Þjóðviljinn - 17.06.1975, Side 7
ÞriOjudagur 17.júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Krossaðir
Forseti íslands hefir i dag sæmt
eftirtalda Islenska rikisborgara
heihursmerki hinnar islensku
fálkaorðu:
Hjörleif Hjörleifsson, fv. fjár-
málafulltrúa, riddarakrossi, fyr-
ir störf á sviði skýrslutækni.
Katrinu Helgadóttur, skólastjóra
Húsmæðraskóla Reykjavikur,
riddarakrossi, fyrir störf að
skólamálum. Magnús Magnús-
son, rithöfund og sjónvarpsmann,
Edinborg, riddarakrossi, fyrir
kynningu á islenskum málum er-
lendis. Frú Sesselju Magnúsdótt-
ur, Keflavik, riddarakrossi, fyrir
félagsmálastörf. Þorbjörn Arn-
oddsson, bifreiðastjóra, Seyðis-
firði, riddarakrossi, fyrir störf að
samgöngumálum. Þorleif Þórð-
arson, fv. forstjóra, riddara-
krossi, fyrir störf að ferðamálum.
Erlend Einarsson, forstjóra, stór-
riddarakrossi, fyrir störf að sam-
vinnumálum. Friðjón Sigurðss.
skrifstofustjóra Alþingis, stór-
riddarakrossi, fyrir embættis-
störf. Kristján Sveinsson, augn-
lækni, stórriddarakrossi, fyrir
störf að augnlækningum. Sigurð
Jóhannsson, vegamálastjóra,
stórriddararkossi, fyrir emb-
ættisstörf.
Reykjavik, 17. júni 1975.
Ráðstefna norrœnna félagsráðgjafa
Bæ j arstj ór alaust
í Vestmannaeyjum
íhald og framsókn neita að endurráða Magnús
Á bæjárstjórnarfundi i Vest-
mannaeyjum I lok siðustu viku
var felid tillaga þess efnis að
endurráða Magnús Magnússon
bæjarstjóra. Þjóðviljinn snéri
sér til Garðars Sigurðssonar
bæjarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins i Eyjum Jlann sagði ma:
Þegar kosið var til bæjar-
stjórnar i fyrra, þá lýsti fram-
sókn þvi yfir að hún teldi ekki
rétt, að bæjarstjórinn væri úr
röðum bæjarfulltrúa.í kosning-
unum 1974 vann A-listi Alþýðu-
flokksins mikinn sigur og fékk 3
menn kjörna.Framsóknarmenn
vildu þá ekki ráða Magnús aftur
sem bæjarstjóra en samþykktu
loks málamiðlunartillögu frá
mér, um að ráða Magnús til eins
árs og á ráðningartiminn að
renna út l.júli nk.
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins fluttu á siðasta bæjarstjórn-
arfundi tillögu um, að Magnús
yrði endurráðinn, en sú tillaga
var felld með atkvæðum fjög-
urra fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins og einum fulltrúa framsókn-
ar, en með tillögunni voru fjórir
fulltrúar, ég og þrir Alþýðu-
flokksmenn. Með sama at-
kvæðahlutfalli var samþykkt að
auglýsa eftir bæjarstjóra, en
siðan samþykkt tillaga frá mér
um, að Magnúsi væri falið að
gegna störfum þar til nýr maður
hefur verið ráðinn.
Hvaö vakir fyrir
Framsókn með þessu?
Ég held að hún sé fyrst og
fremst að framfylgja þeirri
stefnu sinni að bæjarstjórinn sé
ekki úr röðum bæjarfulltrúa
Það er rétt að hafa i huga að frá
1954-66 hafði Sjálfstæðisflokkur-
inn meirihluta hér, en þá vannst.
hér vinstri meirihluti. Alþýðu-
bandalagið fékk 2 fulltrúa,
framsókn 2 og Alþýðuflokkur-
inn l.Þá var Magnús ráðinn.Árið
1970 tapaði Framsókn einum
fulltrúa til krata, en 1974 töpuð-
um við einum til þeirra svo Al-
þýðuflokkurinn hefur nú 3 bæj-
arfulltrúa. Afstaða framóknar
Magnús ekki endurráðinn.
mótast af þessu, en ég tel kosn-
ingarnar 1974 ekki marktækar,
vegna hins sérstæða ástands er
hérrikti þá.Við höfum ekki beitt
okkur gegn endurráðningu
Magnúsar, en vonandi fæst hæf-
ur maður til að taka við, maður
sem hægt er að ná samstöðu um
Fjallar um félagslega þjónustu og
félagsleg vandamál í Breiðholti III
A laugardaginn hefst að Hótel
Esju norræn ráðstefna félagsráð-
gjafa og fjallar hún um fyrir-
byggjandi félagslegt starf. Ráð-
stefnan er haldin á vegum sam-
starfsnefndar samtaka norrænna
félagsráðgjafa en Stéttarfélag Is-
lenskra félagsráðgjafa hefur haft
veg og vanda af undirbúningi
hennar.
