Þjóðviljinn - 04.06.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 04.06.1975, Side 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 4. júni 1975 Fyrst fyrir fáeinum dögum barst mér Kirkjuritið fræga i hendur. Þrir aðilar höfðu lofað þvi að lána mér það (þvi sjálf timdi ég ekki að kaupa það), en allir brugðust. Allt prestar. Vona ég að sr. Bolli Gústafsson taki það sem gilda ástæðu fyrir þvi, að ég skuli ekki hafa látið ,,ljös mitt skiria”iannangang fyrr en nú. En nú hef ég sem sé lesið hina við- frægu grein sr. Heimis Steinsson- ar enda á milli með áköfum inni- leika og alúð og allri þeirri at- hygli sem slik lesning útheimtir, þegar annar eins djúpfiskur er á ferð. í fyrstu athugasemd sinni i Þjóðvilja baðsr. Heimir sér griða fyrir frekari hjáróma þekjusöng, sem sjálfsagt var að virða, enda þótt ekkert hafi verið úr lagi fært i margendurtekinni ivitnun. Sem slik stóð hún fyllilega undir sjálfri sér og fór ekki milli mála hvert höfundur stefndi. Hún var nógu löng til þess, og lestur greinar- innar i heild hefur i engu raskað þeirri skoðun viðkomandi lesanda. Hitt er svo annar hand- leggur, að mönnum kann að sviða sárt, að lesendur leyfi sér að skilja tjáningar þeirra eftir að hafa frámunalega sljótt til- finningalif, enda þótt heilabú hans sem staðreyndapakkhús eigi e.t.v. betra gengi að fagna. Og það er fyrst og fremst orðaval hans i umræddri ivitnun, en ekki trúarskoðanir hans né heldur andstaða gegn spiritisma, sem vakti allt fjaðrafokið. Að undanskildu svari sr. Þóris Stephensen, sem einn presta hafði rænu á þvi að svara fyrir hönd sinnar stofnunar (nánsat óskiljanleg dirfska, þegar við annað eins ofurefli er að etja), —• þá hafa önnur skrif að mestu verið spunnin utan um hin óvið- jafnanlegu fáryrði H.S. um ónafngreindan einstakling, sem var engu betur varinn fyrir þær sakir. Sá munnsöfnuður, sem finnst i þeirri ivitnun, er allsendis óverjanlegur, þó svo Heimir reyni að afsaka sig með þvi að menn staglist þar á harðorðasta kafla greinar hans. Orð eru ekki aftur tekin, sist skrifuð, og það er engin ástæða til þess, aö sambærileg hrakyrði njóti einhverrar friðhelgi umfram annan dónaskap, þótt höfundur sé viðkvæmur fyrir sjálfum sér. Þuriöur Kvaran Þuríður Kvaran skrifar í tilefni af trúmála- deilum til at ville veilede Andre”. Þar með er auðvitað ekki sagt að nú hafi hinn endanlegi sannleikur verið sagður, þegar S.K. hefur talað. En hér skilur engu að siður með þeim Sbren og sr. Heimi, sem lætur sér ekki nægja að tileinka sér sjálfur arfþegna tóm- hyggju misheiðinna trúarheim- spekinga, heldur hefur hann gefið klerkum landsins fyrirmæli um það að þruma þennan fagnaðar- boðskap tóms og tilgangsleysis inn i eyru manna með tilheyrandi ,,heittrúar”-heift, og hefur þar með gefið þeim forskrift að fljót- virkustu leiðinni til að afkristna þann hluta landsmanna, sem þeim hefur enn ekki tekist að af- kristna til fulls. Meira um það siðar. * Þótt sr. Heimir hafi haldið þvi fram i bæjarins blöðum, að grein sin fjallaði um ýmislegt annað auk aðfarar hans að spiritistum, þá er greinin nú engu að siður byggð upp með það fyrir augum að kveða niður þann ófögnuð, þar kunnur sannleikur, að óleyfilegt er að álykta frá hugtaki til veru- leika, óhæfa að fullyrða, að tiltek- ið hugtak, þótt rökrænt sé, tjái nokkurn veruleika, ef sá veruleiki verður ekki sannaður með áþreif- anlegum