Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 8. júnl X975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Byggðasafn Vestfjarða á l'safirði hefur fengið vil- yrði fyrir því að nokkrir forkunnar fagrir tréskurð- armunir sem nú eru f eigu aldraðrar konu í Dan- mörku verði afhentir safn- inu að gjöf að henni látinni. Gripirnir eru úr Dýraf irði, og taldir frá 18. öld, skorn- ir í sérstökum vestfirskum stíl og mjög vel varðveittir. Frá þessu er greint i Ársriti Sögufélags isfirOinga 1974,en það er nú nýkomið út. Margt fróðlegt efni er i ritinu en hér verður látið við það sitja að kynna frásögn um hina vestfirsku smiðisgripi sem á sinum tima hröktust i útlegð til Danmerkur en koma nú aftur til heimalandsins. Einn af ritstjórum Árbókarinn- ar, Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. fógeti, ritar greinina „Kirkjustólar úr Dýrafirði” þar sem hann greinir frá tildrögum þess að byggðasafnið falaðist eft- ir tréskurðarmununum, en i grein um byggðasafnið er skýrt frá málalokum. Baksláin úr brúðarstólnum sagði að á Vestfjörðum hefði ver- ið sérstakur tréskurðarstill, still sem ekki þekktist annars staðar (sérstök tegund jurtaskreytis) og þessir munir minir væru einkenn- andi og liktust öðrum munum sem hún hefði séð...Vestfjarða- skurðurinn væri einhver hinn besti á Islandi....”. Var það Sumarliði? Norska konan sem Martha nefnir i þessu bréfi sinu frá árinu 1964 er Ellen Marie Mageröy i Osló sem varð doktor i islenskum tréskurði 1967. Mageröy telur að sami maður, Sumarliði Þorvalds- son, hreppstjóri á Sveinseyri i Hraunssókn, hafi skorið út mun- ina hennar Mörthu, og einnig brúðarhjónastólinn i Gautaborg. Er þetta niðurstaða hennar af samanburðarrannsókn á tveim kistlum sem hún telur gerða af sama manni, og er annar kistill- inn i eigu Þjóðminjasafns en hinn i eigu Halldóru Ingólfsdóttur Eld- járn forsetafrúar. Jóhann Gunnar telur hins vegar að margir aðrir hagleiksmenn komi til greina og sé allt i óvissu um það hver hafi smiðað þessa fögru gripi, nema hvað fullvist megi telja að þeir hafi verið verk snillinga i Dýrafirði. Svo var maður á stöðinni allan veturinn að gera við stólinn og skax hann út marga nýja stúfa og bætti inn, svo að stóllinn varð eins og nýr. Auk þessa bekks á ég litinn út- skorinn kirkjustól snotrasta grip með lokuðum kassa undir setu. Hann var lika keyptur i Dýrafirði, en ég hef því miður enga hug- mynd um i hvaða kirkju hann hefur staðið. Og svo á ég útskor- inn kistil, einnig úr Dýrafiröi. Vestf jarðaskurðurinn En i sumar kom norsk kona og sagði mér að hún hefði frétt til þessara muna minna, og vegna þess að hún vinnur að doktorsrit- gerð um gamlan islenskan tré- skurð langaði hana til aö sjá þá! Hún var mjög hrifin af þeim ... og Dýrfirskir kirkjugripir endurheimtir úr útlegð Fengsæll hvalveiöari Um aldamótin, eða nánar tiltekið frá 1894 til 1906, hafði hvalveiðimaöurinn Lauritz Berg búið á Framnesi við Dýrafjörð ásamt konu sinni Mörthu. Eignuðust þau nokkra verðmæta kirkjumuni og fluttu út með sér. Komust þeir allir nema einn i eigu dóttur þeirra sem heitir Martha Herdis von Spreckelsen, en hún fæddist fyrsta búskaparár þeirra Bergshjónanna á Fram- nesi og býr nú i Randers i Dan- mörku. Verðmætur brúðhjóna- bekkur lenti hins vegar hjá af- komanda Begshjónanna i Gauta- borg. Martha Spreckelsen og