Þjóðviljinn - 04.06.1975, Qupperneq 9
Mifivikudagur 4. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Framarar
fengu upp-
reisn æru
með óvæntum en kærkomnum
sigri 1-0 sigri yfir ÍBK
Eftir tap framara i fyrstu umferð fyrir fh-ingum
áttu fæstir von á stórum afrekum þeirra i leiknum
gegn keflvikingum sem fram fór á heimavelli
þeirra siðarnefndu í fyrrakvöld. En mörgum á
óvart sýndu framarar allt annan leik en i fyrstu um-
ferð, þeir voru baráttuglaðir, fljótir, ákveðnir og
ógnandi. Uppskeran varð 2 dýrmæt og kærkomin
stig sem veita Fram töluverða uppreisn æru eftir
hina slæmu byrjun i mótinu.
Engum dylst að sigurinn var verðskuldaður þrátt
fyrir að ÍBK hafi sótt stift i lokin. Árni Stefánsson
varði þá stórkostlega i marki Fram og er honum
öðrum fremur að þakka að keflvikingar jöfnuðu
ekki á lokaminútunum. úrslit leiksins hljóta að hafa
komið illa við keflvikinga, á heimavelli hafa þeir
aldrei verið auðunnin bráð.
Þótt framarar hafi komiö á
óvart meö friskleika sinum
veröur ekki litiö framhjá þeirri
staöreynd aö slök frammistaöa
andstæöinganna lagöi sitt af
mörkunum til aö bæöi stigin færu
til Reykjavikur. Þaö mátti enda
heyra á áhorfendum aö þeir voru
ekki sáttir viö sina menn,
frammistaöa þeirra olli von-
brigöum. Þeir áttu ágætan leik I
vörn og á miöjunni en upp viö
markiö brugöust sóknarmennirn-
ir og þrátt fyrir þokkaleg mark-
tækifæri tókst þeim aldrei aö
skora. Arni Stefánsson var eins
og köttur á eftir hverjum bolta og
þaö sem keflvisku sóknarmenn-
irnir geröu laglega féll i skuggann
fyrir stórskemmtilegum tilburö-
um Árna þegar hann flaug á milli
stanganna og hirti hvern bolta
sem aö marki kom.
Markvöröurinn i hinu markinu,
Þorsteinn Ölafsson stóö sig einnig
meö prýöi. Hann varöi t.a.m.
stórglæsilega þrumuskot frá vita-
teig á 25. min, en þremur min,
siðar átti hann þó ekkert svar.
Þaö var hinn efnilegi miö-
framherji framara, Steinn Jóns-
son sem skoraöi þá eitthvert
fallegasta mark sem ég hef séö.
Boltinn kom til hans i meters hæö
frá hægra kanti og Steinn sendi
hann viöstööulaust frá vitateigs-
linu meö þrumuskoti I bláhorniö.
Stórglæsilegt mark sem
Þorsteinn haföi ekki nokkur tök á
að koma I veg fyrir.
Framarar voru greinilega
ákveönir i aö gefa ekki þessi 2 stig
eftir fyrr en i fulla hnefana. Þeir
lögðu áherslu á varnarleikinn,
keflvikingar sóttu nokkuö stift I
seinni hálfleik en framarar áttu
þá einnig sin tækifæri eins og
þegar Steinn stóö óvaldaöur meö
boltann rétt fyrir utan markteig
en skaut framhjá.
E.t.v. heföi ekki veriö ósann-
gjarnt aö stigin heföu skipst á
milli liöanna, en sigur Fram var
þó alls ekki til kominn vegna
einhverrar heppni heldur fyrst og
fremst sem uppskera mikillar
vinnu og baráttugleði.
Gula spjaldið hjá Þorvarði
Björnssyni dómara fengu þeir
Hjörtur Zakariasson IBK og
Steinn Jónsson Fram.
—gsp
!
Þorsteinn ólafsson hirfiir boltann af Steini Jónssyni, sem skoraði sigurmark framara. Einar Gunnars
son er einnig til varnar.
Sundmót Ármanns fer fram á mánudag
Fyrsta sundmót sumarsins
fer fram nk. mánudag, 9. júni
og fer þaö fram í Laugardals-
lauginni og hefst kl. 20.00.
Keppnisgreinar:
400 m fjórsund karla
100 m flugsund kvcnna
200 m bringusund karla
100 m bringusund kvenna
100 m skrifisund karla, bikar-
sund
200 m fjórsund kvenna, bikar-
sund
50 m skriösund drengja (1959
og síöar), bikarsund
50 m skriösund telpna (1959
og sifiar) bikarsund
100 m flugsund karla
100 m baksund kvenna
4x100 m skriösund karla
4x100 m fjórsund kvenna.
Þátttökutilkynningar
sendist Guðmundi Gislasyni
c/o Laugardalslaug fyrir 6.
júni, á timavaröaspjöldum
ásamt þátttökugjaldi kr. 50.-
fyrir hverja skráningu.
STÓRÚTSALA
VÍÐIR
STÓRÚTSALA
TRÉSMIÐJAN
VÍÐIR H.F.
AUGLÝSIR:
STÓRÚTSALA
vegna flutnings úr verksmiðjuhúsnœði okkar i
nýtt húsnœði.
Seljum nœstu daga húsgögn með miklum afslœtti.
Notið einstakt tœkifœri og gerið góð kaup.
Trésmiðjan VÍÐIR
Laugavegi 166
— sími 22222 og 22229