hætti”. Eg efast um að sálarrannsókn- armenn hafi nokkrar áhyggjur út af þessu. Þeir halda sinu striki, haldast i hendur, syngja sina sálma á fundum og hafa það gott eftir atvikum. Það er meira en hægt er að segja um blessaðar kirkjurnar, þaðan sem kirkju- gestir koma með rasssæri á hverjum sunnudegi, — úr kirkj- unni sinni, þar sem þeir reyna, með misjöfnum árangri, að kom- ast i samband við hugtakið Guð, sem trúin gengur út frá sem frumforsendu alls veruleika, og þar af leiðir að hin heimsfræga og „áþreifanlega” skepna hans — maðurinn — er til. Það kemur þó heim og saman við hinn „alkunna sannleika” (eða hvað?) En hitt kæmi mér þó ekki á óvart, þótt vissir guðfræðingar (nefnum eng- in nöfn) kysu að snúa þessu við, til þess að vekja aðdáun um- heimsins á sálarferlum sinum og segja: ég er, þar af leiðandi er KVEÐJA Á KJALVEG orðanna hljóðan, með eigin höfði — hugsanir, sem hlýtur að þurfa einhvern súper hænuhaus til að misskilja. Þá er ótalin önnur ástæða fyrir þvi, að undirrituð, sem einn af gagnárásaraðilum, hefur ekki látið frekar i sér heyra um þessi efni, en hún er sú, að ég var farin að finna til með rektornum eftir að hafa hlustað á öll andvörpin úr penna hans að undanförnu og lesið um allt hans átakanlega pislarvætti. En þá ber svo undar- lega við, að ástvinur rektors og andlegur samgróningur tekur sig til i einni sunnudagshugvekju sinni i Mbl. og dregur þar nötur- legt dár að öllum þeim, sem hafa látið sér nægja að lesa sinn pist- ilinn hver yfir Heimi vini hans, en siðan hjaðnað niður i ekki neitt, þegar mesti vindgangurinn var úr þeim. — Séra Bolli i Laufási er greinilega að egna menn til áframhaldandi orðaskaks við Skálholtsrektor, sem sjálfur hafði beðið um frið sér til handa. Hvorum ber að trúa er ekki gott aö vita, þvi samanlagt eru vin irnir jafn óútreiknanlegir og sálarlifið i Páli postula — ýmist háspenna eða spennufall. * Heimi Steinssyni ætti að vera nokkurn veginn ljóst, að það eru ekki skoöanir hans sem slikar, sem upphaflega ráku slangur manna út á ritvöllinn til mót- mæla. Og það er heldur engan veginn sannað, að hann sé hin tragiska hetja minnihluta- málstaðar, sem rómantiskir landar hans eru svo veikir fyrir. Það hefur sem sé ekki verið gerð nein könnun á þvi, hversu margir eru fylgjandi eða andvigir þeim málstaö, sem hann berst gegn. öðru máli gegnir kannski um baráttu-aðferðina. — I okkar samfélagi hlýtur fólki að vera guðvelkomið að hafa hvaða þá skoöun á mönnum og málefnum sem þvi þóknast, en hitt er öllu viðkvæmara, hvernig menn út- þrykkja skoðanir sinar — einkum á tilteknum einstaklingum — i opinberum plöggum. Og glefsa sú, sem Þjv. birti og Heimir virðist sármóðgaður lesendum fyrir að hafa rekið augun i, er með slikum eindæmum, að hún hlaut að vekja gremju manna. Ef H.S. ekki skilur það, hlýtur hann Þá hef ég ekki fleiri orð um það, en vik að sjálfri greininni i Kirkjuritinu. Greinin er i sjálfu sér ekki svo torskilin, að lesendur þurfi að hafa próf i óteljandi fræði- greinum til þess að leyfa sér að mynda sér skoðanir um inntak hennar. Meginuppistaða greinar- innar er maðurinn andspænis örlögum sinum — dauðanum, sem hinni geigvænlegustu stað- reynd, er mannshugurinn á við að glima, — misjöfn viðbrögð manna við þeirri staðreynd og tiltækar lausnarleiðir, sem þeim standa opnar til þess að lina þá kvöl, sem vitundin um dauðann vekur. Hann skiptir mönnum i fjóra flokka eftir þeim leiðum, sem þeir velja sér til lausnar. 