Þjóðviljinn - 08.06.1975, Side 5
' Sunnudagur 8. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum vettvangi
Bretar,
og
vinstrimenn
Tjallinn í alltof víöum þýskum EBE-buxum; upp dr vasanum standa
þýsk mörk. (Teikning Klaus Albrechtsen)
Þegar þetta er skrifað <á
fimmtudag) virðist fátt geta
komið i veg fyrir það, að bretar
játi i þjóðaratkvæðagreiðslu á-
framhaldandi þátttöku i Efna-
hagsbandaiaginu. Þar með er
lokið sviptingum sem hófust fyrir
þrettán árum þegar Harold
McMilIan, þáverandi forsætis-
ráðherra breta, barði að dyrum
hjá EBE og fékk þau svör nokkru
siðar frá de Gaulle, að svona
„atlantsriki” hefði ekkert að gera
i samkvæmi réttskapaðra
Evrópurikja.
Og það hefur mikið gengið á i
kosningabaráttunni eins og alloft
hefur verið tekið fram. Málþófi
hefur verið haldið uppi svotil all-
an sólarhringinn i fjölmiðlum,
rikisstjórnin ein hefur sent lands
mönnum 23 miljónir bréfa, það
hefur verið mikil gullöld hjá
skemmtikröftum. En nú er orra-
hriðinni lokið og Anthony Wed-
gwood Benn iðnaðarmálaráð-
herra, sem hefur mest haft for-
ystu fyrir andstæðingum EBE
verður ekki að þeirri von sinni, að
„það verðurdansaðá götunum og
það mun leysast úr læðingi orka
með þjóðinni meiri en við höfum
séð siðan 1940, við munum skynja
að loksins höfum við náð tökum á
okkar eigin vandamálum”.
Jámenn
Stuðningsmenn EBE sögðu sem
svo; Það er ragmennska ef við
verðum ekki áfram I Evrópu, og
enginn mun lengur treysta sér til
að gera samninga við breta.
Landið mun einangrast, glata
miklum markaði fyrir afurðir
sinar, efnahag ' landsins mun
hnigna enn meir en orðið er, glöt-
unin er vis. Undir þetta tók stór-
auðvaldið og yfirleitt obbinn af I-
haldinu og frjálslyndum, einnig
hægri armur Verkamannaflokks-
ins með Harold Wilson i broddi
fylkingar. Wilson kveðst reyndar
enginn kappsmaður um EBE-að-
ild, en hann vlsaði til þess, að
hann hafi fengið bætta þátttöku-
skilmála breta, að skriffinnsku-
báknið i Briissel megi endurbæta
að innan og svo til þess, að sam-
veldislöndin vilji breta áfram
innan EBE til að auðvelda þeim
viðskipti við Evrópuriki.
Neimenn
t þessari grein munum við frek-
ar nema staðar við þær röksemd-
ir sem andstæðingar EBE höfðu
uppi. Þar gefur reyndar að lita
undarlegt samfélag: þar eru i-
haldssamir þjóðernissinnar,
smákaupmenn, norðurirskir mót-
mælendur, skoskir og velskir
þjóðernissinnar — en mestu
skipta I þessu samhengi rök-
semdir þeirra sem gagnrýna
þátttökuna frá vinstri — Benns og
félaga hans vinstra megin i flokki
Wilsons, verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Það sem hér fer næst á eftir er
að mestu haft eftir Anthony Benn
og Terry Pitt, sem hefur um skeið
verið formaður upplýsingamið-
stöðvar verkamannaflokksins.
Helstu röksemdirnar eru á
þessa ieið:
— okkur var sagt að aðild
mundi auka atvinnu og örva fjár-
festingu. Hvorugt hefur gerst.
Þvert á móti: við hörfum undan
samkeppnismætti þýsks iðnaðar
og látum neyða upp á okkur
frönskum landbúnaðarvörum,
sem eru dýrari en þær sem við
áður áttum kost á frá samveldis-
löndunum. Hin óhagstæðu við-
skipti okkar við Efnahagsbanda-
lagsiöndin (2,5 miljarða punda
halli á ári) hafa svipt hálfa miljón
manns atvinnu. (Atvinnuleys-
ingjar i landinu eru nú 850 þús-
und.)
— Efnahagsbandaiagið getur
ekki gripið til refsiaðgerða gegn
bretum, til þess eru þeir of góðir
viðskiptavinir.
— aðild að EBE skerðir full-
vcldi Bretlands, innan þess geta
bretar ekki lengur kosið þá menn
sem setja þeim lög, og ekki losnað
við þá I kosningum, þeir hafa ekki
lengur rétt til að breyta lögum i
sinum að vild.
