Þjóðviljinn - 04.06.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 04.06.1975, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. júni 1975 Magdebu rga r-ævi ntýrið endurtekið annað kvöld? — en þá mætir íslenska liðið því a-þýska öðru sinni í EB Annað kvöld kl. 20.00 hefst á Laugardals- vellinum síðari leikur íslendinga og a-þjóðverja í EB landsliða. Fyrri leik- urinn fór fram sl. haust eins og menn ef laust muna og þá vann íslenska lands- liðið það afrek að ná jafn- tefli við a-þjóðverjana í Magdeburg. Því er það spurningin nú — verður Magdeburgarævintýrið — endurtekið annað kvöld? Það var sannkallað ævin- týri að ná jafntefli gegn a- þjóðverjunum í fyrra og það verður ekki síður ævin- týri takist aftur að ná jafn- tefli gegn þeim, hvað þá ef þau ósköp gerast að íslenska liðinu tækist að sigra. Þvi miður er lítil von til þess en jafntefli ætti ekki að vera fjarlægur draumur, það sást vel hvað islenska liðið getur um þessar mundir í leiknum gegn frökkum á dögunum. Að vísu eru a-þjóðverjarnir sterkari en frakkar, en einhverra orsaka vegna hefur a-þjóðverjum ekki gengið vei í viðureigninni við íslenska landsliðið. Menn muna enn hinn nauma 2:1 sigur þeirra í hitteð fyrra þegar löglega Tveir nýir menn í landsliðshópinn íslenska landsiiöiö sem leikur gegn a-þjóðverjum annaö kvöld verður valiö úr sama hópnum og liöið sem lék gegn frökkum nema hvað tveir nýir menn koma I hópinn, Valsmennirnir Höröur Hilmarsson og Vilhjálmur Kjartansson þannig að liðið verður nú valið úr 18 manna hópi i stað 16 siðast. Þessi 18 manna hópur lltur þá þannig út: Árni Stefánsson Fram Sigurður Pagsson Val Jóhannes Pétursson Fram Jóhannes Eðvaldsson Holbæk Marteinn Geirsson Fram Jón Gunnlaugsson ÍA Gisli Torfason ÍBK Björn Lárusson ÍA Guðgeir Leifsson Vikingi Karl Hermannsson ÍBK Grétar Magnússon ÍBK Elmar Geirsson Herta Berlin ólafur Júlíusson ÍBK Ásgeir Sigurvinsson Standard L. Matthias Hallgrimsson ÍA Teitur Þórðarson ÍA Hörður Hilmarsson Val Vilhjálmur Kjartansson Val skorað mark ísl. liðsins var ekki dæmt vegna mistaka dómara og línuvarðar. A blaðamannafundi hjá KSl i gær kom það fram að a-þjóð- verjarnir höfðu ekki sent lista yfir þá 16 leikmenn sem þeir koma með, heldur yfir 34 manna hóp sem liðið verður valið úr og þvi veit maður alls ekkert um a- þýska liðið. Þvi hefur ekki vegnað vel i vetur og vor, tapaði á heima- velli fyrir pólverjum i siðustu viku. Talið er vist að nokkuð miklar breytingar verði gerðar á liðinu frá þvi sem var i fyrra og að yngri menn komi nú inni liðið. í iþróttaþætti sjónvarpsins i fyrrakvöld var skýrt frá hvaða menn myndu koma til Islands og samkvæmt þvi er talið að þjóð- verjarnir muni ekki leika stifan sóknarleik, heldur fara að öllu með gát. Þeir eru með sterka varnarmenn og miðvallarleik- menn og virðast leggja alla áherslu á að ná völdum þar. Það virðist þvi sem þeir óttist islenska liðið eftir að hafa horft á það leika á dögunum gegn frökkum. Dómari i leiknum á morgun verður skoti, Foote að nafni og linuverðir eru einnig frá Skot- landi, Mackenzie og Smith. Forsala aðgöngumiða hófst i gær og