Þjóðviljinn - 15.06.1975, Blaðsíða 20
E WÐV/im
Sunnudagur 15. júni 1975
Meðal þeirra gesta
erlendra, er staddir eru
hérlendis í sambandi við
sýninguna Listtil lækninga
í Norræna húsinu eru Jan
Thomæus frá Svíþjóð og
Shelly Killen frá Banda-
ríkjunum. Jan Thomæus er
teiknikennari og ,,tera-
peut'' og hef ur starfað i tiu
ár sem konst-terapeut við
Danderyds-sjúkrahúsið í
Stokkhólmi. Jafnframt
hef ur hann starfað við ráð-
eít txímpel pí
pídígcijik. mti ttrsfenhsM
ímI»9
T«tmnjíiíraT«< 3»nTho«i*w
Jan Thomæeus vift eitt verkanna, sem hann sýnir Shelly Killen — fangelsi engu betur taliin íyrir
i Norræna húsinu. manneskjur en dýragarðar fyrir dýr.
Rætt við Jan
Thomæus og
Shelly Killen
á sýningunni
List til
lækninga
,Slík utanaðkomandi hjálp
getur leyst úr flækjum'
leggingarstöð í Hökar-
ángen sem konst-terapeut.
Shelly Killen er listsögu-
fræðingur við Rhode
Island-háskólann í
Kingston og vinnur jafn-
framt við ,,Art-Therapy'' í
fangelsum.
Þjóðviljinn hafði tal af þeim
Thomæus og Killen og spurði þau
nokkurra spurninga varðandi
starf þeirra. — Jan Thomæus
hefur meðal annars unnið með
málarahópum, og er sýnishorn af
vinnu eins sliks hóps á sýningunni
i Norræna húsinu. Hann heldur
þvi fram að skólunum hætti til að
fjbtra sköpunargáfu barnsins,
einskorða hana og gera niður-
stöður hennar ófrjóar.
Tilhneiging að steypa alla í
sama mót
— Er það þanr.ig með skóla
yfir,leitt?
— Ég þekki ekki vel til um það
nema i Sviþjóð, en þar ber þvi
miður nokkuð viða á einstefnuað-
ferðum i myndlistarkennslu,
þannig að börn, sem i upphafi
skólagöngunnar teikna i fjör-
legum, sjálfstæðum og persónu-
legum stfl, verða eftir nokkur ár i
skóla ópersónuleg og einhliða i
listsköpun sinni.
— Hvað er við þessu að gera?
— Það er alls ekki nauðsynlegt
að þetta sé þannig, þetta er undir
teiknikennslunni komið. En þvi
miður held ég að þetta sé
algengt. Það er illa farið, þvi að
það er mjög mikilvægt fyrir
þroska barnsins að það fái útrás
með persónulegu, lifrænu mynd-
máli.
— Hvað liggur hér að baki?
— Tilhneiging i samfélaginu.
Samfélagið hefur tilhneigingu til
að steypa alla i sama mót, ala
alla upp i þeim anda að vinna eins
mikið og hægt er og verða eins
rikur og hægt er. Tilhneigingin i
samfélaginu beinist i þá átt að
allir verði þvi sem næst eins, falli
inn i ákveðinn ramma. Þetta er
iila fárið, þvi að leiðin til sannrar
hamingju er auðvitað að hver ein-
staklingur fái að njóta sin og sér-
einkenna sinna, tjá sig sjálfstætt
innan hópsins.
Börn geta tjáð sig betur
með myndum
Hópurinn, sem Thomæus sýnir
eftir i Norræna húsinu, er ,,Þrjár
mæður og fjögur börn þeirra”.
Um starf hans segir Thomæus
m.a.:
— Hversvegna tekur maður
þátt i málarahópvinnu? Af sömu
ástæðu og maöur leitar eftir
annarri hjálp, meðferð, þegar
eitthvað er að. Slik utanaðkom*
andi hjálp getur leyst úr flækjum.
Um ,,bild-terapi”, myndlist til
lækninga, hefur verið sagt, að
myndir gerðar undir slikum
kringumstæðum hafi mikið
heimildargildi. 1 okkar eigin
myndum sé oft að finna sannari
sjálfsmyndir. Og gerum við
þessar myndir með öðrum,
sýnum við oft hvernig við erum,
og bregðumst við aðstæðum og
kringumstæðum með þessu fólki.