EBE
og sósíalisminn
1 stórum dráttum fellur gagn-
rýni af þessu tagi saman við af-
stöðu borgaralegra andstæðinga
EBE. En hér við bætist, að Benn,
Pitt og félagar telja, að aðild að
EBE komi I veg fyrir vonir þeirra
um sósialiska þróun. Benn kveðst
vilja taka upp þráðinn frá
Aneurin Bevan, sem lengi var
helst fyrir vinstrisinnum I Verka-
mannaflokknum, reyna skal að
ná úr höndum auðvaldsins
„stjórnpöilum efnahagslifsins”. 1
þessu skyni hefur hann beitt
rikisstyrkjum til bágstaddra
einkafyrirtæja til að tryggja
verkafólki aukin áhrif á stjórn
þeirra, rikinu eignaraðild að
þeim. Hann hefur þjóðnýtt ýmis-
legan iðnað og styrkt verka-
mannahópa sem hafa tekið að sér
að reka gjaldþrota fyrirtæki.
„Við viljum skapa ástand þar
sem einkarekstri sem tapar er
EKKI haldið uppi með rikisað-
stoð, þar sem einkarekstri er ekki
tryggður ágóði með rikisstuðn-
ingi”. Að sjálfsögðu eru lög og
reglur EBE mikil hindrun I vegi
fyrir slikum áformum.
Pitt veitist t.d. mjög gegn
flokksbræðrum sinum sem hafa
uppi vonartal, um að sósialistar
innan EBE geti sveigt bandalagið
I sósíaliska átt. (Þótt undarlegt
megi virðast er hann þá um leið
að sveigja vissum tilhneigingum
hjá itölskum og frönskum komm-
únistum, sem hafa viðrað skoðan-
ir sem ganga I svipaða átt.)
„EBE getur ekki verið sósialiskt,
segir hann. Rómarsáttmálinn
byggir á samkeppni, markaðsöfl-
um, hann hindrar að rikisstjórnir
blandi sér i mál iðnaðarins, hann
byggir á samræmingu I skatta- og
féiagsmálapólitik. Verst er að
talsmenn EBE setja fram hug-
myndir um bandalagið sem
fjórða stórveldið. Enginn sósial-
isti getur stutt slikar hugmyndir.
lýðræðislegur sósialismi byggir
á hugmyndum sem allar ganga
þvert á Rómarsamninginn. Við
sósialistar trúum á samstarf,
ekki á samkeppni. A afskipti
samfélagsins, ekki forræði einka-
fjármagns. Við trúum á alþjóða-
hyggju, ekki á litinn svæðisbund-
inn hóp landa, sem taka höndum
sman til að vernda lifskjör sin.
Enn siður trúum við á hugmynd-
ina uin fjórða heimsveldið, sem
gæti með nokkrum hætti staðið
öndvert Sovétrikjum, Bandarikj-
um og Kina. Gæti sú andstaða
verið nokkuð annað en hernað-
arleg?”
Misvísun?
En það heyrast einnig raddir á
vinstri armi, sem gagnrýna bar-
áttu vinstrisinna gegn EBE á
þeirri forsendu, að þessi barátta
hafi alls ekki farið fram á sósial-
iskum forsendum. Til dæmis telur
Christopher Hitchins, fréttaskýr
andi við vikublaðið New States-
man, í grein sem er skrifuð
nokkru fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu, að vinstrimenn i Bret-
landi muni áreiðanlega biða ósig-
ur i henni og verða fyrir auðmýk-
ingu. Og geti þeir sjálfum sér um
kcnnt. Vegna þess að þeir hafi
lagt höfuðáherslu á að EBE skerti
fullveldi breta, en ekki á það að
EBE er kapitaliskt fyrirtæki.
Það er einkennilegt, segir
Hitschins, að menn skuii trúa þvi,
að EBE sé meira kapitaliskt, en
Bretland, og að aðild að EBE
komi I veg fyrir sósialiska lög-
gjöf. Bretland er mest stéttskipt
Evrópulanda að þvi er tekur til
erfða og menntunar, mest þeirra
háð einkakapitaiisma og þeim
stórslysum sem hann er sifellt að
rata i. Bretland á sér enn skrif-
ræðislegra og ónýtara stjórnkerfi
en flest Evrópuiönd. Samt eru
það þeir sem þruma gegn skrif-
finnum i Brússel ánægðari með
hin óvirku ráðuneyti I London,
sem hafa hvert um sig fleiri emb-
ættismenn en samanlögð EBE-
nefndin. Það er freistandi að þeir
séusvona ánægðir með afstyrmin
heima fyrir af þvi að þau eru
bresk og vel þekkt.
