Þjóðviljinn - 17.06.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17.júní 1975
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖ'SIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Frettastjóri: Einar Kari Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HEITSTRENGING Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI
Baráttan fyrir sjálfstæði, fyrir þjóð-
frelsi, er rauði þráðurinn i sögu islendinga
i meira en öld, og svo er enn. Eftir að is-
lendingar fengu heimastjórn og fullveldi
reyndi þegar á það hvort smáþjóðin væri
þess megnug að tryggja af eigin rammleik
efnahagslega og menningarlega þróun, en
það höfðu margir skynsamir menn dregið
i efa. Reynslan hefur sannað getu okkar
á þeim sviðum; vandfundin munu þjóðfé-
lög þar sem slik framþróun hefur orðið ör-
ari og styrkari en hér. Hins vegar hefur
þróunin orðið á aðra lund en menn imynd-
uðu sér; þáttur rikisvalds, sveitarfélaga
og samvinnusamtaka hefur orðið burðar-
ás þessarar þróunar, þar til nú er svo
komið að 60% af framleiðslufjármunum
þjóðarinnar er i höndum þessara aðila.
Eigi islendingar að halda sjálfstæði sinu
þarf þessi samfélagslegi þáttur enn að
styrkjast og festa rætur i efnahagslegu
lýðræði; það sannaðist endanlega fyrir
heilum mannsaldri að kerfi einkafram-
taksins dugði okkur ekki. Það er furðuleg
þversögn að einn stjórnmálaflokkanna á
Islandi sækir hugmyndafræði sina enn i 40
ára gamlar kreddur, sem reynst hafa is-
lendingum hættulegar eða gagnslausar.
Það hefur þannig sannast að innri styrk-
ur þessa litla samfélags nægði þjóðinni til
örrar framfarasóknar. Erfiðar hefur
gengið að verjast erlendri ásælni. Við sitj-
um enn uppi með erlendar herstöðvar,
leifar frá siðustu heimsstyrjöld og kalda
striðinu, og enn erum við njörvaðir i hern-
aðarbandalag hinna yfirgangssömustu
auðvaldsrikja. Baráttan gegn erlendri
hersetu hefur engu að siður reynst mjög
árangursrik. Það kemur greinilega i ljós
ef borin eru saman umsvif og áhrif
Bandarikjanna 1951 og árin þar á eftir
annarsvegar og ástandið nú hinsvegar.
Þær herstöðvar sem enn eru á Islandi eru
Bandarikjunum litilvægar, og ný hernað-
ar- og fjarskiptatækni dregur i sifellu úr
gildi þeirra fyrir herveldið. Þróunin er
hernámsandstæðingum i hag; enginn þarf
að draga i efa að islendingar ná þvi marki
að búa aftur einir og frjálsir i landi sinu, ef
þjóðin glatar ekki vilja sinum til sjálf-
stæðis. Á sama hátt einkennast hernaðar-
bandalögin i Evrópu af vaxandi uppdrátt-
arsýki; NATO er nú svo illa á sig komið að
segja má að Vestur-Þýskaland sé eini
raunverulegi samherji Bandarikjanna i
Evrópu, og þátttaka smárikja i þeim yfir-
gangssamtökum verður sifellt fráleitari.
Alvarlegasta hættan sem vofir yfir is-
lendingum til frambúðar er af efnahags-
legum toga spunnin. Okkur er lifsnauðsyn
að tryggja okkur 200 milna auðlindalög-
sögu, reka erlend fiskiskip út fyrir 50 mil-
urnar þegar i haust og gera 200 milurnar
að alislensku veiðisvæði á sem skemmst-
um tima. Á sama hátt verðum við að
tryggja islenskt forræði yfir orkulindum
okkar, sem verða æ dýrmætari, og þeim
atvinnurekstri sem þær bjóða upp á. Á þvi
sviði er álsamningurinn frá 1967 viti til
varnaðar. Tap okkar á orkusölunni til ál-
bræðslunnar jafngildir nú meira en
miljarði króna á ári, ef venjuiegt gang-
verð á orku er tekið til samanburðar. Eins
og rakið var i blaðinu á sunnudag hefur ál
hækkað svo mjög i verði að heildartekjur
álbræðslunnar hafa aukist um 3,5
miljarða króna miðað við ársframleiðslu
frá árinu 1967. Af þeirri hækkun hefur auð-
hringurinn Alusuisse tekið 3,2 miljarða
króna i sinn hlut með þvi einfalda ráði að
hækka hráefni sin. Afgangurinn fer i auk-
inn rekstrarkostnað, en islendingar hafa
ekki fengið eyrisvirði af þessari stórfelldu
verðhækkun. Það er efnahagsleg nauðsyn
að slikir smánarsamningar verði aldrei
framar gerðir, en það er einnig forsenda
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar.
Með þvi að heimila erlendum auðhringum
atvinnurekstur á íslandi er verið að afsala
efnahagslegu sjálfsforræði þeim mun
meir sem slíkum fyrirtækjum kynni að
fjölga. Slik þróun gæti orðið sjálfstæði Is-
lands háskalegri til frambúðar en hið
fyrirlitlegasta hernám eða aðild að hern-
aðarbandalagi. Vitað er að ásóknin er
mikil i heimi sem býr við vaxandi orku-
kreppu og undanlátssemin botnlaus hjá
þeim sem trúlausastir eru á getu islend-
inga til þess að halda sjálfstæði sinu til
frambúðar. Hér er um svo örlagarikan
vanda að ræða, að okkur dugar ekkert
minna en árangur. Á þessum þjóðhátiðar-
degi þurfa landsmenn þvi að heitstrengja
að efla baráttu sina og samstöðu til vernd-
ar íslensku forræði yfir atvinnulifi og auð-
lindum, jafnt á landinu sjálfu sem i hafinu
umhverfis það. —m.