Ráðstefnur sem þessar hafa
verið haldnar fjórum sinnum áð-
ur á öllum hinum Norðurlöndun-
um en þetta er i fyrsta sinn sem
hún er haldin hér á landi.80—90
félagsráðgjafar frá Norðurlönd-
um taka þátt i ráðstefnunni auk
ýmissa aðila hérlendra sem
starfa að þeim málaflokkum sem
um er fjallað þannig að alls verða
þátttakendur um 100 talsins.
A ráðstefnunni sem stendur yfir
i sex daga verður unnið að sex
verkefnum, einu frá hverju Norð-
urlanda nema tveimur frá Nor-
egiFinnar leggja til verkefni sem
fjallar um geðverndarstöðvar
fyrir unglinga, sviar taka til með-
ferðar félagslega þjónustu við
aldraða, norðmenn leggja fram
verkefni sem nefnast fyrirbyggj-
andi æskulýðsstarfsemi og á-
fengisvarnir i atvinnulifinu og
danir ræða um samtök skjólstæð-
inga og hvernig virkja má sam-
borgarana til að hafa á hrif á um-
hverfi sitt og lifnaðarhætti.
íslenskir félagsráðgjafar munu
leggja til upplýsingar um skipu-
lag og uppbyggingu Fella- og
Hólahverfa i Breiðholti III en
hröð uppbygging hverfisins hefur
valdið ýmsum félagslegum
17. júní í
Skálatúni
Vistfólk að Skálatúni I Mosfells-
sveit heldur 17. júni hátiðlegan
meö glæsibrageins og undanfarin
ár. Hátiöahöldin að Skálatúni eru
haldin i samvinnu foreldrafélags-
ins, vistmanna og starfsfólks og
verður þar i dag margt til gam-
ans gert. Þá munu Lionsmenn af-
henda gjöf sina, en hún er gefin I
þeim tilgangi að bráðlega verði
hægt að koma drengjaheimilinu
að Skálatúni i betra stand.
vandamálum. Verkefnin verða
rædd i starfshópum og i frétt frá
félagsráðgjöfum segir að I starfs-
hópi þeim sem tekur islenska
verkefnið til meðferðar verði rætt
um hvaða stofnanir eru æskilegar
og hvernig haga má hvers konar
félagslegri þjónustu i hverfinu
þannig að sem best lifsskilyrði
skapist fyrir ibúana. Niðurstöður
ráðstefnunnar verða gefnar út i
bókarformi að henni lokinni.
Auk starfsins að þessum verk-
efnum verða haldin þrjú erindi á
ráðstefnunni: Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri fjallar um heil-
brigðismál á Islandi i ljósi nýrrar
löggjafar, Gunnar Thoroddsen fé-
lagsmálaráðherra fjallar um þró-
un félagsmálalöggjafar á íslandi
og Jón Tynes félagsráðgjafi fjall-
ar um fyrirbyggjandi starf i heil-
brigðismálum. Auk þessa munu
ráðstefnugestir ferðast til Þing-
valla og þiggja boð borgarstjóra
og félagsmálaráðherra.
Stéttarfélag islenskra félags-
ráðgjafa var stofnað árið 1964
Stofnfélagar voru fjórir en nú eru
23 i félaginu, þar af sextán starf-
andi félagsráðgjafar. Formaður
félagsins er Guðrún Kristinsdótt-
ir.Þess má geta að félagið náði
þeim áfanga á siðastliðnum vetri
að alþingi samþykkti lög um fé-
lagsráðgjöf þar sem starfsheiti
félagsráðgjafa hlýtur lögvernd
—ÞH
íslenzks
i hjá því, að
ss stórmáls,
áð vera undir
víkkun íslenzkrar
mílur, á þessu ári.
nufélögin þjóðinni heilla
áfanga, sem nú er fram-
tæðisbaráttu hennar.
Auglýsingadeildin
MBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA