Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 1
Sigurför Inúkanna SJÁ SÍtíU 8. Launatafla opinberra starfsmanna SJÁ SÍÐU 5. I tilefni 17. júní i tilefni Þjóðhátfðardagsins Ieitaði blaðið til sextán manna, sem svara spurning- um um íslenska tungu. Auk þess eru rifjuð upp ummæli stjórnmálamanna frá lýð- veldisárinu og kalda strfðinu um sjálfstæðismálin. SÍÐUR 10-16 Flugmenn fengu 24,4% hœkkun Togaradeilan: Ekkert sem bendir Laun flugmanna hækk- uðu um 24,4% eftir ný- gerða kjarasamninga. Þjóðviljinn fékk i gærdag upp- lýsingar um, að lægstu laun sem Flugleiðir greiða til flugmanna, þe. laun aðstoðarflugmanns á Fokkervél eru 159000 krónur eftir hækkunina. Hæstu laun, þe. laun flugstjóra á DC8 eftir 25 ára starf eru 420000 kr. Miðlungslaun flug- stjóra á DC8 eru eftir 12 ár 34900 krónur og byrjunarlaun flugstj.á DC8 eru 260000 kr. Aðstoðarflug- stjórar á DC8 fá i laun 18000 krón- ur, hæstu laun þeirra geta orðið 250000 krónur en algengustu laun þeirra rr anu vera kringum 225000 krónur. Breyting varð á launum flug- manna miðað við hvaða vélum þeir fljúga, þannig hækkaði flug- maður á Fokker gagnvart flug- manni á Boeing 727 og flugmaður á Boeing hækkaði gagnvart flug- manni á DC8.0faná þessi laun greiðast svo dagpeningar. Þessar tölur voru staðfestar af hálfu Flugleiða i gær. gg Iðnaðarmenn á Akranesi í verkfalli Iðnaðarmannafélag Akraness hefurekki samþykkt heildarsam- komulagið sem gert var i siðustu viku og hcfur þvi verkfall hjá fé- laginu komið til framkvæmda, þeas. öðrum iðnaðarmönnum en þeim sem vinna hjá sements- verksmiðjunni. Ástæðan fyrir þvi að iðnaðar- mannafélagið samþykkti ekki samningana eru hinir góðu samn- ingar sem iðnaðarmenn við sc- mentsverksmiðjuna fcngu á dög- unumJVú vilja aðrir iðnaðarmenn einnig fá þau kjör sem verk- smiðjuiðnaðarmcnnirnir fengu, en það liggur sennilega ekki á lausu. i gær var enginn fundur haldinn með deiluaðilum. til lausnar sagði Jón Sigurðsson formaður sjómannasambandsins í gœr — Á samningafundun- um fyrir helgina kom ná- kvæmlega ekkert nýtt fram í togaradeilunni og ég verð að játa að ég er allt annað en bjartsýnn fyrir fundinn sem hefst i dag. Það má vera að togaraeigendur hafi eitthvað rætt við rikisstjórn- ina siðan siðasti fundur var hald- inn og að þeir komi með eitthvað nýtt á fundinn i dag, ég veit það ekki, en ef svo verður ekki, þá á ég ekki von á að neitt sérstakt gerist i dag, sagði Jón Sigurðsson form. sjómannasambandsins er við ræddum við hann rétt áður en hann hélt á samningafund i togaradeilunni sem hófst kl. 17 i gær. Jón Sigurðsson. Nú hefur verkfallið á stóru tog- urunum staðið i tvo mánuði án þess aö togaraeigendur hafi lagt nokkuð raunhæft til lausnar henni. Það eina sem þeir hafa staglast á er fækkun áhafna. — Við ljáum ekki máls i þvi nú frekar en fyrr sagði Jón Sigurös- son i gær. —Sdór I gær sýknaði Félags- dómur Vélstjórafélag ís- lands af skaðabótakröfum Vinnuveitendasambands islands og Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna vegna samúðarverkfalls- ins, sem vélstjórafélagið efndi til á kaupskipaflot- anum 14. mai til stuðnings starfsbræðrum sinum á stóru togurunum og stóð það til 9. þ.m. Félagsdómur klofnaði i málinu Listiðja í dagsins önn Um þessar mundir stendur yfir i Bogasal bjóðminjasafns- ins sýning á vegum kvenfélaga frá Lapplandi, Færeyjum, Grænlandi, tslandi og Alands- Meirihlutinn Guðmundur Jóns- son, Sigurður Lindal og Arni Guðjónsson felldu sýknunardóm- inn, en i sératkvæði Bjarna Krist- ins Bjarnasonar og Hafsteins Baldvinssonar er samúðarverk- fallið talið ólögmæt aðgerð gagn- vart sóknaraðilum. Málskostnað- ur var felldur niður.Hefðu skaða- bótakröfur Eimskipafélagsins, Jökla, Hafskips, Skipaútgerðar Jóns Franklins og Sambandsins náð fram að ganga hefði Vél- stjórafélagið orðið að greiða þeim miljónir. Kröfur stefnenda um skaðabæt- ur byggðust einkum á þvi að eyjum. Sýndir eru ýmsir handavinnumunir frá hverju landi, þjóðbúningar ofl.Sýningin er opin til sunnudagskvölds og verða henni gerð nánari skil i næsta blaði. Myndin af brúðunum er úr sýningarbás færeyinga. Þær klæðast þjóðbúningum sins lands og slikt hið sama munu margir islendingar vafalaust gera i dag á þjóðhátiðardegin- um. —gsp formgalli hefði verið á boðun samúðarverkfallsins og vélstjór- ar á togurunum hefðu tekið þátt i ákvörðun félagsins um verkfalls- boðuná kaupskipunum.Meirihluti Félagsdóms taldi hinsvegar að engir verulegir annmarkar hefðu verið á boðuninni, og ekki væri lagastoð fyrir þvi að dæma samúðarverkfall ólöglegt, ef að það miðaði ekki að þvi að breyta samningsbundnum kjörum þess starfshóps sem samúðarverkfall- ið gerir. Dómur F'élagsdóms er endan- legur og verður ekki áfrýjað.Lög- maður Vélstjórafélagsins, sem varði mál þess fyrir félagsdómi, var Finnur Torfi Stefánsson hrl, en lögmenn skipafélaganna Bald- ur Guðlaugsson og Skúli Pálma- son.Það er mál manna að fram- hjá þessum dómi verði ekki geng- ið ef deilur risa um réttmæti samúðarverkfalla i framtiðinni Farandsýning stendur yfir i Bogasal Þjóðminjasafnsins Vélstjórafélagið var sýknað MÚÐVIUINN Þriðjudagur 17. júní 1975—40. árg. —133. tbl. Hæstu laun 420 þúsund kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.