KL
Er tímabært
MORGUNBLAÐf
kaupþing fyrir fn
irtækja og tvo J
samþykkt þingí
þings viö Seölad
1. Er tímabcn
þing nú?
2. Myndu stl
sfn og/eða stofnft
sér fjáröflunai
og/eða stofnbrfi
stofna
kaupþing?
1 málamyndaaamningi rlkisstjórnarinnar er gert ráft fyrir stofnun
kaupþings, en þegar Morgunblaöiö lagöi þessa spurningu fyrir sex
forustumenn var svar ailra neikvætt.
Dapurleg niðurstaða
50-milna landhelgin er einskis virfti, segir Eyjólfur Konráft I þjóft-
hátfðarbréfi sinu, en innan 50 mflnanna veiöast þó 90-100% af bol-
fiskafla landsmanna.
20-álbræöslur um alit land, sú næsta f Eyjafirfti. Þannig birtist hin
nýja byggöastefna framsóknarihaidsins.
Þegar verkamenn höfðu
gengið frá kjarasamningum
taldi Morgunblaðið ástæðu til að
birta frétt um mál málanna:
Kaupþing.Það er sem kunnugt
er eitt af samkomulagsatriðum
i málamyndasamningi núver-
andi stjórnarflokka að nauðsyn
beri til þess að stofna kaupþing
Til skýringar skal þess getið að
kaupþing er braskarasam-
koma, þar sem braskarar koma
með veðbréfin sin og skulda-
bréfin sintil þess að auka gróð-
ann sinni frétt Morgunblaðsins
á laugardaginn voru sex for-
ustumenn spurðir um það hvort
timabært væri að stofna kaup-
þing. Og niöurstaðan er ekki
uppörvandi fyrir kauphéðna
Sjálfstæðisflokksins. „Forsend-
an er jafnvægi i efnahagsmál-
um” segir forstjóri SIS, og sem
kunnugt er er sú forsenda ekki
fyrir hendi.,,Heilbrigt atvinnulif
er forsendan” segir aðalhug-
myndafræðingur Sjálfstæðis-
flokksins Jónas Harals, og
kemst þarafleiðandi að þeirri
niðurstöðu að hér sé tæpast
finnanlegur grundvöllurinn
sjálfur.Gisli V.Einarsson, einn
fremsti leiðtogi kaupsýslu-
manna, segir fullum hálsi:
„Ekki timabært við núverandi
skilyrði!’ En timi huggunarinn-
ar er ekki fjarri, amk.segir Jó-
hannes Nordal: „Sá timi nálg-
ast.” Forustmenn Flugleiða,
Sigurður Helgason og örn John-
son sjá ekki heldur mikla von i
kaupþingi á næstunni.
Þannig virðist ætla að verða
snubbóttur endir á hinu mikla
hugsjónamáli Eyjólfs Konráðs
Jónssonar.
Eyjólfur
hressist
En i tilefni þjóðhátiðardags-
ins er hins vegar vert að rifja
upp að Eyjólfur Konráð Jónsson
hefur áhuga á fleiru en kaup-
þingi: eitt helsta áhugamál
hans er að gera ísland að eins-
konar útkjálka hins alþjóðlega
kapitalisma og i þvi skyni vill
hann láta reisa hér á landi 20 ál-
bræðslur.Nú um nokkurn tima
hefur verið i undirbúningi annar
áfanginn i þessari stefnu: Bygg-
ing álverksmiðju við Eyjafjörð
Hefur Gunnar Thoroddsen falið
viðræðunefnd um orkufrekan
iönað að kanna möguleikana á
samningum um slika álverk-
smiðju við Norsk Hydro.
Og i tilefni þjóðhátiðardagsins
má lika rifja það upp að Eyjólf-
ur Konráð Jónsson vill allt til
vinna til þess að gera útfærsl-
una i 50 milur pappirsgagnið eitt
Nú er vitað að 90-100% bolfisk-
afla Islendinga veiðist innan 50
milnanna og það væri glapræöi
að gera nokkra samninga um
framhald á veiðum útlendinga
innan 50 milna markanna.
Vissulega er það ætlun
Eyjólfs Konráðs að reyna að
gera sig dýrlegan i augum al-
þjóðar með þvi að standa að út-
færslu i 200 milur — og taka þar
upp stefnu vinstristjórnarinnar
— en gera i skjóli þeirrar út-
færslu samninga við breta um
áframhaldandi veiðar innan 50
milna landhelginnar.
Þannig leggst allt á eitt I ó-
þjóðlegasta blaði á tslandi:
Krafa um að við afsölum okkur
helstu fiskimiðum okkar til þess
að þóknast „vinum okkar i
NATO”, um leið og islendingum
væri ætlað hlutskipti nýlendu-
þjóðarinnar i landi þar sem 20
álverksmiðjum hefði verið
dreift um allt land og atvinnu-
og efnahagslegu forræðu lands-
manna þar með stórháski búinn
Gegn hinni óþjóðlegu undan-
haldsstefnu berst Alþýðubanda-
lagið eitt islenskra stjórnmála-
flokka.En fróðlegt verður að sjá
hvort framsóknarráðherrarnir
láta Eyjólf Konráð Jónsson
teyma sig út i fenið.