Þjóðviljinn - 15.06.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júni 1975 Grimmd, stórslys, heimsslit Kvalalosti Fyrir skömmu varð ég fyrir þeirri reynslu að sjá umdeilda kvikmynd Liliönu Cavani, Nætur- vörðurinn. Efnihennar er i stuttu máli það, að þrettán árum eftir strið hittast aftur gamlir kunn- ingjar úr fangabúðum nasista. Hann, Max, var i SS, einn af böðlunum, hún var eitt af fórnar- dýrunum, gyðingastúlka, Lucia að nafni, sem Max tók sér til frillu og meðaðila i kvalalostaleikjum ýmiss konar. Hann hefur falið sig fyrir fortiðinni sem næturvörður á hóteli i Vin, hún kemur þangað sem eiginkona ágæts hljóm- sveitarstjóra. Endurminningin verður þeim um megn. Það rifj- ast upp fyrir þeim þeir grimmu ástafundir sem þau áttu saman áður með gasklefa og pyntingar- stofur i bakgrunni, með úrkynj- aðan leik formyrkvaðs huga að fornum sagnaminnum (Lucia syngur og dansar fyrir SS-menn i einkennisbúningi þeirra og fær að launum höfuð vinar sins, gyðings, á fati: hinn hálshöggni heitir að sjálfsögðu Jóhannes). Og þau taka upp þráðinn aftur. Láta samtið sina lönd og leið, leggjast út i blöndu blóðs og losta meðan hungriö sverfur að þeim og byssu kúlur annarra gamalla nasista biða þeirra utan dyra — það þarf aö losna við þau, sem óþægileg vitni. Grímuball Þessi mynd vakti heldur betur dapurlega þanka. Ekki einungis t vegna þess að hún segir niöurlæg- ingarsögu, sem sjálfsagt fær að ýmsu leyti staðist, þótt svo hún sé sett i mjög ótrúverðugan ramma. Heldur vegna þess, að þessi mynd er ein af þó nokkrum sem um- gangast fasiska fortið Evrópu á sérstaklega hæpinn hátt. I mynd sem þessari er nasisminn eins- konar furðuleg grimubúninga- sýning, sem rif juð er upp með öf- ugsnúnum söknuði: Það var þá að eitthvað spennandi var að gerast. Fasisminn var eitthvað svo sjarmerandi i formi. ,,SS-búning- urinn er eitthvað svo erótiskur’f" segir Liliana Cavani. öll hlutföll hverfa i skilningi á fortiðinni. Hversdagsicikifasismans — sem mestu máli skiptir að menn skilji — hann er einhvernveginn gufað- ur upp. Fasisminn er ekki lengur pólitiskt kerfi, tengdur gjörsam- lega skiljanlegum hagsmunum stétta og hópa. Nei, hann er i „Næturvörðurinn” fyrst og fremst eitthvað afbrigðilegt. Hin sjúklega undantekning. Tilrauna- starfsemi með sjaldgæfari teg- undir kynlifs. Og við getum lesiö . um það, að eitthvað svipað sé á ferð i þeim kvikmyndum sem til dæmis jafn ágætir menn og Bertolucci og Visconti hafa verið að setja saman. Skítt veri með það allt Sitt hvorum megin við Altants- ála kvarta Le Monde og New York Timesum að furðustór hluti kvikmyndaframleiðslunnar horfi angurvær um öxl, það er sem ræmuhöfundum þyki fortiðin flottari og æsilegri en samtiðin, bæði ár fasismans i Evrópu og kreppu, banns og mafiugullaldar I Ameriku. Og þennan tima rækta þeir margir hverjir með miklum iburði og mikilli grimmd. Lifsþreyta? Veruleikaflótti? Liklega, að minnsta kosti verða margir til að kalla hlutina þeim nöfnum. Mér verður blaðað i lýs- ingu á siðustu kvikmyndahátfð i Cannes — yfirskrift Spiegels