Þjóðviljinn - 17.06.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Síða 3
Þriðjudagur 17.júní 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Unum J)v í ekki lengur að vita ekki hvaða kaup við höfum Karpov hefur tekið örugga forystu Heimsmeistarinn i skák, Anatoly Karpov hefur nú tekið örugga forystu á skákmótinu i Portoroz i Júgóslaviu. Hann gerði jafntefli við Planic i 11. umferð og hefur nú 8,5 vinn- inga. Annars er staðan á mót- inu eftir 11 umferðir þessi: Karpov 8,5, Ribli 7, Furman, Gligoric og Hort 6,5 og eina biðskák hvor, Ljubjevic 6,5, Velimirovic og Barle 6, Parma 5,5 og biðskák, Portis 5 og biðskák, Mariotti 5, Planic 4,5, Garcia 4, Musil 2,5 og bið- skák, Karner og Osterman 2 og eina biðskák hvor. Fjórir fræðimenn í íbúð Jóns Sigurðssonar Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur samþykkt að veita eftir- töldum aðilum kost á afnotum af fræðimannsibúð hússins á tima- bilinu 1. september 1975 til 31. ágúst 1976: Þorkell Jóhannesson prófessor, frá 1. september 1975 til 30. nóv. 1975. Frú Valborg Sigurðardóttir uppeldisfræðingur, frá 1. des. 1975 til 28. febrúar 1976. Sigfús H. Andrésson sagnfræð- ingur, frá 1. mars til 31. mai 1976. Gisli Gunnarsson sagnfræðing- ur, frá 1. júni til 31. ágúst 1976. 12 aðilar sóttu að þessu sinni um dvöl i fræöimannslbúð húss- ins. segja sjómenn i Vestmannaeyjum sem hœtta róðrum verði fiskverð ekki komið fyrir 23. júní —Það eru landslög að fiskverð sé komið 1. janúar og 1. júni ár hvert, en þetta hefur verið þverbrotið ár eftir ár og við unum þessu ekki lengur og þess vegna samþykktum við að hætta veiðum 23. júni nk. verði fiskverðið ekki komið fyrir þann tima, sagði Rafn Sigurðsson skipstjóri i Vestmanna- eyjum er við spurðum hann um þá ákvörðun fundar skipstjóra og stýrimanna i Eyjum að hætta róðrum 23. júni nk. verði fiskverð ekki komið fyrir þann tima. — Fiskverð átti að vera komið 1. jan. sl. en það kom ekki fyrr en i mars, þannig að við vorum búnir að vinna hálfa vertiðina án þess að vitahvaðakaup við hefðum og eins er það nú, við erum búnir að vinna það sem af er júni án þess að vita kaup okkar og við viljum ekki una þessu lengur. Það var samþykkt einnig á fundinum sl. sunnudag að hvetja önnur sjó- mannafélög um landið til að gera það sama og ég vona að þau taki sem flest undir og að sjómenn hætti róðrum ef fiskverðið kemur ekki. — Það hljóta allir að sjá i hendi sér að þetta gengur ekki svona. Við getum tekið sem dæmi ef fisk- verð lækkar, þá erum við búnir að vinna svo og svo lengi á lægra kaupi en við nokkurn timann samþykkjum. Þess vegna unum við þessu ekki og leggjum niður róðra 23. júni nk. verði fiskverðið ekki komið fyrir þann tima sagði Rafn Sigurðsson að lokum. —S.dór Frá höfninni i Vestmannaeyjum. 19. júní kominn út Arsrit Kvennrétti n d afé lags íslands helgað kvennaári Ársrit Kvenréttindafélags ts- lands 19. júni er komið út og flytur fjölbreytt efni. Arsritið er helgað kvennaárinu og kynnir á fyrstu siðum gest kvennaársnefndarinn- ar Evu Kolstad. Sagt er frá formannaskiptum i Kvenréttindafélaginu, Sólveig ólafsdóttir ritar um Jafnlauna- ráð, Ólafur Björnsson prófessor kynnir starf Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Adda Bára Sig- fúsdóttir skrifar um áhrif kvenna á lög um almannatryggingar. Birtar eru greinar um skattamál hjóna, kynþáttavandamál, starf KRFl „Konur i fangelsum” grein frá samtökunum Amnesty Inter- national. Margt fleira er I ritinu sem er 44 siður. Mjólk u rfrœðinga r: Úttekt á starfi þeirra og stöðu — Kjarasamningur sá sem við öllu undirrituðum um helgina er sam- Þv' hljóða heildarsamkomulaginu að 3ja leyti, nema hvað við fengum framgengt að skipuð verður manna nefnd til að gera alls 3 af 400 teknir inn á Dramatiska Institutet í Stokkhólmi Þráinn er einn þeirra Þráinn Bertelsson rithöfund- ur lauk f byrjun júni inntöku- prófi við Dramatiska Institutet i Stokkhólmi.Tók Þráinn próf inn i leikstjóradeild skólans (3ja ára nám) og var einn þriggja umsækjcnda sem stóðust inn- tökuprófið. Þessi sænski kvik- myndaskóli þykir vera hinn besti nú um stundir, og reyna ntcnn viða að komast þar inn.i ár sóttu 400 um skólavist, 20 fengu að gangast undir inntöku- próf og þar af fengu þrir skóla- vist. Þráinn mun vera eini islend- ingurinn sem fengið hefur að- gang að leikstjórnardeild þessa kvikmyndaskóla, ýmsir hafa leitað eftir skólavist og ein- hverjir stundað nám þar um skemmri tima. —GG Þráinn Bertelsson rithöfundur herjar úttekt á starfi okkar og stöðu cg á hún að skila áliti fyrir árainót þegar samningurinn sem við gerum rennur út, sagði Sig- Framhald á 22. siöu. Samið nyrðra Samkomulag tókst með vinnu- veitendum og Alþýðusambandi Norðurlands á sunnudaginn var, en AN samdi fyrir 10 aðildarfélög sambandsins. Lauk þar með vinnustöðvun, sem staðið haföi siðan siðari hluta fyrri viku. Samkvæmt upplýsingum Jóns Asgeirssonar, formanns AN, var samningur ASt og Vt, sem gerður var hér syðra i siðustu viku grundvöllur þess samkomulags, sem gert var, auk þess sem sam- komulag náðist um 7 til 8 liði aðra af sérkröfum félaganna þar nyrðra.Meðal þess var samkomu- lag um launagreiðslur við upp- skipun á kassafiski og lausum fiski úr togurum. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.