Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þridjudagur 17.júní 1975 Skólaslit í fóstmskólanum Kaupgjaldsmál Ég var að heyra af þv', að flug- menn hefðu afþakkað b0-70 þús- und króna mánaðarkaupshækkun 1 samningaviðræðum þeim, sem þeireiga við flugfélögin. Ef þetta er rétt, sem ég hef fyllstu ástæðu til að ætla, þvi sá sem mér sagði þessi tiðindi er sjálfur flugmaður, er full ástæða fyrir almenna launamenn, sem nú eru að glima við að fá fram 4-5 þúsund króna mánaðarkaupshækkun að endur- skoða afstöðu sina til kaupkrafna með hækkun fyrir augum. Flugmenn munu miða launa- kröfur sinar við þau laun, sem bandarlskir flugmenn fá greidd. Flugfélögin munu hafa boðið þeim launahækkun, sem færa mundi þá til jafns við norræna flugmenn i launum, þeas. 50-70 þúsund til viðbótar 200-300V þúsund króna launum, sem þeir hafa nú á mánuði hverjum. Þar sé“m flugmenn virðast geta komist upp meö að miöa launa- kröfur sinar við erlenda starfs- bræður og ná þvi fram, að fá laun greidd með tilliti til þessarar við- miðunar, ætti verkafólk hiklaust að leggja fram sams konar kröf- ur, og standa á þeim. Verkamenn á Norðurlöndum hafa tvisvar sinnum til þrisvar sinnum hærri laun en islenskir verkamenn. Bandariskir verka- menn hafa fjórfalt og fimmfalt hærra kaup en islenskir verka- menn. Ef einni stétt manna á að hald- ast uppi að gera kröfur eftir er- lendri fyrirmynd og fá þeim framgengt þá ætti öðrum stéttum að vera stætt á þvi sama, þvi ef einn atvinnurekandi getur greitt svo mikið hærri laun en almennt geristættu aðrir atvinnurekendur að geta það einnig. Og rétt I lokin. Voru ekki flug- freyjur að semja um kaup og kjör nú i vor? Er það ekki rétt munað að þær hafi náð þeim árangri að fá 60-80 þúsund króna mánaðar- laun eftir þá samninga? Hvernig geta forráöamenn flugfélaganna leyft svo mikinn launamun á fólki, sem vinnur hlið við hliö við sömu aðstæður? Væri þeim ekki nær að greiða til flugfreyjanna einhvern hluta þess, sem þeir nú bjóða flugmönnum? Soila Sovétrikin: 20 nýir bæir á hverju ári Moskvu (APN) Ár hvert eru byggðir um það bil 20 nýir bæir i Sovétrikjunum, flestir i norð- vestur Siberiu, þar sem fundist hafa miklar oliu- og gaslindir, en auk þess meðfram hinni 3.200 kilómetra löngu Bajkal-Amur járnbrautarlinu, sem nú er i byggingu, og umhverfis aðra mikla þróunarkjarna i Siberiu, i suð-austurhluta Sovétrikjanna og i Mið-Asiu. 1 áætlunum um hina nýju bæi er lögð mikil áhersla á að skapa sem besta vinnu- og tómstundaað- stöðu. Lita má á bæinn U'st-Il- imsk, sem reistur er i sambandi við hið mikla vatnsorkuver við Sibeisku ána Angara og iðnaðinn, sem þar er upp risinn, sem fyrir- mynd. Þar eru iðnaðarhverfin að- skilin frá ibúðarhverfunum með grænu belti, og enginn þunga- flutningur fer i gegnum sjálfan bæinn. Meðfram Bajkal-Amur braut- inni verða byggðir 60 nýir bæir og þorp. Tekið verður sérstakt tillit til náttúruaðstæðna, þar á meðal tiðra jarðskjálfta og mikilla storma. t Kasakhstan munu einnig risa margir nýir bæir i sambandi við fund á oliu og öðrum verðmætum jarðefnum. Fósturskóla tslands var sagt upp laugardaginn 7. júni s.l. að Hótel Sögu að viöstöddum m en nt am á 1 a ráðhe rra og mörgum gestum. Skólastjóri frú Valborg Sigurðardóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans á s.l. skólaári, skýrði frá úrslitum prófa og ávarpaði brautskráða nemendur. Menntamálaráðherra flutti ræðu, þar sem hann m.a. ræddi húsnæðisvandamál skólans og hugsanlegar úrbætur I þvi máli. Fulltrúar nemenda, sem braut- skráöar voru fyrir 25, 15 og 10 árum fluttu skólanum árnaðar- óskir og færðuhonum gjafir. 25 og 15 ára fóstrur gáfu f járupphæðir i Minningar- og menntunarsjóð Fósturskólans, en 10 ára fóstrur gáfu þroskaleikföng til sýni- kennslu. Formaður Soroptimistaklúbbs Reykjavikur, Sigurlin Gunnars- dóttir forstöðukona, flutti ávarp og afhenti fyrir hönd klúbbsins verðlaun fyrir félagsstörf i þágu nemenda. Er þetta i annað sinn, sem Soroptim istaklúbbur Reykjavikur veitir nemanda i Fósturskóla Islands slik verð- laun. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Elsa Bergmann Hansen. 167 nemendur voru i Fóstur- skólanum I vetur. 49 nemendur luku burtfararprófi, en 9 nemendur til viöbótar munu væntanlega ljúka námi að fullu siðar á árinu. Hæstu einkunnir i bóklegu námi hlutu þær Sigrún Grendal Magnúsdóttir og Sigriður Johnsen, og hlutu þær bókaverð- laun frá skólanum fyrir prýði- legan námsárangur. Hæstu einkunn I verklegu námi hlutu þær Elin Pálsdóttir, Elisa- bet Jónsdóttir, Hrafnhildur G. Sigurðarddóttir, Selma Dóra Þor- steinsdóttir, Sigriður Johnsen, Sigrún Jónasdóttir og Þuriður Sigurðardóttir. Aðsókn að Fósturskóla tslands er mjög mikil og fer fjarri að unnt sé að veita öllum umsækjendum skólavist. Frambjóðendur með kjörskrár í huga Vl-maöurinn sem i dag kemur I Vl-hornið er Unnar Stefánsson sem oft hefur verið i framboði I Suðurlandskjördæmi fyrir krata. Unnar talaði af sér á framboðsfundi i fyrra, staðfesti Ihita umræðna i Vestmannaeyj- um að VI notaði tölvur við flokk- un nafna. Dómari: Fullt nafn þitt, Unnar, er? Mættur: Ég heiti Unnar Stefánsson. D: Og staða? M: Ég er ritstjóri Sveitar- stjórnarmála. D: Og hvenær fæddur? M: 20. april 1934, fæddur I Nes- kaupstað. D: Og hvar heima? M: Háaleitisbraut 45, Reykja- vik. D: Hann er áminntur um sann- sögli. D: ...Unnar....hvort það sé rétt að þú hafir viðhaft eftirfarandi orð I ræðu á framboðsfundi á Selfossi I júnimánuði 1974. Oröin eru þessu: „Ef ég man rétt sagði tölvan mér að það væru rúm 2 þúsund kjósendur I Ar- nessýslu sem skrifuðu undir þessa áskorun og 975 rangæing- ar,” kannastu við það? M: Ég tel enga ástæðu til að draga það i efa... D: ...2. spurningin hljóðar svo: Hvort þú hafir viðhaft á fram- boðsfundi i' Vestmannaeyjum I júnlmánuði 1974 þessi orð: ,,Jú, jú, það var aðeins 1 spurning sem þetta svar ætti við, hvar eru tölvugögnin geymd. Og ég get alveg fullvissað Þór Vigfús- son um það, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þvi, frum- gögnin voru öll afhent forsætis- ráöherra og forseta sameinaðs þings og voru geymd I læstri járnkistu sem smiðuð var i þessu skyni”. Það er spurt hvort þú kannist við þessi orð? V: Ég tel ekki ástæðu til að véfengja þau. D: Ennfremur þessi orð: „Tölva er einfaldlega verkfæri og það var, menn geta imyndað sér hvort það hefði ekki verið handleggurfyrir vinnandi menn sem að þessu stóðu að fara að færa inn 55 þús. nöfn handskrif- uð inn á kjörskrá”. Hvort þú kannist við þessi orð lika? V: Ég tel ekki ástæðu til að draga það I efa og vildi kannske árétta það af þvi að tölva hafði veriö — kom á dagskrá þarna, að — og orðið kjörskrá má kannske hártoga.Þarna hefðum viö undir eðlilegum kringum- stæðum liklega sagt ibúaskrá, en i hita kosningabaráttunnar þá trúi ég nú að frambjóðendur séu með kjörskrár i huga ...þá tel ég nú að mér væri virt til vorkunnar þó ég segði þarna orðið kjörskrá, en tel kannske rétt að taka það fram að þar meö er ég ekki að segja að þetta hafi verið fært inn á kjörskrár, þaö kunna alveg eins að hafa verið Ibúaskrár... af einhvers konar... óbeit” D: ...Getur mætti tilgreint dæmi um að hin umstefndu ummæli hafi bakað sér tjón eða raskað stöðu sinni meðal samborgar- anna? Það er aðeins spurt um dæmi. M: ...Ég gæti nefnt dæmi um það, þar sem þetta á við, þar sem ég ætla og ég geri ráð fyrir aö þessi skrif hafi bakað mér tjón og raskaö stöðu minni meöal tiltekinna samborgara. Og það þykir mér mjög miður. Lögmaður stefnanda: Ég vildi að það kæmi dæmi um þetta: D: Það væri rétt að þú kæmir með þetta dæmi þá. M: Ég vil nú ekki blanda minu starfi I þetta, en ég ætti kannske aö segja frá þvi, að ég er jú rit- stjóri fyrir blað sem þarf að hafa mikil samskipti við fólk sem er I trúnaðarstörfum fyrir alla flokka og þarf þess vegna að eiga mjög gott samstarf við fólk úr öllum flokkum, þar á meöal skjólstæðingum t.d. Þjóðviljans og ég geri ráð fyrir þvi að ég óttast að i hópi þeirra manna sem ég hefði viljað eiga mjög gott samstarf við, þar hafi fallið viss skuggi á okkar sam- starf. D: Hefurðu ákveðin dæmi um það? M : Slik dæmi ér afskaplega er- fitt að sanna eða fullyrða, um það hefur maður ekkert skrif- legt. Ef þú biður mann að ræða við þig eða jafnvel eiga við þig samtal á prenti og hann ekki kemur. Hann hundsar vinsam- leg tilmæli um samstarf, þá get- ur maður leitt skóna að þvi að það sé út af einhvers konar jafn- vel óbeit sem slikur maður hefði meðtekið af lestri tiltekins blaðs. D: Hefurðu orðið var við það eitthvað frekar núna heldur en áður? M: Um það leyti sem þetta gekk yfir. Þau ummæli og þæ.r myndir sem voru sýndar af okk- ur I Þjóðviljanum þær voru hygg ég ætlaðar til þess að heldur ófrægja okkur sem að þessu stóðum og ég óttast að það hafi bitnað á mér. Vl-hornið Unnar Stefánsson. D: Og þú hefur það á tilfinn ingunni, að svo væri? M : Ég hafði það á tilfinningunn A ég kannske að bera mig saman við lögfræðinginn, ég vi nú ekki vera að. D: Oftar en einu sinni? Þú hefur eitthvað ákveðið dæmi? M :Má ég bera mig upp við lög- fræðinginn? D: Já, gerðu svo vel. Mundirðu þá vilja nefna þetta dæmi kannske? M: Ég vil ekki nefna þau dæmi sem mér þykja sárust vegna þeirra einstaklinga sem hlul eiga að máli, vegna þess að éf vona að þetta mál liði hjá of eðiiiegt samstarf komist á, eins og áður hefur verið, enda ekki með nokkrum hætti hægt fyrir mig að sanna neina hluti I slik- um efnum... Og nú ljúkum við tilvitnun i Unnar Stefánsson. Hann kom fyrir bæjarþing 23. mai s.l. i máli VI gegn Úlfari Þormóðs- syni blaðamanni. Eins og áður eru leturbreytingar Þjóðviljans, en oröalag er óbreytt úr réttar- skjölum, orðrett eftir VI- manninum. —GG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.