Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 8. júni 1975 Umsjdn: Halldór Andrésson haga ykkur á konsert? spurði Valgeir eitt sinn sármóðgaður þegar áheyrendur héldu að lagið væri búiö og fóru að klappa þegar nokkrir tónar voru eftir. Þeir hefja tónleikanna yfirleitt á þvi að lesa upp úr dularfullri svartri stilakompu eitthvert litt skiljanlegt ] þrugl, lýsingar á samkvæmisleikjum, stuttar smásögur oþh. Á tónleikum i Norræna húsinu fyrir hálfum mánuði kynntu þeir eitt lagið (semreyndar var tileinkað Gunnari Huseby) og gerðu siöan hlé. Lagið léku þeir svo eftir hlé. — Þetta er yfrleitt alveg óundirbúið, segja þeir, en 'með timanum verður þetta ef- laust að rútínu. Ungir menn með náms- leiða En svo við byrjum nú loksins á byrjuninni og tökum hlutina i réttri röð, þá varö spilverkið til fyrir uþb. tveimur árum. Aður höfðu þeir reyndar oft leikið. saman á árshátiðum Mennta- skólans við Hamrahlið og öðrum skemmtunum sama skóla. Þar var vaninn að smala saman nokkrum músiköntum fyrir árshátiðir og láta þá skemmta lýðnum með frumsaminni tónlist. En svo urðu menn stúdentar eins og vera ber fyrir þremur árum. Valgeir og Sigurður Bjóla fóru i háskóla en brátt gerðust þeir SPILVERK ÞJÓÐANNA Meðan íslenskur poppheimur er i óða önn að stokka sjálfan sig upp læðist lítill flokkur með það tignarlega heiti Spilverk þjóðanna inn um bakdyrnar og tekur að halsa sér völl. Þetta fyrirbæri hefur haldið nokkra tónleika að undanförnu hér i borginni og undirritaður getur borið um að viðtökurnar voru geysigóðar. Það hefur ekki farið mikið fyrir frumleika i framleiðslu is- lenskra poppara undanfarin misseri. Hún skersig ekki mikið úr þvi sem gert er i nágranna- löndunum. Þvi vekur það fögnuð að heyra eitthvað nýtt og ferskt sem ekki er bara fram- hald af þeirri lognmollu sem rikir. Bara spilverksmúsík Spilaverk þjóðanna vekur slikan sögnuð. Það er skipað þremur mönnum, þeim Agli Ólafssyni, Valgeiri Guðjónssyni og Sigurði Bjólu Garðarssyni. Þessir þrir skiptast á um að syngja og leika á hin ýmsu hljóðfæri — gitara, pianó, kontrabassa, slagverk, o. fl. — sem öll eiga það sammerkt að þarfnast ekki rafmagns. öll tónlist og textar eru frumsamd- ir. Það er ekki auðvelt að flokka tónlist þeirra félaga. Flest eru lögin róleg og falleg en inn á milli leika þeir svo „eldfjöruga skottisa” og létt rokklög. — Það er ekki hægt að flokka okkar tónlist sem einhverja ákveðna stefnu innan tónlistarinnar, segja þeir, þetta er bara spil - verksmúsik. Að sjáifsögðu hlustum við mikið á tónlist og finnst ýmsir tónlistarmenn góðir en við eigum enga beina fyrirmynd sem við stælum. Blaðamaður mefnir að honum finnist iikindi með þeim og t.d. Incredible String Band og Tir Na Nog, en þeir hrista hausinn og segjast litið hafa hlustað á téða flokka. Þá er sviðsframkoma þeirra ólik þvi sem maöur venst hjá poppurum. Þeir ræða viö áheyrendur, segja þeim óspart til syndanna, ef þeir koma ekki rétt fram. — Kunnið þið ekki að Af tónleikum í Laugarásbíói Laugardaginn 31. mai hélt Spil- verk þjóðanna konsert i Laug- arásbió. Þetta var reyndar i fyrsta sinn, sem ég sá og heyrði i spilverkinu, eftir að hafa heyrt sögusagnir um þá I allan vetur. Ég fékk mér sæti fyrir miðju á fimmta bekk, til þess að falla nú inn i hópinn og losna viö að tala við nokkurn mann, þvi ég var i vondu skapi. Strax fann ég að spenna var i andrúmsloftinu og fólkið talaði mikið um þessa „underground” grúppu (með „underground” á ég við, að hljómsveitin laði að hálfgerða músiksnobbara, oft fólk, sem er við framhaldsnám og imyndar sér aö hljómsveitin sé eitthvað einka fyrir þá. Þetta hefur oft átt sér staö úti, t.d. Pink Floyd og King Crimson og Incredible String Band. En þegar þessar hljómsveitir verða frægar, þá á- saka þessir snobbarar hljóm- sveitirnar fyrir að hafa selt sig, og snúa oft viö þeim baki.) Jæja, fyrir aftan mig satkona sem talaði mjög mikið við fylg- darmann sinn um Spilverkið og einstaklinga þess og frændfólk. Hún uppfræddi mig þannig að Eg- ill væri nú við söngnám og að þeir hefðu um 50 frumsamin lög á tak- teinum. Fýlan, sem ég hafði verið I, hvarf nú smám saman og ég fór líka að verða spenntur. Og svo ca. 3 minútur yfir 3 fóru ljósin að hverfa og allir biöu spenntir eftir Spilverkinu. A sviöinu voru kassagitarar, 6 strengja (2), leiðir á skólagöngunni og fóru að sinna sinum áhugamálum sem eru fyrst og fremst tónlist. Einhverju sinni voru þeir i ökuferð og sem þeir óku framhjá MH skaut upp nafninu Spilverk þjóðanna. 12-strengja og klassiskur, kontra- bassi iá þarna, illa með farinn flygill og eldgamalt orgel. Þarna var lika nokkurs konar trommu- sett, sem saman stóð af symböl- um, kúabjöllum, bongotrommum o.s.frv. Skömmu eftir aö ljósin eru slökkt hefst sýning á teiknikvik- mynd, öllum til mikillar ánægju. Speedy Gonzales, mexikanska músin hrifur alla og spennan hverfur um sinn. A meðan á sýningu stendur týn-' ast meðlimir Spilverksins, allir þrir, upp á svið, Þeir biða svo,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.