Þjóðviljinn - 08.06.1975, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1975
Upp meö hendur; ,,bak viö hiö viöfelldna yfirborö þessa kurteisa fólks býr slæm samviska og ótti”.
Eltingaleikur
við veruleikann
Guöfræöingurinn og gagnrýn-
andinn Martin Drouzy heldur
þvi fram I bók sinni, „Villu-
triiarmaðurinn Bunuel,” að
þrjá lykia þurfi til þess að eiga
aðgang að kvikmyndum
Bunuels. Súrrrealiski lykillinn
gengur að fyrstu tveim kvik-
myndum hans, Andalúsíuhund-
inum og Gullöldinni. Frá
1932—1955, (þ.e.a.s. frá „Las
Hurdes”til myndarinnar „Til
nýs dags”) gengur marxiskur
lykill, og frá 1955 (þ.e.as. frá
„Nazarin” til „Vetrarbrautar-
innar”) gengur trúarlegur lyk-
ill. Það er guðleysi (ateismi),
sem er bakgrunnurinn og vakn-
ingin að flestum kvikmyndum
hans á þessu bili.
Þvi miður er ég ekki nógu
kunnugur myndum Bunuels til
þess aö geta fellt dóm um þessa
kenningu. Væri hún notuð á
kvikmynd hans, „Háttvisir
Broddborgarar,” (Le Charme
Discret de la Bourgeoisie),
mundu ekki nægja færri en allir
lýklarnir þrir. Um hitt eru flest-
ir sammála, að þessi þrenns
konar afstaða, súrrealisk,
marxfsk og ateisk, hefur mótað
starf Bunuels sem kvikmynda-
stjóra.
Kannski er það meðal annars
vegna þess hversu vítt kvik-
myndin beinir skeytum sfnum,
að áhrif hennar á áhrofendur
eru minni en við mætti búast.
Hún er fuil af skemmtilegum
athugunum á innantómu og
brothættu lifi borgarastéttar-
innar. Hún afhjúpar hina sex
fyrirmenn (kona er maður) og
kafar ofanf samvisku þeirra.
Sendiherrann frá Miranda
(imyndað land, t.d. Spánn)
kemur að heiman og hittir vini
sína. Auk þess að eiga viðskipti
með sterk eiturlyf er helsta
áhugamál þeirra að borða sam-
an. Tilraunir þeirra til þess að
borða saman blandaðar draum-
um og draumum um drauma
myndar söguþráðinn, ef hægt er
að tala um söguþráð. Allan tim-
ann leitar atburðarásin f allar
mögulegar áttir, ýmis óvænt at-
vik draga athyglina frá því sem
viröist vera aðalatriði. Draum-
amir og önnur hliðarstef verða
til þess að áhorfandinn veit ekki
lengurhvað er draumur og hvað
er veruleiki. t þessum eltinga-
leik við „veruleikann” er hætt
við þvf að áhorfandinn ruglist
svolftið í kollinum, ef hann leit-
ar að niðurstöðu I atburðarás-
inni. Fyrirfólkið er enn að borða
I lok myndarinnar og þau ganga
enn eftir veginum eins og f byrj-
un myndarinnar. Myndin lýsir
ástandi fremur en atburðarás.
Eins og atburðarásin er
merkingin i allar áttir. Sá sem
leitar að meginhugsun til þess
að hafa heim með sér af sýn-
ingu, verður að likindum fyrir
vonbrigðum. Tilgangur Bunuels
virðist fremur vera sá að vekja
efasemdir. Hann hæðist að
fyrirfólkinu og virðist um leið
hafa samúð með þvf. Hann
hjálpar ekki áhorfandanum til
að mynda sér skoðun.
Stúlka kemur til fbúðar sendi-
herrans til að myrða hann i
pólitiskum tilgangi. Sendiherr-
ann afvopnar hana strax og
skopast að henni. Hann gengur
af hólmi sem sigurvegari. Þó
ekki alveg. Tveir menn gripa
stúlkuna þegar hún kemur út á
götu eftir bendingu sendiherr-
ans og taka hana á brott meö sér
I bfl. Samúðin er hvorugum
megin.
