Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 12
Sunnudagur 8. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júnl 1975 35 SKIP BUNDIN I REYKJAVIKURHOFN _ _ _ _ .. 1:1' • s. ' ■ . V Hvaö kostar þetta ævintýri ráðherranna? I dag liggja 25 farskip bundin við bryggju i Reykjavik. Þar af á Eimskipafélag íslands 13 skip og hefur tvö auk þess á leigu, 6 skip eru á vegum annarra aðila. Stöðvun þessara skipa stafar af samúðarverkfalli vélstjóra á farskipunum með stéttarbræðrum sinum á stóru skuttogurunum, og verkfall sjómanna á skuttogurunum stafar eins og alþjóð er kunnugt af þvi að rikisstjórnin neitar að semja við sjómenn, en heimtar ásamt þeim aðilum sem gera þessa þjóðareign sem skuttogararnir eru, út, að fækka i áhöfn skipanna og afnema vökulögin. Og hvað kostar þetta ævintýri ríkisstjómarinnar þjóðina? Það eru sjálfsagt margir miljarðar i útlögðum kostnaði með aflatjóni, en litum aðeins á eitt dæmi sem snýr að eigendum farskipanna. Þessi farskip okkar eru frá 500 brúttólestum og uppi 3000 brúttó- lestir að stærð. Bara það eitt, að láta skipin liggja I höfn kostar 3 kr. á hverja brúttólest á far- skipunum, i hafnargjöld, þannig að það kostar frá 1500 kr. á dag og uppi 9000 kr. á dag að láta skipin liggja viö hafnargarðinn. Og ef við tökum meðaitalið af skipa- stærðinni, 2000 brúttólesta skip, þá kostar það um 150.000 kr. á dag í hafnargjöld. Ofan á þetta bætist svo manna- kaup til áhafna skipanna, þar sem það eru aðeins vélstjórar sem eru i verkfalli. Á þeim 15 skipum Eimskips sem liggja bundin eru 234 menn. Þannig að það eru nærri 300 menn á öllum farskipaflotanum sem greiða verður laun, og bara það eitt er yfir 600.000 kr. á dag. Allt er þetta mjög vægt reiknað og ekki kæmi á óvart þótt það kostaði hátt á aðra miljón á dag að láta skipin liggja fyrir utan það tjón að þau flytja hvorki vörur að né frá land- inu. Skuttogararnir Og þá eru það skuttogaramir. Þeir liggja 12 bundnir i Reykja- vfkurhöfn og sjást allir á mynd- inni hér að ofan. Flestir eru þeir þetta 700 til 900 brúttólestir að stærð. Hafnargjöld fyrir þá eru helmingi lægri en hafnargjöldin fyrir farskipin. Það kostar sem sagt 1,50 kr. á hverja brúttólest á dag að láta þá liggja bundna við bryggju. Þetta er þvi um 1200 kr. á hvern þeirra að meðaltali á sólarhring, og þeir eru 12 i Reykjavik. Það eru að visu aðeins skip- stjórar og stýrimenn sem taka laun og þau lág meðan skipin liggja bundin, en það tjón sem hlýst af þvi að halda þeim ekki úti til veiða vikum saman skiptir miljóna hundruðum eða miljörð- um, það veit enginn hvernig þau hefðu aflað. Allt geristþetta á sama tima og rikisstjórnin talar um tóma gjaldeyrissjóöi og að nauðsynlegt sé að skerða kjör almennings sem mest vegna óárans i viðskiptum. Þaö þýðir litið fyrir veiðimann sem ekki vitjar um netin að kvarta um aflaleysi. —S.dór 22 farskip, 22 skuttogarar Miljarðatjón þjóðarbúsins Þegar myndin hér efst á siðunni, sem tekin er yfir Reykjavikurhöfn i siðustu viku, er skoðuð blasir við heldur ófögur sjón. Við getum skipt þvi i þrennt sem við blasir á myndinni. í fyrsta lagi sést hvar mest- allur farskipafloti landsmanna liggur bundinn við bryggju, i öðru lagi sést að helmingur allra stóru skuttogaranna sem til eru i landinu liggur bundinn við bryggju og i þriðja lagi sést hvar geymd eru hundruð óseldra bifreiða sem fluttár voru tak- markalaust til landsins á siðari hluta ársins 1974 og tæmdu gjaldeyrissjóð þjóðarinnar. Þó er sá bilafloti sem sést á þessari mynd ekki nema hluti af þeim fjölda bifreiða sem óseldar liggja i landinu og eins og áður segir er þetta ekki nema helmingur skut- togaranna og mörg farskip liggja bundin annars- staðar. Samt er þessi sjón sem við blasir i meira lagi óhugnanleg. Á sama tima og þetta ástand blas- ir við er meira en helmingur islensku ráðherranna að leika sér i kurteisisheimsóknum eða NATO-heimsóknum útum heim, en þeir sem eftir sitja heima reyna i örvæntingu að setja þvingunarlög á islenskan verkalýð, sem er að reyna að rétta kjör sin við,svo fólk hafi til hnifs og skeiðar. Og þessi þvingunarlög eru rekin öfug ofan i ráð- herra ihalds og framsóknar aftur, og eftir stendur rikisstjórnin ráðvilltari en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyrisstefna hægristjórnar: Hundruö bifreiöa óseldar Já, þriðja atriðið á myndinni hér að ofan sem vitnar um ráðleysi ríkis- stjórnar Geirs Hallgríms- sonar eru óseldu bílarnir á þaki vöruskemmunnar. Um síðustu áramót voru rúmlega 2000 bílar óseldir í landinu. Ekki er vitað ná- kvæmlega hve margir af þessum bílum eru óseldir í dag, en þeir eru í það minnsta um eitt þúsund. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1975 voru seldar rúmlega 1000 bifreið- ar og giska má á að fyrstu 5 mán- uöina hafi verið seldar 13 til 1400 bifreiðar. Nú segir það ekki alla söguna vegna þess að margir bif- reiðainnflytjendur áttu engar bifreiðar á lager um siðustu áramót og hafa þvi orðið að flytja inn þá bila sem þeir hafa selt á þessu ári. Þess vegna er ekki hægtað draga þá 13—1400 bfla frá óselda flotanum sem til var hér um sl. áramót og má þvi ætla að I það minnsta eitt þúsund bifreiðar séu óseldar enn, kannski fleiri. Sá gegndarlausi bifreiðainn- flutningur er átti sér sað á siðasta ári, einkum á siðari hluta ársins varð til þess að tæma gjaldeyris- sjóði okkar. Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar gerði enga til- raun til að hefta þennan innflutn- ing á nokkurn hátt.og þegar for- sætisráðherra var spurður að þvi i sjónvarpinu fyrir nokkru hvers- vegna rikisstjórnin hefði ekki 1 ' stöövað innflutning á bifreiðum þegar markaðurinn var mettur en bifreiöainnflytjendur að safna sér á lager, svaraði hann með þeim orðum sem fræg eru orðin: Atti hér að rikja vöruskortur? Æru-Tobbi sagöi einu sinni: Dauður maður dauður var sendimaður sendur var uppi séra Valdemar til að yrkja ijóðin þar. Þetta sýnir okkur að viö höfum átt orðsnillinga á öllum timum. —S.dór ,Atti að ríkja hér vöruskortur’’ 2000 bílar óseldir um áramót

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.