Þjóðviljinn - 13.06.1975, Side 1
Föstudagur 13. júni 1975 —40. árg. 130. tbl.
DAGSBRÚNARMENN!
— félagsfundur i Austurbæjarbiói ki. 10 ár-
degis.
Fundarefni:
Drög að kjarasamningum.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
SAMNINGAR TÓKUST
Verkfalli ekki aflýst, en fundir í félögunum í dag
Baknefnd ASt kom saman til fundar slödegis f gær og samþykkti þá aö heimila 9-mannanefnd aö ganga frá samningum á þeim grundvelli sem þá lá fyrir. (Myndir: AK)
Ekki
meira en
40% af
sköttum
Reglugerð
ókomin enn!
Sem kunnugt er gaf ríkis-
stjórnin það loforö sl. vetur aö
af þeim mönnum sem lækka i
tckjum áriö 1975 miöaö viö
áriö 1974 veröi aldrei dregiö
meira en 40% af iaunum i
skatt, þannig aö afnumin veröi
sú harka aö taka jafnvel öll
laun manna uppi skatta-
greiöslur.
Að sögn Guðmundar Vignis
framkvæmdastjóra gjald-
heimtunnar er óvlst hvenær
þetta kemur til framkvæmda
vegna þess að fjármálaráðu-
neytið á eftir að gera reglu-
gerðsem að þessu lýtur. Þetta
er flókið mál og ekki auðvelt
að semja reglugerðina.
Nú er allt i óvissu um
hvenær skattskráin kemur út,
en samkvæmt lögum á að
greiða fyrstu greiðslu af skott-
unum 1. ágúst og taldi Guð-
mundur Vignir að þessi reglu-
gerð yrði að vera komin fyrir
þann tima ef hún á að koma til
framkvæmda á þessu ári eins
og lofað var.
—S.dór
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Skömmu fyrir miðnætti virtist ljóst að samningar
mundu takast i kjaradeilu Alþýðusambands islands
og atvinnurekenda.
Fjármagnsskortur
Rafmagnsveitna ríkisins:
„RAUÐA STRIKIД
,,Rauða strikið” verður 1. nóvember en siðari
hluti kauphækkunarinnar kemur 1. október. Kaup-
hækkunin er 5.300 kr. á mánuði frá 1. júni, en siðan
koma 2.200 kr. á mánuði frá 1. október. Samnings-
timinn er til 31. desember.
NIÐURGREIÐSLUR ÓBREYTTAR
í samningsuppkasti var gert ráð fyrir þvi að kaupið hækkaði I tveim-
ur áföngum alls um 16% ofan á það kaup sem nú er greitt. Ennfremur
gaf rlkisstjórnin fyrirheit um að landbúnaðarhækkunin sem koma átti
til framkvæmda 1. júni sl. komi ekki inn I verðlag til neytenda á
samningstimabilinu. Þá mun i samningsdrögunum hafa verið gert ráð
fyrir „rauðum strikúm”, þannig að fari framfærsluvisitalan fram yfir
tiltekið mark, verði það sem umfram er bætt I kaupinu.
Það var ekki fyrr en eftir mikið samningaþref i allan gærdag og
fyrrinótt aö atvinnurekendur létu af þrjósku sinni, en allt fram til
siðustu stundar neituðu þeir aö hækka kaupið hið minnsta. Þegar þeim
var ljóst að verkfall skylli á um miðnættið og eftir miklar viðræður við
rikisstjórnina ákváðu þeir að láta undan.
BAKNEFNDIN SAMÞYKKTI
Beðið eftir
úrskurði
ráðherra
Eins og Þjóðviljinn vakti at-
hygli á fyrir síöustu helgi eiga
Rafmagnsveitur rikisins nú i
mikium fjárhagsvandræðum og
hrekkur framkvæmdaféð, sem er
1200 miljónir, fyrir utan fé til
byggöalinu og sveitarafvæðingar,
hvergi nærri til aö standa viö
áætlun i ár. Taiið er aö hér skakki
nokkur hundruö miljónum.
Stjórn rafmagnsveitna rikisins
hefur fjallað um þetta mál að
undanförnu og sagði Helgi Bergs
stjórnarformaður Rarik, fyrir
helgina, að vandanum yrði
annaðhvort að mæta með frestun
framkvæmda til næsta árs eða
með viðbótarfé frá rikinu.
Helgi Bergs sagði i samtali við
Þjóðviljann i gær, að stjórn
RARIK, hefði i fyrradag sent
iðnaðar- og orkuráðherra tillögur
um lausn þessara, fjárhagsvand-
kvæða og nú væri beðið úrskurðar
rikisstjórnarinnar.
Samningafundur atvinnurekenda og 9 manna nefndar ASl hjá sátta-
nefnd stóð I fyrrinótt til kl. 5 um morgunin. Fundir hófust aftur
snemma I gær og var rættum ýmis atriði samkomulagsins, svo og yfir-
lýsingu frá rikisstjórninni. Hlé var gert á fundunum kl. 18 er baknefnd
ASÍ hélt fund. Stóð sá fundur fram uiidir kvöldmat, en fyrir þann fund
höfðu bæði talsmenn atvinnurekenda, Alþýðusambandsins og sátta-
semjari sagt, að þeir væru bjartsýnir á að samningar tækjust og sam-
komulag væri I nánd.
Blaðið hafði samband við Slnorra Jónsson framkvæmdastjóra ASÍ að
loknum baknefndarfundi. Hann sagði m.a. aö baknefndin heföi sam-
þykkt að heimila 9-manna nefndinni að ganga frá samningum á þeim
grundvelli, sem þá lá fyrir. Sagði Snorri að verkfalli yrði ekki aflýst, en
fundir haldnir i félögunum I dag.
TOGARADEILAN ÓLEYST?
Óvissa var I togaradeilunni i gærkvöld og með hverjum hætti lausn
hennar yrði tengd lausn almennu kjarasamninganna. Sáttafundur er
boðaður i togaradeilunni I dag.
Leiðari um samningana
Forsœtisráðherra:
Veit ekkert
um þetta mál
— Ég veit ekkert um þetta mál,
sagöi forsætisráðherra, Geir
Haligrimsson, er blaöiö spuröi
hann eftir þvi i gær, hvort honum
væri kunnugt um aö islenskir
„togaraeigendur” væru aö þrcifa
fyrir sér um sölu stóru togaranna
úr landi.
— Þetta mál hefur ekkert kom-
ið til okkar kasta að einu eða
neinu leyti né við frétt af þvi,
sagði ráðherrann.
— Það er ekki hægt aö selja
togarana úr landi nema með leyfi
stjórnvalda, er það?
— Nei, mér skilst að það þurfi
að fá leyfi stjórnvalda til þess.
— Er ráðherra tilbúinn að
gefa eitthvað út á það hvert álit
hans yrði ef farið yrði framá leyfi
fyrir sölu á togurum úr landi?
— Nei, ég vil ekki fyrirfram
segja neitt um það. Það verður að
skoða málið i hverju tilviki fyrir
sig. Við höfum gefiö leyfi til þess
að selja fiskiskip úr landi, og ég
held að i flestum ef ekki öllum til-
vikum hafi viðkomandi aðili verið
að kaupa nýtt skip.
—úþ