er „Borgarar Evrópu eru þreyttir”. Og samkvæmt lýsingu blaðsins að öðru leyti hafa menn i Cannes Or „Jaröskjálfta”: stórslys og öðru fremur sýnt á tjaldi eða látið i ljós með öðrum hætti grimmt vonleysi um mannleg samskipti og framtið mannfólks. Godard segir að kvikmynda- heimurinn sé svo til allur orðinn fasiskur, allsherjarspilling hafi þar öllu við snúið og allt eitrað. Thierry Zeno sýnir i „Vase de Noces” mann sem hefur samfarir við risastóra gyltu, sem elur hon- um siðan þrjá mennska grisi. An- tonioni sýndi i „Atvinna: blaða- maður” „lifsleiða og óhæfni fólks til að lifa I dauðri og merkingar- lausri framvindu atvika”. Joseph Losey vildi I „Romantic English- woman” sýna að „privatbylting einstaklingsins sé eini möguleik- inn á að finna aftur til llfs I öllum taugum og limum”. Manni skilst á þessari lýsingu (sem sjálfsagt er einfölduð, en á sér áþreifanleg- ar forsendur engu að siður) að hin róttæka skoðun heimsins sem byggði á einhverskonar jákvæðri viðmiðun sé gufuö upp og eftir af- neitunin ein I bland við brask með æsileg tíðindi sem piska rækilega taugar áhorfandans. Að spyrja uppi á sviði Gagnrýnandi Spiegels kemst að minnsta kosti að þeirri niður- vonin um hina sterku menn. stöðu, að „evrópsk kvikmynda- gerð snúist i hring og verði um leið æ hæggengari og tómlegri”. Það er kannski þessi uppgjöf gagnv. listsköpun sem leiðir til þess, að nú eru það eftirsóttust sjónarspil i Þýskalandi, að setja nokkra einstaklinga upp á svið og spyrja þá i þaula um einkalif þeirra. Slikar „tal-sýningar” hóf- ust i sjónvarpi, en hafa siðan flust yfir á svið, vegna þess, að þar geta spyrjendur (og áhorfendur fá aö spyrja lika) gengið óvægi- legar I skrokk á sátunum um kvennafar þeirra og tremmaköst. Kvenmaður játar að hún hafi sof- ið hjá öðrum kvenmanni, skemmtikraftur gerir upp á milli 300elskhuga með liflegri þátttöku áhorfenda, sem klæmast með stórum rokum milli þess að þeir hlaupa út úr salnum að ná sér I bjór. Þeir sem skipuleggja „tal- sýningar” kalla þetta „ævintýri mannlegra samfunda”. Það er alltaf uppselt. Nálæg slys Sú framleiðsla sem fyrst var minnst á, sú sem sýnd er i Cann- es, er að ýmsu leyti ætluð annars- konar áhorfendum en „heims- enda- eða stórslysamyndirnar” sem bandarikjamenn framleiða nú af miklum móð. Þær stilla beint á fjöldamarkað, enda er ekkert til þeirra sparað i tækni- brellum né heldur i dýrum stjörnuleik. Aður fyrr einbeitti Hollywood sér að stórslysum fortiðarinnar (Pompei), eða velti fyrir sér ógn- um utan úr geimnum-En nú er það helviti risaþota, skýjakljúfa og nútimastórborga sem er bak- svið.