1 þann fjórða skipar hann sjálfum sér, þvi i þeim hópi eru þeir, sem fundið hafa lausn á umræddum vanda fyrir trú sina á Jesú Krist, s.s. „kristnir menn.” Þessi flokkun er vissulega ekkert athugaverð. En hitt er aftur forvitnilegt að kynna sér, hver undantekningalaust hljóti að veröa afdrif þeirra, sem lenda utanflokks, og þá með hverjum hætti rektorinn vill að prestar landsins visi sauðum sinum veginn til hjálpræðisins. Og þar er engin miskunn. Þar strandar lika skilningur minn, þvi hina einu og hreinu trú öðlast menn fyrir náðina eina en ekki gegnum viðleitni og viljastyrk. Sem leikmaður i flestum grein- um og guðvisi með vil ég taka það fram, að ég persónulega lit ekki svo á, að kristin trú eða kristinn dómur sé i eðli sinu eða eigi að vera einhver linkindar- eða henti- stefna, sem mönnum þykir sjálf- sagt og afskaplega þegnlegt að játa sig fylgja á hátiðlegum augnablikum einum. Og ég held að Kristur sé ekkert hrifinn af slikum liðsauka. En hitt er ekki á- litamál heldur sannfæring min, að það er ekki sama hvaða tilfinn- ing ber uppi orð manna og tján- ingar, og raunar skiptir hún meg- inmáli. Harka samfara hjarta- kulda er ekki sama og harka, sem rekja má til ástúðar og velvilja. Og þaö er þvi sem munar á túlkun sr. Heimis á kristinni trú, og trú- arboöskap Frelsarans sjálfs, að af orðum Heimis finnst mér antía köldu i þeirra garð, sem ein- hverra hluta vegna hafa farið á mis við náðargjafir trúarinnar og ekki fundið rétta veginn, en á hinn bóginn var Kristur sjálfur oft harðorður en aldrei hjartakaldur. Fleira ótalið kann og að hafa ver- ið ólikt með þeim Kristi og sr. Heimi. Ég veit að það er.argasta litils- virðing við tilfinningar annarra að efast stöðugt um einlægni þeirra, en sú freisting varð mér að falli, þegar ég las umrædda grein. Þau dæmi, sem ég hef kynnt mér um trúhvarf (aftur- hvarf) manna af ýmsum toga, gáfu mér hugmyndir um allt ann ars konar persónuleikabreytingu og persónugerð en þá, sem nistir sál manns af siðum Kirkjuritsins. Slik dæmi geta menn fundið i bók Williams James, Varieties of Religious Experience, ef þeir hafa áhuga, og vænti ég þess, að sá maður verði ekki dreginn i dilk með fúskurum, þar eð hann hafði próf upp á fleiri en eina fræði- grein, sem i augum Heimis Steinssonar virðist vera skilyrði fyrir allri þekkingarleit og jafn- framt eina frambærilega sönnun þess, að menn búi við nokkra þekkingu yfir höfuð. EF Heimir Steinsson er jafn innilega sanntrúaöur, heittrúaður og gagnfrelsaður og lesanda á að skiljast, þá hika ég ekki við að segja, að sú trú er eitthvert geig- vænlegast birtingarform á eigin- girni sem ég hef fyrir hitt. Hin fullkomnasta andstæða við allt það, sem ég hef heyrt eða lesið um afleiðingar trúarreynslu ann- arra manna. Og ég hika heldur ekki við að segja, að menn sem haldnir eru þeirri heiftarhyggju, sem skin út úr orðum Heimis, eru ekki slður til þess fallnir en skap- lausir værðarklerkar að ,,af- kristna heil sólkerfi”, eins og Arni prestur Þórarinsson orðaði það. Jafnvel Sören Kierkegaard, sem hugmyndalif sr. Heimis sæk- ir greinilega næringu sina i að nokkrum hluta, og/eða annarra, sem hafa gert sér mat úr frum- leika hans, hafði i sinum fræði- lega strangleika (sem átti sér allt aðrar forsendur, en strangleiki H.S.) þessar hugmyndir