Og, heldur Hitchins áfram, það
er hlægilegt að tala um skert full-
veldi I sambandi við ákvarðana-
tekt I landi, sem fyrir löngu hefur
selt amerikönum utanrikis- og
varnarmálastefnu sina, hefur af-
hent fullveldi sitt Alþjóðlega
gjaldeyrissjóðnum, Nato, GATT
og fjölda annarra yfirþjóðlegra
kapitaliskra samtaka. Það er iika
hlægíiegt að vinstrisinnar skuli
taka upp vörn fyrir breska þingið,
sem þeir annars hafa hund-
skammað fyrir vanmátt and-
spænis öðrum valdaaðilum, fyrir
að það getur með engu móti haft
stjórn á efnahagsmálum, að það
getur ekki einu sinni kynnt sér
þau mái.
Hákarlar bíta
Fáráðlingar einir telja, að EBE
sé þrándur i götu bresks sósial-
isma. Tálmanirnar I hans vegi
eru þær sömu og alltaf hafa verið
til staðar: stéttaskiptingin, fjöl-
miðlarnir, ihaldssöm forysta
verkamannafiokksins, úrelt
framleiðslukerfi, hin pólitiska
varfærni verkamanna. Þessa
varkárni má að vissum mæli
rekja til þeirrar þjóðrembu sem
er arfur frá heimsveldistima okk-
ar, þjóðrembu, sem baráttan
gegn EBE hefur höfðað til og fest
I sessi.
Kjarni málsins er sá, að bresk-
ur kapitalismi á ekki annarra
kosta völ en að vera I EBE, og
vinstri armurinn hefur ekki borið
fram sannfærandi valkost.
Kapitalisminn hefur sem kerfi til-
hneigingu til að safna auði og
valdi og stjórn á fárra hendur.
Fjölþjóðahringar hafa nú að und-
anförnu verið að staðfesta þennan
sögulega sannleika. Sýni menn
andóf gegn afleiðingum kapital-
ismans án þess að komast að or-
sökunum, er það svipað og að
mótmæla þvi hve þungar lög-
reglukylfurnar eru eða aðhákarl-
arnir bita. Heldur berjast menn
fyrir skilnaði tveggja fyrirtækja,
sem hefur verið slegið saman, en
að sameinast I baráttu fyrir sam-
eign, atvinnulýðræði og áætlunar-
búskap...
Verklýðshreyfingin, segir
Hitchins að lokum, mun biða ó-
sigur og siðferðilegt áfall 5. júni
vegna þess að hún lét teyma sig
til rangra stefnumiða á röngum
'ilma.
Þeir gömlu
góöu dagar
En hvað gerist næst? Stjórn
Wilsons og samloðun ólikra hópa i
sjáifum Verkamannaflokknum
kann að vera i hættu ef að Wilson
tekur undir áskoranir frá hægri
um að losa sig við óróaseggi eins
og Benn og Michael Foot atvinnu-
málaráðherra. Veröbólgan er nú
um 30% og verkamenn munu
halda áfram að hamla gegn henni
með verkföllum. Hin fjölmenna
millistétt mun halda áfram að
bölva hátt og i hljóði yfir skertum
hlut. Þeir forriku (og þeir eru á
Bretlandi sýnu fleiri en 20 þúsund
eigendur Rolls Roycebila) eru
sem fyrr nokkuð utan við dæmið:
þeir hafa fyrir Iöngu sent peninga
sina til Sviss og flust búferlum til
Suður-Frakklands.
Og menn búast ekki við meiri-
háttar pólitiskum sviptingum.
Bretar munu að Ukindum halda
áfram að baða sig i angurværri
birtu hins liðna. Vinsælasti sjón-
arpsmyndaflokkurinn nú um
stundir heitir „Good Things”, þar
segir frá borgarbúum sem upp-
götva á ný hiö einfalda iif sveita-
manna. Enginn dagur liður án
þess að i sjónvarpi séu myndir
um skriðdrekasigra við E1 Ala-
mein, snjallan flótta hugprúðra
breta úr þýskum fangabúðum eða
um afrekstverk sem enn lengra
eru aftur i frægðarsögu breska
heimsveldisins. Metsölubókin
þessa daga er um ævintýri bresks
súpermanns á Viktoriutlmum,
Harry Flashmans, sem snýr á
Bismarck, og sýnir
frönskum „froskum”, niggurumog
kúlium hvað tii þeirra friðar
heyrir.
AB byggði á Guardian, Spiegel,
Newsweek og Information.