Fyrirfólkinu kemur ekkert á
óvart og tekur öllu með jafn
aðargeði enda eru þau alveg
örugg. Kirkjan vinnur fyrir þau
(garðyrkju), herinn kemur i
kurteisisheimsóknir og fær að
æfa sig f garðinum. Þau eru
friðhelg fyrir lögreglunni. Allar
stofnanir eru þeim til þæginda
og verndar. Aðeins i draumi eru
þau varnarlaus. Bak við hið við-
felldna yfirborð þessa kurteisa
fólksbýr slæm samviska og ótti.
Þau eru sffellt að leika, og það
versta, sem getur komið fyrir,
er að gleyma textanum,
(samanber draum Sénéchal).
Þessa kvikmynd skilur hver á
sinn hátt. Þetta er ekki kvik-
mynd til þess að kveikja ein-
hverja ákvena hugsun hjá
áhorfandanum eða halda ein-
hverri sérstakri skoðun að hon-
um. Sennilega skilur hún áhorf-
andann eftir hvorki ánægðan né
óánægðan með þetta fyrirfólk.
Hún er of margbrotin til þess að
áhorfandinn geti á þann hátt
tekið afstöðu. Einhverjir mundu
kalla kvikmyndina hástemmda
og jafnvel óskiljanlega.
Fáir kvikmyndhöfundar nota
meira af likingum og tilhöfðun-
um en Bunuel. Að þvi leyti kem-
ur hann til móts við háþenkjandi
fólk, sem hefur allar fyrri
myndir hans i höfðinu, bók-
menntirheimsins og biblíuna og
sér strax, að þegar mynd
Bunuels segir eitt, þá eigi hann
raunverulega við eitthvað allt
annað. Til þess að komast að
sömu niðurstöðu þyrftu minni
spekingar að nota leiðarvfsi
með myndinni.
En góð kvikmynd á að virka á
mörgum plönum. Hún á að vera
gagnleg bæði fyrir spekinga og
annað hugsandi fólk. Það á ekki
að þurfa að þekkja fyrri myndir
Bunuels til þess að skilja síðustu
mynd hans. Það á ekki að þurfa
að vita að hann sé marxisti til
þess að átta sig á þvi að myndin
eigi pólitfskt erindi. Kvikmynd-
in á að vera gagnleg bæði fyrir
spekinga og annað hugsandi
fólk þótt það hafi mismunandi
reynslu.
Tékkneskur fræðimaður um
klippingu, Jan Kucera, litur á
hvert myndskeið sem spurningu
eöa svar. Eitt myndskeið getur
faliö f sér margar spurningar og
mörg svör og magn hvors um
sig segir til um það hvort
heildarútk. er fremur spurn-
ing eöa svar. 1 byrjun mynd-
kafla eru myndskeið t.d. næst-
um eingöngu spurningar en i
lokum myndkafla eru mynd-
skeiðin að öðru jöfnu svör við
fyrri spurningum. Það eru
spurningarnar sem vekja
spennu i kvikmynd. Svörin við
spumingunum slaka á spenn-
unni. Ef mynd Bunuels er
athuguð út frá þessu, kemur t
ljós að flestum spurningum er
ósvarað þegar myndinni lýkur.
Ahorfandinn fer með þær heim
með sér og það er undir honum
sjálfum komið hvert gagn hann
hefur af myndinni.
Og er þá kvikmyndin góð eða
slæm? Þaö fer eftir því, hvernig
við skilgreinum góða kvikmynd.
Stundum finnst mér að kvik-
mynd, sem skemmtir ihalds-
sömu fólki jafnvel og róttæku,
hljóti að vera slæm kvikmynd.
En kvikmynd þarf vitaskuld að
skemmta ihaldinu til þess að fá
dreifingu hjá 20th Century-Fox
og ná til hugsandi fólks um
allan heim.
Og hvernig á óvinur borgara-
stéttarinnar að vinna
samkvæmt eigin sannfæringu
með tækjum borgarastéttarinn-
ar og í formi, sem hún hefur
skapað? Kannski þarf maður að
þekkja svarið við þeirri spurn-
ingu áður en felldur er dómur
um kvikmynd Bunuels.
Bunuel; flestum spurningum er ósvarað.
Bunuel leiðbeinir Delhpine Seyrig
og Fernando Rey