um per- sónugerð hins hreintrúaða manns: „Troens Ridder han er a- lene anviist sig selv, han föler Smerten af, at han ikke kan gjore sig forstaaelig for Andre, men han föler ingen forfængelig Lyst sem sýnt er fram á fánýti hans út frá öllum hliðum, en fyrst og fremst gildisleysi hans til hjálp- ræðis andspænis trúnni. Fjórar siður af ellefu að viöbættum skir- skotunum til sálarrannsókna inn á milli hreintrúarjátninga hans, taka af allan vafa um það, að spiritisminn sé þar eins og hvert annað tilfallandi innskot. Spiritisma getur hann ekki flokkað undir trú, enda er hann ekki játaður sem trú, — en heldur ekki traunvisindi, sem og er rétt, og spyr þá eðlilega: „I hverju er þetta viðhorf þá fólgið, með leyfi að spyrja? Ætli við komumst ekki næst sanni með þvi að nefna það einhvers konar trúarheimspeki?” Siðan gengur hann út frá þeirri sjálfgefnu forsendu og sallar hann niður. Það fer að verða vandlifað i heimi hér, ef menn mega ekki fremja neinar þær athafnir, sem ekki er umsvifalaust hægt aö heimfæra annað hvort undir trú eða raunvisindi. Þá er vist aðeins ein leið eftir og hún er að menga gjörðir sinar við trúarheimspeki. Það finnst Heimi best, þvi þannig á hann auðveldast með að sýna fram á hversu óalandi og óferj- andi starfsemi manna eins og spiritista er i viðurkenndu menn- ingarsamfélagi. Hugtökunum tima og eilifð stillir hann upp sem allskostar og sannanlega óleysanlegum mót- sögnum, rökrænu vandamáli, sem honum er fyrirmunað að fá nokkurn skynsamlegan botn i, og telur, að þar sem þessi hugtök keyra heilabú hans sjálfs I kyrr stöðu, þá hljóti þau eðlilega að leggja fjötur á starfsemi spirit- ista. En svo þarf alls ekki að vera. Þetta er þvi vandamál, sem heyrir fyrst og fremst undir einkamál i sálarhéraði rektors- ins, en ekki undir einhvers konar „fræðileg” vandamál spiritism- ans. Þessi hugtök skipta sýnilega öllu máli fyrir H.S. sem afneitara sálarrannsókna, en hins vegar hefur hvergi komið fram yfirlýs- ing af hálfu spiritista sjálfra þess efnis, að þeir verði að stöðva starfsemi sina vegna þess að timi og eilifð stangist á. Þegar hann hefur sýnt fram á það með afskaplega stringent rökhyggju, að allt sé „rakalaust bull” sem allir aðhafast i sinni þekkingarleit, þá vill hann samt alls ekki sleppa af spiritistum hendi, heldur hjálpar þeim til þess að komast að enn meiri bull- niðurstöðu, sem þeir hafa akkú- rat engan áhuga á. — „Það er al- skaparinn til. (Þetta var útúr- dúr.) Að álykta út frá þvi, sem getur verið, til þess, sem er, ætti að vera heimilt, enda þótt sá „veru- leiki”, sem af þvi á að leiða, sé ekki öllum jafn aðgengilegur og „áþreifanlegur”, og sist ætti slik ályktun að koma við kaunin á þeim, sem að öllu samanlögðu telur hvort eð er, að allar niöur- stöður séu ámóta viti firrtar. Annars veit ég ekki til þess að hugtakið veruleiki hafi hlotið neina endanlega afgreiðslu gegn- um aldirnar, og hinn alsannandi „áþreifanlegi” veruleiki sr. Heimis er hreint ekki sá einasti veruleiki, sem ýmsar fræðigrein- ar ganga út frá, — fyrst og fremst og auðvitað ekki guðfræðin (nema helst þessi ultra-neo-semi- intellektual pietismi rektorsins) og heldur ekki aðskiljanlegar raungreinar. í stað hins „áþreif- anlega” veruleika, kýs undirrituð að halda sér að hinum „skyn- bæra” veruleika, þvi málið snýst um það, hvort spiritismi sé nokk- uð annað en svik og sýnd, þar sem hann