Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júnl 1975 Á TRÖNU JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF «#»***»' • ipr '*m & •., Guöjón meö Trönu I baksýn Mikill fjöldi reykvikinga hef- ur gengið á Esju, sem kalla má bæjarfjall Reykjavikur. Til uppgöngu eru valdar ýmsar leiðir, t.d. úr Blikdalnum upp vesturöxlina, sem er hæg leið, eða upp Þverárdal. Oft er farið á Móskarðshnúka og þaðan yfir eggjarnar á milli, sem er nokk- urt torleiði að vetrarlagi. Oftast er þó gengið upp með Mógilsá, þar sem lækur rennur i fögru gili, sem oft má sjá steinasafn- ara grúska i. 1 brekkunum ofan- við neðstu hjallana i svona 300 metra hæð hefur oft verið gott berjaland, þótt spillst hafi á sið- ustu árum vegna vaxandi isókn- ar. Efst er gróf skriða og hamrabrik, sem er óárennileg úr fjarska, en er þó öllum fær. Flestir Esjufarar ganga upp hllðar hérna megin sem að borginni snýr, bakhliðin er van- metin og litið farin. Eftir hádegi einn góðviðris sunnudag ókum við Guðjón Sveinbjörnsson prentari áleiðis upp i Kjós. Hugmyndin var að fara upp t.d. Sandsfjall hjá Esjuhorni og á Hátind, en fyrir tilviljun gengum við upp Möðru- vallaháls. Fyrsta brekkan er allbrött, og af skiljanlegum á- stæðum verkaði þyngdarlög- málið ver á mig en Guðjón, enda varð ég að margbrýna fyrir honum að fara nógu hægt af stað. Á fyrsta hjallanum erum við i um 350 m hæð og útsýn frikkar ört. Og áfram var geng- ið þar til kom að torleiði nokkru, hálsinn virtist á enda, en fram- undan blasti við mjór kletta- kambur eða hryggur með snjó- hengjur og brattar skriður til beggja hliða, allt að mikilli klettaborg sem samkvæmt kortinu heitir Trana. Þegar upp á Trönu kom blasti við aldeilis makalaust landslag, Kjósin, Hvalfjörðurinn og Skarðsheiðin, Kjölur og Leggjarbrjótur, Þing- vallavatn og sveitin i kring og jöklarnir við sjóndeildarhring. Þetta var nú kannski hvorki meira eða minna en við bjugg- umst við. En það er svolitið nýstárlegt að standa á þessari klettaborg, sem er nær jafnhá Móskarðshnúkunum en utan- halt við þá og Esjuna. Fyrir fót- um okkar er Svinaskarð þar sem áður var alfaraleið milli Mosfellssveitar og Kjósar. Austan skarðsins er Skálafellið með skiðabrekkurnar góðu, og Guðjón, sem haldinn er ólækn- andi skiðadellu, gétur varla slit- ið augun af þvi. Vestan skarðs blasa Móskarðshnúkar við og milli þeirra sér niður i Mosfells- sveit. SIðan tekurEsjan við með hamrabelti sin og gil, en sam- felldur jökull hið efra. Dalirnir sem ganga inni Esjuna eru svip- miklir, alhvitar brekkur norð- vestanmegin, en alauðar hin- ummegin. Þetta sjónarhorn er stórskorið og hrikalegt. Annar fjallsrani gengur fram- úr Trönu austar, nefndur Múli á kortinu. Við ákváðum að fara niður þennan Múla, en eftir skamma göngu beygir Guð- jón og skeiðar þvert af leið, niður milli hamrabelta um brattar skriður ofani Svina- skarð. Ekki er annað að gera fyrir mig en fylgja á eftir, enda hef ég nú tekið þyngdarlögmálið i fulla sátt. t skarðinu er vegar- slóði sem við fylgjum og eftir nær fjögurra tima göngu kom- um við aftur að bilnum þar sem við skildum við hann austan bæjarins að Möðruvöllum. Þetta var bara ágætis ganga. S-i Móskarðshnúkar glens — f 25 löng ár vorum við konan min fullkomlegr- hamingjusöm. — Hvað gerðist þá? — Við hittumst. Iri nokkur kom seinna heim eitt kvöld en vanalega. Hann var með blátt auga, bólgna vör, blóðugar kinnar og kúlu á enninu. Kona hans horföi orðlaus á hann nokkra stund en hrópaði svo upp yfir sig: — Pat Murphy, hver hefur farið svona með þig? Var það fjandinn sjálfur eða hvað? — Það var Micky Doolan, — tautaði maðurinn, alveg eyði- lagður. — Hvað? Micky Doolan, þessi rauðhaus og asni, þessi ódannaða skepna — nú hann. Hann ætti skil- ið. — Hægan, hægan Marla, — greip maðurinn fram I — maður á aldrei að tala flla um þá dauðu.— Kaþólskur skriftastóll. Ungur maður gerir játningu sina. — Faðir, ég ætla að kvænast á morgun og vildi fá létt af sam- visku minni. — Segðu allt af létta. Ungi maðurinn lýsti i smáatrið- um þvi svinslega lifi sem hann hafði lifað. — Fyrirgefið, sagði presturinn. — En hegningin, faðir? — Varstu ekki að segja að þú ætlaðir að kvænast á morgun? Eskimóastúlkan hafði verið með kærastanum sinum alla nótt- ina, og þegar hún vaknaði um morguninn uppgötvaði hún að hún var vanfær á sjötta mánuði. Blsnismaðurinn kom geislandi af ánægju á skrifstofuna um morguninn. — Hugsið ykkur bara, mig dreymdi að ég hefði fundið upp kynlifið, og allir ættu að borga mér prósentur. Sonur rafvirkjans kom grát- andi innan úr garði: — Mamma! Það settist býfluga á handarbakið á mér og hún var óeinangruð i annan endann! Hún kom á félagsmálastofnun Reykjavikurborgar til að fá að- stoð fyrir sig og börnin sin f jögur. Maðurinn náði i skjölin hennar. — Hér stendur, sagði hann, — að maðurinn yðar hafi yfirgefið yður fyrir tiu árum, en þó eigið þér fjögur börn undir þeim aldri skráð sem hans börn? — Ó, já, hann kemur stundum heim til að biðjast fyrirgefning- ar... Sumarfrlið verður nokkuð erfitt, ef þú ætlar að haida áfram að stytta þér svona leiö, Valdimar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.