Karen systir hennar komu til Islands ár- ið 1955 til þess einkum að heimsækja æskustöðvarnar i Dýrafirði og færðu þær þá Þjóð- minjasafni að gjöf altarisklæði sem verið hafði i Sandakirkju. Jón Jónsson klæðskeri á Isafirði hafði verið bernskufélagi þeirra systra og gerðist hann fylgdar- maður þeirra vestra. Upp úr þvi hófust bréfaskriftir milli hans og Mörthu þar sem m.a. bar á góma það sem gamla konan geymdi heima i stofunni hjá sér i Rand- ers: Ruggustól fyrir brúðar- bekk „Hér heima i stofunni okkar hef ég nokkra gamla skorna muni úr Dýrafirði: brúðarbekk úr Hraunskirkju utan við Haukadal. Hafði kirkjan verið lögð niður. Kirkjan var þá horfin, en bekkur- inn var hjá konu nokkurri þar ytra og var allur i brotum. Hún ætlaði að nota hann til eldiviðar, en mamma sendi Sörensen út eftir til hennar. Konan skildi.ekki hvað mömmu gengi til að vilja eignast stólinn, en sakir þess að hana sárlangaði i ameriskan ruggustól sem stóð i búðinni hjá Wendel urðu þau ásátt um að mamma skyldi fá bekkinn en hún ruggustólinn og auk þess nokkra fjárhæð. Brúðarstóllinn úr Hraunskirkju frá hlið. Mikiö borið í litla kirkju Þá bendir Jóhann Gunnar á að það sé misminni hjá Mörthu Spreckelsen að Hraunskirkja hafi verið aflögð u'm það leyti sem foreldrar hennar bjuggu i Dýra- firði. Þvert á móti var kirkjan þá nýbyggð i þeirri mynd sem hún stendur enn, reist 1885. Og þetta er býsna merkilegt hús eftir þvi sem Jóhann Gunnar segir: „Þetta litla guðshús, bænda- kirkja og annexia frá Söndum frá fornu fari, hefur veriö óvenjulega mikið skreytt innan dyra með út- skurði i milliþil og bekki. Kemur það i ljós i lýsingum á kirkjunni frá ýmsum timum”. Er það siðan rakið nánar. Höfðingsskapur Mörthu Stjórn byggðasafnsins á Isa- firði skrifaði gömlu frú Mörhu út til Randers haustiö 1973 og falað- ist eftir kaupum á þeim gripum sem hjá henni eru. Sú gamla svaraði i samráði við son sinn sem hún hafði arfleitt: „Dýra- fjörður og allt sem tengist gömlum íslandsminningum er mér svo dýrmætt að þaðer mér stærsta ánægjan aö geta gefið dýrgripina aftur til þeirra heima- lands.” Segir hún að sonur sinn mun annast afhendingu gripanna án endurgjalds að sér látinni, en Martha er nú á niræðisaldri. hj-— Tekjur Kennedys Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmaður hefur nú birt framtal sitt f yrir árið 1974 opinberlega, svo og álagða skatta. Tekj- ur hans námu 491 þúsundi dollara og eru þær aðallega runnar úr sjóðum sem gamli Jósep faðir hans stofnaði á sínum tíma. Af þessum tekjum þurfti Ed- ward að greiða 22Ö þúsund dollara i tekjuskatt til alrikisins, 13 þús- und til Massachusetts fylkis, 12 þúsund til lllinois—fylkis vegna tekna af kaupsýslu, 10 þúsund i eignarskatt vegna húss sins i McClean i Virginiu-fylki og 3 þús- und vegna sumarbústaðar sins i Hyannisport. Edward þykir koma til greina við næstu forsetakosningar og enginn efast um metnað hans frekar en þeirra frænda. Svo er að sjá sem hann sé alveg nægilega vel efnum búinn til að verða for- seti þar sem árstekjur hans aö öllum sköttum greiddum nema 232 þúsundum dollara eða um 35 miljónum isl. króna. hj— Kennedy ekki á nástrái. in SKODA s; ioo645.000.- Verd til öryrkja 470.000. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á iSLANDI H/F. AUÐBREKKU 44—46 KÖPAVOGI SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.