verður ekki (eða er ekki enn) raunvisindalega sannaður. En þvi má bæta við, að hann hefur heldur ekki verið visinda- lega afsannaöur. Og sá veruleiki, sem stendur utan við skynsvið „venjulegs” manns, er engan veginn þar af leiðandi Imyndun veiklaðra manna eða óskhyggja draumóramanna. Að álykta út frá hugtaki eins og „eilifð” til þess skynbæra veruleika, sem að- eins sumum er aðgengilegur og skiljanlegur, ætti varla að gera annan óskunda en þann, að lappa litillega upp á hina reikulu guö- fræði, sem er komin svo langt frá upphafi sinu, að hún er til alls annars fallin en að auka trúar- styrk manna. Og „trúin hrein” hélt ég væri að halda sig viö upp- sprettuna. „Miðlun” gerir raunar ekkert annað en renna sterkari stoðum undir það, að orð Krists „ég lifi og þér munuö lifa” séu óbifanlegur sannleikur, en ekki tilviljunarkennd tjáning, sem háö er geðþóttatúlkun hvers guðfræð- ings, sem langar til að leggja sinn skerf til hinnar fræðilegu hliðar eilifðarmálanna. En „ég lifi og þér munuö deyja” (endanlega) má hiklaust lesa út úr guðfræði H.S., sem trúir að visu á upprisu Krists, en er ekki strangtrúaöri á orð Frelsarans en svo, að hann geri ráð fyrir eilifullfi mannsins. Um það er hann áreiöanlega full- ur efasemda, sem „heittrúar” mönnum er tæpast samboðið. Miövikudagur 4. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StDA 7 ♦ Sjálfur dauðinn virðist skipta mun meira máli i guðfræði hans en lifið. Bæði hinn andlegi dauði, sem biður allra þeirra, sem Kristur nær ekki til, og siðan hinn endanlegi jarðvistardauði. Sá veruleiki, sem leiddur er af hugtaki og sannar sig með „áþreifanlegum hætti”, hefur að- eins þá yfirburði umfram hinn skynbæra veruleika, að hann er fjöldanum aðgengilegur. Og ef veruleiki verður ekki sannaður^ með tiltækum viðurkenndum að- ferðum, þá verður bara að búa til nýjar(!) eða láta huggast við það, að sannleikur verður ekkert meiri sannleikur, þótt einhverjum tak- ist að sanna liann. Um tómhyggju þá, sem Heimir gerir að umtalsefni, er þetta að segja: Það er sjálfsagt satt og rétt, að margir hafi sterka til- hneigingu til þess að finna hvorki botn né brú i tilverunni, skynja hana sem einn allsherjar óskapn- að, illa, óvitræna og marklausa i eðli sinu. „Kristnir menn”, segir Heimir, að skynji þessa lifsógleði öðrum betur. Og þaö þykir honum firna- gott og vill að kirkjan boði þessa tómhyggju af miklum eldmóöi og ákafa en reyni hvergi að leyna sannleikanum i þessum efnum með meiniausu prestiegu hjali um gæsku Guðs. Með tómhyggj unni einni muni kirkjunni takast að knýja „reikunarmenn” hvers kyns og frávillinga aftur heim til föðurhúsa — Guðs. Við þessa lausnaraðferð er ég ekki sátt, enda þótt ég viðurkenni að hin dýpsta örvænting sé mjög oft sá hreinsunareldur, sem ein- staklingar þurfa að ganga i gegnum áður en þeir vakna til hinnar lifandi trúar (þ.e. hinnar einu hugsanlegu lausnar H.S.), hvort sem þeir hafa visvitandi leitað sér lausnar gegnum trúna eða ekki. A hinn bóginn get ég ekki fallistá það, að kirkjan reyni að knýja sérhverja sál til örvænt- ingar (á máli Heimis: út á klak- ann kalda). Það gæti orðið tölu- verður ábyrgðarhluti fyrir kirkj- una, þar sem botnlaus örvænting þarf alls ekki að leiða til trúar- vakningar. Hún getur allt eins leitt til sjálfsmorðs. En það gæti aftur haft i för með sér, að minna yrði um messugjörðir stundum en meira um