
verðmæti úr hverri veiðiferð i
stað þess að greina eingöngu frá
magni i tonnum eins og hér er
gert.
fiskimáí
\eftir Jóhann J. E. Kúld^
Úrræði útgerðarmanna
leysa ekki vandann
Ég er handviss um, að þó að
gengið yrði að kröfum útgerðar-
manna nú um fækkun manna á
stóru togurunum, þá leysti það
ekki þann höfuðvanda, sem þörf
er að leysa i sambandi við útgerð
þessara skipa, ef von á að vera til
aö þau geti fjárhagslega keppt við
minni skuttogarana.
Höfuðvandinn við útgerð stóru
togaranna er þessi: Þeir eru of
dýrir i rekstri til þess að koma
með smáslatta af fiski að landi á
þeim tima, sem fiskurinn er
bestur til frystingar, eða segjum
bara forsvaranlegur. Viku útivist
að veiðum, sem verður að teljast
sá timi, sem keppa verður að að
fastsetja hjá skipum, sem veiða i
is fyrir frystihús, hann er i
flestum tilfellum of stuttur fyrir
stóru skuttogarana sökum hærri
rekstrarkostnaðar. Til að leysa
þennan vanda hefur verið gripið
til þess ráðs að vinna aflann fyrri
hluta hverrar veiðiferðar eins og
ég hef bent á hér að framan, en
með þvi móti fæst góður vinnslu-
fiskur úr þessum skipum. Hálfs-
mánaðar veiðiferðir i is eða jafn-
vel lengri þær skila á land
lélegum fiskgæðum frá fyrrihluta
veiðiferðar, en þar með er ekki öll
sagan sögð.
Til viðbótar lélegum fiskgæðum
kemur svo það, að fiskfarmurinn,
eða nokkur hluti hans er orðinn
óeðlilega léttur eftir svo langa
útivist. Og eftir þvi, sem hillur
eru færri i stium þar sem fisk-
urinn er isaður og þrýstingur þvi
meiri en heppilegt getur talist,
þvi meiri verður þyngdarrýrnun
farmsins yfir veiðiferðina.
Ég hef oft furðað mig á þvi hvað
útgeröarmenn virðast flestir
blindir á þessa hluti. Það er þetta,
sem ég tel vera stærstu vandamál
stóru togaranna þegar þeir eru
látnir veiða i is fyrir frystihús i
landi. Fækkun manna á skip-
unum leysir ekki þennan vanda
nema siður sé. En fækkun mundi
gera þetta vandamál enn tor-
leystara en það er nú.
3 0 / 5 1 9 7 5