Séu börn með hafa þau yfirleitt
góð áhrif og stuðla að óþvingaðri
vinnubrögðum. Ennfremur hafa
efni eins og litir og leir hvetjandi
áhrif. Þau geta örvað mann-
eskjuna og komið henni af stað.
011 vitneskja sem hafði fengist af
fyrri tilraunum reyndist eiga við
þennan málarahóp. Það nýstár-
legasta fyrir okkur, sem að
hópnum stóðu, var að foreldrar
tóku þátt i honum...
Vert er að veita athygli að
þegar við, fullorðnir og börn,
störfum saman i málarahóp,
notum við fremur myndir en orð.
Börn standa ver að vigi i byrjun,
þau hafa ekki mikinn orðaforða,
og eru ekki vön að tjá sig með
orðum, eins og margir fullorðnir.
Þau eiga auðveldara með að tjá
sig i myndum.
Og þar með eru úr sögunni yfir-
burðir fullorðna fólksins, sem
annars eru svo venjulegir og
sjálfsagðir að við hugsum ekki
um þá. Við urðum öll jafnvig...
Attica uppreisnin olli
vakningu
Uppreisnin i Attica-fangelsinu,
sem kostaði mörg mannslif, olli
vissri vakningu i Bandarikjunum,
að sumu leyti hliðstætt Vietnam-
striðinu, sagði Shelly Killen. —
Þessi atburður opnaði augu
margra fyrir þvi, hve mannúðar-
laust og grimmdarfullt samfélag
okkar er orðið. Það vaknaði áhugi
hjá mörgum að vita meira um
þann lokaða heim, sem fangelsin
eru, og það komust á kreik sam-
tök, sem að þvi unnu. Framar-
lega á þvi sviði hafa staðið sam-
tök, sem nefnast Black
Emergency Cultural Coalition, en
framkvæmdastjóri þeirra er
kunnur bandariskur listamaður,
Benny Andrews.
— Hvað er að segja um
bandarisk fangelsi?
— Þau eru mjög mismunandi.
Þar eru til fangelsi, sem minna
nánast á einangrunarfangabúðir,
þar sem fangar sæta slæmri
meðferð og er refsað, ef þeir mót-
mæla vondri meðferð á félögum
sinum. Fiknilyf eru sumsstaðar
seld I fangelsum og ég get ekki I-
myndað mér annað en yfirvöldin
viti af þvi, þótt þau geri ekkert I
málinu.
Fangelsi óhæfa í menn-
ingarþjóðfélagi
Hefur ástandið eitthvað
breyst eftir Atticauppreisnina?
— Jú, það hefur eitthvað
batnað. Áður lágu fangelsismálin
i þagnargildi: það var farið með
þau eins og feimnis- eða leyndar-
mál. En nú eru þau opinskátt til
umræðu. Það hafa til dæmis verið
ráðstefnur um list i fangelsum.
— Litur þú svo á að list skipti
miklu máli i meðferð fanga?
— Það gerir hún tvimælalaust.
List er ein mikilvægasta aðferðin
til að veita fólki útrás. Oft gerir
listsköpunin að verkum að þess
innri maður vaknar og það kemst
til betri skilnings á sjálfu sér. Auk
þess er list góð sem starf. Það er
erfitt að vera iðjulaus eða að
vinna meiningarlausa vinnu.
— Þú hefur séð islensk
fangelsi?
— Já, ég kom á Litla-Hraun, og
mér likaði undireins vel að fang-
Framhald á 13. siðu.
Góðaferð
tíl Grænlands
Til Kulusuk fljúgum við 5 sínnum í viku
meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar.
Ferðirnar til Kulusuk, sem er á austur-
strönd Grænlands, eru eins dags
skoðunarferðir, lagt er af stað frá Fteykja-
víkurflugvelli, að morgni og komið aftur að
kvöldi. I tengslum við ferðirnar til Kulusuk
bjóðum við einnig 4 og 5 daga feröir til
Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu
nýja hóteli Angmagssalik.
Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, er flogið 4
sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö
þotum félaganna eða SAS. Flestir þeir
sem fara til Narssarssuaq dvelja þar
nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl
ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel með
tilheyrandi þægindum, og óhætt er að
fullyrða að enginn verður svikinn af þeim
skoöunarferðum til nærliggjandi staöa,
sem i boði eru.
I Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð,
og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna
samfélagshætti löngu liðins tíma.
Þeir sem fara til Grænlanas i sumar munu
örugglega eiga góða ferð.
FLUCFÉLAC
ISLAMDS
lOFTLEiam
Félög þeirra sem feróast