vel borguð aukaverk —■ jaröarfarir. Þá er vel fyrir stétt- inni séö, og mér finnst aö einhver prestur gæti nú sýnt sr. Heimi þakklætisvott fyrir þá umhyggju. En auk þessa eru til menn, sem hafa aðeins takmarkaða tilhneig- ingu til örvæntingar, m.a. af þvi að tómleika- og tilgangsleysistil- finningin gerir sér mjög misdælt við sálarlif manna. Og þótt slikir lendir i limbói fyrir vikið, er eng- in ástæöa til að harma það fyrir- fram, meðan menn þekkja ekki möguleikann. Enda er til annar verri. Það væri alveg eins viturlegt að benda á það, að enda þótt við menn kunnum að finna litinn skynsamlegan tilgang með til- veru okkar, þá sé ekki þar með sagt að hún geti ekki haft neinn tilgang, og þaö mjög merkilegan. Niðurstöður mannlegrar skyn- semi geta verið sjálfum sérsam- kvæmar, en þess ber að gæta, að sköpunarverkið i heild er ekki af- urð mannlegrar skynsemi, og þar með þurfa niðurstöður hennar ekki að vera sannleikanum sam- kvæmar, hver sem sá sannleikur svo er. * Nú finnst sr. Heimi sjálfsagt nóg komið af málæði og þynnku i bili, enda er mál að linni. Ég vil að lokum óska honum góðrar ferðar á Kjöl norður og vona að hann njóti næðisins þar og skrifi fleiri greinar i Kirkjurit- ið. Annars þykir mér heldur ósennilegt að til flutninganna þurfi að koma, þvi nokkurs liðs- munar mun gæta, þegar þeim guðsmönnum lýstur saman, þar eð sr. Þórir talaði þó ekki nema „fyrirhönd” sinnar smáu og sátt- fúsu þjóðar, en sr. Heimir fyrir hönd hins „kristna heims”. Kær kveðja, Þuriöur Kvaran. Þoiji félagsmanna ASI feríverkfall Ekki er enn alveg ljóst hversu mörg verkalýösfélög hafa boöaö til verkfalls frá og meö 11. júni hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima, en a& sögn ólafs Hannibalssonar, skrifstofustjóra ASl, hefur helmingur félagsein- inga innan ASt, sem i er þorri fé- lagsmanna sambandsins, þó þeg- ar tilkynnt vinnustöðvun til skrif- stofu þess. 40 verkalýðsfélög hafa tilkynnt vinnustöðvun til skrifstofu ASt að viðbættum 34 félögum vörubif- reiðastjóra, sem boða samúðar- verkföll með þeim hætti, að þau hefjist á sama tima og verkföll al- mennu verkalýðsfélaganna á starfssvæði hvers vörubifreiða- stjórafélags fyrir sig. Annars berast tilkynningar um verkfalls- boðun seint og oft á tiðum illa til skrifstofu ASÍ og gefur þvi ofan- rituð tala ekki rétta mynd af sam- stöðu verkalýösfélaganna. 011 stærstu verkalýðsfélögin i Rvik hafa boðað verkfall. Má þar nefna Sókn, Iðju, VR, Dagsbrún, Framsókn, Trésmiðafélag Rvik- ur, Félag járniðnaðarmanna og Fél. isl. rafvirkja. t stærstu kaupstöðunum hafa einnig verið boðuð verkföll, og má nefna til dæmis, að Eining á Akureyri, Verkalýðsfélag Akra- ness, Hlif i Hafnarfiröi og Vaka á Siglufirði hafa öli boðað vinnu- stöðvun hafi samningar ekki tek- ist fyrir þann 10. Einhver verkalýðsfélög munu hafa verið með fund i gærkveldi, og kemur vinnustöðvun þvi til einum sólarhring seinna hjá þeim en öðrum. Má þar nefna Verka- lýðs- og sjóm. fél. Keflavikur. Sjómannasamband tslands hefur og boðað vinnustöðvun fyrir öll aðildarfélög innan sambands- ins nema Grindavikurfélagið frá og með sama tima og aðildarfélög ASt. Af þessu er augljóst að hafi samningar ekki tekist fyrir þann 11. þessa mánaðar mun koma til næsta algjörrar stöðvunar á at- vinnurekstri i landinu. —úþ VR rýfur samstööuna Verslunarmannafélag Reykja- vikur hélt nokkuð sögu- legan