í Airport-75er lýst skelfingu farþega i risaþotu sem æðir á- fram með myrta áhöfn. í Jarö- skjáifti verða ibúar Los Angeles fyrir firnalegum náttúruhamför- um. f báðum tilvikum er um slys að ræða, sem eru fyllilega „möguleg”. Heildarmyndin af myndum sem þessum er eitthvað á þessa leið: tæknin, kapitalisk gróðaffkn og stjórnlaus þróun samfélagsins kallar sifellt á stórslys. I „Há- karlinn’Ler aö grimmd er talinn taka langt fram Fjandafælunni (Exorcist), eru baðgestir tættir sundur á mjög innvirðulegan hátt fyrir framan myndavélarnar af firnalegu skrimsli. Myndin lýsir þessum mannaveiðum risahá- karlsins — sem halda áfram með- an yfirvöldin hika við að loka bað- ströndinni vegna þrýstings frá þeim sem eiga þann bisness. Gróöanum má helst^ekki fórna. Tæknin sem gildra I Inferno verður eldur laus i skýjakljúfi meðan gestir eru að vigja næturklúbb uppi á 138ndu hæð hans. Einnig hér tengjast sáman spekúlasjónir „fjár- magnseigenda” og duttlungar ör- laganna. Tengdasonur verktak- ans, sem húsið reisti, hefur þvert ofan i vilja arkitektsins sparað tvær miljónir dollara á einangrun hússins. Þegar eldur verður laus hrynur sú veröld sem annars er svo tæknivædd og fullkomin. Ekkert starfar, hvorki viðvörun- arkerfið, slökkvikerfið né heldur lyfturnar. Stigarnir eru of þröngir og einangrun milli hæða ófull- nægjandi. Með öðrum orðum: mannvirki sem annars ætti að vera einskonar minnismerki um þá tækniöld, sem vð lifum á, reynist fólki lifshættuleg gildra. Ungir elskendur hverfa i logana, syndarar eru steiktir á glóðum skýjakljúfsins og spariklæddir betri borgarar kasta sér út i djúp- ið til að losna við þetta brennandi helviti.... Og framleiðslunni heldur á- fram. Gerð hefur verið kvik- mynda um bilaðan visindamann sem ógnar mannkyni með stoln- um atómsprengjum (samanber skrif um úranþjófnaði i Banda- rlkjunum nýverið). Mynd er á leiðinni um sprenginguna um borð I þýska loftskipinu Hinden- burg sem steyptist logandi til jarðar i New Jersey árið 1937. Leikararnir úr Poseidonslysinu koma brátt saman til að leika lestarfarþega, sem snjóflóð hefur lokað inni i jarðgöngum. Samfé- lag þar sem roskið og óarðbært fólk er mjög stór hluti þegnanna leysir i framtiðarmyndinni „Go- ing”vandamál sin með þvi að út- rýma öllum sem orðnir eru 65 ára — og er þar með lýst þeim ótta við ellina sem svo mörg samtiðar- þjóðfélög þjást af... Hetjurnar En Hollywood gengur samt ekki svo langt að skilja menn eftir alveg án vonar, að þvi leyti eru hinar risavöxnu bandarisku stór- slysamyndir ólikar heimsendis- andrúmslofti Evrópu. Og þessi von er einkar fróðleg til skoðunar. Það eru enn til hetjur, garpar sem sýna áræði og snilli, missa aldrei móðinn. Þeir eru þeir einu sem geta bjargað okkur. Ef ekki öllum, þá að minnsta kosti þeim okkar sem ekki eiga það fyrir höndum að týnast i Ragnarökum sem hverjir aðrir statistar. 1 Air- porter það Steve McQueen. 1 Há- karlinn hinn einmana, hugprúði lögreglumaður. 1 Infernoeru það tveir hvitir guðir I slökkviliðs- búningi, Steve McQueen og Paul Newmann, sem reisa samfélagið viö aftur. Hetjur af þessu tagi skjóta upp kollinum hvað eftir annað i hinni endalausu röð stór- slysamynda, sem nú flæðir yfir þjóölöndin með hrikalegri og út- smognari tæknilegum brögðum en menn hafa áður séð. Sem fyrr segir er i ýmsum stór- slysamyndum vikið að ýmiss konar félagslegum meinsemdum Framhald á bls. 18 Ballettstund hjá SS I „Næturvörðurinn”. Nasisminn er svo sexi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.