verða miðar til sölu við Útvegsbankann i Reykjavik, og einnig verða miðar seldir I Kefla- vik, Akranesi og á Selfossi. Elmar Geirsson, einn „útlendinganna” I islenska liðinu I baráttu við franskan landsliðsmann. (ljósm. GSP) Deildaskipting í blaki Þing Blaksambands íslands var haldið um siðustu helgi og þar var samþykkt að taka upp deildarskiptingu i blakinu næsta vetur. Verða deildirnar tvær til að byrja með, 1. og 2. deild, en auk þess verður tekin upp keppni í öldungaflokki. t 1. deild verða 6 efstu liðin i siðasta tslandsmóti en i 2. deild þau önnur lið sem áhuga hafa á að taka þátt i mótinu, svo og B-lið þeirra félaga sem leika i 1. deild. Dr. Ingimar Jónsson var endurkjörinn formaður Blak- sambands isiands. Anton Bjarnason, hinn kunni knatt- spyrnu, körfuknattleiks og blakmaður var sæmdur gull- merki BSl á þinginu. Sigurganga Ragnars Ólafs heldur áfram Hann sigraöi á Víkurbæjarmóti GS í Leiru Ragnar ólafsson, golf- leikarinn snjalli úr GR sigraði örugglega á Víkur- bæjarmóti GS í golfi sem fram fór á golfvellinum í Leiru um síöustu helgi. Ragnar hefur staðið sig mjög vel það sem af er keppnistimabilinu í golfi og unnið góða sigra hvað eftir annaö. Vikurbæjarkeppnin var 36 holu keppni og gaf hún stig til lands- liðsins, en úrslit i mfl. urðu þessi: högg 1. Ragnar Ólafsson 154 2. Einar Guðnason 156 3. ÓskarSæmundsson 157 4. Jóhann Ó. Guðmundsson 158 5. Þórhallur Hólmgeirsson 161 6. Sigurður Thorarensen 162 7. Björgvin Þorsteinsson 164 8. -10. Þorbjörn Kjærbo, Atli Aðalsteinsson og Gunnar Þórðar- son 165 I 1. fl. urðu úrslit þessi: 18 holur: högg 1. Björn V. Skúlason 76 2. Jón Þór Ólafsson 84 3. Leifur Ársælsson 85 2. fl. 18 holur: 1. Guðlaugur Kristjánsson 85 2. Jón Hjálmarsson 86 3. Bogi Þorsteinsson 87 3. flokkur 18 holur: 1. Einar Benediktsson 82 2. Asgeir Nikulásson 84 3. Guðjón Stefánsson 86 Þess má geta að Asgeir Nikulásson fékk sérstök auka- verðlaun fyrir það að komast næst hinni svokölluðu Bergvikur- holu, hann var 1,77 m. frá henni i fyrsta höggi. Unglingafl. 18 holur: 1. Hilmar Björgvinsson 74 2. Gylfi Kristjánsson 75 3. Guðmundur V. Sveinsson 78 1. fl. kvenna 18 holur: 1 Hanna Aðalsteinsdóttir 87 2. Jóhanna Ingólfsdóttir 87 3. Laufey Karlsdóttir 98 4. Inga Magnúsdóttir 98 2. fl. kvenna 18 holur: 1. Hanna Gabrielsson 94 2. Agústa D. Jónsdóttir 106 3. GuðnýKjærbo 106 4. Kristin Guðmundsdóttir 109. Svíarnir í sérflokki á alþjóðamóti í Kanada A alþjóðlegu borðtennismóti sem fram fór i Kanada um siðustu helgi voru sænsku borðtennisleikmennirnir i al- gerum sérflokki og það voru þeir Stellan Bengtsson og Kjell Johansson scm léku til úrslita og eins og svo oft áður var það „Mini” Stellan Bengtsson sem sigraði. Bengtsson sigraði Johans- son 21:11—21:14—19:21 og 24:22 f úrslitaleiknum. t k vennaf lokkki sigraði suður kórenska stúlkan Kim Soon, sigraði löndu sina Chung Hyun Sook 19:21—17:21—21:19—21:13 og 23:21. t keppni landsliða sigruðu svíar i karlaflokki, sigruðu júgóslava I úrslitum 3:1 en i kvennaflokki sigraði S-Korea Sviþjóð 3:0. Stellan Bengtsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.