félagsfund i fyrrakvöld, og var þar samþykkt með naumum Látiö ekki ginnast Nokkuð hefur boriö á þvi aö undanförnu, að einstaka atvinnu- rekendur hafi reynt aö fá fólk til aö fara i sumarfri, meðan hugsanlegt verkfall stæöi yfir, og hefja það eftir aöra helgi. Er þetta gert, til þess, að fyrirtækin þurfi ekki aö missa fólk I sumar- fri eftir verkfall, ef til þeirra kemur, heldur gcti þess i staö hafið fullan rekstur aö loknu verkfalli, og kæmi þá verkfalliö i litlu sem engu niöur á fyrir- tækjunum. Þessu lúalega bragði atvinnu- rekenda hafði Iðja i Rvik fregnir af og gerði i þvi tilefni svohljóð- andi samþykkt á félagsfundi á þriðjudaginn var: „Almennur félagsfundur i Iðju, félagi verksmiðjufólks i Reykja- vik, beinir, að gefnu tilefni, þeim tilmælum til verkafólks um land allt, að það láti ekki ginnast til að skrifa undir yfirlýsingar þess efnis, aö það fallist á að taka sumarfri sitt um leið og verkfall hefst, ef til þess kemur. Sem rök fyrir þessu bendir fundurinn á, að slikt gæfi atvinnu- rekendum færi á að ljá ekki samningum eyra i heilan mánuð, þreyta þannig verkafólk og neyða til óhagkvæmari samninga. Aftur á móti bendir fundurinn á, að sumarfri að loknu verkfalli er áhrifamikið vopn i höndum verkalýðsins til þess að knýja fyrrfram lausn og stytta þar með verkfallið”. Þessi viðvörunarorð Iðju eru vissulega i tima töluð og ætti verkafólk i engu að láta verkfall, ef af verður, breyta fyrirfram ákveðnum sumarfristima slnum. Trésmiðafélag Reykjavíkur Fordæmir bráöabirgöalögin Fundur i Trésmiðafélagi Reykjavikur gerði eftirfarandi ályktun fyrir helgina: Félagsfundur i Trésmiðafélagi Reykjavikur, haldinn 31. mai 1975, fordæmir harðlega setningu bráðabirgðalaga um bann við verkföllum i rikisverksmiðjunum Sveinafélag húsgagnasmiða: RÍKISSTJÓRNIN ÞARF AÐ VÍKJA Er andstæð vinnandi fólki Jafnframt lýsir fundurinn yfir fyllsta stuðningi við viðbrögð miðstjórnar A.S.Í. og styður starfsmenn rikisverksmiðjanna i baráttu þeirra. Félagsfundur Sveinafélags húsgagnasmiöa, haldinn mánu- daginn 2. júni 1975, fordæmir harölega setningu bráðabirgöa- laga, þar sem ráöist er aö frjáls- um verkfallsrétti, meö fádæma ó- svifnum afskiftum af kjaramál- um verkalýöshreyfingarinnar. Hér hefur enn sannast, að rikis- stjórn sú, er nú situr, er andstæö vinnandi fólki og þyrfti sem fyrst að vikja. Ennfremur hvetur fundurinn verkalýðsfélögin til þess, að styðja verkfallsmenn og taka hina ákveðnu afstöðu þeirra til fyrirmyndar i þeim átökum, sem framundan eru. Verkalýðsfélag Borgarness STJÓRNIN VÍKI Verkaiýösfélag Borgarness boöaöi verkfali frá og meö 11. júni nk. á félagsfundi, sem haldinn var sl. föstudag, 30. mai. Þá lýsti fundurinn yfir fyllsta stuöningi viö yfirlýsingu ASl vegna verkfallsins i rlkisverk- smiöjunum og lýsti yfir samstööu meö aögeröum verkfallsmanna. Jafnframt fordæmir fundurinn þá aðgerö rikisstjórnarinnar aö bcita bráöabirg&alögum gegn verkamönnum. Fundurinn minnti siöan á, aö islandi veröur ekki stjórnaö i andstööu viö verkalýöshreyfing- una og taldi aö rikisstjórnin ætti nú aö segja af sér og efna til þing- kosninga. og skipan launamála starfsfólks verksmiðjanna með kjaradómi. Fundurinn telur, að meö þess- ari lagasetningu geri rikisstjórn- in visvitandi árás á verkalýðs- hreyfinguna i heild og spilli mjög fyrir að árangur náist i yfirstand- andi samningaviðræðum verka- lýðshreyfingarinnar við atvinnu- rekendur. Fundurinn heitir á öll verka- lýðsfélög að bregðast hart við og mótmæla þessari svivirðilegu lagasetningu og styðja verkfalls- menn I baráttu þeirra. Samþykkt einróma. Einnig var samþykkt einróma á fundinum verkfallsboðun 11. júni n.k. Iðja mótmælir ólögunum Almennur félagsfundur i Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn i Lindarbæ 2. júni 1975, mótmælir harðlega ihlutun rikisvaldsins i kjaradeilu verkalýðshreyfingar- innar, og varar alvarlega við þvi, að frjáls samningsréttur sé skert- ur með lagaboði. Fundurinn skorar á allt verka- fólk að standa þétt saman i yfir- standandi kjaradeilu og hindra að réttur til frjálsrar samnings gerðar verði skertur. Þá samþykkti fundurinn verk fallsboðun frá og með sama tima og önnur verkalýðsfélög. meirihluta aö rjúfa samstöðuna viö önnur verkalýösfélög innan ASt, semja sér, þó eftir sömu kröfum og ASt, og boöa til verk- falls frá og meö sama tima og ASt hefur hvatt aöildarfélög s!n aö gera! Þessi umræddi fundur var framhaldsaðalfundur og var haldinn 2. júni. Var þar gerö eftir- farandi samþykkt: ..Framhaldsaðalfundur VR, haldinn 2.6. 1975, felur samninga- nefnd félagsins, að taka upp beinar samningaviðræður við viðsemjendur um kjarabætur á grundvelli samnings aðila frá 26. febrúar 1974 og viðbótarsam- komulags frá 9. april 1975. Leggur fundurinn áherslu á, að greiðslur visitölubóta á taxta félagsins og stéttarfélaga, er búa við sambærileg kjör og verslunar- og skrifstofufólk, nái fram að ganga. Fundurinn varar við þeirri stefnu i kjaramálum, er miðar að þvi, að kjarabætur til lægra launaðs fólks gangi óbreyttar i gegn um allt launakerfiö með tilliti til neikvæðra margfeldis- áhrifa slikra hækkana á verðlag i landinu. Fundurinn samþykkir að boöa til vinnustöðvunar frá og með 11. júni næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima.” Þjóðviljinn spurði Guömund H. Garðarsson, formann VR og alþingismann Sjálfstæðisflokks- ins, að þvi, á hvaða forsendum VR ryfi samstöðuna við aðildar- félög ASt og 9 manna samninga- nefndina. Forsendurnar fyrir þvi sagði Guðmundur vera þær, að VR væri ekki sammála þeirri meiri- hlutaafstöðu baknefndar ASl, að hafa samstarfið svona viötækt. — Við höfum taliö réttara eins og ástandiö er.sagði Guðmundur, — að þrengja samstööuna niöur i þaö, aö almennu verkamanna- félögin, og iöjufélögin ásamt verslunarmanna- ^)g skrifstofu- félögunum yröu saman I a&geröum núna. Þar, sem þetta náðist ekki fram, töldum við rétt að fara þessa leið varðandi viðræðurnar vegna okkar félagsmanna, en við boðuðum til vinnustöðvunar á sama tima og önnur ASt-félög, sagði Guðmundur að lokum. A fundi þessum voru mjög skiptar skoöanir, og varð tvivegis að greiða atkvæði um tillöguna, sem að framan er birt. I fyrri atkvæðagreiöslunni féll tillagan á jöfnum atkvæðum, en atkvæðagreiöslan var endurtekin vegna þess að hún þótti óljós, og hlaut tillagan 6 atkvæða meiri- hluta við seinni atkvæðagreiðslu. Flutningsmaöur tillögunnar, Guðm. H. Garðarsson, hafði ekki timasett verkfallsboðun i frum- tillögu sinni, en tók inn ákveðna timasetningu eftir ábendingu fundarmanna, sem þótti ekki til- hlýðilegt, að félagsmenn I VR færu i verkfall einhverntima eftir að annað launafólk hefði þegar lagt niöur vinnu til aö knýja á um launahækkanir og kjarabætur. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.